Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 15
MORGUIN’BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1&69 15 Ásmundur Brekkan yfirlæknir Röntgendeilðar skýrir frá notkun hins nýja tækis. Ljósm Sv.Þ. í&v, < ' " .4 Afhentu Borgarsjúkra- húsinu myndsegulband Evrópuþing Kiwanisfélaga hér í sumar S.l. föstudiag afhentu félags- menn úr Kivauiisklúbbnum Kötlu Röntgendeild Borgarsjúkra hússins myndseguflbamd að gjöf við hátíðlega athöfn. Jón Sig- urðsson borgarlæknir formaður stjórnar sjúkrahússins þakkaði gjöfina, en Ásmundur Brekkan yfiriæknir Röntgendeildar sýndi hið nýja tæki og skýrði mikil- væga þýðingu þess. Við þetta tækifæri töluðu einndg Harald- ur Dungal núv. forseti Kötlu og Páll H. Pálsson fyrsti forseti klúbbsins. Kom þar fram að aðal-mark- mið Kiwanisklúbba er að rétta hjálparhönd í sínu bæjarfélagi, þar sem félagar telja hennar vera mest þörf. Að þessu sinni var ákveðið, í samráði við lækna Röntgendeildar Borgar- sjúkrahússins, að ráðast í kaup á nýtízku myndsegulbandi, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tæki þetta er að verðmæti kr: 350.000.00 en fé til þessa var að mestu aflað með sölu á sælgætispokum, sem eru boðnir borgarbúum til kaups um jólin og erum við í þakkarskuld við alla þá, sem sýndu því máli stuðning. Kiwanisklúbburinn KATLA var stofnaður árið 1965. í dag eru 44 virkir félagar í klúbbn- um. Á undanförnum árum hefur starfsemi KÖTLU einkum falizt í því, að styrkja ýmsar mann- úðarstofnanir og sjúkrahús með fjárframlögum og tækjakaupum. Við þetta tækifæri var einnig skýrt frá því að hér á landi yrði haldið Evrópumót Kiwanis klúbba og verður mótið hér í Reykjavík dagana 13.—15. júní í sumair. Er gert ráð fyrir að þing þetta sæki um 500—600 manns frá 11 Evrópúlöndum. Akureyrarbær tekur 3ja milljón kr. lán vegna Slippstöðvarinnar Þessa daga verður mikið um dýrðir á Króknum Sauðárkróki 12. apríl — Hin árlega Sæluvika Skagfirðinga hófst á Sauðárkróki sunnudag- inn 13.4. og lýkur næsta sunnu- dag. Þetta er eina vika ársins hjá Skagfirðingum, sem telur átta daga. Félagsheimilið Bifröst ;Sér um framkvæmd vikunnar eins og undanfarin ár. Sæluvikan hófst með guðsþjón usitu í Sauðárkrókskirkju, sókn arpresturinn, séra Þórir Step- hansen prédikar. Að venju var fjölmargt til skemmtunar, Leik- félag Sauðárkróks sýnir gaman söngleikinn Allra meina bót eftir Patrek og Pál með tónlist Jóns Múla Árnasonar. Leikstjóri er Kristján Skarphéðinsson. Verka mannafélagið Fram sýndi revíu, er nefnist Út í hött, karlakór- inn Feykir og Samkór Sauðár- króks söng og Sauðárkróks- bíó sýndi fjölda úrvalskvik- mynda al'la daga vikunnar. Dans leikur var á þriðjudag, en á fimmtudag verða gömlu dans- arnir. Síðan verður dansað hvert kvöld fram undir morgun vik- una út. Hljómsveitin Flamingó leikur. Mánudagurinn var helgaður yngri kynslóðinni, þá hélt Gagnfræðaskóli Sauðárkróks fjöl breytta skemmtun, þar sem m.a. var sýndur sjónleikurinn: Happ- ið eftir Pál J. Árdal. Leik- félagið sýnir Allra meina bót um kvöldið verður barna- og unglingadansleikur. Að venju má gera ráð fyrir að mikill fjöldi fólks víða að sæki Sæluvikuna og að þessa daga verði mikið um dýrðir á Króknum. — Jón. íbúð óskast 4ra—6 herb. íbúð óskast til leigu 14. maí n.k. Helzt f Vestur- bænum, (þó ekki skilyrði). - Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld merkt: „14. maí — 2713". Húsgagnasmiðir Óskum eftir að ráða húsgagnasmiði vana véla- og bekkvinnu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Smíðastofa Jónasar Sólmundssonar Sólvallagötu 48 R. — Miklir greiðsluerfiðleikar fyrirtœkisins Akureyri, 11. apríl. BÆJARSTJÓRN Akureyrar kom saman til aukafundar í dag til að fjalla um lánstilboð Avinnu- málanefndar ríkisins til bæjar- sjóðs vegna rekstrarörðugleika Slippstöðvarinnar h.f., sem fyrir nokkru hafi sent nefndinni beiðni um lánveitingu. Svar nefndarinnar var á þá leið að hún gæti samþykkt að Akureyrarbær tæki lánið að upp hæð 3 milljónir króna, en endur lánaði það sifðan. Hins vegar taldi hún sér ekki fært að lána Slippstöðinni beint, þar sem mjög væri gengið á höfuðstól fyrirtækisins og eignir þess væru að hennar dómi ekki leng- ur veðhæfar, vegna mikilla skulda. Láni þessu er ætlað að vera al- gjör bráðabirgðalausn á greiðslu erfiðleikum Slippstöðvarinnar og fleyta henni áfram meðan alls- herjarath’.igun fer fram á fjár- hagsstö'ðu hennar, en að dómi kunnugra mun lónið ekki nægja til skemmri tíma en sú atihugun tekur. Jafntframt verður því að leita annarra ráða til bjargar Slippstöðin.ni sem er hið mesta nauðsynjafyrirtæki og fjórði hæsti kaupgreiðandi á Akureyri. Orsök greiðsluerfiðleikanna er einkum sú, að annar aðalþáttur- inn í staríi stöðvarinnar, skipa- viðgerðir hefur nær alveg brugð izt í langan tíma, fyrsit vegna uppsetningar nýju dráttarbraut- arinnar, en síðan vegna verk- efnaskorts. Áhvílandi lán eru yfirleitt til skamms tíma og með háum vöxtum, svo að greiðslu- birgðin er þung. Akureyrarbær hefur gengið í ábyrgð fyrir lán- um, serti nema 27 til 28 milljón- um króna en auk þess skuldar Slippstöðin bæjarsjóði og bæjar- stofnunum einhverjar upphæð- ir. Tveir menn unnu fyrir nokkru að athugun á reikningum Slipp- stöðvarinnar h.f. 1967 og bráða- birgðarreikningum 1968, en skýrsla þeirra er ókomin enn. Hún getur þó ekki talizt nein rannsókn á fjár'hagsstöðu fyrir- tækisins. Bjarni Einarsson bæjar stjóri gat þess m.a. í framsögu- ræðu sinni á bæjarstjórnarfund- inum í dag, að mat á eignum ’Slippstöðvarinnar væri frá því í apríl 1968, en við endurmat 'vegna verðhækkana síðan gæti veðhæfi eignanna aukizt mikið. En þar að auki þyrfti eigið fé Slippstöðvarinnar að aukast að ’mun, svo að hún gæti staðið traustum fótum. Auk bæjarstjóra tóku til máls IngóLfur Árnason, Sigur'ður Óli Brynjólfsson, Haukur Árnason bg Stefán Reykjalín. Tveir hinir síðastnefndu töldu rétt að frek- ari atihugun færi fram á því, hvort ekki fyndist víðtækari og heppilegri lausn á fjárhagsvanda fyrirtækisins en fyrrgreind lán- taka og hvort Slippstöðin sjálf gæti ekki fengið rekstarlán beint án milligöngu bæjarins. Tillaga þess efnis var felld með 7 atkvæðum gegn 4, en síðan samiþykkt eftirfarandi tillaga frá bæjarstjóra: „Bæjarstjórn Akureyrar lýsir óánægju sinni með þá starfsað- ferð, sem fram kemur í tilboði 'Atvinnumáianefndar ríkisins, en samþykkir með tilliti til að- stæðna að taka tiiboð nefndar- innar.“ — Sv. P. Ms. Herðubreið fer austur um land í hringferð 18. þ.m. Vörumóttaka í dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfj., Eski- fjarðar, Norðfjarðar og Seyðis- fjarðar. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Týr - F.U.S. efnir til kynnisferðar á Keflavíkurflugvöll laugardaginn 19. april kl. 15.00. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í ferð þessari hafi sam- band í síma 40708 í Sjálfstæðishúsinu Kópavogf milli kl. 20 og 22 miðvikudagskvöld. STJÓRNIN. Einbýlishús til leigu EINBÝLISHÚS, 130 ferm ásamt bílskúr, er til leigu í Kópa- vogi frá 1. júní. Nánari upplýsingar í síma 40848. Skipstjóri Vanan sildarskipstjóra vantar á nýlegt 300 tonna sildarskip, sem mun stunda síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi í sumar. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ.m. merkt „Síldarskip- stjóri — 2676". Frnnskir góbelíndúkor vírofnir, fóðraðir í 8 stærðum. Fást aðeins í Reykjavik hjá okkur . Skoðið hið glæsilega úrval af alls konar gjafavörum. til tækifærisgjafa. GJAFABÚÐ, Skólavörðustíg 8. DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ Dýrfirðingar Síðasta skemmtikvöld vetrarins verðuc haldið í Domus Medica föstudaginn 18. april kl. 21.00. Skemmtiatriði — Dans. Dýrfirðingar fjölmennum og tökum með okkur gesti. STJÓRN OG SKEMMTINEFND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.