Morgunblaðið - 22.08.1969, Side 4

Morgunblaðið - 22.08.1969, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1969 * 1-44-44 Hvérfissötu 103. Siml eftir lokun 31160. BIUI LEI6A IMAGIMÚSAR skipholti21 símar21190 otfirlokunstmi 40381 BfLALEIGAN FALIIR h/f car rental service © 22-0-22- RAUDARÁRSTÍG 31. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan. AKBRA UT car rental service 8-23-47 sendum spray net krystal- tært hárlakk GÆÐI - GOTT VERÐ Kristján Jóhannesson heildverzlun Laugarnesveg 114. s. 32399 Q Læknastúdentar og læknaskortur „Gamall stúdent skrifar: Allmikill úlfaþytur hefur verið í dagblöðum nú um hríð, vegna takmarkana á inntöku stúdenta I læknadeild. Takmörkun er talin óhjákvæmileg vegna þrengsla í húsrými því, sem nú er ætlað til æfingakennslu og fámenns kennara liðs deildarinnar. Má ég í þessu sambandi minna á, að nú eru uppi ráðagerðir bæði í Bretlandi og Danmörku um að nota húsnæði háskóla til kennslu mun betur en gert hefur verið eða í 45—48 vikur á ári í stað 30—32 vikna eins og nú er gert. Yrðu þá kennslumisseri þrjú á ári. Talið er að þessi breyting hafi i för með sér, að unnt verði að taka við þriðjungi fleiri stúdent um í háskólana en áður. Ekki mun þó ætlunin, að hver stúdent taki meir en tvö kennslumisseri á ári, og því styttist námstíminn ekki. Gæti læknadeildin ekki notfært sér svipaða tilhögun til lausnar bráðum vanda? Eða eigum við að láta dýrt kennsluhúsnæði ónot að þriðjung ársins? 0 Samningur við þjóð- félagið Læknaskortur er alvarlegur víða í strjálbýlinu hér á landi og gagnar lítt, þótt ágæt fjárhags- leg afkoma lækna sé í boði eða bætt vinnutilhögun. Nám hvers læknastúdents kost- ar þjóðfélagið geysiháar upphæð ir í krónum talið. Að því leyti njóta læknastúdentar sérstöðu um fram aðra stúdenta. Væri það mjög fráleit hugmynd að sér- hver læknastúdent, sem byrjar nám í læknisfræði geri samning við þjóðfélagið, sem kostar nám hans. Samningurinn væri á þá Baðskápar margar gerðir. Verzlunin BRVNJA sími 24320. Pingouin-prjónagarn nýkomið CLASSIQUE — CRYLOR SPORT — CRYLOR. Allir litir. Verzlunin HOF Þingholtsstræti 1, Reykjavík. SUMARKJÓLAEFNI TILBÚINN FATNAÐUR ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ AUSTURSTRÆTI 9. leið að stúdentinn skuldbyndi sig til að vinna £ fimm ár, er hann hefði lokið námi, fyrir þá þjóð sem kostaði nám hans. Vildi stúdentinn ekki ganga að þessum samningum, yrði hann að leita fyrir sér með læknanám er- lendis, svipað og islenzkir stúd- entar þurfa að gera í mörgum greinum. Þeir íslenzkir stúdentar, sem nám stunda erlendis og styrk hafa þegið frá Menntamálaráði, munu hafa þurft að skrifa undir svipaða skuldbindingu lengst af og er þar þó um smáupphæðir að ræða, miðað við það sem nám eins læknis kostar ríkið. í ýmsum Evrópulöndum mun lík tilhögun og hér er drepið á ekki óalgeng t.d. í oliu- og véla- iðnaði. Hve lengi er hægt að una því, að stór hluti þeirra lækna sem hér ljúka námi, hverfi af landi brott alfarið, meðan hálfir lands- fjórðungar eru læknislausir, og sjúkrahús utan Reykjavikur fáiið uð? Gamall stúdcnt“. • Dómur í stað læknis- meðferðar Stcinar Guðmundsson skrifar: „Velvakandi góður! Mikið langar mig til að biðja þig að gera mér og öllum hinum alkóhólistunum þann greiða að koma því áleiðis til J.Ó.P., sem lét þess getið í pistli þínum á sunnudaginn, að hann hefði aldrei heyrt nefndar sektir fyrir sjúkdóma, að hann ætti að kynna sér, hvernig lögregluréttur heima byggðar hans litur á virkan alkóhólisma. Meðan almenningur gerir sér ekki ljóst, að í stað læknismeð- ferðar er alkóhólistanum oft ýtt að púlti dómarans, er ósköp lít- il von til, að þessi smánarblettur verði þveginn af heilbrigðisþjón ustunni, og væri því rétt, að fleiri en J.Ó.P. kynntu sér þessi mál. 0 Alkóhólismi og heim- ilislíf Við getum verið viss um það, að ungi maðurinn með breiða gift ingarhringinn, sem afgreiddi okk ur í bankanum á mánudaginn eða í kjötbúðinni á þriðjudaginn, ger ir það ekki af ásettu ráði að flækj ast um fyrir hunda og manna fót- um á miðvikudag, fimmtudag og föstudag og e.t.v. lengur, ef vel- viljaður lögregluþjónn skýtur ekki yfir hann skjólshúsi fyrr. Og hvað á svo dómarinn að gera, þegar þessi ungi heimilis- faðir kemur fyrir hans púlt? Hann verður auðvitað að dæma eftir bókstafnum — og ekki er það hans sök, þótt hann geti ekki dæmt manninn til sjúkrameðferð ar. Sökin er okkar. Sökin er al- mennings. Áður en ungi maðurinn stend ur í tíunda skiptið við dómara- púltið, færi betur, að sem flestir fréttu örlög hans — fréttu af heim ilinu hans unga, sem er að brotna niður, — aðeins vegna þess, að þjóðfélagið gleymdi að búa hon- um aðstoð við þessum eina sjúk dómi, sem hann var svo ólánsam ur að bera. Við kynnum þá að skammast okkar til að gera eitt- hvað til úrbóta. Skattborgarinn kynni þá e.t.v. líka að átta sig á því, hvernig vandræðaheimili eru framleidd Framfærslunni til dund urs. Með beztu kveðju, Steinar Guðmundsson". Laxveiðimenn Ámar Viðidals- og Fitjá, ásamt Gljúfurá og Hópi eru til leigu næsta sumar. Tilboðum sé skilað eigi síðar en 20. sept. '69 til Óskars Teitssonar, Víðidalstungu, sem gefur allar nánari upplýsingar. Simstöðin Víðidalstungu. Fulltrúastaða við sýslumannsembættið í Barðastrandarsýslu. Staða ólöglærðs fulltrúa við embætti sýslumannsins í Barða- strandarsýslu er laus til umsóknar frá 1. október n.k.. Þekking og reynsla í bókhaldí nauðsynleg. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 15. september n.k. Sýslumaðurinn í Barðastrandarsýslu, 16. ágúst 1969, Jóhannes Árnason. r~---------------------—\ SMfnrrt a SMECOMPmLm^^^'V E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23— HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.