Morgunblaðið - 09.08.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1960
Loksins lét Khayar Undan, en
áminnti þá um að fara varlega.
hver sá, sem væri nægilega
vitlaus til að treysta Gass svona
vel, átti ekki betra skilið en
dauðann. Hann rétti höndina
gegn um grindina og var enn
að hrista Pont meðan hann lét
þessa áminningu frá sér fara.
Pont fann litla hlutinn, sem
Khayar hafði í lófanum og rétti
honum, og stakk honum í vasa
sinn um leið og hann sneri við
og fylgdi Hocine áleiðis að hús-
inu. Gass og Tucker sátu saman
með glös fyrir framan sig, þeg-
ar hann kom inn. Hann leit á þá
og hugsaði með sér, að líklega
hefði Khayar á réttu að standa,
en vissi hins vegar, að nú voru
hann og Tucker lagðir upp í
ferð, þaðan sem ekki varð aftur
snúið. Án þess að spyrja Gass
leyfis, hellti hann koníaki í glas.
— Þetta er allt í lagi, sagði
hann. — Khayar leizt nú ekki
á það, en nú erum við Keith
í yðar höndum. Og var það ekki
það, sem þér vilduð?
— Það er að minnsta kosti
nauðsynlegt, hr. Pont. Vilduð
þér vera svo vænn að snúa við
vösunum yðar?
Pont starði á hann og stillti
löngunina, sem hann fann, til að
skvetta úr glasinu í skrítnu aug-
un. Það var svo auðvelt í þessu
skrautlega umhverfi, að gleyma
því, að þeir voru nýbúnir að
gera samninga við fant, sem var
sýnilega að svíkja samverka-
mann sinn. En þrátt fyrir hatr-
ið, sem sauð niðri í honum, var
Pont álíka kurteis og Gass.
— Það er einkennileg beiðni
við mann, sem þér þykizt
treysta.
— Ég var búinn að segja áður,
hr. Pont, að enda þótt ég treysti
yður, þá treysti ég ekki lag-
reglunni. Gerið svo vel að gera
eins og ég segi yður, því að það
, ÁLFTAMÝRI 7
5L0MAHUSIÐ
simi 83070
Opið alla daga oll kvöld
og um helgar.
Blómin frá Blómahúsinu
veita verðskuldaða ánægju.
væri óheppilegt, ef ég þyrfti að
byrja á því að beita valdi.
Pont dró höndina upp úr vas-
aríum en hélt enn á litla hlutn-
um í lófanum, en það var örlítill
sendir sem mundi sennilega
nægja honum til þess að láta
Khayar vita, hvar hann væri
niður kominn. Hann fleygði hon-
um til Gass, sem greip hann
fimlega, og sagði um leið: — Það
hefði vist verið trúnaðarbrot, ef
þér hefðuð haldið þessum eftir,
hr. Pont.
Tucker kvað upp úr með það,
sem Pont hafði verið að hugsa:
— Þér eruð bara ekki rétti mað-
urinn til að tala um trúnaðar-
brot hjá öðrum. Þér eruð fyrsta
flokks fantur, en það er sama
sem af lægstu tegund, og þér eruð
manna vísastur til að stinga sam
verkamann yðar i bakið.
En Gass lét sér hvergi bregða.
— Þetta er ekki annað en sjálfs
vörn herrar minir. Og ef út í það
er farið, þá sáuð þér hvernig
Capelli fer að því, þarna um
borð í snekkjunni, hr. Tucker.
Stakk hann mig kannski ekki
í bakið?
Tucker var í þann veginn að
svara þessu, en sá þá aðvarandi
augnatillit Ponts og stillti sig.
— Komið þið hérna, herrar
mínir. Gass stóð upp og lét send
inn detta á gólfábreiðuna. Hann
steig ofan á hann með fætinum,
svo að braikaði í og þar með var
því lokið. Hann gekk á undan
þeim inn í húsið, og þeir gengu
nú gegn um hvert herbergið
á fætur öðru, þar sem allt bar
ott um auðlegð og góðan smekk.
Það var býsna ólíkt umhverfið
hjá þeim Gass og Capelli, en
sama varmennskan lá að baki
hjá báðum.
Þegar út úr húsinu kom, baka
til, lá niðurgrafinn stígur i
hlykkjum gegn um feiknastóra
grasvelli og rósagarða, en til
beggja handa voru runnar, sem
voru því aðeins sýnilegir, að
þarna höfðu útiljósin verið
kveikt. Og þegar þeir félagar
eltu litla manninn yfir þessa
skrautgarða, komust þeir að því,
að allur þessi glæsileiki hafði
enga aðra þýðingu fyrir Gass en
þá, að berast mikið á.
Þegar þeir höfðu gengið góðan
spöl, beygðu þeir inn í runnana,
svipuðum hinum, sem þeir höfðu
séð fyrir framan húsið. Gass
vissi sýnilega vel, hvert hann
var að fara, en virtist samt ekki
ganga eftir neinum sérstökum
stíg.
Allt í einu slokknuðu ljósin
og Tucker og Pont blinduðust
sem snöggvast, þegar svona varð
aldimmt. Báðir stönzuðu ósjálf-
rátt. Þá sáu þeir ljós framundan,
er Gass kveikti vasaljós. — Kom
ið þið fast á eftir mér, herrar
mínir. Þið fáið fljótlega sjónina
aftur. Þeir ráku í tærnar er
þeir reyndu að fylgja honum eft
ir, stundum rákust þeir á runna,
en héldu áfram og nú voru þeir
orðnir alveg villtir þarna í kjarr
inu. Þegar Tucker leit um öxl,
sá hann ekkert móta fyrir hús-
inu.
Loksins komu þeir að múr og
Gass lofaði ljósinu að skína vel
á hann svo að þeir gætu séð,
hversu öflugur hann var . . .
Múrsteinarnir voru svartir af
elli, en samt mundu þeir geta
enzt býsna lengi enn, áður en
þeir molnuðu. Múrinn var hærri
en svo, að hægt væri að stökkva
yfir hann. Pont, sem hafði næmt
áttaskyn, gizkaði á, að þetta
væri hluti af Medinamúrnum.
Honum datt í hug, að handan
við þennan múr væri Souk.
Á einum stað hvarf múrinn
algjörlega í jurtagróðurinn
Gass gekk þétt upp að múrnum
og á undan þeim og stakk sér
stundum inn í runnana svo að
hann hvarf, en samt heyrðu þeir
til hans og öðru hverju sáu þeir
líka bjarmann af vasaljósinu.
Þegar þeir náðu í hann, voru
runnarnir svo þéttir að baki
þeim, að ekkert sást í áttina,
þaðan sem þeir höfðu komið.
Gass var að líta inn í einhverja
53
pípu í múrnum. Þeir gerðu sér
ekki ljóst að þetta var eins kon-
ar kafbátakíkir, fyrr en hann
tók í stykki í múrnum og það
losnaði og kom út.
Gatið var þröngt og þeir urðu
að beygja sig til þess að kom-
ast gegn um það. Þeim kom nokk
uð undarlega fyrir sjónir að
koma út úr þessum skrautgörð-
um og vera allt í einu komnir
í ofurlitla blindgötu, sem virtist
vera elzti hluti gömlu borgar-
innar. Hrörleg hús voru til
beggja handa, gluggar falskir
eða þá með hlerum fyrir,
og málningin fornfáleg.
Þeir félagar litu aftur fyrir
sig, en múrinn hafði þegar lok-
azt. Þar eð opið á veggnum var
mjög óreglulega lagað, var það
illsjáanlegt, einkum þó vegna
þess, að steinlímið var víða mol-
að. Það var enginn vafi á því,
að þetta var undankomuleið
Gass, og það, að hann notaði
hana benti til þess, að hann
bjóst ekki við að sjá þá aftur,
eftir þetta.
Þessi mjóa götusmuga var ó-
lýst. Rusl í sumum ræsunum
benti til þess að búið væri í
einhverjum húsunuim, og Tucker
sýndist jafnvel ljós skína
út úr sumum gluggarifun-
um. Þeir gengu áfram yfir gömlu
steinlagninguna og staðnæmdust-
við fornlega hurð með hengilási
á, sem leit þannig út, að ekki
þyrfti nema ýta fast á hana til
þess, að hún brotnaði. Það var
eins og allt loft væri innilokað
í þessari þröngu götu, og Tuck-
er sá, að viðkvæmar nasir Ponts
titruðu. Gass rótaði í vösum sín
um eftir lykli og tókst loksins
að opna hengilásinn. Þegar inn
í forstofuna kom og Gass lýsti
kring um sig með vasaljósinu,
sáu þeir, að innan á hurðinni
voru slagbrandar, sem gátu lokað
henni innan frá. Það brakaði í
berum og slitnum stiganum þegar
þeir gengu upp. Húsið
var þrílyft, að götuhæðinni með
talinni og þeir fóru upp á efstu
hæðina. Ekki urðu þeir neinna
mannabústaða varir á leiðinni
upp.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
-f'STX, a*ð komast ^
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
sn“1f°r^«Sky,da kre,jaSt ÞCSS að ÞÚ ÞauU,uesir máiin. Farðu
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Þú getur gengið of langt í ádeilum. Gamalt fólk er leiðitamt en
nanustu ættmgjar og maki krefjast mikils.
Krabbinn, 21. júní _ 22. júlí
Hafðu ekki of mikið undir annars geturðu ekki lokið neinu.
Ljónið, 23. júli — 22. ágúst.
Losaðu þig við gamalt drasl. Tækifæri til að blómstra bjóðast víða.
■'VIeyjan, 23. ágúst — 22. september.
*''ÍTr Þéra‘ð ,aeastap.pl ef Þörf krefur Þú færð tækifæri, tæknilegt,
eða þer verður truað fyrir einhverju mikilvægu.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þer býðst tækifæri til að mata krókinn, vegna sérhæfingar.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember
Nú er um að gera að vera þolinmóður. Vinur er 'í neyð staddur.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desemb«r
útTr,ksmratraðum.erU BeyndU aS le"da ekÞi 1 <,eliuu>
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Félagarnir vilja reyna eigin leiðir, og er vel um það. Reyndu að
emhveSrasnvi°sari.Þ,n' ReVndU SV<> að Þ« veriiir
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú kemst að góðum kjörum. Farðu ekki í ferðalag.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Vertu heima í dag, og farðu yfir fjárhaginn,
í LKÍItíVR Mvri NN
IIEIM
rid ,11 .
KSKURl
BYnru
YDUK
(tI/OÐARST. GRÍSAKOTKIÆTO 'R
GRIIJAÐA K,JÚKIJNGA
ROAST BEÉF
GIjÓÐARSTEIKT IAMB
HAM BORGARA
DJÚPSTEIKTAN FISK
nuðurlandxbraut![
simi 38650
Þegar upp á efstu hæð-
ina kom, opnaði Gass hurð, þar
sem málningin var löngu flögn-
uð af. Þegar inn kom, var þar
fátt húsgagna, fornlegt rúm með
vondum rúmfötum, tveir stólar,
autt tréborð, og einhverjir litlir
ábreiðuleppar víðs vegar um gólf
ið. Einn gluggi með rimlum fyr-
ir, sem sneri frá götunni, og
hafði ekki annað útsýni en húsa
þökin að baki, sem sum voru
með hvelfingum, en önnur flöt.
Þarna var líka þvottaherbergi
með brotnum vaski og einum
krana, og svo kompa með elda-
vél og nokkrum gashylkjum.
Loftið var fúlt og innilokað.
Tucker gekk og ætlaði að opna
glugga, en hann komst ekki upp
nema að járnrimlunum úti fyrir.
Þetta var fátæklegt en þó
hreinlegt. Gass sagið: — Þið get
ið annað hvort sofið báðir í rúm-
imu eða þá notað þetta. Hann
opnaði fataskáp, en inni í hon-
um var saman vafinn beddi.
— Hann er ekki þægilegur, en
hann eir öruggur.
— Er þessi útbúnaður ætlað-
ur yður sjálfum’ spurði Pont.
Gass hneigði hófuðið til sam-
þykkis. — Já, og þess vegna
veit ég, að hann er öruggur. Ég
á mestan hluta af þessari við-
bjóðslegu götusmugu, en hún er
góður griðastaður, og þegar um
líf manns er að tefla, er ekki
verið að súta smávegis óþægindi.
Pont greip frarrí í: — Þér vor-
uð eitthvað að tala um síma.
Gass brosti. — Sími mundi
líta einkennilega út á stað eins
og þessum, ef hann væri hafður
til sýnis. Ég þurfti að greiða
hátt gjald fyrir að koma honum
fyrir hérna og fyrir að þegja yfir
honum. Hann opnaði aftur fata-
skápinn, og þreifaði fyrir sér
inni í honum, en lyfti loks botn-
inum. Þá dró hann fram símtól,
sem var næstum eins og hólkur
í laginu, og til þess gert að geta
legið undir botninum á skápn-
um, án þess að taka neitt veru-
legt rúm. Hljóðneminn og hlust-
unartækið voru aðskilin en
bundin saman. — Þetta sýnist
ekki fyrirferðarmikið, herrar
mínir. En hann var dýr, enda
smíðaður eftir pöntun. En hann
er nú fullvel nothæfur samt. Ég
vona bara, að þið þurfið aldrei
á honum að halda.
Tucker og Pont gengu í hring
í litlu stofunni. Þeir fundu nægi
legan forða af niðursuðu í mat-
arskápnum, sem hékk uppi á
vegg í litlu kompunni, ennfrem-
ur stormblys, olíu og meira að
segja þarlent öl i kassa í einu
horninu. Þeir þurftu ekki að
vera hræddir um að svelta eða
þyrsta, fyrst um sinn.
Jæja þá? Gass var hreyk-
inn af forsjálni sinni, að hafa
séð svona vel fyrir þeim.
— Hvers vegna eru grindur
fyrir gluggunum? spurði Tuck-
er. Með því móti höfum við ekki
nema einn útgang.
— Já, og aðeins einn inngang.
Væru ekki grindurnar, væru
þjófarnir búnir að tæma húsið
fyrir löngu. Ég fullvissa ykkur
um, að grindurnar eru til þess
að halda þeirn úti en etoki ykkur
inni. Hann glennti út fingurna.
— Enda var húsið ætlað til
minna eigin afnota.
Pont tolappaði á vasa sinn,
svo sem til þess að sannfærast
um, að skriflega játningin væri
þar enn. — Þetta verða þá tveir
sólarhringar sagði hann.
Gass leit á úrið sitt. — Klukk-
an er nú sem næst eitt eftir mið
nætti. Látum oss segja, að eftir
fjörutíu og sjö klukkutíma, eða
um miðnætti, eftir tvo sólar-
hringa, þá megið þið fara héðan
eða síma, hvort sem þið heldur
viljið. Er það samþykkt?
— Gott og vel! sögðu þeir
Pont og Tucker einum rómi.
— Þá segi ég góða nótt, herr-
ar mjnir. Ég sé ytokur etoki aft-
ur. Ég legg til, að þið setjið
slagbrandinn fyrir dyrnar niðri,
en hann er jafn öruggur og
gluggagrindurnar. Skæru bláu
augun li*u á þá á víxl, en svo
var Gass farinn og þeir heyrðu
létt fótatak hans á brakandi
tröppunum. Pont elti hann niður
til þess að setja slagbrandinn
fyrir dyrnar.
Þegar Pont kom upp aftur,
fann hann Tuctoer með eyrað við
símtólið. — Þetta er allt í lagi,
fullvissaði Tucker hann um.
— Ég ætla ekki að svíkja lof-
orð mitt, ekki einu sinni við
svona rottu eins og hann er. Ég
er bara að fullvissa mig um, að
hann sé í lagi. Hann stakk sím-
tólinu aftur inn í skápinn og
breiddi úr beddanum. — Ég
ætla að nota hann. Ég verð ekki
var við marblettina mína leng-
ur. Hann breiddi úr beddanum
og horfði á Pont, sem var hugsi.
— Líkar þér þetta ekki?
— Nei. En þér?
— Nei, ég er etoki sérlega trú
aður á hann, en upplýsingarnar