Morgunblaðið - 19.08.1969, Page 4

Morgunblaðið - 19.08.1969, Page 4
4 MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 106» 1-44-44 Hverfisrötu 1*3. Simt eftir lokun 311CC. ÍWAGIMÚSAR *K1 ?H OLTI21 ->»M AR 21190 eftir lokun *lmi 40381 BÍLALEIGAN FALI1Rhf car rental service © 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bílaleigan AKBBA VT car rental service 8-23-47 8endum Hf Útboð &Saminingar Tilboðaöflun — samningsgerð. Sóleyjargotu 17 — sími 13583. VANDERVELL Véíaíegur Bedford 4-6 cyl. dísil 57, 64. Buick V 6 cyl. Chevrolet 6-8, '54—'68. Dodge '46—'59, 6 cyl. Dodge Dart '60—'68. Fiat flestar gerðir. Ford Cortina '63—'68. Ford D-800 '65—'67. Ford 6—8 cyl. '52—'68. G.M.C. Gaz '69. Hillman Imp. '64—'65. Moskwitch 407—408. Opel '55—'66. Rambler '56—'68. Renault flestar gerðir. Rover, bensín, dísil. Skoda 1000 MB og 1200. Simca '57—'64. Singer Commer '64—'68. faunus 12 M, 17 M '63—'68. Trader 4—6 cyl. '57—'65. Volga. Vauxhall 4—6 cyl. '63—'65. Willys '46—'68. Þ. Jdnsson & Ca. Simi 84515 og 84516. Sksifan 17. 0 Fyrirspum til afneitara og óvina kristindóms- ins Ofangreinda fyrirsögn setur Sæmundur G. Jóhannesson á Ak- ureyri bréfi sínu og skrifar síð- an: „Áður en ég ber fram spum- ingu mina, vil ég segja stutta sögu. Hún er æviágrip manns, er á efri árum var af sumum tal- inn mesti maður í Michiganríki í Vesturheimi. Hann hét Mel Trott er. Mel var vínmaður mikill fram- an af ævL Kvöld nokkurt, er hann kom heim, sagði konan hans við hann: „Litla barnið er veikt og deyr, fái það ekki lyf. Farðu í lyfjabúðina með þessi 25 sent og kauptu lyf.“ Þetta var aleiga konunnar í peningum. Mel fór og keypti sér viskí, varð full ur og lá í göturæsinu, en barnið dó. Góðir grannar skutu saman fé og keyptu líkklæði á barnið og hvíta fallega skó. Þegar Mel kom heim, stal hann skónum af líki bamsins síns, fór með þá næsta morgun og seldi þá til að geta aflað sér ofurlitils áfengis. Engum manni datt í hug, að slík ur maður æ’.ti sér nokkrar við- reisnar von. Þegar Páll postuli kom til Kor intuborgar til þess að boða þar kristni „ásetti ég mér að vita ekkert á meðal yðar nema Jesúm Krist og hann krossfest- an“, segir hann. Siðferðisástand Korintumanna var slíkt, að hann vissi, að ekkert, nema kraftur guðs í boðskapnum um Jesúm Krist og friðþæging hans, gat orð ið sUkum mönnum að gagnL Ár- angurinn? Páll lýsir honum með þessum orðum: „Villizt ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, né hórkarl- ar, né mannbleyður, né mannhór- ar, né þjófar, né ásælnir, né drykkjumenn guðsríki erfa. Og þetta voruð þér ,sumir yðar. En þér létuð þvost, þér eruð helgað- ir, þér eruð réttlættir fyrir nafn drottins Jesú Krists og fyrir Anda vors Guðs.“ (1 Kor. 6.9. — 11.). Mel Trotter fékk að heyra. íerðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070 Almenn ferðaþjónusta Ferðaþjónusta Sunnu um ollan heim fyrir hÓRa, fyrirtæki og einstaklinga er viðurkennd of þeim fjöl.mörgu- er reynt hafo. Reynið Telex ferðoþjónustu okkar. Aldrei dýrori en oft ódýrari en annors stoðar. lKntmti.il ferðirnar sem fóikið velar Höfum til sölu 4ra-5 herbergja íbúð innst við Kleppsveg (Sæviðarsundshverfi). íbúðin er um 120 ferm að stærð, tvö svefnherbergi og samliggjandi borðstofa, stofa og húsbóndaherbergi. Þvottahús á hæðinni og lítil geymsla, ennfremur geymslurými í kjallara. í stofu er arinn og veggir viðarklæddir. Harðviðarinnréttingar og flísalagt bað. Tvennar svalir. Gólf teppalögð að mestu. Leikvellir og leik- skóli í næsta nágrenni svo og verzlunarmiðstöð. Verð 1500 þúsund krónur. Hagstæð lán áhvílandí. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, 3 haeð. Shrtar 16870 & 24645. Kvöldsímar 30587 & 18396. S. ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA E.TH.MATHIESEN H.F. SUÐURGT. 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 eins og Korintumenn, um mátt Drottins Jesú Krists til að fyrir- gefa, frelsa og lyfta mönnum upp úr synd og löstum. Hann tók á mótt, veitti viðtöku, Jesú sem drottni sínum og frelsara, er svo fúslega vildi bjarga honum, og Mel Trotter varð nýr maður, end urfæddur maður. Hann stofnaði björgunarstarf í Grand Rap- ids og sá þar þúsundir manna öðlast nýtt líf frá Kristi, svo að þeir urðu nýir menn, umbreytt- ir menn, eins og hann var orðinn sjálfur. SHk gerbreyting manna gerist enn í dag víðs vegar um heim- imi , þegar þeir veita viðtöku Jesú Kristi sem frelsara sínum og DrottnL Menn frelsast frá valdi alls konar lasta, áfengis og eit- urlyf ja fyrir Kraft Krists. Nú kemur fyrirspurnin: Hvar eru menn að frelsast frá löstum, áfengi og eiturlyfjanautn fyrir kraft vantrúar, guðleysis, anda- trúar eða guðspeki? .Vinsamleg- ast fræðið mig um það. Sæmundur G. Jóhannesson." 0 Smáþjófapakkið í Reykjavík Selma Júlinsdóttir skrifar: Kæri Velvakandi! Eins og svo margir aðrir Leita ég til þín í vandræðum mínum og hugarangrL Það, sem hrjáir mig svo mjög, eru „hjólkoppa- þjófar“. Það eru víst orðnir býsna margir Reykvíkingar, sem hafa komizt í kynni við starf- semi þeirra. Aðfaranótt fimmtu- dags síðastiiðins var í þriðja sinn stolið hjólkoppunum af bifreið okkar, þar sem hún stóð fyrir utan heimili okkar. Það er ekki fjárhagstjónið, sem veldur mér sárasta hugarangr inu, þótt aldrei sé það gott, þar sem þetta er fremur dýr vara, heldur er það reiði og örvænt- ing yfir, að í minni fallegu borg skuli þrífast svo vel alls konar þjófnaður. Við opnum ekki svo dagblað, að þar sé ekki getið um innbrot í verzlanir, fyrirtæki, íbúðarhús eða bifreiðir. Smá- þjófnaðir, eins og að útvarpstæki séu tekin úr bifreiðum éða ann- að, sem þeim tilheyrir, eru svo algengir, að fólki finnst ekki taka því að nefna svoleiðis smá- muni. En Reykvíkingar góðir er það ekki einmitt átumeinið, sem er að verða ískyggilega hættu- | |Woremil»laí>iþ] Bezta auglýsingablaöiö legt? Ef okkur finnst þetta ekki til að nefna eða óskapast yfir svæfist þá ekkl hjá þeírrf kyn- slóð sem nú er að alasl upp, virð ingin fyrir eignarrétti annarra? Kemst það þá ekki inn í vitund þeirra ,að það sé allt í lagi að taka það, sem aðrir eiga, ef það er ekki því verðmætara. Mér persónulega finnst þessi þjófnaðaralda hér í Reykjavík setja mjög stóran blett á okk- ar annars svo vinalegu og fal- legu borg. Við yrðum fljót tíl nú á okkar tímum að standa saman í að útrýma ófögnuði eins og rottugangL ef það væru nagdýr á borð við þær ,sem nöguðu og or- sökuðu tjón á verðmætum okkar í eins stórum stíl og þessir þjóf- ar gera ,Ég fæ sams konar við- bjóð i mig að verða vör við vegsummerki þeirra, eins og að rotta hefði komizt í eigur mín- ar. Kæru meðborgarar, gætum við nú ekki vaknað upp úr þessu sinnuleysi okkar og snúið bökum saman og barizt hetjulega við að uppræta þessa ógeðslegu starf- semi Ef allir leggjast á eitt með að fordæma hátt og í hljóði all- an þjófnað, og ef við verðum vör við grunsamlega sölu á ým- iss konar varningi, þá verð- um við að NENNA að gefa rann sóknarlögreglunni vísbendingu um það. Það tekur svolítið af tíma okkar þá stundina, en gæti komið í veg fyrir að við sjálf verðum næsta fórnarlamb. Selma JúlÍusdóttirV Q „Auðheyrt, hvaðan þetta kemur“ H.J.Þ. skrifar: Þulir ísl. Ríkisútvarpsins eru orðnir langþreyttir á hótanatil- kynningum um lokun vegna ó- greiddra símareikninga , sölu skatts, og boðun nauðungarupp- boða, þar sem þolendur eru ræki lega nafngreindir. — Það er raun ar auðheyrt á framburði og mál- fari sumra þeirra. En þjóðin ,sem stendur undir starfi og rekstri þessa fjölmiðl- unartækis, sem á sér sennilega fáa Hka í veröld, er orðin miklu þreyttari á þessum „steinum fyr- ir brauð". Eitt sinn fyrir nokkrum árum, þegar farþegaskipið Gullfoss var á heimleið með glaðan hóp inn anborðs og var komið rétt norð ur fyrir strendur Skotlands, heyrðist allt í einu í heimalands útvarpinu. — Það fyrsta, sem hljómaði um sali skipsins var: „Þeir, sem enn ekki hafa greitt söluskatt, mega búast við lokun án frekari viðvarana" o.s.frv. — Þá varð einum farþega að orði: „Það er auðheyrt, hvaðan þetta kemur.“ Menn setti hljóða um stund. HJ.Þ.“ TJFIIffllAT Hver er Diplomat? Kynnist Diplomat Reykið Diplomat Verið Diplomat SA RETTI SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI 1035

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.