Morgunblaðið - 25.07.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.1969, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1969 Nieljohníus dlafsson — Kveðja Fæddur 21. des. 1890 Dáinn 20. júlí 1969 NU ER NILLI okkar horfinn. Ástvinir hans og ótal vinir eiga að baki að sjá sérstæðum per- sónuleika, sem var öllum kær. Borgarlifið okkar ber ekki sama svip og meðan hann var meðal okkar, en eftir lifir minningin um góðan dreng, síglaðan og ljúfan. Sem innfæddir Reykvíkingar teljum við okkur hafa þekkt Nilla allt okkar tíf, en náin kynni okkar tókust, er við hóf- um samstarf hjá h.f. Kol & Salt fyrir réttum 30 árum. Það sam- starf hélzt allt til dauðadags Nilla og er gott til þess að hugsa að á það féll aldrei skuggi. Nilli var öllum öðrum nátengd ari kolaverzlun Reykvíkinga. Árið 1905, þá 15 ára að aldri, hóf hann sendilsstörf hjá félaginu Timbur- og kolaverzhin Reykja- vikur, Sem þá var í norskri eign. Þegar Björn heitinn Guðmunds- son stofnaðí verzlunina „Timbur og köl‘*j réðst Nilli þangað, og þegar Hf. Kol & Salt var stotfn- að árið 1915, með því að keypt var verzlun Bjöms Guðmunds- sonar af ekkju hans, var efckert sjálfsagðara en að Nilli fylgdi þeirri þróun. Nilli var sem sé jafn gamall starfsmaður fyrirtaekinu Kol & Salt, og lifði og setti svip á alla þess sögu. Fyrstu árin annaðist hann dreifingu kola, en 1921 tók hann við sölumannsstarfi. Meðan kol voru nauðsynja- t Faðir ofckar, Jón Þorvarðsson, kaupmaður, Öldugötu 26, andaðist í Landakotsspita’a 23. þ.m. Börnia. t Sigurbjörg Steingrímsdóttir, frá Svalbarðseyri, Laugavegi 74, Reykjavík, andaðist aðfarauTvótt 20. jútí. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju laugardaginn 26. jútí kl. 10.30. Bjamey Steingrímsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir. t Eiginkona mín, Ingibjörg ólafsdóttir frá Kolbeinsá, Sólvallagötu 43, Reykjavík, andaðist sunnudaginin 20. júlí að Eltíheimilinru Grund. Jarðsett verður fra Fossvogs- kirkju mánudaginm 28. júlí kl 10.30. Jón Jónsson. t Jarðarför Kristins Ólsen, sem fórst af slysförum laugar- daginn 19. júlí sL, hefur íar- íð fram. Aðstandendur. Ivara allra heimila í Reykjavík, er vart ofsögum sagt, að Nilli sem sölumaður Kol & Salt, þekkti hvert mannsbarn í borg- inni. og nöfnin Nilli og Kol & Salt stóðu í hugum fólks í órjúf- anlegum tengslum. Hjá félaginsu urðu mörg starfs mannaskipti á langri leið, en Nilli var alltaf á sama stað og sjálfum sér samkvæmur. Við minnumst þess, að skömmu eft- ir að við hófum störf hjá Kol & Salt, þá var félagið 25 ára og Nilli átti þar með 25 ára starfs- afmæli, þá ávarpaði hann m.a. okkur í smellinni ræðu, sem hann hélt í hófi, er haldið var af þessu tilefni. Er hann hafði árnað okkur, tiltölulega ungum mönnum þá, heilla í starfi, bætti hann því við, að hins vegar væri það honum engin ofraun að hrista af sér þessa nýju for- stjóra, einsJ og hann hefði svo oft gert áður með fyrirrennara þeirra. Að vissu leyti gerði hann þetta líka, því síðustu tæp 2 árin í lífi hans, var hann eini starfsimaður fyrirtækisins Kol & Salt. Þannig vildi til ,að öll persónu leg merkistímamót í ævi Nilla voru jafmhliða merkisáfangar í starfsferli hans hjá Kol & Salt og í sögu þess félags. Sjálfur var hann fæddur á réttum tug, árið 1890. Starfið hjá Kol & Salt hóf hann 1915, þá 25 ára að aldri, en sama ár kvæntist hann eláku- legri kðnu, og lifði að halda há- tíðlegt gullbrúðkaup þeirra ár- ið 1965, en á því ári varð hann 75 ára og átti 50 ára starfsaf- afmæli hjá Kol & Saít. Við teljum það lán í lífi okk- t Hjartans þatokir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og wðarför Guðrúnar Ó. Sigurðardóttur, Brekkustíg 7. Sólveig Axdsdóttir. t Hjartans þakkir til állra, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð við andiát og jarðarför Jóns Kristjánssonar, Hvanneyrarbraut 25C, SiglufirðL Sérstaklega viljuim við þakka læknum og hjúkrunar,:ði sjúkrahú.9s SigVuf j irðar fyrir frábæra hjúkrun og umörmun. Einnig þökkum við Ingvari Jónassyni, kvartett Tónlista- skólans í Reykjavik og karla- kómum Vísi fyrir ógleyman- lega áðstoð. Guð blessi ykkur öIL Anna Sigmundsdóttir og börn hins látna. ar að hafa átt svo löng og náin kynni af Nilla. Hjá honum fóru saman óvenju létt skaphöfn og samvizkusemi, dugnaður .og ráð vendni, eins og þeir eiginleikar gerast beztir af gamla skólanum. Við höfum misst góðan vin; trúan og dyggan starfsmann, en unnum honum hvíldar eftir langa og merka ævL Nilla mun lengi minnzt, en við vottum ástvinum hans samúð við fráfall hans og biðjum guð að blessa niðja hans. Ásgeir Jónsson Geir Borg HVAÐ datt mér fyrst í hug, er ég frétti lát Nilla? En undir því nafni var hann bezt þekktur, enda nafnið geðfellt og látlaust, eins og maðurinn sjállfur. Það fyrsta sem kom í huga minn, var tryggðin og trú- mennskan. Þessir kostir voru svo áberandi í fari Nilla, að þeir gátu ekki farið fram hjá nein- um, sem kynntist honum. Augljós sönnun þessara kosta hans, var t.d. það, að hann vann hjá sama fyrirtæki, þótt það breytti um nafn og eigendur, frá þvi að hann var drengur og allt til dauðadags. Hann fæddist í Vesturbænum og átti heima í Vesturbænum alla ævi. Hann bjó svo að segja allan sinn bú- sfcap á Vesturgötu 26 C, með sinni ágætu eiginkonu, Ólötfu Sigurðardóttur, sem hann missti fyrir réttum 2 árum. Hann var starfandi félagi í Karlaikór Reykjavíkur frá stofnun hans og þar til hann sjálfur taldi rödd sína ekki lengur hæfa þeim góða kór. En meðan Nilli starf- aði í kómum, var hann talinn með beztu kröftum hans. Hann var kjörinn heiðursfélagi karla- kórsins og sömuleiðis vaT hann heiðursfélagi Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Sýn- ir þetta að Nilli var félagslynd- ur og vel metinn í þeim félögum sem hann gerðist félagi í. Hann var að sjálfsögðu sjálfkjörinn félagi í Reykjavífcurfélaginu, enda var hann einlægur Reyk- víkingur og Vesturbæingur, og manna fróðastur um æskustöðv- ar sínar, sem hann unni heilum hug. Nilli og Vesturbærinn voru eiginlega óaðskiljanlegir. Það er því auðskilið að Vesturbæn- um er mikill sjónarsviptir að Nilla og Lóu á Vesturgötu 26 C og mun þó mestur sjónarsviptir imi þeim, sem þekktu þau bezt. Þessi glaðlyndu og el.dkulegu hjón, setja nú efcki lengur svip sinn á Vesturbæinn og Vestur- gata 26 C hljómar ekki lengur af glaðværð þeirra og frábærri gest í Systir okkar, ' Guðrún Zoega, BólstaðarhJið 50, lézt í gser. Systkinin. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför Sæniundar Eggertssonar, Hringbraut 103. Þuríður Þórðardóttir, Sveinn Sæmnndsson, Auffur Sæmundsdóttir, Eggert Sæmutidsson. risni. Þar leið öllum vel í návist ágætra húsbænda, barna þeirra og bamabarna, þegar svo bar undir, en að sjálfsögðu lifðu Lóa og Nilli fyrst og fremst fyrir af- komendur sína. Þó að mér dytti fyrst í hug tryggðin og trúmennslkan, þegar ég minnist Nilla, þá finnst mér hann, auk þessara ágætu kosta, hafa verið prýddur flestum þeim kostum, sem prýða megi góðan dreng. Mér er því ánægja að geta sagt með sanni, að ég og fjölskvlda mín, höfum alltaf metið mikils vináttu Nilla, og verið þakklát fyrir að hafa átt hann fyrir vin frá fyrstu kynn- um fyri-r 37 árum síðan. Lífið hefir sína töfra og Nilli hafði sína töfra. Hann tók þátt í gleði og sorg annarra, með sinni einlægni og innileik. Hann Framhald á bls. 16 Georg Kjartan Hannes son — Minning Fæddur 8. apríl 1946. Dáinn 19. júlí 1969. f dag' verður til moldar borinn Georg Kjartan Hannesson, skrif stofumaður, Hraunbæ 130. Hanm var fæddur 8. apríl 1946, en foreldrar hans eru hjónin Jón ína Halldórsdóttir og Hannes Ingibergsson, íþróttakennari, Hjarðanhaga 60. Hanm var þvi aðeins 23ja ára, er hann lézt af slysförum 19. þ.m. Að námi loknú stumdaði Kjart- an ýmis störf, en hóf störf við tryggingamál fyrir liðlega fjór- um árum, þar af starfaði hann hjá Tryggingamiðstöðinni h.f. síð aistliðdn þrjú ár. Fyrir rúmu ári kvæntist Kjart an Jóhönnu B. Jónsdóttur og eignuðust þau einn son, sem nú er nokkurra mánaða gamall. Kjartan starfaði mikið að fé- lagsmálum og var meðal annars mjög virkur meðlimur í Knatt- spyrniufélagi Reykjavíkur. Kjartan var einstaklega hjálp- fús og bóngóður og ætíð reiðu- búinm að veita öðrum aðstoð eftir tölulaust. Hann var vinsæll meðal sam- starfsmamna sinmia, sem bjuggust við að sjá hann aftur að lokniu sumarleyfi, hressan og glaðvær- an að vanda. Fréttin um hið svip lega andlát þessa lífsglaða manns kom sem reiðarslag yfir okkur öll. Fráfall hans er mikið áfall fyrir okkur, en að sjálfsögðu er harmur eftirlifandi eiginkonu enn meiri. Við vottum eiginkonu, barni og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og vomumst til, að þau hafi styrk til að mæta þessum ó- vænta atburði. Samstarfsfólk. í dag verður gerð útför Georgs Kjartans Hannessonar, sem lézt af slysförum laugardaginn 19. júlí s.l., aðeins 23 ára að aldri. Það er öllum þungbær raun að sjá á bak ungum, gjörvulegum manni í upphafi lífsstarfs hans, en sárastur er hanmur unigrar eiginkorm, sonar og foreldra. Hin ir fjölmörgu vinir Kjartans ur9u hljóðir við, er þeir spurðu lát hans. Þeir kveðja hann nú með hlýhug og þakklæti og hann mun lifa i minningu þeirra, sem góðtrr vinur og félagi. Georg Kjartan var fæddur 8. apríl 1946, sonur Hannesar Ingi- bergssonar íþ rótt a keonara og konu hans Jóníniu Halldórsdótt ur. Hann kvæntist fyrir rúmu ári Jóhönnu B. Jónsdóttur, og eignuðust þau son s.l. vetur. Snemma hneigðist hugur Kjart- ans að íþróttum og gekk hann í K.R., þegar hann hafði aldur til. Hann lagði mikla rækt við knattspymu og æfði og keppti með félagi sínu til dauðadags, en einnig stundaði hanm handknatt- leik og körfuknattleik. Kjartan bar hag K.R. mjög fyrir brjósti og var ávallt reiðubúinn til að vinna félagi sínu sem bezt gagn, bæði utan leikvallar og i nnan Hann var jafnan með fyrstu mönnium til liðsinnis, þegar K.R. ingar þurftu að sameinast um stór verkefni eða framkvæmdir og er skemmzt að mionast hins mikla starfs hans í þágu félags- ins við útbreiðslu og dreifingu íslenzkra getrauna, svo og við byggingu hins nýja íþróttahúss. Við knattspyrmimenn í K.R. höf um við lát Kjartans misst einm af beztu og dugmestu félögum okkar og við minnumst hans nú með þakklæti og virðingu. Megi minning Kjartans verða okkur leiðarmerki í áfrarmhaldandi starfi og leik fyrir K.R. Stjórn KR. Okkur setti hljóða síðastliðirun laugardag þegar Tið fréttum að Kjartan væri dáinm, þessi lífs- glaði dugmikli unigi maður, sem við höfðum verið svo lánsamir að eiga að vini og félaga frá barnæsku. Kjartan sem alltaf hafði verið okkar framtakssamastur og dug- legastur. Harm hafði á sinni stuttu ævi komið sér upp íbúð og eignast fagurt heimili með ást kæriri eiginkoniu sinmi og bami og björt framtíðin blasti við, em nú er hann horfinm. En minning- in um góðan dreng mum lifa i hug um okkar allra sem kynntumst honum. Með þessum fátæklegu líniu'm þökkum við fyrir allar okkar ó- gleymanlegu samverustundir, sem því miður urðu færri en nokkum óraði fyrir og biðjum við Guð að blessa eiginkoniu hans, son, foreldra og aðra ástvini og veita þeim styrk í hinni þungu sorg. Guffmundur og Victor. Sól er gengin til viðar hjá ungum manni, sem átti svo marga hluti ógerða vegna lífsorku sinn ar og trúar á mönmum og mál- efnum. Verður þeim er hornun kynmit- ust litið til baka og endurminm- ingin verður glögg. En nú er hann horfinn, sem átti svo stóran þátt í þeim mimningum, Georg Kjartan Hannesson. Engum, er til hans þekkti gat dulizt, að venjuleg lognmolla var ekki að hans skapL Djarfur í hugsun og framkvæmd. Hlutverk þitt í hópi okkar fé- laganna í K.R. verður vandfyllt. Hjálpsemi, ákafi og glaðværð, að engir, er með þér voru gátu hjá setið. Þessar línur eru fátæklegar 1 harmi þeim, er kona hans, bam, foreldrar og systkini búa við. Em kynmi af góðum dnemg er von- andi einhver huggun hanmi gegn. Við vottum þeim samúð okkar og þökkum þér, Kjartan, góð kynni og sfcemmtileg. Heimir og Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.