Morgunblaðið - 23.04.1969, Page 24

Morgunblaðið - 23.04.1969, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23; APRÍL 1969 um, þar sem Kay og Nick vor- um beðin að gera þá ánægju að koma á dansleik í Chalfont Park sem haldin var í tilefni af átján ára afmæli Emmu, dóttur Lips- combhjónanna, eftir um það bil mánuð. Við höfðum þegið boðið um hæl og sýndum spjaldið uppi á arinhillunni, eftir að okkur barst það. En nú var þessi mánuður lið- inn og við vorum í óða önn að búa okkur undir þetta mikla samkvæmi. Enda þótt ég hlakk- aði mikið til, fékk ég samt fyr- ir hjartað við tilhugsunina um að- verða að skilja Lucy eftir heima. Veslings Lucy litlu, sem gat aldrei farið á dansleik. Það virtist svoddan ranglæti. Því að nú var hún einmitt á þeim aldri. að hún hafði haft ánægju af því. Ekki svo að skilja, að við Kay færum oft út að dansa. Eins og við lifðum rólegu sveitalífi buð- ust okkur ekki mörg tækifæri til þess. Og þá hafði nú Kay ekki haldið mikið kyrru fyrir, í seinni tíð. Sannast að segja, fannst mér hún aldrei vera heima á kvöld- in. En að minnsta kosti virtist hún hafa tekið til greina aðvör- un mína um það, að of miklar útivistir á kvöldin væru ekki heppilegar fyrir hana, og ekki hafði verið frekar minnst á það, að John færi að kosta hana i tízkuskólann og útvega henni nóga peninga til þess að vera í London alla vikuna. Og ég von- aði, að til þess kæmi aldrei. Ég vonaði meira að segja, að hún skildi, að ég var að ráða henni heilt. Meðan ég var að bursta hár- ið á mér til þess að fá það til að gljá, velti ég því fyrir mér, hvort ég mundi skemmta mér vel um kvöldið. Mér leið aldrei verulega vel innan um ríka fólkið þarna í sveitinni, en það yrði þarna áreiðanlega í meirihluta. Ég ann svo vel aðstöðumuninn, að ég var dálítið utan við þetta allt sam- an. Og ég treysti mér ekki til að vera skemmtileg og fyndin eins og þetta fólk. En annars yrði Rupert nú þarna og ég kunni vel við hann. Við höfðum hitt hann talisvert oft síðan veðhlaupadaginn góða. Og hann hafði gert ýmislegt okkur til ánægju. Hann hafði oft rek- izt inn til okkar og fært Lucy bækur og ávexti, ekki sízt ávexti sem voru torgætir eftir árstíðum Mér datt stundum í hug, að Lucy væri uppáhaldið hans. Og áreiðanlega meir en Kay, og það vissi ég, að fór dálítið í taugarn- ar á Kay. Enda þótt hún færi jafnmikið og raun var á með John, þá vissi ég vel, að hana langaði til að Rupert byði sér út Iíka, en að því er ég bezt vissi, hafði hann aldrei orðað það Nokkrum míntúum seinna þeg ar mér fannst ég orðin alveg tilbúin, heyrði ég dyr opnaðar hinumegin í ganginum og þegar ég leit fram, sá ég að Nick flytti sér niður. — Kemurðu ekki með okkur, Nick? spurði ég. Hann stanzaði, leit á mig og mér datt í hug, hvað hann væri laglegur í smókingfötunum, sem einusinni höfðu verið í eigu föð ur míns, en höfðu verið -gerðar upp hjá klæðskeranum á staðn- um. — Nei, ég lofaði að fara til 27 hennar Debóru og aka henni síðan til Libscomb í bílnum henn ar. Ég hitti ykkur þar. Ég þarf að flýta mér, annars verð ég of seinn. Svo var hann þotinn og rétt að hann gaf sér tíma til að kveðja Lucy, sem sat á legu- bekknum í setustofunni. Kay var fallegri en nokkru sinn, í hvítum kjól, sem ég hafði ekki séð áður. Nú kom hún út úr herberginu sínu, rétt um leið LÖGMANNAFÉLAG ÍSLANDS AiALFDNDDB félagsins verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 23. apríl 1969, kl. 16. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. í framhaldi af aðalfundi verður árshátíð félagsins haldin á sama stað og hefst með borðhaldi kl. 19,30. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna með konur sínar og gesti. Samkvæmisklæðnaður. STJÓRNIN. Ný kúafóðurblanda „BiíhoIlu-kúoíóðurblanda“ um 102 FE í 100 kg. Meltanlegt hráprótín um 110 g. í kg. Kr. 7.955.00 pr. tonn — 359.00 — sekk á 45 kg. Höfum einnig áfram okkar gömlu M. R. kúafóðurblöndu á sama verði og áður. Vöruafgreiðslan opin daglega eins og venjulega. Mjólkurfélag Reykjavíkur Kornmjlla — Fóðurblöndun — Símar 11125 og 11130. — Ég var svo óheppinn að gleyma lyklinum heima á pianóinu. og Nick skellti aftur hurðinni á eftir sér. — Fór Nick til hennar De- bóru? — Já. Hún hló snöggt. — Hann ætl- ar sér ekki að sleppa henni, eða hvað? Ég hélt annars ,að hann væri búinn að komast að því, að hann hefur enga von, þar sem hún er annarsvegar. Ég skal bölva mér uppá, að hún mamma "hennar lætur hana ekki giftast öðrum en ríkisbubba. Ekki svo að skilja að þau séu ekki nógu rík sjálf. Hvernig lízt þér á kjól- inn minn? Hún sneri sér í hring, svo að ég gæti séð hann í krók og kring Og enda þótt ég hefði ekki vit á dýrum fötum — því að hverm- ig hefði það átta að vera — ÞÁ þóttist ég viss um, að þessi kjóll hefði kostað drjúgan skilding. — Jú, hann er voða fallegur, sagði ég irmilega. — Þú hstfur verið að far 1 kring um mig, Kay Enga hugmynd hafði ég um, að þú fengir þér nýjan kjól fyrir kvöldið í kvöld. Hann hlýtur að hafa kostað einhver ósköp. — Það gerði hann nú ekki. Ég náði í hann brúkaðan, eftir bendingu frá stelpu, sem ég þekki Enn einu sinni þóttist ég vita, að Kay var ekki að segja mér satt, og að John hefði keypt kjólinn handa henni. En það mundi hún aldnei fara að segja mér, þar sem hún vissi, að mér var illa við það Ég andvarp- aði. Kannski var ég að gera henini rangt til. Ég vonaði það að minnsta kosti þó að ég héldi það ekki. Síminn hringdi um leið og ég kom niður og ég tók hanin og sagði númerið. — Það er Melissa, er ekki svo? spurði rödd sem ég var fljót að þekkja — Þetta er fantu-'inn í í,ög. Dti, þ íssí se n ir ið reyna að fírla hana lit.lu systur þína. — Er þetta John? spurði Kay ssim kom niður í aama bili. Ég rétti henni símann. Nokkr um mínútum seinna kom hún inn í stofuna til mín. — John yill vita, hvort við viljum að hann komi hérn.a við og aki okkur til Lipscomb? — Ég vona að þú hafir sagt honum, að bað viljum við ekki, beldur komi hann Rupert og taki okkur með sér. — Ég sagði honum það. Ann ars er ég með skilaboð til þín. Hann segist vona að hann fái að dansa við þig í kvöld. Kay setti upp sorgarsvip — Ég var nú ann ars að vona, að hann dansaði ekki yið aðrar en mig í kvöld. • — Þú mátt hafa hann fyrir mér, og með ánægju. Mig langar að minnsta kosti ekkert til að dansa við hann. — Nú heyrist mér bíllinn hans Ruperts komia, sagði Lucy. Mark þaut út í dyr. Hetju- dýrkun hans á Rupert var nú á hámarki. Honum fanmst hann sýniilaga glæsilegasti maður, sem hann hefði nokkurntimia séð. — Eru systur þíniar tilbún- ar? heyrði ég Rupert spyrja. — Það ættu þær að minnsta kosti að vera, sagði Mark. Þær eru að minnsta kosti búnar að vera nógu lengi að gera sig fínar. Rupert var kominn inn í stofu dyrnar og horfði á okkur með aðdáun. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Ef svo ber undir skiltu reyna að liðsinna gömlum kunningja. Nautið, 20. apríl — 20. maí Gömul sambönd eru að hressast við. Reyndu að styrkja jiau. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Þú ættir að reyna að líta í eigin barm áður en þú áfeliist aðra. Krabbinn, 21. júní — 22. júií Eitthvað nýstárlegt skeður á næstunni, sem veldur þér ánægju. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Af hverju er það, að enginn vill taka visst verk að sér? Meyjan, 23. ágúst — 22. sept., Eitthvað, sem þú hcfur lengi verið í vafa um, skýrist brátt. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Sá á kvöl, sem á völ. Reyndu að vera ákveðinn. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Þér fer nú að vegna eitthvað betur, og tími til kominn. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Það er lofsvert, hvernig þú keppir að settu marki. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Ef þú ætlar að taka þér frí, skaltu vera viss um að þú eigir ekkert ógert. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Fæstir vildu vera í þinum sporum núna, en stattu við orð þín. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz 1 dag skaltu taka mikilvæga ákvörðun, og reyna að rétta við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.