Morgunblaðið - 23.07.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2:3. JÚLÍ 1969
15
Horfinn heimur
Samnium and tlie Samnites. ET
Salmon. Cambridge University
Th.e Penguin Book of Lost
Worlds. I-II. Leonard Cottrell.
Penguin Books 1966. 19 —
Prisoners of the Magdi. Byron
Farwell. Longmans 1967. 50 —
Fjöldi rita um Rómaveldi er
óteljandi, en fá eru þau rit, sem
helguð eru þeim þjóðum s'em
byggðu Ítalíu um það leyti, sem
Rómverjar taka að leggja undir
sig Ítalíutslkagann. Sú þjóð, sem
mesit kvað að á skaganum á þess
um árum, voru Samnítar. Þeirra
er getið í flestum heimildum varð
andi útþenslu Rómar á Ítalíu.
Heimildirnar um sögu Samníta
eru flestallar rómverskar, en í
þessu riti leitast höfundur við
að setja saman sögu Samníta frá
þeirra eigin sjónarmiði. Þetta er
erfitt verk og krefst geysilegr-
ar þekkingar og naerfserni í með
ferð heimilda. Samnítar voru
helztu andstæðingar Rómar á
Ítalíu og um tíma mátti ekki á
milli sjá hver þjóðin yrði hlut-
skarpari. Þjóðin var fjölmenn og
landsvæði það, sem hún byggði
var drjúgur hluti skagans. Styrj
aldir Rómverja og Samníta telj-
ast þrjár, en auk þess áttu þeir
hlut að styrjöldum Pyrrusar og
Rómverja og studdu Hannibal í
annanri púnverstku styrjöldinni
og þeir stóðu að síðustu stórupp
reisninni gegn rómverskum yfir
ráðum. Þrátt fyrir þetta hefur
saga Samnita ekki verið rituð,
nema hváð B. Kaiser hóf að rita
samantekt um Samníta, en lauk
ekki við það (Untersuchungen
zur Geschichte der Samniten I.
1907).
Samnítar eru fyrsit nefndir í
grískum heimildum snemma á
fjórðu öld. Þeir gerast banda-
menn Rómverja 354 og sögu
þeirra lýkur í rómverskum heixn
ildum með blóðbaðinu 82 f. Kr.
Livíus minnist á Samníta í tengsl
um við hetjuöld Rómverja og
þannig eru allar rómversbar
heimildir um Samíta. Ýmsar þess
ara heimilda eru mjög vafasam-
ar. Annála samamtektir æðstu-
prestanna og margvíslegar þjóð
sögur og fabúlur voru uppistað-
an í fornsögu Rómverja. í þess-
um sögum varð hlutur Rómverja
oftast ágætur og kapp lagt á
að glæsa sem mest sögu þeirra á
kostnað þeirra þjóða, sem þeir
áttu í höggi við. Höfundur rek-
ur heimildirnar að sögu Samníta
í fyrsta kafla ritsins, hann styð-
ur sig við og rýnir rómverskar
heimildir og fornminjarannsókn
ir, sem hafa þó hingað til bsett
litlu við þekkingu manna á þess
ari fomu þjóð. Síðan lýsir hann
landsvæði því, sem byggt var
Samníitum, uppruna þjóðarinnar
og menningu, Loks rekur hann
viðskipti Rómverja og Samníta
og gagnkvaem áhrif þeirra hvorra
á aðra. Þessi skrif varpa nýju
ljósi á rómverska sögu einkum
varðandi áhrif Samníta á gang
mála á Ítálíu í fyrstu borgara-
styrjöldinnd. Höfundur sýnir með
þessi riti, að Róm varð ekki reist
á einum degi og þar komu til
hleðslusteinar víða að og þar á
nú eina heildarritið, sem spann
ar sögu þessarar horfnu þjóðar
og styðst höfundur við frum-
heimildir sem sjá má á neðan-
málsgreinum og bóbaskrám.
Cottrell hefur sett saman tutt-
ugu og fjórar bækur, sem fjalla
megiripart um fornminjafræði og
sögu Hann lítur á sig sem túlk
ara fornminjafræðinnar og sögu
skrifara fyrir leikmenn. Þessi út
gáfa er stytt frá bandarísku út-
gáfunni 1962. í þessum tveimur
heftum rekur hanin fornsöguleg
tímabil sjö fórnþjóða í ljósi forn
minjarannsókna. Höfundur vinn-
ur efnið úr ýmsum ritum og gerir
það öllum aðgengilegt. Fjöldi
mynda er prentaður með texta.
Útþynnt fornminjafræði er nú
á dögum mjög vinsælt lestrar-
efni og eru þessi rit af þeirri
tegund. Kostur slíkra bóka er,
að þær verða oft til þess að les-
andinn velur sér skárri bækur
til lestrar eftirá eða þær eru
hentugt afþreyingarlesefni, séu
þær liðlega skrifaðar. Bæk-
|ir þessa höfundar hafa báða þessa
kosti. Höfundur ritar liðlega en
hættir nokkuð til hæpinna sam-
líkinga og dregur stundum vafa-
samar ályktanir af nýlegum fund
um og uppgötvunum, sem enn
hefur ekki verið fyllilega unnið
úr. Hann leggur meiri áherzlu
á það sögulega heldur en sög-
una og með því gerir hann efn-
ið skemmtilegra aflestrar. Mynd-
ir eru eins og áður segir fjöl-
margar og þær auka á gildi bók-
arinnar.
Atburðir þeir, sem gerðust í
Súdan á síðasta fjórðungi 19 ald-
ar endurtaka sig nú á dögum í
andspyrnu að frumkvæði manns,
sem sér sér leik á borði valda.
Uppreisnin tekst og hinn nýi
einræðisherra skapar með stjórn
sinni forsendur fyrir andspyrnu
og uppreisn,, sem hekur hann
frá völdum. Baráttan í Súdan á
þessu tímabili stóð milli herja,
sem voru skipulagðir og vopn-
aðir á evrópskan hátt og villi-
manna vopnuðuim spjótuim, Úrslit
in urðu þau, að spjótmenn sigr
uðu, en það var sjaldgæft á þeim
árum og vöktu því óskipta at-
hygli um al'la Evrópu. Forsend
urnar að þessum atburðum voru
trúarlegar. Spámenn voru ekkj
óalgengt fyrirbrigði meðal mú-
hameðstrúarmanna á þessum ár
um. Og það var einn slíkur sem
hóf hina sigursælu uppreisn í Súd
an gegn erlendum yfirráðum. Nú
á dögum eru úrslit slíkrar baráttu
oft þau, að „hinir frumstæðu"
sigra. En slíkt þóttu mikil firn
í Evrópu og Bandaríkjunum fyr
ir tæpum hundrað árum. Höfund
ur þessarar bókar er Banda-
ríkjamaður, sem hefur ferðazt
víða um Evrópu og Afríku og
sett meðal annars saman bók um
Stanley í Afríku. Hann býr nú
í Svisslandi.
Súdan er stærsta ríkið í Af-
ríku og liggur á takmörkum ara
bíska heimsins og blámanna-
ríkja Afríku. Lega þess og stærð
gæti við fyrstu sýn kveikt þá
skoðun, að forsendur væru fyrir
stórauknum áhrifum ríkisins út
á við en því hamlar slæmur efna
hagur og frumstæð stjórnmála-
barátta innanlands. Landið hef-
ur alltaf verið mjög einangrað
og afskipt, mýraflókar, eyðimerk
ur og myrkviðir einangra landið
frá nágranmalöndunum og því hef
uir þaið laðieiins eiiniu siinmá arði'ð vett
vangur átaka, sem vöktu alþjóða
athygli. Fyrrum var þetta
land einkum þekkt vegna þræla
sölunnar. Súdanskir þrælar voru
eftirsóttir og það mjög snemma
á öldum. Súdan er fyrst getið
2900 f. Kr. í sambandi við þræla
kaup þaðan og svo hefur löng-
um verið, eða allt fram á okkar
daga. Múhameðstrú nær fótfestu
í Súdan á 7. öild og eins og víðar
í Afríku hafa þau trúarbrögð
meira aðdráttarafl heldur en.
kristnin. í Súdan varð trúarofs-
inn meiri en í öðrum múhamm-
eðskum löndum. Þar úði og grúði
af helgum mönnum og spámönn
um og áhugi almennings fyrir
opinberunum slíkra var sívak-
andi.
Mahdi eða frelsarinn var sam
kvæmt hugmyndum múhameðs-
trúarmanna væntanlegur og í Súd
dan væntu menn hans enn frek-
ar en víða annars staðar. Þörf-
in fyrir einn slíkan þar var
brýn. Þessi frelsari var vaxinn
upp úr Nílarleðju, smiðssonur og
taldi faðir hans sig vera afkom-
anda spámannsins, en það var
mikill siður meðal trúbræðra
hans. Fjölskylda hins tilvonandi
frelsara vax af arabískum og nú
bískum ættum, ef til vill eitt-
hvað lituð tyrknesku og eg-
ypsku blóði. Mahdiinn hét fullu
nafni Mohammed Ahmed.
Snemma tók að bera á trúar-
áhuga hjá piltinum og menn
telja að hann hafi kunnað Kór-
aninn utanbókar þegar hann var
níu ára gamall, einnig er sagt
að hann hafi kunnað að rekja
ætt sína til spámaninsins. Atburð
ir ollu því, að hann hraktist í
einsetu og bráðlega tók hjátrúar
fullur lýðurinn að álíta hann
helgan mann.
Skömmu síðar gerðist hann
flælkilnigsmAJinlklutr og aitivilklin (hiafa
hiagaið 'þvií svio áð itieikiiið var að tell|jiai
hann frelsara eða madhi. Það
þurfti ekki annað til, en að dáð-
ur múnkur teldi hann vera slík-
an. Og einmitt um þetta leyti
var full þörf frelsara. Kenning-
ar Mahidians voru á þá leið, að
trúaðir skyldu taka upp ein-
faldlara Mf, sem|jia sffig að IhláitJtium
ðra sinna og forðast erlend áhirif.
Þeir múhameðstrúarmenn, sem
völdin höfðu í Súdan á þessum
árum voru Egyptar og líferni
þeirra var mjög frábrugðið kenn
ingum frelsarans, því voru þeir
engu betri en heiðnir útlending-
ar þótt þeir tryðu á Allah. Bráð
lega glöggvuðust landsmönnum
þessar kenningar og leiddi þetta
tiil átaikia við egypZkar og Ibrtezlk
Framhald á bls. 14
ÞETTA GERÐIST
I MAl 7969
ALÞINGI
93 útlendingum veitt íslenzk ríkis-
borgarréttindi (6).
Samþykkt að viðvörun verði á hverj
um vindlingapakka (7).
Hörð gagnrýni á fréttastofu Sjón-
varpsins (8).
Umræður um verðlagskerfið (8).
Miklar umræður um Fæðingardeild
Landspítalans (9).
Stjórnarfrumvarp um að heimila
Kvennaskólanum að brautskrá stúd-
enta (9).
Miklar umræður um Kísiliðjuna við
Mývatn (14).
Minkafrumvarpið samþykkt í Neðri
deild (14).
Útvarpsumræður frá Akureyri
(lö, 17).
Alþingi slitið, stóð 1 173 daga, tók
253 mál til meðferðar, 86 frumvörp
urðu að lögum (*».
VEÐUR OG FÆRÐ
Hafís fyrir norðan og fyrir Langa-
nesi (4).
Fjallvegir að opnast en aurbleyta
mikil (7).
Siglingaleið ófær fyrir Vestfirði
vegna íss (10).
Firðir á Húnaflóa fullir af ís (11).
Raufarhöfn lokuð vegna íss (11).
Sigling fyrir Langanes ófær vegna
íss (14, 21).
ÚTGERÐIN
Vestfirzkir útgerðarmenn hyggja á
fiskvðfðar við Grænland (3).
Afli Sandgerðisbáta 20 þús. lestir
(14).
Stokkseyrarbátar með metafla (4,
14).
Flogið með glænýja lúðu til Skot-
lands (4).
Vertíðin brást við Breiðafjörð (6).
Togbátar fiska með afbrigðum vel
fyrir Norðurlandi (11).
Stórkostlegur eldneytissparnaður í
bogaranum Narfa (U).
Reykjavíkurborg lætur kanna kaup
á skuttogurum í Kanada (14).
Afli Patreksfjarðarbáta 1000 lestum
minni en 1 fyrra (16).
Rækjuaflinn 1620 lestir við Djúp
(18).
Heildarafli bátaflotans 1. maí 369.
292 lestir. Grind-avík aflahæsta ver-
stöðin, en mestur afli unninn í Vest-
mannaeyjum (18).
Tilraunir gerðar með spærlingsveið
ar hér við land (20, 31).
Frystigeymslur fullar hjá frystihús
um norðanlands (21).
Samkeppni Norðmanna ey*kur erfið
leika á sölu saltsíldar til Finna (23).
Rekstrarhalli á Bæjarútgerð Rvíkur
5,3 millj. kr. (31).
Hraðfrystihús ÚA framleiðsluhæsta
frystihús landsins (31).
Heildarframleiðsla SH 55,3 þús. lest
ir 1968 (31).
FRAMKVÆMDIR
Fljótsdalsbændur hefja skóggræðslu
í sumar (7).
Hótel, kennslustofur og heima-
vist í stórhýsi Kr. Kristjánssonar? (7).
Byggingarkostnaður Kísiliðjunnar
tæpar 140 millj. kr. (8).
Flughjálp h.f. kaupir 4 DC-6B flug-
vélar (11).
Áætlun um miklar framkvæmdir
við hraðbraut Suðurlandsvegar (11).
Rannsóknir vegna virkjunarfram-
kvæmda við Þ*órisvatn (14).
Nýtt Landsbankahús reist á Eski-
firði (15).
Stækkun álbræðslunnar hraðað (17)
íslenzkt byggingarfyrirtækl leitar
verkefna í Stokkhólmi og Venesúela
(23).
Flogið með íslenzkar iðnvörur til
Færeyja (24).
Knattspyrnumélagið Þróttur vígir
nýtt íþróttasvæði (31).
FÉLAGSMÁL
Jón Sigurðsson endurkjörinn for-
maður Sjómannafélags Reykjavíkur
(1).
Dagheimili fyrir aldraða opnað í
Tónabæ (1).
Þóra Einarsdóttir endurkjörin for-
maður Verndar (1).
Hlutafélag ÍSAL aukið um helming
í 1,2 milljarða króna (1).
Þrír flugstjórar segja upp starfi
vegna ágreinings við flugfélögin (3).
111 brautskráðir frá verzlunardeild
Verzlunarskólans (4).
Verkfalls- og verkbannsaðgerðir
halda áfram (4).
Hjálmar Ólafsson endurkjörinn for
maður Sambands sveitarfélaga í
Reykjaneskjördæmi (6).
Iðnrekendur og Iðja aflýsa verkföll
um og verkbönnum (6).
Guðmundur Karl Pétursson endur-
kjörinn formaður Skógræktarfélags
Eyfirðinga (7).
Flugbjörgunarsveitin á Akureyri í
endurbættu húsnæði (7).
18 framreiðslumenn og 13 mat-
reiðslumenn brautskráðir (8).
Matthías Johannesson kosinn for-
maður Félags ísl. rithöfunda (9).
Varpbændur hyggjast stofna lands
samtök (9).
Leifur Svelnsson endurkjörinn for-
maður Húseigendafélags Reykjavíkur
(10).
Starfrækslu barnaskóla 1 Miðbæjar
skólanum hætt (10).
Miklar deilur í Tunguhreppi á Hér
aði (10, 14, 18).
Óskar Jóhannsson kjörinn formað-
ur Félags matvörukaupmanna (11).
17 ljúka prófi frá framhaldsdeild
Lögregluskólans 11).
20 ljúka farmannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum (15).
Ferðamálaráðstefna haldin í Reyni-
hlíð við Mývatn (18).
Vinnufriður. Atvinnurekendur og
verkalýðsfélögin semja (20).
Reykjavíkurborg greiðir 3 millj. kr.
til íþróttavallanna á ári (20).
Úlfur Ragnarsson, læknir, kosinn for
seti Sálarrannsóknarfélags íslands (21)
Deilur vegna takmarkana fjölda
læknanema (21, 22, og 24).
Samið við flugvirkja og flugmenn
(24).
Ný stjórnmálasamtök, Samtök
frjálslyndra, stofnuð í Reykjavík. For
maður Bjarni Guðnason, prófessor
(30).
Bjarni Bjarnason endurkjörinn for
maður Krabbameinsfélags íslands (30>)
44,6 millj. kr. hagnaður af rekstri
Eimskipafélagsins sl. ár. Aðalfundur
félagsins haldinn (30, 31).
Útgjaldaaukning Reykjavíkurborgar
vegna launahækkana 30 millj. kr. (30).
Þing Landssambands fatlaðra hald-
ið í Reykjavík (31).
MENN OG MÁLEFNI
Tveir danskir fyrirlesarar á prent-
aranámskeiði í Norræna húsinu (1).
María Baldursdóttir kjörin fegurð-
ardrottning íslands 1969 (3).
Kristjáni Hallgrímssyni, lyfsala á
Seyðisfirði veitt lyfsöluleyfi í Vest-
mannaeyjum (3).
STEF reisir Jóni Leifs minnisvarða
(4).
Ungur íslendingur á sundi 1 19
klst. í sjónum út af Mexico (4).
Betty Ambatielos, gift grískum út-
laga, heldur hér fyrirlestur (8).
Þrír drengir bjarga hjónum frá
drukknun í Þingvallavatni (13).
Yfir 30 manns á Vatnajökli til vís-
indastarfa og þjálfunar björgunarsveit
ar (14).
Dr. Jón Helgason heiðursdoktor við
háskólann í Lundi (15).
Prófessor Magnús Már Lárusson
kjörinn rektor Háskóla íslands (15).
Tveir bændur í Grundafirði deila
um hrognkelsaveiði (15, 17).
Mál höfðað gegn 9 forráðamönnum
næturklúbba (17).
Árni Kristinsson ver doktorsritgerð
við læknadeild Lundúnaháskóla (18).
Benedikt Gröndal lætur af ritstjórn
Alþýðublaðsins (20).
Sheila Scott kemur hér við í Atlants
hafsflugi (24).
Poul-Henri Spaak í heimsókn í
Reykjavík (28).
Arnór Valgeirsson ráðinn fram-
kvæmdastjóri Dráttarvéla h.f. (29).
Drengjakór frá Grimsby í heimsókn
(30).
Teiknisamkeppni skólabarna um
fegrun borgarinnar (31).
BÆKUR OG LISTIR
Skagfirðingabók III komin út (4).
Árbók Ferðafélagsins 1969 um Suður
Þingeyjarsýslu (4).
Anna, ný skáldsaga eftir Guðberg
Bergsson (6).
Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníu-
hljómsveitin halda tónleika í Laugar
dalshöllinni (8).
Ný bók, Vínlandspunktar, eftir Hall
dór Laxness kemur úr (9).
Gunnar Hjaltason heldur málverka
sýningu í Hafnarfirði (9).
Helgleikurinn „Bartímeus blindi",
eftir dr. Jakob Jónsson, sýndur í Há
teigskirkju (10).
Eimreiðin efnir til smásagnakeppni
í tilefni af 75 ára afmæli tímaritsins
(13).
Karlakórinn Vísir í söngför til Suð-
urlands (14, 18).
Nýr skólamars eftir Karl ó. Runólfs
son frumfluttur á tónleikum bama-
og unglingalúðrasveita Reykjavíkur
(17) .
Helgi Guðmundsson heldur mál-
verkasýningu í Reykjavík (17).
Sveinn Björnsson heldur málverka
sýningu í Hafnarfirði (17).
Verk Gunnars Gunnarssonar, rit-
höfundar, sýnd í Landsbókasafninu
(18) .
Gamlir stúdentar ákveða að gefa
Menntaskólanum í Reykjavík „And
lit sólar“ eftir Ásmund Sveinsson (20).
Bréf frá íslandi, eftir W. H. Auden
í endurútgáfu (23).
Pétur Friðrik heldur málverkasýn-
ingu (24).
Musica Nova heldur tónleika í Nor
ræna húsinu (31).
SLYSFARIR OG SKAÐAR
Brunatjón á Hallveigu Fróðadóttur
metið á 1,5 millj. kr. (6).
Karl Jóhannsson sjómaður á fimm
tugsaldri, drukknar í Vestmannaeyja
höfn (9).
Eldur í húsi Marteins Einarssonar,
Laugavegi 31 (14).
Mikil eyðilegging í Heiðmörk af
eldi (17).
Skemmdir að Brekku við VatnsveitU
veg í eldi (17).
Ægir Jónsson, Hafnarfiröi, skip-
verji á togaanum Maí drukknar (22).
Eitt elzta húsið í Hnífsdal brennur
(23).
12 ára drengur grefst undir moldar-
barði í Skerjafirði og bíður bana (24).
íslenzkur námsmaður, Einar Sverr
isson, ferst í bílslysi í Þýzkalandi (28)*