Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1969 Deilt um bjórinn — lagt til að vínveitingahús úti á landi geti fengið vínveitingaleyfi að vissum skilyrðum uppfylltum Á FUNDI Neðri deildar í gær var frumvarpið um breytingu á áfengislögunum til umræðu. Varð umræðunni lokið, en at- kvæðagreiðslu var frestað og fer hún væntanlega fram n.k. fimmtudag. Við mræðuna í gær tók fyrst- ur til máls Matthías Bjarnason og gerði hann grein fyrir breyt- ingartillögum er allsherjarnefnd leggur til að gerðar verði á frumvarpinu. Þær eru helztar að dómsmálaráðherra verði heimilt að veita veitingarhúsum leyfi til vínveitinga, þegar eftirtalin skil yrði eru fyrir hendi: Að veiting- arhúsið hafi á boðstólum mat og fjölbreytta óáfenga drykki við hóflegu verði, að veitinga- húsið sé fyrsta flokks, að því er snertir húsakynni, veitingar og þjónustu. Skal þriggja manna nefnd dæma um, hvaða veitinga- Framhald af bls. 10. ar þjóðar. Allir stunda viðskipti, með því að selja sína vinnu og kaupa síðan vörur og þjónustu af öðrum. Bezt fer á því, að við- skipti manna á milli geti verið sem allra frjálsust. Hér á Is- landi hafa landbúnaður, fiskveið ar og iðnaður verið taldir undir- stöðuatvinnuvegir. En hvaða gagn er bóndanum af sinni fram leiðslu ef 'hann getur e'kki kom- ið henni á markað? Hvað um fiskinn og iðnaðarvörurnar? Auðvitað getur ekkert af þessu blessast án verzlunai innar. Dug- legir og vei færir verzlunar- menn eru öllum þessum atvinnu greinum nauðsynlegir. Það er því alrangt að telja ekki verzlun með undirstöðuat- vinnuvegunum. Lögmál frjálxrar verzlunar er framboð og eftirspurn. Þar með getur kaupandinn valið og hafn- að. Þó er vöruframboðið eitt ekki nægjanlegt, ef aðeins er um einn stað að ræða ti! innkaupa. Kaupandinn þarf 1 að geta beint sínum viðskiptum þangað sem hann fær beztar vörur, mest vöruúrval; lægst verð; bezta þjónustu. Þetta vill hann allt fá í næstu búð, Séu allir þessir kostir ekki fyrir hendi í sömu verzlun, er hans að dæma um hvað hann telur eftirsóknarverðast. Sumir vilja lægst verð, en hugsa minna um gæði. Aðrir telja góða vöru meira virði en þá aura sem þeir gætu sparað með því að kaupa aðra lakari. Enn aðrir kæra sig ekki um góða þjónustu, ef þeir geta fengið vör una fyrir minni pening en meiri fyrirhöfn. Til er einnig fólk sem reynir að sneiða hjá allri þjón- ustu, og s!ær því föstu án at- hugunar, að með því geri það beztu kaupin. Sem dæmi um það má nefna frétt í einu dagblað- anna nýlega, þar sem sagði frá fólki er keypti rauðmaga niðri í fjöru á kr. 36.00 en gat fengið hann á kr. 25.00 í næstu fisk- búð. Svipaða sögu er að segja um þá, sem aka í leigubílum inn í afurðarsölurnar til að kaupa kjötikrokik, en geta fengið hann á nákvæmlega sama verði í næstu kjötbúð, og jafnvel send- an heim. Mikið vöruúrval og samkeppni kaupmanna og kaupfélaga, er næg forsenda þess að verðlags- ákvæði eru óþörf. Síðastliðin 30 ár hefir eitt erfiðasta vandamál þjóðarinnar verið sihækkandi verðlag. Ým ir hafa viljað skella skuldinni á verzlunina, og hefir það þótt falla í góðan jarðveg, en það eru 3vipuð rök og þegar verið er að skamma afgreiðslu- hús fullnægi ákvæðum þessum og skal áfengisvarnarráð til- nefria einn mann í nefndina, Samband veitinga- og gistiihúsa- eigenda einn mann, en dómsmála ráðherra skipar formann án til- nefningar: Áður en vínveitingarleyfi er veitt, skal leita umsagnar bæjar- stjórnar eða sýslunefndar í þeim kaupstað eða sýslu, er í hlut á, ag er ráðherra óheimilt að veita slíkt leyfi, ef hlutaðeigandi bæjarstjórn eða sýslunefnd reyn ist leyfisveitingu mótfallin. Utan kaupstaða er einungis heimilað að veita vínveitinga- leyfi á þeim árstíma, sem heim- sóknir erlendra ferðamanna eru að jafnaði mestar, þ.e. frá 1. júní til 30. september. Matthías sagði í ræðu ' sinni, að allsherjarnefnd hefði borizt erindi frá fyrirtækinu Skiphóll stúlkurnar í mjólkurbúðunum fyrir hækkunina á mjólkinni. Á undanförnum árum, þ.e. fyrir tvær síðustu gengisfellingar var því jafnan haldið fram, að verzl unin væri frjáls. Innflutningur var það að mestu leyti, en álagn ing ekki, nema á þeim vörum sem töldust lúxusvörur, en þær áttu að halda uppi dreifingar- kostnaði á vísitöluvörum. Frjálst verðmyndunarkerfi hefir því aldrei fengið að þróast hér á landi. Það er ekki frjáls maður sem er hlekkjaður á öðr- um fæti þótt hinn sé laus. Þegar verzlunarálagning var lækkuð um Va, var það nokkuð almenn skoðun, að með því væri verið að skerða laun kaupmanna um 26% og mættu þeir vel við una. Með öðrum orðum, að álagning- in væri laun kaupmannsins. Þá er spurningin: Hvað er álagning og hvað verður af henni? Athugum til dæmis 1 stóran pakka af þvottaefni, sem kost- ar í heildsölu kr. 100.00 en kr. 131.10 út úr búð. Fljótt á litið má kaupmaður- inn vera ánæg'ður, að fá kr. 31.10 fyrir að „rétta pakkann yfir búðarborðið." En við skulum athuga þetta nánar. Innkaup kr. 100.00 Álagning 22% — 22.00 Söluskattur 7,5% —• 9.10 kr. 131.10 Meðal launakostnaður í mat- ag kjötverzlunum er um 10% af sölu, me’ðalhúsaleiiga í mat- og kj'ötverzlunum er um 20%. Álagning kr. 22.00 Laun kr. 13.10 Húsaleiga — 2.60 — 15.70 Þá er eftir kr. 6.30 Þá er eftir að greiða: Raf- magn, hita, sím'a, umbúðir vexti skatta og gjöld, afskriftir af inn- réttingum og tækjum o.fl. Þar að auki þarf að reikna með rýrn un, en hún er ekki aðeins syk- urkorn, sem falla á gólfið við uppviktun, eða glae sem dettur úr hillu. Ef þessar kr. 6.30 hafa nægt fyrir öllum þessum útgjöldum og afgangur verður, fær kaup- maðurinn það í sinn hlut. — Hrökkvi þessi upphæð ekki fyr- ir útgijöldum, er verzlunin rekin með tapi og kaupmaðurinn fær ekkert fyrir sína vinnu og þarf jafnframt að greiða tapið úr eig- in vasa. Það er þetta sem far- á Alþingi h.f. í Hafnarfirði, sem hefði tek- ið á leigu veitingarhúsnæði við Strandgötu. Þar sem áfengisút- sala væri ekki í Hafnarfirði hefði fyrirtækið ekki rétt til þess að hafa vínveitingar í húsakynnum þessum og missti á þann hátt af árshátíðum og fl. til samkomu- húsanna í Reykjavík. Sagði Matt hías að ákvæði breytingartil- lagna um samþykki bæjar- og sýUuyfirvalda ætti að geta try.ggt að vínveitingar yrðu að- eins á þeim stöðum þar sem fólk óskaði eftir þeim. Lúðvík Jósepsson gerði grein fyrir breytingartillögum er hann flytur ásamt Sigurvin Einars- syni og Skúla Guðmundsíyni. Eru þær á þann veg að hvert veitingarhús, er vínveitingarleyfi hefur, skal halda uppi fullkom- inni þjónustu án vínveitinga, a.m.k. eitt laugardagskvöld af hverjum fjórum eftir kl. 8 síð- degis, samkvæmt reglum, er ráð- herra setur að fengnum tillögum Framhald á bls. 19 ráðamenn einkaverzlunar og samvinnuverzlunar hafa marg- sinnis bent á að er hættuleg þróiun. Það er augljást að nauðsyn- legt er að halda ölium kostnaði hiðri. Það hefur verið gert og hafa þær aðgerðir helzt stefnt í þá átt að fækka starfsfólki, en það stuðlar hins vegar að at- vinnuleysi verzlunarfólks, enp lengri og erfiðari vinnudegi kaupmannsins, og lélegri þjón- nstu við viðskiptavinina. Félögum matvöru- og kjöt- kaupmanna hefur tekist með út- boðum að lækka kostnað við þvott á vinnusloppum, og einnig hefur tekist að fá hagkvæmari bryggingar á sama hátt. En hvers vegna ekki að hætta að verzla ef menn tapa? Kaupmaðurinn hefur margvís- legar skuldbindin.gar, sem standa þarf við. Jafnvel þótt hann loki verzlun sinni, verður hann að greiða sinar skuldir á réttum gjalddögum. En hvernig er hægt að halda áfram mánuðum saman með tapi? Þegar álagningin hre^kuc ekki til fyrir útgjöldiunum, neyðist kaupmaðurinm til að nota það fé í reksturinn ,s.em heildsalinn hefur trúað honum fyrir, og hann þarf að standa skil á. Kaupmaðurinn getur ekki greitt sinn reikning eða víxil á umsömdum degi, og það kemur sér illa fyrir heildsalann sem treysti á gireiðsluna þennan dag. Að lokum vil ég taka þetta fram: Hagur verzlunarimnar og hagur þjóðarinnar í heild fer saman. Verzlunin skorast ekki undan að taka á sig sínar byrð- ar þegar þess þarf með. Það eru hins vegar alvarleg mistök hjá ráðamönnum þjóðar- Innar, að setja þá menn sem vimna jafn þýðingarmikil störf, sem dreifingu nauðsynja, í þá aðstöðu að þeir séu með lögum dæmdir til að þræla myrkranna á milli, og horfa á þau verðmæti «em þeim er trúað fyrir og þeir bera ábyrgð á renna út í sandinn engum til gagns, en þeim sjálfum, fjöl- skyldum þeixra, lánardrottn- um og þjóðinni allri til tjóns. #>að er von mín að stjórnendur þjóðarinnar geri sér ljóst að verzlun er ekki annars flokks atvinnuvegur sem nauðsynlegt er að fjötra. Saga íslenzku þjóðarinnar sýn ffr Ijóslega að afkoma hemnar fó'r að mestu eiftir verzluninni. — Frelsi í verzlun er nátengt frelsi þjóðarinnar. Það er trú mín að verði verzlunin gefin frjáls, fari fljótlega að rofa til. — Sjávarútvegurinn Framhaid af bls. 17 Loftur Júlíusson, skipstjóri, hvatti mjög til smíði skuttogara og kvað þær aðgerðir neikvæð- ar, er menn reynidu að gera upp 20 ára gamla togara. Síðan sagði Loftur: „Við köllum borgina okkar okkar Stór-Reykjavík og það er hún að sönnu, en henni hentar ekki neinn kotbúskapur í sjávar- útvegi. Nei, henni hentar bezt stórútgerð með nýjustu og full- komnustu tækni sem til er nú í dag, en það er aðeins fram- kvæmanlegt með stórum verk- smiðjutogurum, sem sækja á fjarlæg mið og þangað sem mest aflamagn er fyrir hendi hverju sinni og sem skila mestum gjald eyri með minnstum tilkostnaði. Það er framtíðin”. Henrý Hálfdánarson, skrif- stofustjóri, kvað íslendinga standa höllum fæti. Allt of seint hefði tekizt að fá útgerðarmenn og sjómenn til þess að taka upp nýjar og betri veiðiaðferðir. — Hann hefði fyrir fjölmörgum ár- um ben>t á það að nauðsynlegt •hefði verið að koma upp birgða- stöð sjávarafurða fyrir allt landið í Reykjavík, en ekkert hefði verið aðhafzt. í slíkri birgðastöð ætti að geyma fryst- an fisk, unz markaðsverð er- lendis væri hagstætt. Nefndi hann 9 ára geymsliuþol fisksins við 30 stiga frost. Þá mælti hann með smíði skuttogara. Baldur Guðmundsson talaði um þróun þessara mála á undan- förnum árum, Einnig ræddi hann um fjármál sjávarútvegs- ins og taldi lánastarfsemi stofn- lánadeildarinnar misskipta, þar sem reykvískir útgerðarmenn hefðu verið útundan. Nefndi hann dæmi máli sínu til stuðn- ings. • GJÖRBYLTING í FISKFRAMLEIÐ SLU Sveinn Benediktsson taalði um þá gjörbyltingu, sem orðið hefði á allri aðstöðu til fiskframleiðslu eftiir styrjöldina. Nú væru það ekki lenigur þjóðirnar, sem næst væru fiskimiðunm, sem hefðu beztu aðstöðuma til framleiðsl- unnar, heldur þær þjóðir sem stærstan hefðu heimamarkað, því að nú væri umnt fyrir þessar þjóðir að stunda veiðar á fjar- lægum miðuim með góðum áæ- angri. Nota þau til þess nýtízku skip, þ. á m. verksmiðjutogara, sem frystu aflann um borð og flyttu hann til heknalandanna eða á aðra markaði. I þessari miklu breytingu hefðu Englendingar, Þjóðverjar og Rússar og Japamir haft for- ystuna, einkum tvæir síðast- nefndu þjóðirnar, hvað snerti byggingu verksmiðjutogara, sem stunduðu veiðar langt frá heima höfn og kærnu ekiki til heima- haifnar nema á margra mánaða fresti. Heildarfiskaflínn í heiminum á ári hefði 1948 verið um 20 milljónir tonna af fiski, en væri nú rúmar 60 milljónir tonna og ætti breyting á veiðitækni og meðferð fisksins mestan þátt í þessu og svo hinar miiklu veiðar Perúimainna, sem nú afla mest allra þjóða. Fiskneyzla hefði farið minnkandi í Þýzkalandi, Frakklandi og Bretlandi á seinini árum og væri höfuðástæðan tal- in bætt efnahagsafkama þessára þjóða. Fiskiskipafloti Þjóðverja og Frakka hefði og minnkað verulega og ætti í vök að verj- ast og Englendinigar ættu liika í erfiðleiikuim með rekstur sinna fiákiskipa. Aðstæðurna_r_til löndunar á ís fiski erlendis eru nú orðnar mjög islæmirar vegna innflutningstalLa og margs konar takmarkana á ínnfl'utningi, beinna styrkja til heimaskipa. Markaðir fyrir salt- fisk ag gkreið eru mjög takmark- aðir og verðuim við því að byggja úbflutning akkar á afu'rðum úr balfidki, fyrst og fremst á hrað- frystum fiski. Bezti markaðurinn fyrir hamn er í Bantíaríkjunm og þar veltur allt á vöruvöndun og 1 imáurn umbúðum, sem henta markaðinum bezt. Sveinn sagði að mjög hagstætt | tímabil hefði verið hjá togurum- um þegar karfaveiðarnar gengu sem bezt á árunum 1957 og ’58. Eftir 1960 fór að draga mjög úr þessum veiðum jafnhliða því sem útfærsla landhelgimnar gerði að- stöðu togaranma til veiðanna.erf iðari en verið hafði. Á árunum 1961 til ’66 fóru síldveiðarnar ört vaxandi, vegna hinnar nýju veiðitækni og hagstæðs markaðs á síldarafurðum flest árin. Sið- ustu tvö ár hefur aflinn á síld- veiðunum brugðizt eins og aillir vita en á sama tíma hefur afli togaranna glæðzt. Þess vegma er nú kcmið að því að endurnýja þurfí togarama og taldi Sveinn að heppilegra myndi vera að kaupa 5 til 6 skuttogara um 1000 tonn að stærð hvert skip, heldur en að byggja verksmxðju skuttogara, sem væru miklu dýr ari og óvissari í öllum rekstri. Sérstaklega væri það kostur á því að kaupa fleiri skip, sem lönduðu aflanum heima, að með því væri sköpuð mikil og arð- söm vinna í landimu, sem yrði minni þegar skipin yrðu færri og aflinn eingöngu unninn um borð. Auðveldara er að koma við smærri umbúðuim og fullri vöru vöndun í landi, þar sem nógur mannafli er fyrir hendi. • SÉRHÆFING HAFNA Að lokum talaði Hannes Jón Valdimarsson, verkfræðingur á Hafnarskrifstofunni. — Nefndi hann dæmi um það hvernig Pól- ygi'jar gklpulögðu hafnarfram- kvæmdir. Þeir hefðu nýlega gert 6 hafnir, eina fyrir hverja teg- und fiskveiða. Hafnir þessar væru skipulagðar með tilliti til þeirrar notkunar sem hún ætti að gegna. Ta!di hann nauðsyn- legt áður en til endurskipulagn- ingar fiskihafnar fyrir Reykja- vík kæmi að ákveða til hverrar sérhæfingar ætti að stefna. Þá taldi Hannes hafnarlöggjöfina meinlega gallaða, þar sem hún teldi allt það fullkomoa höfn, þar sem komnir væru hafmar- garðar, en allt annað vantaði, er iiti að þjónustu við skipin. Að lckum fundarins talaði Geir Hallgrímsson aftur. Fund- inum lauk um miðnætti. ISnskóia Egils- staða slitið IÐNSKÓLA EGILSSTAÐA var sli'tið sl. la.ugardag. Nemendur ,við skólann vo>ru 42 í tveimiur bekkjum cg luku allir prófi. í 5. bekk voru 14 nemendur. — Hæstu einkunn hla.ut Brynjólf- ur Guttormsson Egilsstöðum, 9.3‘3. Meðaleinkunn yfir bekkinn var 6.99. f 2. bekk voru 28 nem- endur. Hæstu eink.unn hlaut Haukur Ingvarsson, Steinlholti, Egilsstöðum, 9.36. Meðaleinkiunn úr 2. bekk var 7.6'6. Kenna.rar við .skólann voru 8 og var kennt í héraðsheimilinu Valaskjálf. Iðnskólinn á Egilsstöðum er útibú frá Iðnskóla Neska.upstað- ar o>g verður væntanlega starf- ræktur á Egilsstöðum á komandi vetri. Ha. flukið landsvæði Keflavikur MATTHÍAS Á. MATHIESEN og fleiri þingmenn Reykjaneskjör- dæmis hafa lagt fram á Alþingi fmxmvarp um heimild fyrir rík- isstjórnina að selja Ketflavíkur- kaupstað landssvæði, sem áður tilheyrði samningsavæði varnar- liðsins. Er frum.varp þetta flutt að ós'k bæjarstjórnar Keflaví'k- ur, en umnætt land'svæði er inn- an lögsagnarumdæmis Keflavík- urkaupstaðar. Er það um 350 ha. Bezta auglýsingablaöiö - HVER HEFUR .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.