Morgunblaðið - 23.05.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.05.1969, Qupperneq 10
10 MORiGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 19«0 S.N.E. fær mjólk úr nær því 5000 kúm fitumælda annan hvern mánuð í Mjóikursamlagi KEA. Þetta er þáttur í kyn- bótastarfinu. (Ljósmyndastofa Fáls). Hermann Jónsson (t.h.) og Páll Jónsson ganga út í bíla sína við sæðingarstöðina á Lundi og aka síðan út um héraðið og frjó- dæla kýr. Þegar myndin var tekin sumarið 1968, var sólskin, og vegir góðir, en veður og færð geta orðið viðsjál að vetrarlagi. Menn, sem eru i þessu starfi, aka sennilega mest allra utan þéttbýlisins. Hermann hefur starfað hjá S.N.E. í nær tvo áratugi. (Ljósmyndastofa Páls). Úr unffkálfafjósi S.N.E. að Rangárvölium við Akureyri. Mbl. hefur hitt Ólaf E. Stefáns son, ráðunaut, að máli og spurt hann um nautgriparæktarstarf semi í Eyjafirði, en fyrir nokkru var haldinn þar fundur um nautgriparæktarmál héraðs ins. Ólafur sagði: í>AÐ kom fram á 3'9. aðalfuindi Sambands nautgriparæktarfé- laga Eyjafjarðar (S.N.E.) sem haldinn var 6. þ.m. á Akureyri, að mikil gróaka er í kynbóta- starfseminni í héraðinu og að félagslíf á sviði nautgriparækt arinnar stendur í mikium blóma. Þetta er elzta nautgripa ræktansamband landsins, og hefur nú starfað í nær 40 ár. Það hefur verið brau'tryðjandi á mörgum sviðum, t.d. hefur það frá upphafi haft ráðunaut í þjónustu sinni, og það stofnaði fyrstu sæðingarstöðina á land- inu árið 1946. Forstöðumene mjólkursamlagsins á Akureyri hafa ætíð beitt sér fyrir efl- imgu sambandsins og nautgripa ræktarstarfseminnar í hérað- inu, fyrst Jónas Kristjánsson í áratugi og nú Vernlharður Sveinsson, en að sjálfsögðu fer saman hagur mjólkurbúanna og kynbætur og rétt meðferð kúa stofnsins í hverju héraði. Þetta hafa Eyfirðimgar gert sér grein fyrir manna bezt. Til þess að styrkja fjárihags- lega afkomu nautgriparæktar- starfseminnar hefur S.N.E. um langt Skeið rekið svínabú á Ak- ureyri. Það hefur keypt undan rennu og fleiri aukaframleiðski vörur af mjólkurbúinu til svína fóðurs. Þar sem flytja þarf þessar vörur stutt, verður kostnaður við það lágur, og jafnframit fær samlagið örugg an markað fyrir hluta af þeim aukaframleiðsluvörum, sem til falla á þessu stóra vinnslubúi. Svínabúið var lengi á Grísa- bóli rétt fyrir ofan bæiinn, en þar sem byggðin hefur færzt í þá átt á undanfömum árum, hef ur það nú verið flutt á eignar jörð sambandsinis Rangárvelli nokkru ofar. Hið nýja Grísa- ból er geysistórt hús eða um 900 fermetrar og nýtízikulegt í alla staði. Undanrennunni er dælt á tank, og frá homuim liggja leiðslur með krana til hverrar stíu, svo að ekki þarf annað en skrúfa frá, þegar gjafatími hefst. í gyltustíunum eru infrarauð ljós í einu honni, svo að unggrisirnir geti legið þar í hita og hollri birtu. Hita- og rakastigi er sjálfstjómað í allri byggingunni, og við það sparast fóður, því að þá þurfa svínin ekki að safna á sig fitu- lagi gegn kulda og dragsúgi, heldur vöðvum. Nú hefur því skapazt aðstaða til framleiðslu á betri og jafnari vöru, og auíkn ing stofnsins við góðar ytri að- stæður gerir það nú kleift að velja af mun meiri nákvæmni gyltur og gelti til lífs eftir vaxt arlagi, þroska og frjósemi. Flutt var í bygginguna 23. nóv. s.l_ og hefur svínaeignin vaxið um % ihluta síðan. Eru þar nú allt að 60 gyltur, en um 430 svin á öllum aldri, en húsið tekur allt að 500 svín. Svínahirðir er Hans Petersen, vanur maður með örugg handtök. Meiri hluti framleiðslunmar hefur verið seldur norðanlands, en einnig til Reykjavíkur. Þarf ekki að efa, að eftirspum verður eftir þessari vöru. Þetta var nú aukabúgreinin, þótt hún hafi reynzt notadrjúg. Á Rangárvöllum er enn frem- yfir ungviði, sem haft er í stí- um eftir aldursflokkum. Á hverju sumri eru valdir 40 kvígukálfar undan tveimur ung um nautum til afkvæmararan- sókna. Þarna eru því hvem vetur 40 kálfar og 40 vetr- ungar auk nautkálfa í uppeldi og nauta, sem verið er að bíða eftir kynbótalegri reynslu á. Auk þess er hægt að hafa þar kýr í geldstöðu. Sjálfar af- kvæmarannsóknirnar fara fram á Lundi, sem S.N.E. hefuir á erfðafestu, en segja má, að jarð imar liggi saman. Þar er enm fremur rekinn búskapur með eldri kýr, og þar er nautastöð- in eða sæðingarstöðin í eldra húsnæði, sem innréttað var til þess, þegar S.N.E. fékk Lund til ábúðar árið 1956. Þar er og Skrifstofa ráðunautarins og tvær góðar íbúðir fyrir starfs- menn. Afkvæmarannsóknirnar standa yfir í eitt mjólkurdkeið, 43 vikur, en að því loknu eru kvígumar seldar hvert hauist komnar að 2. burði. Yfinmaður í fjósi er Björn Sigurðsson fyrr um bóndi á Hnjúki í Köldu- kinn, og er hann nýlega kom- inn til starfa. Þrátt fyrir landþrengsli eru hey nóg í hlöðunná, úrvalsstaða ag svo græn og fersk, að það er eins og hún hafi verið hirt daginn áður í brakandi sól- Skini. Óskar Eiríksson, bústjóri á báðum jörðunum skýrði fundar mönnum frá því, að búið væri við nokkur landþremgsli, þar sem alls er land sambandsina aðeins um 100 ha og þar af eru ræktaðir 75—80 ha, en afla þarf heyja hainda 150 nautgrip um á ýrnsum aldri auk beitar. Leigt hefur verið nokkurt land til viðbótar, t.d. 15 ha nú í Gróðrarstöðinni, og fer vel á því. Alls voru 3500 m3 heyjað- ir 1968. Eftirspurn eftir gripum var geysimikil s.l. haust. Þó höfðu kvígurnar undan öðru nautinu, sem í ranmsókn var, reynzt óvenju illa, en þeim löik- ustu hafði að sjálfsögðu verið slátrað, áður en lífsala fór fram Sigurjón Steimssom, ráðunaut ur sambandsins, gerði grein fyr ir framkvæmdarannsókniunum. Hann er þeim hlutum vel kumn- ugur, því að sjálfur var hanm bústjóri á Lundi um það leyti, er afkvæmaranmsókmirnar hóf- ust undir stjórn Ólafs Jónsson- ar, er þá var ráðunautur. Allt frá þeim tima hefur uppgjör rannsókna verið í ágætu lagi, og hraðað að koma fjölrituðum niðunstöðum til bænda eins fljótt og kostur er á. Að sjálf- sögðu reynast nautin misjafm- lega, enda ramnsóknirnar gerð- ar til að fá úr því Skorið, hver eru hæfust til kynbóta. í rann- sóknuinum 1967—1968 voru dætur nautanna Haka N 181, sem reyndust illa, og Humals N183. Hafa þeir báðir verið felldir. Þó mjólkuðu dætur Hum als vel eða að jafnaði 2831 kg með 4.08 prs. mjótkurfitu, þ.e. 11548 fitueiningar og vorusamt í 3.6 kg meðalnyt er mjólkur- skeiðinu lauk 304 dögum frá burði. Þær voru ágætar í mjölt un, en nú er lögð áherzla á þann eiginleika í ræktuninni. En þær voru viðkvæmar í lund og ekki nógu vel byggðar, og því var Humall felldur. Þótt afkvæmarammsókn sé lok ið, er áfram fylgzt með afurð- um hálfsystrahópamna á búum bænda í héraðinu, bæði hvern- ig kýrnar reynast fullorðnar og einnig sem 1. kálfs kvígur, þ.e. ■ ■ Oflugar undirstöðui undir Búfjárræktarstöð S.N.E. að Ln ndi við Akureyri. Þar fara fram afkvæmarannsóknir og þar er nautafjós og sæðingarstöð. (Ljósmyndastofa Páls)'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.