Morgunblaðið - 22.08.1969, Page 24
24
MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1969
t
sínium á morgun. Nibia, farðu
með þau upp í herbergið sitt.
Láttu þau ekki vera að flækjast
hér, skilurðu? Þessi skjöl eru
alltof dýrmæt til þess.
— Hvaða skjöl eru þetta, Afi?
— Gömul bréf, drengur minn.
Einlhvern tíma kemur þú til með
að lesa þau með áhuga, vonta ég.
, ÁLFTAMÝRI 7
HLOMAHUSIÐ
simi 83070
Opið alla daga
öll kvöld og um helgar.
Blómahúsið býður flest
blóm sem harma sefa
blóm sem gleðja brúðir mest
blómin til að gefa.
Hann laut niður og greip Her-
mine, með dökka hárið og brúnu
augun, sem störðu upp til hans
með brosleitu kæruleysi — og
setti hana á öxl sér. — Þú líka,
elskan litla. Eftir tíu eða tólf ár
geturðu farið að lesa um hana
Hendri langömmu og þessa
hræðilegu langömmubræður
þíraa og systur. En þanigað til
verðum við að geyma bréfin
vandlega handa ykkur. Hann
kreisti hana og setti hana niður,
en lokaði síðan kassanum vand-
lega og rak þau út úr herberg-
inu. — Upp! Upp! Farðu með
þau upp, Nibia mín!
Á leiðinni upp spurði Graham
Nibiu: — Hver er nú Hendri
amma, Nibia?
Nibia snuggaði. — Hún vond
gömul kona. Amma hans afa
þíns. Átti heima langt upp með
gilinu, í gamla daga.
— Fyiir hvað löngu?
-* Langalöngu. Pabbi minn
hefur sagt mér af henni. Hann
þekkir margt fólk, sem segir, að
hún hafi verið vond og grimm
kelling. Kvaldi þrælana sína.
— Hvar er hún núna? Er hún
enn þarna upp með gilinu?
— Nei, hún var drepin. Fyrir
langalöngu. Pabbi segir, að þræl
arnir hafi lamið hana í hel í
gamla húsinu. Hana sjálfa og svo
barna börnin hennar.
— Af hverju börðu þau hana
í hel, Nibia?
— Af því að hún var vond
og grimm. Fór illa með þrælana.
— Þá hefur hún ekki verið
góð. Ég má víst ekki biðja guð
að blessa hana? Er það?
— Nei. Til þess var hún of
vond og grimm. Biddu guð að
fordæma sál hennar.
Nibia var aðeins átján ára en
vel vaxin og með viðkunnanlegt
andlit. Karlmönnum leizt afskap
lega vel á hana — hvort sem
þeir voru hvítir eða svartir.
Hr. Fletcher kom þeiim á óvart
þetta kvöld. Það sýndi sig, að
hamm var ágætur dainisani og
vakti mikla athygli, þrátt fyrir
allan ófríðleikann, hjá konum
plantekrueigendanna.
Wilfred hélt sig heima, en
feita Primrose, kona hans, sem
sleppti aldrei neinu samkvæmi,
fór með hinum. Hún afsakaði sig
með því, að þetta gæti orðið í
síðasta sinn, til margra ára, sem
John mundi fara á dansleik og
hún yrði að fara með honum.
John Maybury var nú tvítug-
ur og eini sonurinn, sem þau
Wilfred og Primrose höfðu
nokkurn tíma eignazt, og hann
hafði fæðzt sjö árum á eftir
Elísabetu, þegar foreldrarnir
voru orðin úrkula vonar um að
eignast fleiri börn. Hann var
uppáhaldið hennar Primrose, og
Framtíð
þeirra er
fyrir öllu
börnum greidd tryggingarupphæðin,
hvernig sem andtót ber að höndum.
HVAÐ gerist, þegar fjölskyldufaðir fellur
fró á unga aldri?
GETUR eftirlifandi eiginkona séð sér og
börnum sínum farborða
og veitt börnunum framhaldsmenntun?
GETUR hún haldið íbúð, sem á hvíla
skuldir, er nema hundruðum
þúsunda króna?
MEÐ LÍFTRYGGINGU getur fjölskyldu-
faðir tryggt eiginkonu og börnum
fjórhagslegt öryggi, ef hann fellur fró.
Þér getið keypt hóa líftryggingu fyrir tógt iðgjald og þér róðið
sjólfir hve lengi þér viljið vera tryggður (allt til 65 óra aldurs)
Líftrygging (stórtrygging) er ódýr, óhóð allri verðbólgu og þar
að auki fródróttarhæf ó skattskýrslu.
Leitið upplýsinga hjó Almennum Tryggingum við Austurvöll
(Pósthússtræti 9), sími 17700. Líftrygging er lífsnauðsyn.
ALMENNAR TRYGGINGAR 2
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700
Hugleiðið vel hve mikið öryggi
það er fyrir fjölskyldu yðar, ef
þér eruð líftryggður. Ef þér eruð
líftryggður er eiginkonu yðar og
— Já, en læknir, hvernig á ég að borga yður þegar þér eruð búinn
að lækna mig af stelsýkinni?
nú átti hún ekki að fá að sjá
hann í næstu sex eða sjö ár. því
að nú átti John að fana til Emg-
lands og læra læknisfræði, og
hann átti að fara með sama skipi
og hr. Fletcher, eftir tæpa viku.
Það fór ekki hjá því, að Elísa-
bet vekti athygli landsstjórans.
Hann dansaði við hana hvað eft-
ir annað. Abraham van Imbyze
var Batengurg var töfrandi
prúðmenni, og stóð þar ekki að
baki konu sinni og systur — sem
einnig átti heima í landsstjóra-
húsinu — og hann fór aldrei í
launkofa með aðdáun sína á
hinu kyninu (það var sagt, að
holukrakkarnir hans væru yfir
áttatíu talsins, og flestir hör
undsdökkir).
Næstum eins altillegur við
Elísabetu var Dick Teuffel, laut
inant úr setuliðinu við St
Andries-virkið, tveim mílum fyr-
ir sunnan ríkisstjórahúsið og rétt
þar hjá sem Canje-gilið greinist
frá aðalánni, Berbice. Dirk
Teauffel var eldfjörugur og kát-
ur , og ólíkur Storm, sem var
hlédrægur og fjörlaus.
í eitt af þeim fáu skiptum, sem
Storm og Elísabet dönsuðu sam-
an kom fyriir fyrsta drykkju-
skapar-óhap pkvöldsins. Slík at-
vik voru algeng á dansleikjum,
og þóttu næstum sjálfsagður hlut
ur.
Renfrey, káta plantekrueig-
andanum, sem var nýkominn til
nýlendunnar frá Bairbados, varð
það á að reka snögglega upp
öskur mikið og detta á gólfið
og draga með sér dömuna sína
— fölleita konu, sem hafði einu
sinni verið hjákona landsstjór-
ans, og það var ekki trútt um
að dálítil óregla kæmist á dans-
inn, rétt í bili, en ekkert af
dansfólkinu hneykslaðist neitt á
þessu. Elísabet sjálf hló, og
sagði: — Veslings hr. Renfrey.
Nú er rommið farið að bera
hann ofurliði.
En Storm snuggaði eitthvað og
hún sá hneykslunarsvip bregða
fyrir á andliti hans. — Það ætti
að fleygja honum út. Þetta er
frámunaleg ókurteisi.
Elísabet leit á hann, ásakandi
en þó vingjarnlega. — Hvers
vegna þarftu alltaf að vera
svona formfastur, Storm?
Storm brosti ofurlítið. — Það
geturðu kennt uppeldi mínu.
Van Groenwegelættin er þekkt
að því að hegða sér réttilega.
Það er að segja réttilega, eftir
okkar skilningi á því orði.
— Þegar þú segir þetta, ertu
alveg eins og Hubertus frændi.
— Átrúnaðargoðið hans Ed-
wiards bróður mínis. Stomn kiúk
aði kolli með hálfgerðum leið-
indasvip, sem var honum svo
tamur. — Mér er alveg sama þó
ég líkist honum Hubertusi eitt-
hvað. Hann er traustur herra-
maður. Það verður langt þangað
til við eignumst nokkurn van
Groenwegel, sem fer í fötin hans.
— Það er aldrei að vita.
Kannski er ég með einn innan í
mér á þessari stundu. Svo var
eins og hún lifnaði við:
— Heyrðu, Storm. Við skulum
skíra hann Dirk, ef það verður
strákur. Ég kann svo vel við
það nafn.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Ný atriði i viðskiptum koma þér á óvart.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Það er ýmislegt, sem á að þröngva upp á þig.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Ef þú fastar, hjálpar það þér að fást við þá sem sterkari ern.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Vertu rólegur, en ræðnari, en þú átt vanda til.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Hugurinn dregur hálfa leið.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Reyndu að fá fólk til að hjálpa þér.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú ert óvenju heppinn i dag.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Ófullnægjandi upplýsingar geta valdið miklum misskUnlngl.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Reyndu að finna botn i einhver fjármál, sem þú hefur áhyggjur
af.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Reyndu að vera greiðugur á fé og tíma, en ekki um of.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þér finnast allir valda ruglingi.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Ef þú hefur unnlð að endurskoðun, kemst hún í lag i dag.