Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1969
21
!Árni C. Eylands:
Blessaður mjólkurskorturinn
Á að snúast til varnar ?
NÚ SÍGUR mjög á ógæfuhlið-
ina, um ræktun og framleiðslu
mjólkur í nærsveitum Reykja-
vikur, þótt áður munaði mikið
um þá framnleiðslu. Kúabúskap-
ur er að mestu aflagður í Garða
hreppi og Bessastaðahreppi, í
Mosfellssveit og á Kjalamesi og
ainnar búskapur, ef búskap skal
kalla, kominn í staðinn. Nú sæk-
ir einnig í sama horfið í Olfusi
og Grafningi, kúm fækkar þar
en sauðfé fjölgar, svo ég nefni
nú ekki Selvoginn, þar sem verða
mátti blómlegur búskapur við
kartöflurækt og aðra garðrækt
og við mjólkurframleiðslu ef rétt
hefði verið að staðið, í stað þess
að setja þessa sérstæðu byggð
„út af sakramentinu“, eins og
gert hefir verið.
Þetta afhroð, sem mjólkurfram
leiðslan hefir beðið í nærsveit-
um höfuðborgarinnar og heild-
arástandið á þessu sviði, bendir
greinilega til þess, að eitthvað
þurfi að gera til að mæta vand-
anum, annað en sækja mjólk
norður í Þingeyjarsýslu. Menn
verða að gera sér ljóst, og ekki
hvað sízt neytendur, að þótt
næstu ór verði vel í meðallagi,
um tíðarfar og heyskap, er þess
lítil sem engin von, að næg
neyzlumjólk fáist sunnan heiða,
til þess að fullnægja Reykjavik
urmarkaðinum. Þetta or yfirveg-
uð alvara, en ekki hrakspá.
Sumir hagfræðingar telja að
þetta sé vel farið, þá sé mjókl-
urframleiðslan við hæfi. Miða
verði við, „að mjólkurfraimleiðsl
an dugi aðeins í góðum árum“,
en búa verði við nokkurn mjólk
urskort „fyrri hluta vetrar,“ þeg
iar verr árar. Þetta á að vera
þjóðinni fyrir beztu. Samt er ég
ekki viss um að allur þorri neyt
enda taki þessari kenningu sem
öruggu fagnaðarerindi, og því
síður að bændum beri að hugga
sig við hana, sem góða vöggu-
vísu. En sé það rétt stefna að
fækka bændum, að þv marki og
draga svo úr framleiðslunni, „að
mjólkurframleiðslan dugi aðeins
í góðum árum“, þá verðum við
víst að bíta í það súra epli að
reyna að skilja það, að mjólkur
skortur og mjólkurskömmtun sé
Okkur í þéttbýlinu til blessunar.
Ef til vill verður það vandinn
mesti, að fá háttvirta kjósend-
ur á mölinni til þess að faigna
„blessuðum mjólkurskortinum“,
er svo verður að nefna, í rök-
réttu sambandi við hina nefndu
kenningu, um takmörkun fram-
leiðslunnar.
Af nokkurri reynslu og sökum
þess, að ég er nægilega gamall
til þess að hafa búið við mjólk
urskort í Reykjavík, leyfi ég mér
að ræða þetta mjólburmál út frá
nokkuð öðrum forsendum heldur
en þeirri hagfræði, sem telur
mjólkurskort „fyrri hluta vetr-
ar“ til hagsbóta. Þá vaknar
spurningin: hvernig á að snúast
við þessum vanda?
Mikið er af því státað, meðal
annars í sambandi við mjólkur
málin, hve mikið hafi verið rækt
að „á síðustu 10 árum“ og á það
bent, að án þeirrair ræktunar
„væri nú vart nægileg mjólk á
markaði". Þetta mun rétt vera,
en þó er það ekki nema hálfur
„'Sannleikur" bæði fyrir bænd
ur og neytendur og um leið fyr-
ir þjóðina alla. Og þanmig sker
það ekkert úr um það, hvort
rétt sé að unnið og stefnt í rækt
unarmálum, eður eigi.
Þegar rætt er um stefnuna í
ræktunarmálum, — að halda
áfram að rækta landið, og fjár-
stuðning ríkisins við þá rækt-
um, er alla jafna talað aðeins
um hektaratöluna, hve mikið er
ræktað, á hitt er sjaldan minnzt
hvernig er ræktað. ,,Á síðustu 10
árum hafa verið rætkaðir 50
þúsund ha af 110 þúsund ha
ræktaðs lands“. Með löggjöf og
fjárframlögum er blátt áfram
stutt að því, að ræktunin verði
sem mest að víðáttu, en lítið og
jafnvel ekkert um það hirt, að
ræktumin verði góð og arðvæn-
leg til búsældar. Að hún sé yfir-
leitt þannig af hendi leyst, um
jarðvinnslu ,og önnur ræktunar-
störf „að það verðskuldi nafn-
ið ræktun“. Því fer sem fer, ótrú
lega mikið af því sem hefir ver
ið ræktað, að nafninu til hin síð
ustu 10—20 ár, er illia ræktað,
léleg tún.
Heildarstefnan í ræktunarmál
unum er röng en ekki rétt, eins
og nú er á haldið víðast hvar.
Það sem var rétt nauðsyn á
fyrstu árum jarðrækt-
arlaganna og einnig á hinum
fyrri árum ræktunarsamband-
anna, á ekki við nema að litlu
leyti lengur, og er ekki gott og
gilt nú orðið, nema þá helzt í
sambandi við stjórnmálaþras
og kosningar. Þetta er e'kki skoð
un mín, eða annarra, það eru
staðreyndir, sem auðvelt er að
lýsa jöfnum höndum með um-
Síðari grein
mælum góðra bænda og með rök
um okkar reyndustu og marg-
fróðustu búvískidamanna. Fyrr-
verandi bóndi á Austurlandi
skrifar: „Mairgir bændur hafa
ríka hneigð til að reka jarð-
ræktina sem nokkurskonar gróða
fyrirtæki síðan styrkurimn varð
svona hár, eitt er víst túnin
stækka sífellt, en heymagnið til
að tryggja bústofnin eykst ekki
að sama skapi.“
Kunnur tilraunamaður skrifar:
„Segja má, að mestöll nýrækt
okkar sé léleg yfirborðsræktun
— “. Og ennfremur: „ - - með
þeim ræktunaraðferðum, sem hér
eru allsráðandi, verður ekki ó-
ræktarjörð breytt í það horf, að
það verðskuldi nafnið rækt-
un.“ Árangur þessarar „óðagots
og hroðvirknisstefnu“ hefi ég
leyft mér að kalla „harkarækt-
un“. Enn er það upplýst og sann
að að notbun tilbúins áburðar
er víða og oft langt úr hófi
fram, sérstaklega notkun hins
dýra köfnunarefnisáburðar. Hún
er, þegar á heildima er litið og
tölur þar að lútandi, langt fram
yfir það sem eðlilegt er saman-
borið við töðufallið. Með öðrum
orðum sagt: töðufallið svarar
ekki nándar nærri til köfnunar
efnisnotkunarinnar, eins og nú
er komið. — „Við pímum landið
og fáum minni og minni upp-
skeru,“ er haft eftir bónda í
Vatnsdal, í blaðaviðtali nú ný-
lega.
Allt eru þetta staðreyndir, en
ekki bara skoðanir, er um má
deila. Það er því ömurlegt þeg
ar haldið er áfram að hamra á
því, að þetta sé rétt stefna í
ræktunarmálum. Árangur henn-
ar er stærri tún, rétt er það,
en óhemju dýr töðuauki þegar til
lemgdar lætur. Allt óf mikið af
þeim túnauka eru léleg tún, van
æktuð, sem gleypa tilbúinn áburð
gefa lélega töðu, sem nýtist ekki
nema með óeðlilega mikilli notk
un fóðurbætis. Heildarútkoman:
óhagstæð og dýr framleiðsla. Það
er því röng stefna og vonlaus
að ætla sér að mæta aukinni
mjólkurþörf hins vaxandi fjölbýl
is við Faxaflóa, með aukinni
ræktun á Suðurlandsundirlend-
inu og í Borgarfirði, við þessa
sömu ræktun arháttu. Hér þarf
og verður að söðla um, í stað
þess að auka ræktunina einhliða
að víðáttu, verður að koma hætt
ræktun, skipulagðar endurbæt-
ur á ræktun hins lélega rækt
aða lands, sem svo fjöldamargir
bændur búa nú við í miklum
mæli. Hið sama gildir auðvitað
um land allt, þótt yfirvofandi
mjólkurskortur á Reykjavíkur-
svæðinu reki harðast á eftir rækt
unarbótum sunnanlands og í Borg
arfirði.
Þetta er mál málanna í land-
búnaðinum um þessar mundir.
Ef ekki tekst að vekja leið-
toga bænda til skilnings og já-
kvæðra athafna í þessu máil, en
allt er látið svífa áfram svo sem
verið hefir, og nú er, verður
aukin ræktun ekki til þess að
bæta hag bændanna vel flestra,
að neinu ráði, jafnvel fremur hið
gagnstæða. Afleiðingin verður
dýr framleiðsla og sífellt dýr-
ari búsafurðir, sem kemur niður
á báðum aðilum, neytendum og
bændunum sjálfum.
En því er nú miður, að allt
hið greinarbezta, sem snjallir
menn ( og mér vitanlega stórum
fremri) hafa skrifað um þetta
og rætt, hafa ráðamenn búnaðar
mála látið eins og vind um
eyru þjóta. Um þetta eru ekki
haldnir fundir né ráðstefnur,
um þetta er ekki rætt á Búnað-
irþingi né á Alþingi, og ekki á
landsfundum Stéttarsambands
bænda. Með þetta er farið eins
og eitthvert feimnismál. Hvað
veldur, er það ef til vill ein-
hver hræðsla við að styggja hátt
virta kjósendur, sökum þess, að
þéim muni mörgum hverjum
þykja miður að hróflað sé við nú
verandi styrkjaákvæðum. Jarð-
ræktarlaganma: eða er það blátt
áfram áhugaleysi ráðamanna um
búmaðarmálin, — kjarna þeirra?
Mikill meiri hluti hinna víð-
lendu nýrækta 10—20 árin síð-
ustu, „er hálfræktun eða ekki
það“. — Megnið af þeim er mýr
lendi og — „grassvörðurinn er
ekkert annað en ólseigt torf“.
— „Víða er því vafalaust endur
ræktun þessara nýrækta miklu
meira hagsmunamál heldur en
aukning þeirra.“ Þannig kemst
einn lærðasti og reyndasti jarð-
ræktartilraunamaður landsins að
orði, en á slíkt er ekki hlustað.
Við þennan sannleika má enn
bæta, og því sker ég upp úr
um það, að nú er ræktunarmál-
unum svo komið, að sporið stóra
er stíga ber, er blátt áfram að
hverfa frá hinum miklu ríkis-
framlögum til nýræktar — af-
nema nær alla styrki til nýrækt
ar um skeið, nema í einstaka
tilfellum sem telja má sem und-
anþágur frá reglunni. Jafnframt
þessu ber að skipuleggja mjög
víðtæka og vandaða endurrækt-
un hinna víðlendu, lélegu ný-
ræktartúna, sem gleypa nú til-
búinn áburð í óhóflega miklum
mæli, þótt af þeim fáist ekki
nema léleg taða og minni að
magni en vera ætti samanborið
við tilkostnað. — Allt með það
fyrir augum að koma þessum tún
um í raunverulega góða rækt,
það er: rækta þau til frjósemdar
Þessa endurræktun ber að styrkja
af ríkisfé svo ríflega, að það
nemi eigi minna en verði gras-
fræsins, sem til þarf, sennilega
um 2000—2500 krónur á hekt-
framkvæmdum fjölda margra
bænda nú um skeið, af of mikl-
um ,,lærdómi“ liggur mér við að
segja. Stundum hefir jafnvel ver
ið svo langt gengið, að ráðleggja
bændum að losa sig við mykj-
una í bæjarlækinn, ef þess er
kostur. Þannig skrifar þingeysk
ur bóndi: „Ekki munu fá dæmi
þess, að bændur losi sig við all-
an búfjáráburð sinn, einkum þar
sem þægilegt er að koma hon-
um í sjóinn“. — „Tilbúinn áburð
ur er notaður af vanþekkingu
og búfjáráburðurinn er látinn
fara forgorðum í stórum stíl.“
Einfaldar en ákveðnar reglur
er hægt að etja um skipulagða
endurræktun lélegra túna, þar
sem miðað ver við góðar og mikl
ar endurbætur á ræktuninni, þótt
ekki eigi hið sama við allsstað-
ar og engin von sé til þess að
allir bændur geti hlaupið í hæsta
haft án tafar.
En til hvers er svo að vinna?
Það sem vinnst er bætt rækt-
un, betri tún, meiri og betri taða,
minni kaup og notkun tilbúins
áburðar, betra fóður, miinni kaup
og notkun fóðurbætis, betra
heilsufar búpeningsins, aukin og
bætt fraimleiðsla, án þess að til
kostnaðurinn við búskapinn auk
ist að sama skapi, — þvert á
móti: tilkostnaðurinn minnkar.
— Að öllu samanllögðu: Betri
búskapur, bændum til hags og
gleði og þjóðinni allri til nytja.
Þótt ekki sé hægt að leggja
fram ákveðnar tölur, má benda
á það, að miðað við kaup á til-
búnum áburði og fóðurbæti 1967,
það er fyrir gengisfellingarnar
síðustu, hefði 15% sparnaður
í áburðarkaupum sparað bænd
um um 50 milljónir króna, og
15% spamaður í kaupum á fóð-
urbæti hefði sparað þeim aðrar
50 milljónir króna. Varla m,un
of djarft að áætla að þriðju 50
milljónirnar myndu græðast við
hina bættu ræktunarháttu, ef
þeir væru komnir í gagnið, hjá
bændum almennt. Mimna kal,
meira öryggi.
Það tekur sinn tíma að koma
slíkum umbótum á, en einmitt
þess vegna, er nauðsynin mikil
að láta það ekki dragast að hefj
ast handa um þær. Hér er ekki
eftir neinu að bíða, því fyrr því
betra. Er hægt að halda að sér
höndum öllu lengur og láta allt
velta sem vill, þegar augljóst er,
að með skynsamlegri löggjöf,
hagnýttri fræðslu og raunhæfum
leiðbeiningum, er hægt að stór-
bæta hag landbúnaðarins. öll-
um til sageiginlegra búsbóta
bændum og neytendum? Eða er
þjóðin svo rík, að það skiptir
hana engu máli hvað það kostar
að framleiða lífsnauðsynjar fólks
ins, t.d. mjólkina og mjólkur-
vörurnar, kindakjötið, ullina og
skinnin? Er það rétt ræktunar-
stefna að miða alt við hraðaaf-
köst og peninga úr vösum bænda
og úr ríkissjóði en láta þekkingu
og kunnáttu lönd og leið? „Menn
hafa trúað meira á peninga en
þekkinguna, meira á vélaaflið en
lærdóminn", það er að segja
hinn hagnýta verklega lærdóm.
En hvernig er hægt að söðla
um til betri ræktunarhátta, þeg-
ar Búnaðarþing og æðstu ráða-
menn ræktunarmála virðast vera
hæst ánægðir með það ástand sem
ríkir og haldið er uppi með nú-
gildandi styrkjakerfi? Eitt hið
hörmulegasta er, að með þessu
óliagi á ræktunarmálunum og
framleiðslumálunum, sem nú rík
ir, er hagfræðingunum og öðr-
um sílkum, jafnvel heilum stjórn
málaflokkum, sem af eðlilegum
(?) ástæðum hafa enga hugmynd
pm kjarna málsins — fengin vopn
í hendur til þess að vega að
landbúnaðinum, sem atvinnuvegi
og bændunum sem hálfgerðum
ómögum á þjóðarbúinu.
í stjómarráðinu rær hinn ske
Framhald á bls. 24
Afgreiðslustarf
Duglegur ungur maður óskast til afgreiðsiustarfa.
ræða heildsöluafgreiðslu á kjötvöru.
Vinnutími frá 07.20 til 17.00.
Um er að
Nánari upplýsingar í síma 17695 á morgun fimmtudaginn,
milli kl. 10—11 fyrir hádegi.
Trésmiðir
Höfum fyrirliggjandi
CARBIDE-hjólsagarblöð
CARBIDE-fræsihausa
CARBIDE-nótsagarblöð
H.S.S. fræsihausar og S-járn
Samlímingartæki fyrir spón
Kantskerar fyrir spón
Spónskurðarhnífar.
R. GUDMUNDSSON 8 KUARANHF.
ÁRMÚLA 14, REVKJAV i K, SÍMI 35722
Hér er ekki rúm né ástæða til
að lýsa því hvernig góð og hent
ug endurræktun verður bezt gerð
um það hefi ég rætt og skrifað
margsinnis. Sumt þar að lútandi
getur verið álitamál og skoðana-
atriði, en annað verður að telj-
ast staðreyndir, sem ekki þarf
að deila um. Aðalatriðið er að
plægja túnin og plægja mikið
niagn af búf járáburði niður í þau
um leið, alveg eins og gömlu
gömlu bændurnir gerðu, er þeir
ristu ofan af og báru mjög
vel undir þökurnar. Og alveg
eins og því nær einasti borgar-
búi, þótt ólærður sé í allri bú-
fræði, geriz enn þann dag í dag,
er hann vill koma grasflöt við
húsið sitt í góða rækt. Þetta er
sem sé enginn galdur né leynd-
ardómur. Það er þrautreyndur
og auðskilinn þáttur góðrar rækt
unar, en sem illu heilli hefur
verið strikaður út í ræktunar-
Frímerkjasafnarar —
— frímerkjasalar
Höfum fyrirliggjandi
fyrstadagsumslög
Stærð 93 x 165 mm. hvít, óáprentuð úr 100 gr. pappír.
Pappírs- og ritfangaverzlunin
Sími 10130.
Hafnarstræti 18
Laugavegi 84
Laugavegi 176.