Morgunblaðið - 06.07.1969, Side 16

Morgunblaðið - 06.07.1969, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLf 1960 JltttgmiHðfcft Últgielandi H.f. Árvalcar, Reykjavík. Fnamkrvæmdiaiatjóri Haxaidur Sveinsaon. ítitstjórar SigurSur BjaröMon frá Viguir. Mattli’ías Jdhiannessfön. Eyjólfur Konráð Jónsaon. Bitstjómarfulltnii Þorbjörn GuðtoundsBon. Eréttastjóri Björn Jóhannssonj. Auglýsing'astjóri Árni Garðar Kristinsaon. Eitstjórn og afgreiðsla AðaXstræti 6. Sími 19-109. Auglýsingar Aðalstræti 6. Síml 22-4-89. Askxiftargjald kr. 150.08 á miánuði innanlands, í lausasj&Xxt kr. 10.00 eintakið. TRA UST FJÁRHA GS- STAÐA REYKJA- VÍKURBOR GAR fundi borgarstjórnar Heykjavíkur sl. fimmtudag var reikningur borgarinnar fyrir árið 1968 samþykktur með samhljóða atkvæðum. 1 víðtækum umræðum, sem urðu um hann og fjárshags- lega afkomu borgarinnar kom glögglega í ljós, að fjárhags- staða Reykjavíkurborgar stendur mjög traustum fótum og á sl. ári varð nær 300 millj. kr. eignaaukning hjá borg- inni. Yfirleitt fóru rekstrarút- gjöld borgarinnar ekki fram úr áætlun að nokkru ráði, nema á tveimur gjaldaliðum, gatna- og holræsagerð og í félagsmálum. Á miðju sl. ári varð ljóst, að umframeyðsla yrði vegna gatna- og holræsa gerðar, ef ekki yrði dregið úr framkvæmdum. Sjálfstæðis- ^jnenn í borgarstjórn Reykja- víkur töldu hins vegar aug- Ijóst, að eins og atvinnu- ástandið var þá í borginni væri það beinlínis skylda Reykjavíkurborgar að stuðla að nægri atvinnu meðal borg- arbúa, með því að halda uppi svo miklum framkvæmdum, sem framast var kostur. Þess vegna tóku Sjálfstæðismenn þá ákvörðun, að draga ekki saman seglin við gatna- og holræsagerð, heldur halda þeim framkvæmdum áfram og af fullum krafti og jafnvel auka þær, þótt fyrirsjáanlegt væri að um umframgreiðslur a þessum gjaldalið yrði að ræða. Þessi ákvörðun var sem fyrr segir fyrst og fremst tek in í því skyni, að bæta at- vinnuástandið í borginni og draga úr því böli, sem at- vinnuleysi er meðal borgar- búa. Það kemur því úr hörð- ustu átt, þegar minnihluta- flokkarnir ráðast nú að Sjálf- stæðismönnum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna þessarar ákvörðunar og verður ekki önnur ályktun dregin af þeim árásum en sú, að minnihluta- flokkamir hefðu kosið þá leið að draga úr framkvæmdum og auka þar með enn á erfitt atvinnuástand í borginni. Ástæðan fyrir því að hinn gjaldaliðurinn, félagsmál, fór fram úr áætlun, var af sama toga spunnin. Vegna versn- andi atvinnuástands og þar af leiðandi lakari fjárhagslegrar afkomu borgarbúa, voru þeir fleiri, sem leituðu fyrir- greiðslu hjá félagsmálastofn- un borgarinnar eða gátu ekki innt af hendi ýmis gjöld, sem undir þennan gjaldalið falla, svo sem meðlagsgreiðslur. Umframeyðsla á þessum gjaldalið er því bein afleiðing hins erfiða atvinnuástands og einungis vísbending um að Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn Reykjavíkur hafa tek- ið á þeim mannlegu vandamál um, sem skapast í slíkum til- fellum sem þessum, með þeim hætti að leitast við að greiða svo sem kostur er úr vand- ræðum fólks, sem á náðir borgarinnar hefur leitað. Þrátt fyrir þessar umfram- greiðslur og þrátt fyrir það, að skuldaaukning borgarinn- ar á árinu varð af þessum sökum fyrst og fremst, rúm- lega 100 millj. kr. varð hrein eignaaukning borgarinnar samt sem áður nær 300 millj. kr. og stendur fjárhagur Reykjavíkurborgar nú mjög traustum fótum. Enda mun sú rekstrareining ekki vera til, sem ver jafn miklu eigin fjár- magni til framkvæmda og ein mitt Reykjavíkurborg. Fjár- málastjóm borgarinnar hefur verið í traustum höndum á undanfömum árum og út- svarsgreiðslum borgarbúa vel varið, eins og hver og einn getur séð með eigin augum, með því að fara um borgina og sjá þær gífurlegu breyting ar, sem orðið hafa á öllum sviðum. AUKIN ÚTFLUTNINGS- STARFSEMI Ánægjulegt er að sjá, hve útflutningsstarfsemi hins innlenda verksmiðjuiðnaðar hefur tekið mikinn fjörkipp á undanförnum mánuðum, eftir að gengisbreytingin skap aði gmndvöll fyrir slíkan út- flutning. Að undanfÖmu hef- ur athygli íslenzkra framleið- enda ekki sízt beinzt að mark aðnum í Færeyjum, svo sem vonlegt er, enda má búast við, að þar geti verið um býsna mikla búbót að ræða fyrir ýmis íslenzk fyrirtæki. Það sem af er þessu ári mun útflutningur til Fær- eyja vera um 30 millj. kr., en IITAN 1 IÍR HFIMI U 1 Mli i ur ntiivii Andstaðan gegn Pompídou innan gaullistaflokksins — GEORGE Pompidou, forseti Frakklands, stendur nú við upphaf sjö ára kjörtímabils sínis í forsetaembætti frammi fyrir alvarlegri pólitískri ógn- un frá hópum iranan síns eig- in flokks en frá stjómar- andstöðunini, sem er tvistruð og sjálfri sér ósamþykk. Samkvaemt áreiðanlegum heimildum er ekki gert ráð fyrir því í París að til opin- bera deilna muni koma, því að gaullistar hafa alltaf reynt að halda ininri flokksmálefn- um leyndum. En nú, þegar Pompidou leggur drögin að stjórnaristefnu sinini á sama tíma og þeir, sem sæti eiga á þjóðþingi landsins hefja sumarfrí sín, verður hann að gera sér grein fyrir hættunni á því að ögra tveimur hóp- um inrnan gaullistaflokksinis, sem alls ráða yfir 65 þirug- sætum og líta með gagnrýni til stjómarforystu hans. Gaullistar, sem hafa 291 þingsæti, eru ekki sérstaklega hrifnir af því, að Pompidou hefur Skipað menn úr mið- flokknuim í ríkisstjómina og að hann hefur e'kki farið dult með, að hanin hyggst taka upp sveigjanlegri stefniu í ýms um málum en de Gaulle. Hópur þingmanina, um 25 að tölu, hafa tekið sig saman um að fylgjast með því, að nýi forsetinn fjarlaegist ekki um of þá pólitísku stefnu, sem de Gaulle lagði grundvöllinn að. Þessi hópur hélt fyrsta formlega fund sinn sl. miðviku dag og í honum er m.a. mág- ur de Gaulles, Jacques Vend- roux. Sá síðastnefndi heim- sótti ásamt öðrum tryggum stuðningsmarani de Gaulles, Couve de Murville fyrrum forsætisráðherra, forsetann fyrrverandi á heimili hans í Colombey les-deu-Eglises. Þar að auki er annar hópur með um 40 þingmenn, sem sýnt hafa sig tilbúna til and- stöðu við Pompidou forseta. I þessuim hópi eru einkum ung ir stjómimálamenn, sem kjöm ir vom fyrst á þing, er gaull- istar uninu sinn frækilega sig- ur í þinigkosnimgumum í fyrra. Leiðtogi þessara manna er að- allega René Capitant, fyrrver- andi dómsmálaráðherra í stjóm de Gaulles, en Capi- tant hefur verið ein/hver ein- dregniasti gagnirýnandi Pompi douis. Capitant hefur verið einm dyggasti aðdáandi de Gaulles og stuðningsmenn hans líta á forsetann fyrrverandi sem mikinn vinistri sinmaðan stjóm málaleiðtoga og nú óttast þeir, að þær róttæku breytinigar, sem de Gaulle beitti sér fyrir á sumium sviðum, verði að enigu í höndum bankastjórans fyrrverandi, Pompidou. Málgagn gaullistaflókksins, blaðið „La Nation“ réðst nú í vikunni á vinstri gaullista og kallaði þá „groupuscules" eða smáhópa, en franska orð- ið var motað í gagnrýninni á öfgasimnaða hópa stúdenta í óeirðunum í maí og júní í fynra. Þessir þinigmannahópar, sem eru meira eða minna amdstæð ir nýju frönsku stjóminni, geta samt sem áður ekki ógn- að meiri hluta gaullistanma í þjóðþinginiu. Stjórnmálafréttaritarar í París fylgjast einmiig með því í eftirvæmtingu, hvernig fer um baráttu þá, sem yfir stend- ur milli strangtrúaðra gaull- ista og Pompidous forseta, em hanm reynir nú að umbreyta flokknum í saimsteypuflokk hægri og miðflokkamanma, er verði þess megnugur að George Pompidou — Verður andstaðan gegn honum fyrst og fremst úr röðum ggullista? stjórna Frakklandi, eftir að tíminm hefur máð töfranafn de Gaulles burt úr vitumd fólks. Tilhneigingin til upp- lausmar í röðum miðflokkanma eftir ósigur Alain Pohers í forsetakosninguinum hefur gert viðleitná Pompidous í þessa átt auðveldari. Emda þótt Po- her haldi enm áfram að ræða um að koma á fót öflugri mið flokkastjórnaraindstöðu, virð- ast þó flestir stjórmimálamenm úr röðum miðflokkanma hafa sömu afstöðu og Jacques Du- hamel, sem tók við stöðu lamd búnaðarráðherra í nýju ríkis- stjórminni. Stjórn Pompidous hefur fengið á sig visst svipmót sam steypustjórnar við það að menn úr miðfloklkumum eins og Duhamel og óháðir g-aull- istar hafa tekið sæti í henmd. Þeir 65 þingm-enm í þjóðþing- inu, sem álíta, að „pompidou- isminm“ geti ekki komið í stað gaullismans í Frakklandi, bíða þess í eftirvæmtinigu að sjá, hve lamgt nýi forsetinm hyggst ganga í þessa átt. Finnar juku útflutning inn um 3 0°Jo árið 1968 í FYRSTA sinn síSan 1959 er viðskiptajöfnuður Finna við út- lönd hagstæður. Það stafar af því að á síðasta ári tókst Finn- um að auka útflutning sinn um hvorki m-eira né minna en 30%. Talið er að meginástæðan til þessarar miklu og gleðilegu breytingar hafi verið gengis- lækkunin haustið 1967, er Firnn- ar lækkuðu finnska markið um 23%. Gengislækkunin hafði það í för með sér að finnskar vörur lækkuðu verulega á heimsmark- aðnum. Finnar notuðu þá tæki- færið og hófu mikla söluherferð erlendis fyrir vörur sínar með sameiginlegum aðgerðum út- flytjenda. Afleiðin-garnar voru þær sem að ofan segir. Áður fyrr var Þýzíkaland mik- ilvægasti markaðurinn fyrir finnskar vörur, en nú hefur það breyzt. Nú taka BFTA-löndin við 40% af finnskum útflutnings vörum og er Rretland þar stærsti aðilinn. Finnar hafa sýnt fram á hvern h-ag má hafa af gengislækkun fyrir útflutningsatvinn-ugreinarn ar. En hér verður að fylgja hlut- unum vel eftir og hefja söluher- ferðir, þegar vörurnar lækka á erlenda marikaðnum. Ekki liggja fyrir neinar tölur um hvernig okkur íslendingum hefur gengið í þessuim efnium. Væri fróðlegt að fá um það yfirlit frá opin- berum aðilum hér á landi — ekki sízt vegna þess að við höf- um lækkað gengið tvisvar á þessum tíma og hafa því ís- lenzkar útflutningsvörur lækk- að helmingi meira í verði en fiininsku vörurnar. var á sama tíma í fyrra um 10 millj. kr. Stöðugt fleiri fyr- irtæki leita nú fyrir sér um sölu á framleiðsluvörum sín- um til Færeyja og nú nýlega hafa nokkur fyrirtæki, sem annast innréttingar og hús- gagnasmíði og aðra skylda starfsemi, hafið útflutning á framleiðsluvörum sínum til Færeyja og ennfremur er vax andi útflutningur á umbúð- um til Færeyja, fatnaði, máln ingu og fleiru. Þessi aukna útflutningsstarfsemi ber þess glögg merki, að íslenzkir iðn- rekendur eru staðráðnir í að hagnýta sér þau tækifæri til aukinnar starfsemi, sem geng isbreytingin hefur skapað þeim og er sérstök ástæða til að leggja áherzlu einmitt á Færeyjamarkaðinn, þar sem flutningskostnaður til Fær- eyja er mun minni en til meg inlands Evrópu eða Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.