Morgunblaðið - 31.07.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.1969, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1060 - MINNING Framhald af bls. 18 kveðjum góðan dreng með þökk í huga og biðjum honum, eigin- konu hans og aðstandendum hans ble9sunar. Páll V. Daníelsson. Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindurinn blæs á hann er hann horfinn. Sálmarnir 103, 15—16. Mönnum er ávallt kveðinn harmur að láti góðs vinar og skiptir þá sjaldan miklu um ald- ur, aðstæður eða aðdraganda. Aldrei verður þó erfiðara að koma auga á nokkrar þær stað- reyndir, er verða mættu til styrks eða fróunar, en þegar lífs glaður atorkumaður er hrifinn burt á miðjum aldri úr hamingju sömu hjónabandi fyrirvaralaust. Kvaddur er í dag Bjarni Árna son, útgerðarmaður, til heimilis að Austurgötu 7, Hafnarfirði. Bjarni var fæddur 7. júli, 1912 á Eyrarbakka, sonux hjónanna Kristínar Halldórsdóttur, sem hann missti á unga aldri, og Áma Helgasonar, skipstjóra, sem enn býr á Eyrarbakka, og var Bjarni næst elztur af 7 börnum þeirra hjóna. Snemma snerist hugur Bjarna að sjónum, og var hann ungur að árum er hann hóf sjósókn með föður sínum. Hann lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum rúmlega tvítug- ur og var síðan skipstjóri á ýms- um skipum, par til hann stofn- aði útgerðarfélagið Ása h.f. á- samt mágum sínum, þar sem hann hefur starfað síðastliðin 15 ár með miklum áhuga og dugnaði að stjórn félagsins. Bjarni kvæntist árið 1939 eftirlifandi konu sinni, Sigur- laugu Auðunsdóttur, sem var ætíð manni sínum sú trausta stoð og ástúðlegi förunautur sem góð eiginkona er jafnan manni sín- um, og heimilið sem þau bjuggu hvort öðru var ávallt mótað af glaðværð, tillitssemi og hlýju. Þau hjónin áttu eina kjördótt- ur, Öglu, sem nú er gift Erni Agnarssyni, rennismið, og eiga þau tvo drengi, sem ætið hafa verið mikið hændir að afa sín- um, enda var Bjarni barngóður mjög, sem og ég hef mikla og góða reynslu af, þar sem við bræðurnir höfum alizt upp í sama húsi og þau hjónin hafa búið í alla tíð. Ég mun ætíð varðveita minn- inguna um þær mörgu ánægju- legu stundir, sem ég hef átt með honum og á hans heimili. Bjarni var prýðilega starfhæf ur maður, áhugasamur og ósér- hlífinn, trúr og réttsýnn. Hann vildi hverjum manni vel, enda var hann ráðhollur mjög, og fús til að greiða úr erfiðleikum þeirra, er til hana leituðu. Hann var bókhneigður og leitandi mað ur og tamdi sér fagrar dyggðir. Hann var mjög dagfarsgóður, ætíð glaður og alúðlegur i við- móti, svo öllum, sem honum kynntust, hlaut að vera hlýtt til hans. Það er mikill harmur er slíkur maður fellur frá. Vinir hans og skyldmenni munu sakna hans mjög, en sárast ur er þó söknuðurinn hjá eigin- konu, dóttur, tengdasyni og drengjunum ungu. En hannaléttir eru þó hinar fögru og ljúfu minningar er hann lætur eftir sig í hugum ástvina og samtíðarmanna sinna. Við munum geyma minninguna um góðan dreng og einlægan vin í hjörtum okkar. Jón Vignir Karlsson. Áttir kosta ágætt val, á það skulum minna. Greiddi oft þitt gæðatal, götu okkar hinna. Flest af hendi fór til hróðs. Fyrir skapið prúða, allar götur gekkst til góðs, gegnum lífsins úða. Nú er fyrir skildi skarð, skörp má trúin þéna, ýmsir bera aldrei barr, eftir missi vina. Veraldar að vanagang, vinir hverfa héðan. Finnum síðar ferðalang, Farðu — sæll á meðan. Pétur. Guðný Soffía Valen- tínusdóttir — Minning Fædd 20. október 1935 Dáin: 24. júlí 1969. ENN einu sinni hefur maðurinn með ljáinn höggvið á lifsistreng ungrar koniu og móður í blórna lífsins, og alltaf er maður jafn óviðbúinn dauðanum og orðvana ekki sízt þegar ungt fólk er kall að í burt svo snögglega og manni verður á að spyrja, hvers vegna? Þessi fátæklegu orð eiga ekki að vera upprifjun á ævi frænku minnar, heldur kveðja og þak'kir fyrir hinar mörgu ánægjustund- ir, sem við áttum saman. Guðný var falleg kona, glöð og kát og' bar með sér hressandi blæ i bæinn þegar hún kom í heimsókn. Það var líka gott að koma til hennar, gestrisnin var henni í blóð borin. Og á þeim stundum sem fjöl- skyldan safnaðist saman, þá var gítai inn tekinn fram og spilað og sungið af innstu hjartans gleði, því söngur og hljómlist átti hug hennar allan. En nú er „söngurinn hljóður og horfinn" en hljómur minning- anna ómar í hugum ofekar, sem söknum hennar innilega. Ég og fjölakylda min sendum eiginmanni, börnum og foreldr- um, okkar dýpstu samúðar kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. I. V. Fædd 20. okt. 1935 Dáin 24. júlí 1969 HVAÐ datt mér fyrsit í hug er ég frétti um lát vinkonu okkar, hennar Ninný, en það var hún venjulega kölluð af vinum sín- um. Það fyrsta sem kom í huga minn, var tiryggðin og traustið, sem hún átti í svo ríkum mæli, og sem er það bezta, sem hver og einn getjir eignazt í veganesti á lifsleiðinni. Þessum eiginleik- um miðlaði hún öllum þeim, er Framhald á bls. 8 Hljóðlega kveðja, eiginkonu unga — ástvinír börn, og vinurinn þinn góði. Syrtir í lotfti, sorgin lamar þunga svefnvana augu döggvast táraflóði. Láttu nú drottinn ljós í myrkri Skína leiftrandi Skær, á sorgargesti þína. Hún sem að öllum yndi og gleði veitti allsstaðar rósir spruttu á hennar vegi. Kraftanna æ, í kærleiiksþágu neytti. Klökkur ég stari, og höfuð mitt ég beygi. Brostinn er strengur, þögul röddin þíða þú munt ei lengur glaða hópinn prýða. Gott var að hlíða gamansöngvum þínum glatt var svo oift á hjalla á vetrarkvöldum. Hátt ber þinn sikerf í minningunum mínum mynd þín er geymd á okkar hugartjöldum. Hvers vegna er svo kalt á júlídegi hvers vegna sést ei framar ljós á vegi. Þökk vil ég færa, fyrir ágæt kynni fellið ei tár, en geymið mynd í sjóði. Börmmum smáu fylgi úti og inni algæzkuhöndin mild, og vermi í ljóði. Veit ég þinn andi vakir hópnum yfir vermir og styður, það sem eftir lifir. XX—o. Fædd: 20. 10. 1935 — Dáin: 24. 7. 1969. Nú ertu gengin Guðný, guðs á vegum, við grátum þig, en reynurn samt að sikilja, að líf og dauði lýtur drottins vilja, við ljós hans sjáum, þó að sárt við treguim. Ó mildi drottinn, gefðu af mætti þínum, — þin miskunn nær til allra lífsins heima — Að börnin megi minninguna geyma um móður sína djúpt í huga sínum. Hvert líf er geislli af guðdómskrafti þínum, sem glatast ei, en lifir eilíflega nú hverfur þú til hinna hærri vega, til hans er býr þér stað í bústað sínum. Nú ertu kæra vina, kvödd í hinzta sinni af kærum manni, börnum, föður, móður, ó, milda þeirra sorg, þú guð minn góður og gef þeim kraft og styrk af misrkunn þinni. J. L. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 halda jafnvægi á símavír unum og jafnvel flogið um, alveg eins og fugl- arnir. Og Gulla æfði sig og æfði. Loks gat hún haldið jafnvægi á steinveggnum umhverfis svínastíuna. Næsta stig var að læra að halda jafnvægi á bandi — seinna myndi hún svo reyna fimi sína á síma- vírunum. Gulla tók nú snærisspotta, sem hún fann og batt spottann við tvær flöskur. Síðan færði hún flöskurnar í sundur, svo að það strekktist á bandinu. Nú var hún til búin. Hún steig varlega upp á bandið — og svo var hún upptekin við þennan leik sinn, að hún tók ekki eftir því, að flöskurnar ultu um koll og bandið lá á jörðinni, þegar hún gekk eftir því. Matti geithafur kom að i þessu. Hann snarstanz- aði, horfði á Gullu og spurði: „Hvað í ós'köpun- um ertu að gera?“ Gulla útskýrði fyrir honum, að hún væri að æfa sig í að ganga á bandi og að hún teldi að með nægri æfingu gæti hún gengið á símavírun- um og eftir það gæti hún flogið. „Flogið?“ endurtók Matti. „Heyrðu, ég skal kenna þér að fljúga. Ef þú vilt binda gamla sessu á afturendann á þér og og síðan stilla þér upp á steinvegginn þarna með regnhlíf í hendi akal ég kenna þér að fljúga“. Gulla samþykkti það. Hún sótti gamla sessu og batt hana á sig. Því næst fór hún upp á vegginn með regnhlífina og sneri baki í Matta. Matti tók tilhlaup og — BUMS — hann stang- aði Gullu beint á sessuna" svo að hún þaut hátt upp í loftið og sveif í stórum boga. Hún hélt fast í regnhli fina og sveif því rólega niður aftur, og þegar Matti kom og spurði hana hvort henni hefði ekki þótt gaman að fljúga. flýtti hún sér að segja já. En hún hafði ek'ki séð neitt meðan hún flaug. því hún var svo hrædd að hún lok- aði augunum. Og hún sagði nei takk, þegar Matti spurði hvort hún vildi fara aðra ferð. Undarleg skrúfa Smiðurinn var að leita að hæfi- legri akrúfu í kassanum sínum. Þá kom hann auga á dálítið, og varð furðu lost- inn. „Ég er svo aldeilis hissa", sagði hann. „Þessa sikrúfu ætla ég að geyma, hún er án efa stórverð- mæt“. Hvað sá smið- urinn athugavert við eina skrúf- una? V) !\ % % SKRYTLUR Móðirin: „Þetta er Ijótt að sjá, Árni, þú ert búinn með allar kökurn- ar, og ég leyfði þér aðeins að fá eina“. Árni: „Já. en ég vissi ekki við hverja þeirra bú áttir, þess vegna át ég þær allar. Þá var ég viss um að ég náði í þá réttu ' Presturinn: „Hvers- vegna tekur þú ekki ofan hattinn eins og aðrir?“ Péfur: „Ef presturinn hefur nokkra ánægju if því. þá er svo sem ve'- komið, að ég fari bæði ú:• vestinu óg jakkanum" Villta vcstrið HINIR ólíku Indíána- þjóðflokkar Norður-Am eríku töluðu ólik tungu- mál. Á sameiginlegum mannamótum urðu þeir því að nota aðrar leiðir en málið til þess að gera sig skiljanlega hver við annan. Merkjamál varð fljótlega útbreytt. Það var einkum notað af flökku-Indíánum. En þeir ferðuðust víða og þurftu á málinu að halda. Hér á eftir fara 4 merki sem Indiánarnir notuðu og þið getið not að næst, þegar þið farið Indíánaleik: (A) Matur: Fingrum hægri handar er haldið saman og þeir sdðan hreyfðir fram og aftur fyrir framan munninn, líkt og verið sé að stinga einhverju upp í sig. (B) Fangi: Hnefar krepptir og handleggir krosislagðir, líkt og mað ur væri bundinn. (C) Verzlun: Hnefar krepptir, nema vísifing- urnir, handleggir kross- lagðir á brjósti. (D) Vinur: Vísifingri og löngutöng hægri hand ar er haldið upp við andlitið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.