Morgunblaðið - 23.10.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1969, Blaðsíða 14
14 MOBGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBBR ll»6© Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrói Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 165.00 1 lausasölu H.f. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 10-100. Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. á mánuði innanlands. kr. .10.00 eintakið. BÚRFELLSVIRKJUN STENZT ÁÆTLUN 17'inn af þingmönnum komm- únista hefur tekið sér fyrir hendur að hafa uppi á Alþingi og í blöðum rakalaus ósannindi um framkvæmda- kostnað við Búrfellsvirkjun og framleiðslukostnað raf- orku frá Búrfelli. Ætla mætti, að þeir menn, sem á sínum tíma lögðust gegn þess ari mestu stórvirkjun á ís- landi, hefðu skammast sín eftir á og sæju sóma sinn í því að halda ekki áfram ósannindaþvaðri frá fyrri ár- um. En svo er greinilega ekki. Kommúnistar kunna ekki að skammast sín. Kostnaður við virkjunar- framkvæmdimar við Búrfell var í upphafi áætiaður 42,8 milljónir dollara, en nú í dag, þegar miklum hluta virkjun- arframkvæmda er lokið, er framkvæmdakostnaðurinn á- ætlaður 42,7 millj ónir dollara eða 100 þúsund dollurum lægri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Þegar Búr- fellsvirkjun er fullgerð verð- ur framleiðslukostnaður raf- orku 19 aurar á hverja kíló- vattstund eða jafnvei enn lægri, þar sem allt bendir til að fyrstu þrjár aflvélarnar við Búrfell skili 15% meiri afköstum en ráð var fyrir gert. Ef svo verður í raun, mun framieiðsluverð hverrar kílóvattstundar raforku verða 16 aurar. Söluverðið til álbræðslunnar er hins vegar 26,4 aurar á kílóvattstund fyrstu 6 árin, en verður síðan 22 aurar. Það hefur alitaf legið ljóst fjrir, að fyrst í stað yrði Búr- felisvirkjun rekin með haila, þar sem virkjunin hefur ein- ungis náð hálfum fyrirhug- uðum afköstum, en þegar verið lagt í mikinn fastan stofnkostnað. Þetta eru engar nýjar uppljóstranir kommún- ista. Þetta kom rxí.a. fram á fundi, sem stjóm Landsvirkj- unar átti með blaðamönnum við Búrfell í septembermán- uði sl. og þarf þvi engum að koma á óvart, end;a í alla staði eðli'legt og fyrirsjáan- legt. Lygaáróður kommúnista gegn Búrfelisvirkjun er í fullu samræmi við afstöðu þeirra til þessara miklu mann virkja fhá upphafi. Kommún- istar voru á móti stórvirkjun við Búrfell í byrjun Komm- únistar vora á móti byggingu albræðslunnar í Straumsvík. Þeir reyna nú að sbapa tor- tryggni í garð þessara fyrir- tækja, með hreinum og vís- vitandi ósannindum. En þess- ar ófrægingartilraunir komm únista munu engin áhrif hafa. íslendingar munu halda áfram framkvæmdum við stórvirkjanir hvað sem komm únistar segja. KOMMÚNISTINN Á FLÓTTA - Oétt er að taka til frekari meðferðar lygaáróður kommúnista í sambandi við Búrfellsvirkjun. í fyrsta lagi segja kommúnistar, að fram- kvæmdakostnaður hafi í sum ar verið orðinn 25% meiri en áætlað var. Þessar tölur segja nákvæmlega ekkert. Kommúnistar era einungis að reyna að notfæra sér verð- breytingar, sem orðið hafa á þessu tímabili til þess að slá ryki í augu fólks. Eini raun- hæfi samanburðurinn er á- ætlunarverð og raunveruleg- ur kostnaður í dolluram. Auk þess er rétt að benda á að inn í fyrsta áfanga Búrfellsvirkj- uniar hafa verið tebnir fram- kvæmdaþættir, sem upphaf- lega var gert ráð fyrir í síð- ari áfanga og voru þess vegna ekki með í upphaflegum áætlunum um kostnaðarverð fyrsta áfanga. Þetta vita kommúnistar, en segja vísvit- andi ósatt. í öðru lagi sagði einn af þingmönnum kommúnista í útvarpsumræðum sl. mánu- dag, að framkvæmdakostnað- ur við Búrfell væri nú þeg- ar orðinn 3770 milljónir króna. Þetta er rakalaus þvættingur, enda hefur kommúni'stinn nú dregið í land og talar í kommúnista- blaðinu í gær um að kostnað- ur verði orðinn þessi þegar svo og svo miklum fram- kvæmdum er lokið. í þriðja lagi segja kommún istar að kostnaður við miðl- unarmannvirki við Þórisvatn verði mun hærri en upphaf- lega var gert ráð fyrir. En hvers vegna? Ve'gna þess, að nú er ætlunin að ráðast í miklu stærri miðlun með ör- ari uppbyggingu raforkukerf isins í huga og nýrri virkjun við Tungnaá svo og enn frek- ari stæbkun Búrfellsvirkjun- ar. Bersýnilegt er nú, að kommúnistaþingmaðurinn, sem hóf þenman lygaáróður um Búrfellsvirkjun, er kom- inn á hraðan flótta í komm- únistablaðinu í gær. Á und- Á efri myndinni sést banda- , ríski tunglfarinn Neil Arm- strong kyssa ítölsku leikkon- una Gina Lollobrigida á vang- ann í samkvæmi sem hún hélt í Rómaborg sl. föstudagskv. til heiðurs tunglförunum Moskva, 20. okt. — NTB — A.M.K. sex þeirra 54 sovézku boraana, sem í maí sl. undirrit- uðu bænaskrá til Sameinuðu þjóðanna þess efnis að samtök- anhaldinu reynir hann að halda uppi vömum og segir: „Hins vegar er reynt að taka upp nýjar aðferðir til þess að þremur, sem þá voru staddir á Ítalíu. Á neðri myndinni getur að líta frú Ronald Biggs, konu lestarræningjans fræga, sem in hlutuðust til um að vernda almenn manmiréttindi í Sovét- ríkjunum, hafa verið handtekn- ir að því er heimnldir nákunn- ugar fólki þeissu segja í Moskvu. reikna út framleiðsilukostnað á raforku. .. . “ Ekki verður annað sagt, en að eymdarleg er vörnin eftir (41 stóryrðin. handtekin var sl. föstudag í Blackburn, einni útborga Melbourne í Ástralíu. Biggs slapp sjálfur skömmu áður en lögreglan kom til heimilis hans, og er hann en ófund- inn. Heiimildirnar segja, að þýð- andinn Juri Maltsev, einn and- stöðuimanna í Sovétríkjun.um, sem óðum týna nú töLunni, haifi á föstudag verið lokaðiur inni á geðveikraihæli, þar sem hægt er að haida’ 'homuim uim óákveðinin tííma án þess að naál hans þurfi að fcoma fyrir dómistóla. Þá var annar imaður haind- tekinn í Kiev í sL vitou, og hiús- leit gerð í ílbúð hanis. Meðal hinna handteknu er rit höfundurinn og trúimað'Urinn Anatoíly Leivitinkrasnoiv, fyrrum majór frá Khar'kov í Úkra'ínu og MustaÆa Dhemilev, fyrrum leiðtogi Krímtartara. Þá er sagt, að Oleig Vbrobev, yerkamaður frá V-Siberíu, sem uinldliirirátalði bæmlatskijiaHið í m(pí án þess þó ,að vera meðl'iimur andspyrnuhrieyfinigarinnar, hatfi einnig werið handtekinn. Sovétborgarar handteknir — vegna bœnaskrárinnar til 5Þ í maí sl. — Ritböfundur sendur á geðveikrabœli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.