Morgunblaðið - 06.07.1969, Page 7
MOROUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1909
7
Þarna er hún Lassie, skozka tíkin á Fjölnisveginum, sem var
drepin af því að hún gelti einu sinni vakti kerlingu i ná-
grenninu. Vinkona hennar heldur um hana.
Þetta er heimilishundurinn í Hafnarfirði, sem hlaut þau örlög
af lögreglunni þar, aS vera rkki einu sinni grafinn. Honum
var hent út á hauga. Er svona nokkuð hægt?
hald innan vissra marka, ættu
að taka höndum saman við okk
ur, hundavinina, og þá er ég
viss um, að um semst.
— Fr. S.
endurskoðaðar, og reynt að
finna viðhlítandi lausn á þessu
vandamáli. Man ég líka eftir
henni Lassí í næsta húsi við mig,
ein fyrirmyndar tík skozk að
uppruna sem gerði aldrei
neinni skepnu mein. Jafnvel hún
varð að falla, sennilega fyrir þá
I'annig mrtist vinátta barna og dýra einatt. Þeir eru góðir vinir
barna okkar, hundarnir, máski betri en við foreidrarnir.
Hundar eru heimilisvinir
Ég hef stundum vikið að því í
þessum þáttum mínum „Úti á
víðavangi", að menn leiti oft
langt yfir skammt þegar þeir
fara á vit hinnar frjálsu nátt-
úru. Það, sem ég á við er, að
dýralífið er nær manni, en mað
ur heldur.
í þetta sinn ætla ég að tala
um h'í'sdýr, heimilisvini fjöl-
skyldunnar, hvort sem það er
kötturinn hann Bítill eða hund-
urinn hann Ekkó, sem í hlut á.
Ekki veit ég annað betra í
samskiptum manna og dýra, en
að eiga sér hund eða kött. Ég
hef sjálfur í mörg ár átt „gríska
skjaldböku", sem ég kalla Sókra
tes. Skjaldbakan er mjög mús-
ísk, eins og Laxness kallað það,
þykir gaman að góðri hljómlist
og vill þá helzt matinn sinn,
þegar strákarnir okkar flauta
til hennar, og þá rennur hún
í matborðið, og hrafnablöðkur
eru eftirlæti hennar. Raunar átt-
um við einu sinni frosk, sem
lifði á fiskiflugum. Þetta reynd
ist eilítið erfitt á veturna, því
að þá suðuðu ekki fiskiflugur.
Sú var þó ein bót í máli, að
meðhjálparinn í Hólskirkju, sá
merki maður, Ingimundur Stef
ánsson kennari fæi ði okkur dauð
ar flugur úr kirkjugluggunum,
og svo færði maður þær til með
strái, og froskurinn okkar varð
undir eins ginkeyptur fyrir
þeirri flugu.
★
En ástæðan til þess að ég
minnist á þessi húsdýr mín, kem
ur ekki til af góðu. Skamm-
sýnir pótentátar ætla sér að
drepa alla hunda í Kópavogi og
Reykjavík. Engin rök eru fram
færð önnur en þau, að sennilega
óhreinka hundarnir eitthvað þess
ar fínu götur, steyptar og mal
bikaðar.
Rökin gætu legið í því, að við
hérna á 20. öldinni værum ekki
ennþá búnir að sigrast á sulla-
veikinni, en einnig það er rangt.
Raunar er það eina röksemdin.
Róbert Arnfinnsson, einn helzti
leikari þjóðarinnar, skrifaði fyr
ir skömmu grein í Morgunblað-
ið um þessa dýrkeyptu herferð
gegn hundum í Kópavogi. í
framhaldi hennar leyfði Stork
ur Morgunblaðsins sér að skrifa
um hundahald í bæjum og borg-
um á íslandi og bað þá, sem
honum væru sammála að hringja
Og ekki stóð á því. Það linnti
ekki látunum, og hann átti sér
allt í einu jábræður og systur
margar. Og nú er það von okk-
ar, sem mó+mælum þessum
hundadrápum, að þeir góðu
menn, sem yfir þessu ráða, end
urskoði sinn hug og hætti þessu,
og eignast þeir alþjóðarþökk
fyrir.
Eilítið er erfitt að skrifa um
þessi mál, þvi að þau eru mik-
il tilfinningamál. Hér kemur svo
að lokum sagan um hund sunn-
an frá Hafnarfirði. Þetta var
heimilisvinur fjölskyldunnar,
gerði engum mein, en ein frú í
húsi við sömu götu, fékk hann
á heilann, hringdi í lögregluna,
sem hirti litla dýrið, skaut hann
og gróf hann ekki einu sinni,
heldur skildi hann eftir á haug
unum þar fyrir sunnan. Engin
skýring, aðeins þessi óskiljan-
lega móðursýki konunnar. Þar
með var hundurinn drepinn, al-
saklaus. Að hugsa sér annað eins
Vona ég þó, að hin móðursjúka
kona fái ekki hiksta, þótt ég
kenni henni einni um þetta dráp.
Allir við götuna vita, hver hún
er, þótt ég nefni engin nöfn, en
hins vegar birti ég mynd af þess
um alsaklausa heimilishundi, sem
varð að mæta sínum örlögum
þar suður í hrauninu.
★
Nú eru það tilmæli mín, og
fjölmargra annarra, sem hafa
hringt til mín þessa viku, að
allar reglugerðir varðandi hunda
hald í bæjum og borg, verði
sök eina, að henni hafði orðið
það á að gelta um miðja nótt,
einu sinni og einhver kerling
vaknaði við hundgá, og þar með
var hennar ævi svo lokið.
Vinátta barna og dýra er mik
ilsverð, og það er illa gert að
spilla henni. Þeir, sem hafa það
í hendi sinni að leyfa hunda-
HÚSMÆÐUR BlLSKÚR
fjarlægi stíflur úr vöskum. ti' leigu í Drápuhtíð 1, vel
baðkerum og niðurföl'lum. innréttaður. Hentug íbúð fyr-
vanir menn. Valur Helgason, rr einhleypa. Einnig hentugur
sími 13647. fyrir léttan iðnað eða smá-
Geymið auglýcinguna. verzl'un.
BEZT að auglýsa KEFLAVlK — SUÐURNES Nýkomið terryl'ene í dömu-
í Morgunblaðinu buxur, faUegir Mtir. Femina.
. • ••
; .
Húsbyggjendur
FYRIRLIGGJANDI: —-
Undirpappi, breidd 50 og 100 cm.
Yfirpappi breidd 100 cm.
Asfaltgrunnur (Primer)
Oxiderað asfalt grade 95/20
Frauðgler einangrunarplötur
Niðurföll 2y" — 3” og 4"
l.oftventlar
Kantprófílar.
VIÐ HÖFUM SÉRHÆFT OKKUR í FRÁ-
GANGI ÞAKA OG HÖFUM í OKKAR
ÞJÓNUSTU SÉRHÆFÐA STARFSKR AFTA
Á ÞESSU SVIÐI.
= Gerum tillögur um fyrirkomulag og endanleg
tilboð i framkvaemd verksins.
= Leggjum til allt efni til framkvæmdanna.
= Veitum ábyrgð á efni og vinnu.
KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐU
VERÐ OG GERIÐ RÁÐSTAFANIR UM
FRAMKVÆMDIR TÍMANLEGA.
T. Hannesson & Co.
Brautarholti 20 - Simi 15935
ARABIA - hreinlætistæki
Hljóðaus W.C.-kassi.
nýkomið: W.C. Bidet
Handlaugar Baðker
Fætur f. do. W.C. skálar & setur.
Fullkomin varahlutaþjónusta.
Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra
Einkaunmboð fyrir fsland:
HANNES ÞORSTEINSSON
heildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55.