Morgunblaðið - 06.07.1969, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1©60
JACK HAWKINS:
Missti röddina, en leikur samt
London ap.
Jack Hawkins gerir sér ekki
vonir um, að ná fullu valdi
yfir rödd sinni á ný, en þrátt
fyrir það er h.ann ennþá með-
al fremstu kvikmyndaleikara
Breta.
„Það má teljast gott, að ég
skuli geta gert mig skiljanleg
an við annað fólk“, segir Haw
kins.
Hann var skorinn upp við
krabbamein í hálsi fyrir þrem
ur árum, og barkinn tekinn.
Hann talar nú með aðstoð
hálsvöðvanna.
„Þegar ég kom til meðvit-
undar eftir aðgerðina, vissi
ég, að ég yrði raddlaus ti]
dauðadags“, sagði Hawkinis í
viðtali. „Núna reynd ég að gera
mig sikiljanlegan m-eð því að
gleypa loft, hleypa því síðan
hægt út aftur, og um leið
tekst mér að mynda orð. Þetta
hljómiar líkt og krunk og ég
er hræddur um, að ekki tak-
ist að bæta úr því. Eina ráð-
ið er að reyna að sætta sig
við orðinn hlut“.
Leikari getur varla orðið
fyrir alvarlegra áfalli en að
missa röddina, þó hefur Haw-
kins ékki látið bugast. Hamm
var staðráðimn í að halda áfram
starfi sínu og það hefur hon-
um tékizt.
Ura þessar mundir eru sýnd
ar í London þrjár kvikmynd-
Eftir Glenn Goodey
ir, sem hann hefur leikið í eft-
ir uppskurðinin. Þær eru: „Kat
rín mikla“, þar sem hanm leik
ur brezka sendiherrainin við
>hirð Katrínr, „Shalako",
brezk kúrekamynd og „Þetta
er indælt stríð“ undir stjórn
Richards Attenborougb's.
„Þetta eru allt persónur, sem
framkvæma margt, en segja
fátt“ segir Hawkins til skýr-
ingar. Það litla sem talað er,
tala aðrir fyrir hamn, en hanm
leikur jafnvel betur en áður.
Hawkirus er 58 ára. Fimm ár
um áður en hamm var skor-
inn upp vissi hanm, að rödd
hans var að bila. „Ég vissi, að
endirinm yrði sá, að ég missti
röddina", segir hamm og held-
ur áfram, „Þegar mér varð
þetta ljóst, tók ég að mér öll
hlutverk, sem buðust og reyndi
að vinna eins mikið og ég gat,
því að ég hef fyrir stórri fjöl-
Skyldu að sjá. (Hawkins og
kona hans eiga þrjú börn.)
Mörg hlutverkin voru þanm-
ig, að ég hefði ek'ki þegið
þau undir venjulegum kring-
uimistæðum, en nú var um að
gera að safna eins miklu fé og
mögule-gt var. Ég var nefni-
lega viss um, að ég gæti ekk-
ert unnið eftir uppskurðinn".
Hann heldur áfram: „Ég er
mjög þakklátur kvikmynda-
framleiðemdunum fyrir að
halda afram að bjóða mér
vinnu. Ég held að það sé ekki
af meðaumkum, ef ég héldi
Jack Hawkins í hlutverki brezka sendiherrans í kvikmynd
inni „Katrín mikla“. Þetta var fyrsta hlutverk hans eftir að
barkinn var tekinn úr honum vegna krabbameins.
það, hætti ég þegar í stað. En
kvibmyndir eru dýr fyrirtæki.
og þar er ekkert rúm fyrir
meðaumkun."
Hawkins er nú að leika
hlutverk brezks hershöfðingja
í kvikmynd um orrustuna við
Waterloo.
„Þegar einhver býður mér
hlutverk," heldur hanin áfram,
„segi ég honium allan sanrn-
leikamn. Það er mjög erfitt fyr
ir leikara og tæknimenn að
vinma með manini sem á erfitt
með að gera sig Skiljanlegan“.
Hawkins hóf leiklistarferil
sinn á barmsaldri, og tókst að
halda frægðinni eftir að fram
á fullorðinsárin kom. Þegar
hanm var 18 ára, fékk hanm
góð hlutverk í leikhúsum í
London og 1929 lék hann með
Laurence Oliver. Hann tók að
leita fyrir sér um kvifcmynda
hlutverk, og ekki leið á lömgu
þar til homum buðust aðalhlut
verk. Hann gegndi herþjón-
ustu í síðari heimsstyrjöldinmi,
en vanm flest stríðsárin við að
skipuleggja skemmtanir fyrir
hermemn í Austurlöndum. Þeg
ar hann komst að raun um,
að hanm var með krabbamein
í hálsi, var harnn meðal fræg-
ustu leikara Bretlands.
„Ég get verið þakklátur fyr
ir hve snemma uppgötvaðist
hvað að mér gekk. Ég var skor
imn upp áður en krabbamein-
ið var komið út í eitlana og
þess vegna er ég emn á lífi“.
Stensil og offset fjölritun
GESTETIMER fjölritarar eru sérstaklega smíðaðir fyrir hraða og ódýra
fjölritun á viðskiptaeyðublöðum. verzlunarbréfum og myndalistum í
svart/hvítu eða lit. Einnig alls konar prófverkefnum og bæklingum til
kennslu.
GESTETIMER fjölritarana getið þér séð á sýningunni NORDIDAKT í nýja
Iðnskólanum, Skólavörðuholti. Opið frá kl. 10 árdegis til kl. 6 síðdegis.
GESTETNER-umboðið býður yður velkomin.
SKRIFSTOFUÁHÖLD
Skúlagötu 63
Sími 23188