Morgunblaðið - 06.07.1969, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1.969
hug. Það er engin ástæða
til þess.
— Þú hefur aldrei verið nfikill
hugsuður, Léon. Eftirlitsmenn-
irnir eru ekki ánægðir með
þessa sprengingu. Og það væri
hægast að lauma einhverjum
grunsemdum inn í hausinn á þess
um hlutlausa sendimanni þínum.
Mathieu þagði og fann með
sjálfum sér, að hann hafði ekki
staðið sig sérlega vel. En hann
gat ekki komið fram með neinar
aðrar röksemdir, og smám saman
fylltist hugur hans uppgjöf.
Honum leið eins og dæmdum
manni, sem hefur fengið afsvar
við siðustu náðunarbeiðni sinni.
Nú var hann svo viss um örlög
sín, að það jafnvel dró úr ótta
hans. Hálfdofinn hlustaði hann
á Capelli halda áfram:
— Hver var raunverulega á-
stæðan þín til þess að nota ekki
einn af þínum mönnum?
Mathieu hafði nú engu að tapa
lengur og var búinn að segja
sannleikann áður en hann vissi
af því. — Það er erfitt að ná í
góða menn. ég vildi ekki láta
kála neinum minna manna.
Capelli starði sem snöggvast,
en svo hló hann svo að mag-
inn hristist og hláturinn glumdi
um alla stofuna. Hávaðinn var
nokkra stund að deyja út . . .
— Jæja, ekki vissi ég að þú
værir svona viðkvæmur, Léon.
Capelli stóð upp. skríkjandi.
— Þetta er víst góð ástæða.
Hann gekk þangað sem Mathieu
sat og klappaði honum á öxlina,
vingjamlega. Mathieu stirðnaði
upp og leið illa. Þetta var nokk
uð, sem hann hafði oft séð áður
— einskonar vingjarnlegt handa
band í kveðjuskyni. En einhvern
veginn virtist Capelli ánægður,
og var meira að segja að ganga
til dyra, þótt ótrúlegt væri.
Mathieu flýtti sér að standa upp.
Úti við dyrnar sagði Capelli:
— Ég verð í París einn eða tvo
daga. Kannski getum við borðað
saman hádegisverð áður en ég
fer aftur til Rómar, ha?
Mathieu gat ekki annað gert
en kinka kolli vesældarlega . . .
Hann opnaði dyrnar og hopaði
á hæl.
Capelli stanzaði aftur bros-
andi, og honum var enn vel
skemmt.
— Það er ágætt, sagði hann
aftur. Mjög gott. Vertu ekki með
þennan áhyggjusvip, Léon. Ég
kann bara vel við það, að menn
beri umhyggju fyrir sínum mönn
um.
Hann setti upp Panamahattinn
og einhvern veginn gerði þessi
ljósi hattur hann ennþá óhugn-
anlegri á svipinn. Hann kvaddi
kæruleysislega og gekk niður
stigann, skríkjandi við sjálfan
sig.
Inni í forstofunni stóð Math-
ieu eftir og vissi ekki, hvað
hann átti að h'alda. Það var
aldrei ætlandi á Capelli. Hann
hafði virzt vera í bezta skapi,
alla heimsóknina á enda, en það
þurfti ekki að vera neitt að
marka hjá manni, sem var þekkt
ur að því að skjóta mann niður
í miðri hláturroku. Og Mathieu
fann ennþá hönd hans á öxlinni
á sér, líkasta kveðju böðulsins.
VI.
Án þess að vita um öll þau
öfl, sem voru að saneinast gegn
honum, hélt Tucker í einfeldni
sinni, að hann gæti hjálpað Pont
eitthvað um takmarkaðan tíma
og síðan farið leiðar sinnar,við
hentugleika. Hann hafði ekki
farið neitt í felur með það, hvers
vegna hann var að hjálpa hon-
um.
Hugmyndir hans um verðmæti
höfðu hingað til verið fremur
MAGGI-súpa
eftirlæti góðrar
húsmóður
Allar góðar húsmæður vilja gefa eiginmanni og börnum góðan og
fjölbreyttan mat, en flestar vilja þær losna við tímafreka matseld.
Þess vegna kaupa sífellt fleiri húsmæður MAGGI-súpur
• þvl að þær eru gerðar af ágætustu matreiðslu-
mönnum Evrópu, svissneskum kokkum.
• Þær eru fjöibreytilegar; nú eru á boðstólum
18 mismunandi tegundir.
• Matseldin tekur ekki nema 5 mínútur og er svo
auðveld, að næstum hver sem er á heimilinu
getur eldað þær.
MAGGI-súpur
frá SVISS
eru beztar.
MAGGIr
losaralegar, af því að hann
hafði aldrei haft raunverulegan
tilgang eða kjölfestu. Faðir hans
gat vel hafa verið hetja, en hann
hafði bara aldrei þekkt hann.
Móðir sína mundi hann miklu
betur, eins hóp skyldmenna, sem
hafði litið til með henni í
bernsku hans, og svo loksins þeg
ar hún hvarf ásamt einum
frændanum, varð það til þess,
að Tucker var alinn upp
hjá frænku nokkurri, sem honum
var illa við. Það var þessi hálf-
grama, hálfkærulausa framkoma,
sem bæði Pont og Denise Vey
höfðu tekið eftir í fari hans.
Hann gerði sér það ekki fylli-
lega ljóst, að úr því að Leboeuf
hafði séð samband hans við Pont
og René Robert, þá mundi
óaldarflokkurinn, sem stóð að
baki Korsíkumanninum, fá bend
ingu — og að jafnskjótt, sem
hann yrði fyrir þessum flokki,
væri hann dæmdur maður. Tuck
er hafði lifað erfiðu en skemmti-
legu lífi. Hann hafði ferðazt um
allan heim og þolað erfiðleika í ó
byggðum, villtum löndum. Hann
hafði hitt fanta, og hafði tekizt
sæmilega að standa þeim snún-
ing. En hann hafði aldrei enn
orðið fyrir barðinu á alþjóða-
bófaflokki, sem var rekinn eins
og viðskipti á heimsmælikvarða
með fingur, sem náðu til allra
horna heims, og var auk þess
fullkomlega samvizkulaus. Hann
vissi, að slíkt var til, rétt eins
og leynilögregla var til í öllum
löndum, en hann hafði enga
reynslu fengið af þessu enn, og
þóttist viss um að geta jafnan
bjargað sér sjálfur.
Hann gerði sér engar gyllivon
ir um fólk eins og Laboeuf, en
samt vanmat hann lengd skugg-
ans, sem hann kastaði frá sér,
vegna þess að hann hafði engin
tök á að mæla lengd hans. Þó að
Leboeuf gæti kannski fyllt hann
hryllingi, þóttist hann viss um að
geta forðað sér frá honum.
En í raun og veru var hann
þegar ánetjaður. Hann hafði tal-
að við René Robert og það
nægði. Hættan var að hlaðast
upp allt í kringum hann, líkust
þrýstilofti í holrúmi.
Pont kom þjótandi inn í hótel-
ið, eins og hann kæmi úr mílu-
hlaupi.
— Komdu fljótt! Hann vissi
ekkert hvort Tucker kom á eftir
honum, en flýtti sér út á götuna
aftur, og hann var að stíga upp
í bílinn sinn, þegar Tucker náði
honum. Pont ók af stað, áður
en hinn var almennilega setztur.
— Vertu rólegur, í guðs bæn-
um! Tucker kom sér fyrir í sæt-
inu. Pont smaug gegn um um-
ferðina, án þess að láta sér
skeika.
— Hvað hefur komið fyrir?
Pont svaraði ekki alveg strax.
— Líttu aftur fyrir þig. Atlhug-
aðu hvort verið er að elta
okkur
Tucker hlýddi og leit við.
— Hvernig get ég séð það í
allri þessari umferð? Það elta
okkur allir.
— Gerðu eins og ég segi. Pont
var hörkulegur, en fimu hend-
urniar voru önnum kafnar við
stýri og gírstöng. Og athygli
hans skeikaði ekki andartak.
— Eins og þú þeysir gegn um
GOÐUR
DAGUR
BYRJAR MEÐ
ÁRBÍT Á
ASKI
Neslið fáið þér likfi hjá okkur!
Opnum
kl.6
áixlegis!
ASKUR
r
suðurlandsbraut 14
simi S8550
Hrúturinn, 21. marz — 19. aprií.
Sjálfsagi þinn opnar þér nýjar leiðir.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Reyndu að æfa upp eftirtektargáfu þína.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Það er heldur lítið að gera, og fæstir nenna að taka þátt í
nokkru, sem reynir á þá.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Það er ekki ólíklegt, að tekið vcrði eftir því, hvað þú aðhefst svo
að þú skalt vanda þig eftir föngum.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
í dag er miklu hetra fyryir þig að einbeita þér.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú skalt einbeita þér að þvf, sem þú vilt gera og koma í verk
heima fyrir.
Vogin, 23. september — 22. október.
Reyndu að fá rétta mynd af sjálfum þér. Gerðu eitthvað fyrir
mjög góðan vin.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Leyfðu öðrum að tala, og hafðu hægt um þlg.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Ekkert fer eins og þú vildir, svo að þú skalt bara taka lifinu með
ró.
Steingeitin, 22. desembcr — 19. janúar.
Kannski rennur það upp fyrir þér, að þú ferð fram á dálítið
mikið af fjölskyldunni. Láttu undan síga.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Það er mikið að gera fyrir hádegið, en þú færð frí, er frá liður.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Þvf einfaldara, sem þú vilt hafa lffið þessa dagana, þeim mun
skemmtilegra fyrir þig.