Morgunblaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 4
MORG-UNiBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1969 BÍLA LEIGil • LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Hvérfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. Almehningur heyrði ekki ræðu forsetans Reykvíkingur skrifar: Bréfritari var einn þeirra, sem tóku daginn snemma á 17. júní, hugðist ganga til kirkju og síðan hlýða á hátíðarræðu forseta ís- lands á Austurvelli Kirkjugang- an var með ágætum en aðra sögu er að segja af ræðuhöldunum. Þegar komið var úr dómkirkj unni mátti Mta hundruð Reykvík inga, sem safnast höfðu saman í kringum Austurvöll, á þessari miklu hátíðarstundu. Því miður höfðu þessir borgarar ekki er- indi, sem erfiði af komu sinni niður á völlin. Er forseti íslands hóf mál sitt, varð ljóst að þjóð- hátíðamefnd Reykjavíkur hafði láðzt að setja upp hátalarakerfi sem dygði til að almúginn um- hveríis næði að heyra ræðu for- setans á 25 ára afmæli lýðveld- isins. Hins vegar var greinilegt að hátalaraútbúnaður nefndarinn ar var nægjanlega öflugur til að háttvirt nefnd og heiðursgestir, erlendir og innlendir sem stóðu fyrir framan ræðustólinn yrðu ekki af ræðunni. Er það vel. Það skal viðurkennt að bréfrit- ari kannaði ekki hlustunarskil- yrði allt umhverfis völlinn. En óhætt er að staðhæfa að meðal- heyrn hans var ekki þess megn- ug að nema ræðuna hvorki við þann hluta vallarins, sem er gegnt Ajþinfúshúsinu, né Posthússtræt, BÍLALEIGAN FALURh/f car rental service © Nýútskrifaður viöskiptafrœðingur óskar eftir vinnu um lengri eða skemmri tíma. Margt kemur til greina. Tilboð sendist blaðinu sem fyrst, merkt: „Cand. oecon 8419” Skrífstofuhúsnœði til leigu á Skólavöiðustíg 12 þar sem nú eru borgarfógeta- skrifstofurnar. Uppl. gefur Friðrik Þorsteinsson, sími 19618 og Þorsteinn Friðriksson. sími 13371 eða 30219. ismegin. Af þessu má ljóst vera, að það er ekki þjóðhátíðarnefnd Rvyjavíkur fyrir að þakka, að Reykvíkingar heyrðu ræðu forset- ans, heldur útvarpi og sjónvarpi. En það afsakar auðvitað ekki að stefna hundruðum borgara niður á Austurvöll til að hlýða á ræðu höld, sem engin gat heyrt nema nefndin og heiðursgestir. Er það tillaga mín, að nefndarmenn ákveði að fækka um einn í nefnd inni en verji því fé, sem þann- ig sparast til að hengja upp há- talara við Austurvöll á 17. júní á næsta ári. Reykvíkingur £ Ekki Tékkneska bifreiðaumboðið Frá Tókkneská bifreiðaumboð- inu hefur Velvakanda borizt eft irfarandi: Með tilvísun til bréfs Sigurð- ar Sigfússonar í Velvakanda, föstudaginn 20. júní, s.l. teljum við rétt að eftirfarandi komi fram. Undanfarið ár hefur fjármálaráðu neytið úthlutað ár hvert ákveðnu magni leyfa til öryrkja er gefi þeim kost á að kaupa bifreið með eftirgjöf á aðf lutningsgj öldum. Flest þessara leyfa hafa verið háð kaupum á bifreiðum frá Aust ur-Evrópu. Þar sem bréfritari tilgreinir ekki við hvaða bifreiðaumboð hann átti viðsipti við, en a.m.k. þrjú bifreiðaumboð flytja inn bif reiðir frá Austur-Evrópu, vild- um við taka það skýrt fram að bréfritari hefur ekki svo vitað sé. átt viðskipti við Tékkneska Bifreiðaumboðið á íslandi hf. Teljum v>ð r&ngt af bréfrit- ara að tilgreina ekki fyrirtæki það er hann átti viðskipti við í máli þessu, þar sem hann, á annað borð, var að koma þeim tilmælum til bifreiðakaupenda að varast viðskipti við umrætt fyrir- tæki, en eins og áður kemur fram eru a.m.k. þrjú fyrirtæki hérlend um gerðun. bifreiða frá Austur- Evrópu. Að lokum vildum við koma þeim tilmælum til bréfritara, að hann geri bréfi sínu gleggri skil, þar sem svo óljós skrif, sem þessi geta haft slæm áhrif á viðskipti annarra bifreiðaumboða án nokk urs tilefnis. Verði bréfritari ekki við tilmælum okkar, verð- ur að teljast að ásakanir hans í garð þess bifreiðaumboðs er hann hefur átt viðskipti við, hvert sem það kann að vera, séu ekki á rökum reistar. Ennfremur óskum við þess að bréf okkar verði birt í dálkum þínum hið fyrsta. Virðingarfyllst Tékkneska Bifreiðaumboðið á íslandi h.f. Ragnar Ragnarsson Q Verður mennskur fyrir verk mannanna Einn af lesendum blaðsins hef ur sent Velvakanda eftirfarandi hugleiðingu um Rabba rafmagns heila: Barnaóperan Rabbi rafmagns- heili, söngleikur væri nær réttu mati á Rabba rafmagnsheila. For skriftir mannanna eru matarvit rafmagnsheilans, Rabbi rafmangs heili étur börn, þannig éta þeir sín eigin afkvæmi. Klókindi af- hjúpa eigin vanmátt þegar ekki er byggt á raunsærri þekkingu, höfundur Rabba gerist sekur um að gera það dularfullt, sem er opið þeim er hefur augun hjá sér. Hreinleiki barnssálrnniraa verður ekki svo auðveldlega blekktur, virtur er hann því að- eins að hann geti sjálfur séð og fundið hald í því, sem honum er kennt að séu endanlegar stað- reyndir. Snautt allri fegurð og þar af leiðandi sönnun kærleika, út blásið annarlegheitum ofmettun vindhanans. Rabbi rafmangsheili verður mennskur fyrir verk mann anna ómennskur í afhjúpun þeirra ííbúðarhús mitt, ásamt bíiskúr- um að Borgarbraut 7, Borgarnesi er tii söki. Uppl. gefur undirritaður, Magnús Jónasson, Borgamesi. Skni 7216. Ný sending af hollenzkum kápum tekin fram á mánudag. BERNHARÐ LAXDAL, Kjörgarði, BERNHARÐ LAXDAL. Akureyri. Laxveiðimenn Hörðudalsá í Dalasýslu verður til leigu í sumar. Þeir, sem fyrr í vor hafa beðið um veiðidaga, eru vinsamlega beðnir að end- urnýja pantanir sínar. Nánari upplýsingar og veiðileyfi fást hjá Guðm. Kristjáns- syni, Hörðubóli, símstöð Sauðafell. SUNDBOUR heilir og tvískiptir. STRANDFÖT ný sending. Austurstræti 7. Sími 17201. ÚTSÝNARFERÐ ER ÚRVALSFERÐ FYRIR VÆGT VERÐ COSTA DEL SOL - REZTA BAÐSTRÖND EVRÚPU FERÐIN SEM FÓLK TREYSTIR FERDIN SEM ÞÉR NJÓTID FERÐIN SEM TRYCCIR YDUR MEST FYRIR FERÐAPENINCANA ER ÚTSÝNARFERÐ TIL NORÐURLANDA: 15. júní, 5. júlf og 28. ágúst. Verð frá kr. 12.500,— TIL iTALlU: Cattolica og Róm/Sorrento um London — 17. og 31. ágúst. TIL COSTA BRAVA: Lloret De Mar um London — 22. júní, 20. júlí, 24. ágúst. TIL BÚLGARÍU: Gullna ströndin um London — 12. september. TIL COSTA DEL SOL: Torremolinos — 8. og 22. ágúst, 5. og 19. sept., 3. okt. 25% FJÖLSKYLDUAFSLATTUR. BEZTU FERDAKAUP ÁRSINS: »V SUHABAÆTLUN KOMIN 76 DAGAR Á SÓLARSTRÖND SPÁNAR ÞOTUFLUC - I. FL. GISTING 14.200.- FERDASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17, SlMAR 20100—23510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.