Morgunblaðið - 23.05.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1969, Blaðsíða 28
28 MORlGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1960 — Ég var bara svo hrædd. Ég hef hagað mér svo bjánalega. — Komdu bara heim, Kay. Það er það eina, sem máli skiptir. Ég skal koma á móti þér. — Þakka þér fyrir. Það verð- ur dásamlegt að sjá þig aftur. Síðustu orðin drukknuðu í tár- um. Ég gat vel hugsað mér, hvernig Kay mundi líða. En það voru nú smámunir. Undir eins og hún væri komin heim, mundi hún jafna sig. Ég laigði símann á og þaut út til að ná í Bob. Hann var á leið- inni að gefa svínunum. Hann leit við, þegar ég kallaði í hann og setti frá sér tvær fötur af svína- fóðri. — Kay var að hringja, sagði ég. Hún er í London og kemur með lestinni klukkan sjö. Ég sagðist miutndu koma á móti henni. Bob brosti til mín. — Þá ætti þér að líða betur, þegar Kay er að koma heim. — Auðvitað. Augu okkar mætt ust. Ég gat alveg lesið hugsanir hans og ég vissi, að hanm gat les- ið mínar. Bara að eins vel væri ástatt hjá okkur sjálfum! Undir eins og vandamálið með Kay væri leyst, yrði ég að segja Nick að við Bob gætum ekki gift okk- ur. Og segja öðru fólki, að ekk- ert brúðkaup yrði. Við höfðum ákveðið að gefa engar skýringar á þessu. Til hvers væri það líka? Ég fór út í garðinn, tíndi þar nokkur blóm og setti í vasa. Ég bar þau upp í herbergi Kay, sem hafði verið vandlega lagað til í og beið þess, að hún kæmi heim. Ég minntist morgunsins þegar hún fór að heiman og ég hafði tekið til í því, og það svo vand- lega, að ég hafði fundið þennan 50 pappírssnepil, sem hafði komið öllu upp um þau John. Ég gat varla trúað því, að ekki væru nema fáir dagar liðnir síðan. Mór fannst þaö heil mannsævi. Mannsævi, full kvíða og kvala. Eg var komin á stöðina áður en lestin kom. Kona var að kaupa farseðil til London við sölugatið. Hvenær fer lestin? spurði hún. — Sex-fimmtíu, var svarið. — En hún er nokkrum mínútum of sein. Ég horfði á hana, er hún stakk farseðlinum í veskið sitt. Hún var hávaxin og svarthærð og fölleit. Þetta var kona, sem hafði sýnilega verið mjög lagleg, en nú var andlitið orðið hrukkótt og of magurt. Shór í sveitinu og m. fl. Strigaskór, gúmmískór, gúmmistigvél, fótlagaskór, barnaskór, inniskór, kvengötuskór. kvensandalar, karlmannaskóhlifar og m. fl. SKÓVERZLUNIN, Laugavegi 96 við hliðina á Stjörnubíói. MAGGI -súpur gerðar af sérfræðingum framreiddar af yður Svissneskir kokkar eru frábærir matreiðslumenn. Þeir einir kunna uppskriftir af MAGGI-súpum. En þér getið framreitt þessa kostafæðu með lítilli fyrirhöfn. • Matseldin tekur aðeins 5 mínútur • Þér getið valið um 18 Ijúffengar tegundir. MAGGI-súpur frá SVISS eru beztar. MAGGI SNISt SOUP MUSHROOM VELOLTÉ OE BOLETS 4 » SEIVINfil ASSIETTif 1 Hún leit út eins og hún hefði nýlega verið mjög veik. Allt í einu þóttist ég alveg viss um, hver hún væri. Ég elti hana upp á brottfararpallinn. Ég leit kriingum mig. Þarna var ekki nema fátt fólk og ekki mjög nærri mér. Ég gekk til hennar. — Þér enuð frú Johnston, efcki sivo? Konan leit á mig, þreytulega og fjandsamlega, og mér datt strax í hug, að hún mundi vita, hver ég væri. — Já. En ég veit ekki til, að ég þekki yður, sagði hún. Þegar ég horfði í þessi kulda- legu augu, fór ég að hugsa, hvort það væri ekki vitleysa af mér að fara að tala við konu Bobs. Hvað gat ég svo sem sagt, sem að gagni gæti komið? Eftir andartak mundi Lundúnalestin koma. En hún var enn ekki kom- in og maðurinn hafði sagt, að hún væri nokkrum mínútum á eftir áætlun. — Ég heiti Melissa Grindly, sagði ég. Köldu augun urðu enn kaldari, ef þau gátu orðið það. — Ég bjóst við því, sagði hún. — En ég sé ekki, að við höfum neitt saman að tala. Ég stóð á öndinni. — Afsakið. Vafalaust viljið þér ekki neitt við mig tala, en ég verð að gera það. Bob hefur sagt yður af mér, býst ég við? Um okkur. — Já, það hefur hann. — Þá vitið þér, að við elskumst og viljum gifta okkur. — Það veit ég. Og ég býst líka við, að þér vitið, að ég ætla mér alls ekki að skilja við hann, og lofa honum að giftast yður. — Ég sagði í örvæntingu minni, og án þes's að vega orðin: — Þér verðið að gefa honum eftir skilnaðinn, frú Johnston. Þér getið ekki elskað hann eins og ég geri. Og þér hafið aldrei gert það, annars hefðuð þér ekki hlaupið frá honum eins og þér gerðuð. Og nú ... ég þagnaði, er ég sá hatrið, sem sfcein út úr augum kionunnair. — Hverndig dirfizt þér tala svona við mig? sagði hiún, — Ég neita algjörlega að ræða um imianninn miinn við yður. Hún sneri frá mér og stappaði niður fæti, óþolinmóð, meðan hún beið eftir lestinni. En nú herti ég mig upp aftur. Það hafði verið þaggað niður í mér í bili, en ég hafði enn margt, sem ég þurfi að segija við Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Snúðu þér að sölumennsku, eða skiptum á áþreifanlegum verð- mætum, og vertu snar og haltu vel áfram. í kvöld skipuleggurðu svo morgundaginn. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú átt víða Tini. Vertu skvnsamur, og láttu tilfinningarnar sitja á hakanum í dag. Þér standa flestar leiðir opnar. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Það hvílir ekkert sérstakt á þér í dag, svo að þú getur haft þína hentis-fcmi. Það skín í rómantík og tilfinningasemi. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Nýtt fólk birtist á sjónarsviðinu, og annað hverfur. Lagaðu þig eftlr aðstæðunum. Farðu þér hægt og reyndu að hrinda síðustu hugmyndum þínum í framkvæmd. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Safnaðu þreki fyrir framtíðina og framleiðni komandi tíma. Reyndu að láta vel fara með þeim, sem hjá þér eru. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Vinir og venzlafólk eru ekki alveg eins viðskotaillir í dag. Reyndu því að komast að samkomulagi við fólkið um allar aðgerðir i fram- tíðinni. Vogin, 23. september — 22. október. Þú ert spenntur í dag. Tilfinningamál og rómantíkin hellast yflr þig eins og brotsjóir, e.t.v. þannig að óreiða komist á dagleg störf þín. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Allir í kringum þig eru að orða hjúskap. Athugaðu ástandið hjá sjálfum þér, og gerðu eitthvað I mállnu, ef þér ekki líkar það. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. ðesember. Þér gengur betur persónulega nú, en fyrr. Gerðu það, sem þú græðir sjálfur mest á. Þú getur fundið einfaldarl leið til þess. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Haltu áfram því, sem hófst i gær, til að fullkomna allt. Róman- tíkin er í hávegum höfð af þeim, sem það á við. Vatnsberinn, 20 janúar — 18. febrúar. Þú skalt vera með þeim, sem þér eru kærastir. Haltu boð, eða þ.h. i kvöld. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Ef þú ert ekki of heimtufrekur, gengur allt vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.