Morgunblaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1969, Blaðsíða 14
14 MORGTJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNf 1969 Yfirleitt er furðu hljótt um borgarstjórn Reykjavíkur a.m. k. þegar haft er í huga, að hörðustu kosningar, sem háðar eru hér á landi, eru ein- mitt borgarstjórnarkosningarri- ar í Reykjavík. En kannski má borgarstjórn vel við una, að sæmilegur friður ríkir um þessa æðstu stjórn Reykjavík- ur að undanskildum tveimur til þremur mánuðum á fjögurra ára fresti. Að ári liðnu fara borgar- stjórnarkosningar fram á ný. Þá verður enn barizt um það sama og jafrían áður. Halda Sjálfstæðismenn meirihluta sín um? Þetta er sú spurning, sem gerir það að verkum, að í Þessi mynd var tekin á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjóm ar í júni 1966. Borgarstjórnin kringum borgarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík er meiri sipienina ag eftirvænting en við nokkrar aðrar kosningar. Með hliðsjón af framansögðu er kannski ekki úr vegi að fjalla svolítið um borgarstjórn Reykja víkur, þá fulltrúa sem þar eiga sæti, umræður í borgarstjórn og fleira sem að borgarmálum lýtur. BORGARFULLTRÚAR Þeir, sem nú eiga sæti í borg- arstjórn Reykjavíkur koma úr ýmsum áttum. Þar eru lögfræð- ingar, læknar, guðfræðingur, sálfræðingur, rafvirki, kenn- ari, arkitekt, trésmiður o.fl. Og þannig á það að vera. Borgar- fulltrúar eiga að koma frá sem flestum starfshópum í þjóð- félaginu. Það er trygging fyr- ir því að mismunandi sjónar- mið komi fram. Og í rauninni held ég, að allir fiokkar ættu að varast það að bjóða fram til botrgarstjórnar of mikið af mönnum, sem hafa stjórnmála- afskipti að daglegu starfi. Frem ur beri að leggja áherzlu á að í borgarstjórn veljist traustir og góðir borgarar, sem ekki eru um of bundnir af þeim sér- stöku sjónarmiðum, sem hljóta með einum eða öðrum hætti að móta starf og afstöðu manna, sem hyggja á starfsferil á stjórnmálasviðinu. Auðvitað verða slíkir menn einnig að ■» v>era nmeð en það slkiptir mlikiu máli, að starf í borgarstjórn Reykjavíkur verði ekki hin raunverulega atvinnæ þeirra, Sem þar sitja, þótt svo vieirði að sjálfsögðu um einstaka menn. Ég held, að það sé mjög mis- munandi hversu vel menn una fcaig símuim í borigar'stóórm. Suim- luim viirðlisit liíða þair vel, aðrir tdlija Iborgarsiíj’órn heidlur leiðim lega stofinum oig uim'ræður þar ekki gértega slkem'miritegar. Geiir Hallligríimisisicn, borgarisiíj. er eimm þeirra manna, sem tala mjög sterklega máli borgarstjórnar, ekki sízt gagnvart þeim, sem hafa tilhneigingu til þess að bera saman Alþingi og borgar- stjórn og telja hið fyrrnefnda itíiflegri stofmum. Borgarstjóri hefur átt sæti í borgarstjórn í 15 ár. Var kjör- inn borgarfulltrúi í fyrsta sinn 1954 Oig jafnam síðam. Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvernig það er, að eiga Geir Hallgrímsson að andstæðingi í borgarstjóm. Það getur varla verið auðvelt. Borgarstjóri hef- ur ótrúlega víðtæka þekkingu á borgarmálum og hefur furðu gott minni um það, sem áður hefur gerzt. Það kom t.d. ber- lega í ljós á borgarstjórnar- fundi sl. fimmtudag er Einar Ágústssom gerði að aðalat- riði í máli sírnnx fyrir- spurn er hann taldi sig hafa gert fyrir einu ári en borgar- stjóri leiðrétti hann og sagði að fyrirspurn þessi hefði ver- ið borin fram fyrir tveimur ár- uim og dkipti það megin- máli. Könmiun áfumdargerðluim borgarstjórnar leiddi í ljós, að bongairstjióni haiflði r®tt fyrir sér. Geir Hallgrímsson er einnig svo hiófsiaimiur í iruáiDfliuitniinigii að andstæðingum hans reynizt þeg- ar af þeim sökum erfitt að halda uppi harðri gagnrýni á störf borgarstjómarmeirihlut- málii. Kön/mum á tfiumdangierð'Uim anis og ikemiuir það cnft b&rlega fraim í máliflliu'tmimigii þeírf©. Auður Auðuns, forseti borg- arstjórnar, er eina konan, sem nú á sæti í borgarstjórn og stýrir jafnan fundum. Vafa- laust munu fulltrúar allra flokka sammála um að Auður er býsna röggsamur fundarstjóri og getur verið skemmtilega harð skeytt í ræðustól ef svo ber undir. Sá borgarfulltrúi minni- hJjutafllbkikammia, er trviíimælailaiuis't ber höfuð og herðar yfir aðra í þeim hópi er Guðmundur Vig fússon, borgarfulltrúi kommún ista. Hann hefur átt sæti í borg arstjórn um langt skeið, býr yf ir mikilli þekkingu á borgar- málum og er oft sanngjarn í málflutningi. Trú mín er sú, að minnihlutaflokkarnir væru heldur rislágir í borgarstjórn- inni, ef Guðmundar nyti ekki við. Auk borgarstjóra og forseta borgarstjórnar eru þeir Birgir ísl. Gunnarsson og Gísli Hail- dórsson helztu talsmenn Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, og þau fjögur eru af eðlilegum ástæðum kjölfestan í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðis- manna þar sem þau eiga öll sæti í borgarráði. Næst á eftir Geir Hallgrímssyni er Birgir helzti pólitíski talsmaður meirihlut- ans. Hanm var kjörinm í bong- arstjórn 1962 og hefur vaxið mjög í því starfii, sérstaklega á þessu kjörtímabili. Gísli hefur með höndum stóra málaflokka, svo sem byggingarmál, skipu- lagsmál og íþróttamál og kem- ur víðtæk þekking hans á þess- um málum að góðum notum í umræðum í borgarstjórn. Aðrir borgarfulltrúar Sjálf- stæðismanna eru Úlfar Þórðar- son, sem fjallar fyrst og fremst um 'heilbrigðismál en er einnig mikill áhugamaður um íþrótta- mál og sá í hópi hinna 15 borg- arfulltrúa, sem kryddar einna mest lífið og tilveruna í borg- arstjórninni. Þórir Kr. Þórðar- son gerir það líka með sínum hætti. Hann er sá borgarfull- trúi meirihlutans, sem einna líklegastur er til þess að koma mönmiuim á óvart. Auik þeirra, sem nú hafa verið tald- ir eru tveir nýir aðalfulltrúar, þeir Gunnar Helgason og Bragi Hannesson. Báðir voru þeir kjörnir í borgarstjórn 1966 og hafa því ekki jafn langa reynslu að baki og hinir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins en báðir hafa þeir hazlað sér völl á ákveðnum starfssviðum. Bragi er sá maður, sem einna helzt talar máli iðnaðarins í borgarstjórn og Gunnar hefur gerzt aðal málsvari flokksins í málefnum launþega, þegar þau ber á góma. Ásamt Guðmundi Vigfússyni er Einar Ágústsson sá borgar- fulltrúi minnihlutaflokkanna, sem mestan þátt tetaur í stjóim- málabaráttuinni, bæði sem al- þingismaður og borgarfiulltrúi. Þess verður hins vegar um of vart í hans máli, að hann hef- ur ekki nægilega mikla þekk- ingu á borgarmálum, enda á hann ekki sæti í borgar- ráði (sem er í rauninni for- senda þess, að menn fái nægi- lega yfirsýn yfir þessi mál) og of oft tekur Einar þátt í um- ræðum án nægilegs undirbún- ings. Sá borgarfulltrúi minnihiuta flokkanna, sem jafnan hefur ver ið mér hulin ráðgáta er Sig- urjón Björnsson, sálfræðingur. Framan af kjörtímabilinu var málflutningur hans að mínum dómi oft með endemum, órök- studdir sleggjudómar og full- yrðingar og maður hafði oft ástæðu til að ætla, að Sigur- jón vissi betur. Að undan- förnu hefur heldur dregið úr þessu og jafnframt hefur vakn að sú spurning, hvort málflutn ingur hans mótist ekki einfald- lega af því, að hér er á ferð- inni sérmenntaður maður á á- kveðnu sviði, sem gerir sér grein fyrir því að mörgu er á- bótavant en á erfitt með að sætta sig við að ekki er öllu hægt að kippa í lag á svip- stundu. Af fulltrúum Alþýðuflokks- ins er fátt að segja. Sá flokk- ur kvaðst í síðustu kosningum ætia að veita Sjálfstæðis- flokknum aukið aðhald í borg- arstjórn en fulltrúar hans taka lítinin þátt í uimiræðlum, siiitj a mjög ofit fc(já við attavæðagneiðisl ur otg fOiytja nánast aldrei til- lögur í bongatBtj órn. UMRÆðUR í BORGARSTJÓRN Umræður í borgarstjórninni mótast mjög af því, að Sjálf- stæðismenn, sem eru í meiri- hluta vinna að sínum málum í borgarráði og einstökum nefnd um og ráðum. Þess vegna bygg ist tillögugerð Sjálfstæðis- manna fyrst og fremst á því, þegar verið er að móta nýja heildarstefnu í ákveðnum mála flokkum, svo sem félagsmálum fyrir tveimur árum, sem Þórir Kr. Þófcðarsian fcafðii fionuistui um. Af þessum ástæðum fellur það mjög í hlut minni- hlutaflokkanna að flytja tillög- ur og fyrirspurnir. Sú tillögu- gerð er ekki alltaf meirkileg og oftast er það svo, að unnið er að þeim málum, sem fulltrúar minnihlutaflokkanna flytja til- lögur um. Þetta veldur því að umræður í borgarstjórninni snúast um of um ýmis smærri mál en minna ber á umræðum um hin stærri mál. Á þessu mætti vafalaust ráða bót með því að leggja fram í borgarstjórninni skýrsl- ur um firamkvæmdir og aðgerð ir í stærstu málaflokkunum á ári hverju. Á grundvelli þeirra er hægt að fjalla um málin og koma á framfæri ábendingum og aðfinnslum. Borgarfulltrú- ar gera sér í vaxandi mæli grein fyrir þeim annmörkum, sem á störfum borgarstjórnar eru að þessu leyti og það tiðk- aist mteir og meir að tumiræður fari fram á grundvelli slíkra skýrslna eða að ákveðin mál eru tekin á dagskrá að ósk einstakra borgarfulltrúa án þess að séms'tök táilögiuigerð Iíggi til grundvallar slíkum um- ræðum. Allt stefnir þetta í þá átt að umræður í borgar- stjórninni komist í lífrænni tengsl við þau mál, sem raun- verulega skipta mestu fyrtr borgarbúa. FRJÁLSLYND UMBÓTASTEFNA Ef Ieitast er við að meta störf Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur t.d. á þess- um áratug kemur margt eftir- tektarvert í ljós, sem gefur nokkra vísbendingu um póli- tíska afstöðu þeirra manna, sem þar hafa mestu um ráðið. Öllum Reykvíkingum og raun- ar möngiuín öðirtum er Ijóst, aið á þessum árum hafa verið geysi- legar verklegar framkvæmdir í Reykjavík. Hitaveita hefur ver- ið ilögð í nær ölM húis borigar- innar og sparað borgarbúum stórfé í hitunarkostnað. Algjör bylting hefur orðið í gatnagerð með malbikun gatna og gang- stéttarlagningu. Geysimiklar firamkvæmdir hafa verið við skólabyggingar, svo miklar, að nú hefur reynzt unnt að taka úr notkun elztu skólabygging- £tr í borginni. Þá hafa skipu- lagsmálin verið tekin alveg nýj um tökum og uppbygging borg arinnar fer nú fram í samræmi við Aðalskipulagið, sem sam- þykkt var í borgarstjórn 1963. Allt þetta er mönnum kunnugt um. En líklega gera færri sér grein fyrir því mikla umbóta- starfi, sem unnið hefur verið á sviði félagsmála. Leikskólar og dagheimili hafa verið og eru í mikilli uppbyggingu og hið sama er að segja um leikvelli í öllum hverfum borgarinnar. Gert hefur verið myndariegt átak í æskulýðsmálum og hafizt handa um uppbyggingu æsku- lýðsheimila. Þessar fram- kvæmdir miða að því að skapa hinni heilbrigðu æsku borgar- innar viðunandi aðstöðu. En Reykjavíkurborg hefur heldur ekki gleymt gamla fólkinu. Byggðar hafa verið íbúðir fyr- ir aldrað fólk og fleiri eru í Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.