Morgunblaðið - 23.10.1969, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.10.1969, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1I9Ö9 Minning: Guðmundur Guð- mundsson Sæbóli ÚTFÖR Guðmundar Guðanunds- sonar fyrrverandi bónda að Sæ- bóli á Ingjaldssandi verður gerð í dag kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju og verður jarðsettur í Foss vogskirkjugarði. Guðmundur lézt í Borgarsjúkraíhúsinu hér í Reykjavík 15. þ.m. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu, á átt- tugasta og fyrsta aldurisári. Guðmundur Guðmundsson var fæddur að Kleifum í Seyðistfirði í Súðavíkurhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu 12. febrúar 1889. Foreldrar hans voru Sigríður Einarsdóttir, Magnússonar frá Hvammi í Dýrafirði, en móðir Einars var Sigríður Einarsdóttir systir í>óru í Skógum. Lang- amma Guðmundar var því móð- ursystir Matthíasar Jochums- sonar þjóðskálds. Faðir Guð- mundar var Guðmundur Jónsson sonur Jóns Jóhannessonar, bónda á Folatfæti í Seyðistfirði í Súða- víkur'hreppi. Guðmundur ólst upp í föður- húsum við ísafjarðardjúp til 17 ára aldurs, en þá fluttist faðir hans búferlum að Kirkjubóli í t Komian mín, Silfa Brynhildur Jónsdóttir, Bústaðabletti 8, anjdaiðiist að heimiJi sœniu 21. október si. Páll S. Br. Bjarnason og aðrir vandamenn. t Jófríður Hallsdóttir, Kirkjuteig 33, andaðist í Borgarspítal aruum 21. þ.m. Fóstursonur og systkini. Korpudal í Önundarfirði. Guðmundur naut aðeins skamma stund samvista við móður sína, en minntist jafnan sjúpu sinnar, Jensínu Jensdótt- ur frá Blámýrum í Ögursveit, sem þeztu móður. Jensína var söngelsk kona, og söng gjarnan við þörnin Draumkvæði — kvæð ið um hina fríðu lilju og svana- sönginn fagra um sumarlanga tíð. Mun Jensína síðust mæðra á íslandi hafa sungið þetta kvæði og er það henni að þakka að lagið er ekki gleymt. Árið 1910 fór Guðmundur í ungmennaskólann að Núpi í DýrafÍTði, sem var þá nýstofnað- ur, og lauik námi með góðum vitnisburði. Að loiknu námi á Núpi innritaðist hann í Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk þar námi vorið 1914 við ágætan orð- stí. Þetta sama vor réðist hann til Búnaðairfélags Mosvalla- hrepps í Önundarfirði í jarða- vinnu. Báðar þessar skólastotfnanir hötfðu djúpstæð álhrif á Guð- mund, og kom það tfram sdðar á lífsleið hans þegar honum voru falin margháttuð félagsstönf í sveit sinni. En Hvanneyrardvöl Guðmumd var varð honum til eiunþá meiri gætfu og til hans mestu lífsham- ingju, því að þar kynntist hann konu sinni, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, ættaðri frá Arnar- stapa á Snætfellsnesi, em hún hafði þá nýlokið námi við mjólk- urskólann á Hvítárvöllum og var útskrifuð sem rjómabústýra. Vorið 1915 losnaði jörðin Sæ- ból á Ingjaldssandi úr ábúð og lét Guðmunduir byggja sér hana. Það sama vor kom Xngibjörg t Útföir eöigimikxDiniu máminiar, Bergljótar Kristínar Þráinsdóttur, Safamýri 54, fer fram fré Foisisivogskirkju fiösitudagimm 24. okt. kl. 3 sd. Bl'óm og kransair vinsiamtegast atfbeðíiin, en þeim siem vildu minmiast hinmiar iáitniu, er bemt á Krabbameinsfélag Isianids. Stefán Jónsson. heitmey hans til hamis vestur, og giftu þau sig þá og hófu búskap. Á Sæbóli þjuggu þau svo í 31 ár, eða þar til þau fluttu til Reykja- vílkur árið 1946, og Guðmundur gerðist .starfsmaður Lamdssimams. Síðustu árin bjuggu þau !hjón að Bragagötu 22A hór í Reykjavík. Á búskaparárum siínum að Sæ- bóli margfölduðu þau ræktun jarðarinnar, byggðu upp bæinn og peningaihús öll. Samfara því að Guðmundur var ræktumar- maður var hann mikill félags- hyggjumaður. Honum voru því fljótt falin trúnaðanstörtf í sveit sinni. Hann var í stjórn Kaup- félags Önfirðinga, í hreppsnefnd Mýrarhrepps og í sóknarnefnd Sæbólssófcnar. Hanm staríaði mikið í bændafélagimu Einingu og U.M.F. Vorblóm. Hér í Reykja vík var hann í stjórn Átthaga- félags Ingjaldssands til æviloka og heiðursfélagi þesis. Sem fyrr segir varð Guðmund- ur þeirrar gætfu aðnjótandi, að eignast sérstalka fyrirmyndar- konu að lífsförunaut, og var hjónaband þeirra Ingibjargar og Guðmundar til fyrinmyndar. Þau eignuðust átta börn, einn son og sjö dætur, sem öll eru á lítfi og mannkoastatfólk: Halldóra hústfreyja á Hauganesi á Ár- slkógsiströnd, gift Sigurpáli Sig- urðssyni; Sigurvin bóndi á Sæ- bóli, kvæntur Guðdisi Guð- mundsdóttur; Herdis, hússfreyja að Sfcólagerði 1 í Kópavogi, gift Guðmundi Jónssyn.i; Kristbjörg húsfreyja að Lönguhlíð 23, Reyikjavík, gift Pétri Thomsen; Árný, húsifreyja að Háaleitis- braut 101, Reykjavík, gift Högna Jónssyni; Jensína, hústfreyja að Miðbraut 2, Seltjarnarneisi, gift Hirti Hjartansyni; Guðrún Ágústa, húsfreyja að Hamars- braut 3, Hafnarfirði, gitft Trausta Pálssyni; Ragnheiður, hústfreyja að Hraunþæ 170, Reykjavík, gift Pétri Péturssyni. Afkomendur t Maðurinn minn, Finnur Jónsson, Marargötu 4, lézt að Landakofcsspítalamjm miðvikudaiginn 22. þ.m. Jarðarförin veæður auglýst síðar. Málfríður Kristjánsdóttir. t Jón Jónsson frá Fáskrúðsfirði, verður jarðsiungimn frá Foss- vogskirkju fimmtudagirm 23. október M. 13.30. Jóna Lára Pétursdóttir, Margrét Jónsdóttir. t Öllium þeim, fj-ær og nær, sem sýndu okikur saimúð og hlut- tekiniinigu við anidlát og jarð- airför Sigurborgar Sigurðardóttur, Ekru, flytjum við kærar þafekir og beztu kveðjur. Aðstandendur. t Móðir mín, temigdamóðir og amma, Guðrún Jónsdóttir, Nönnustíg 12, Hafnarfirði, sem lézt í Landisispítalein/uim 18. þ.m., verður jarðsunigin frá Þjóðkirkjumnii í Hatfnar- firði föstudaginn 24. október kl. 14.00. Blóm vmisaimtegast afbeðin. Jón Kr. Gunnarsson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Útför mannjsims miínis, föður okifear, tenigdatföður og afa, Bergsveins Jónssonar, Grundargerði 4, fer fram frá Fossivogskirk j u föstudiaginn 24. oMóber kl. 13.3>0. Þeim, sem vildu mimn- ast hiras llátna, er bent á lifcn- arstotfnianir. Fyrir höind vanxiaonanna, Guðrún Jóbannsdóttir frá Brautarholti. t Ei'ginmaðiur og fa’ðir, Helgi Guðmundsson, prentmyndasmiður, Stóragerði 38, verður jarðsumiginin fró Frí- kirkjuinni föstudaginm 24. þ.m. M. 1.30. Jarðsett verður í Fossvogi. Blóm vinisaimíiega afiþökikuð. En þeirn, siem vildu miminast hims látna, er bent á líkruarstotfniainiir. Svana Óladóttir, Jón Helgason. Guðmundar og Ingibjargar eru nú 79 talsins. Heimili Ingibjarg- ar og Guðmundar stóð jatfnan opið fyrir barnabörnum þeirra, og dvöldu þau mörg um lengri eða skemamri tírna hjá atfa og ömmu, þótt elkki væri á sama tima. Ýmsir aðrir umglingar áttu einnig athvartf á heimili þeirra hjóna, sumir svo mörgum árum skipti, en aðrir styttra. Guðmundur Guðmundsson var mjög vel hagmæltur, að ekki sé fastara að orði kveðið. Orti hann raörg tæfcifæriisfcvæði, sem hljóma létt og ljúf á góðum stundum í félögum þeirn sem hann starfaði lengst í. Hjá Landssímanum vann Guðmundur einkum við ýmis raaktunairstönf, og er mér kumn- ugt að það kunni hann vel að t Immlegar þafckir fyrir aiuð- sýndia samiúð ag vimiarfauig við amdlát og jarðartför eiigimkomiu minniair, móðiuir akkar, tenigda- móðuir ag ömmiu, Karlottu Friðriksdóttur. Sigfús Grímsson, Þórhallur Þorláksson, Jón Sigurðsson, Björg Pétursdóttir og sonardætur. meta, þvi að þar var faann nær móðurjörð en ella. Guðmundur missti konu sina haustið 1965 og nú er hanm sjálf- ur allur, en að baki liggur ævi- starfið tengt ræktun lands og lýðs, og endurborið í mannvæn- legum afkomendum. Blesisuð sé minning þessa mæta manms og hans góðu konu. Jón I. Bjarnason. LEIÐRÉTTING í MINNINGARGREIN UM Jó- hiömmiu Launu Hatfstein, sem birtisit í blað'iniu sl. þnðjudiaig, var hiötfundiarmaifn gireinarimniar misiritað. Gneiniinia sfcritflalðd Inigibjöng Jómsdóittiir taiMmia- feoma. ÞaMaa af alh/ug ölium þedm, sem heiðruðu mdig með gjötf- uim, vimsemd ag fcærieilka á 85 áma atfmiæild mdmu, 16. októ- ber. Guð bieisisd yklkiuir. Kristján Sighvatsson. Starf laust til umsóknar Happdrætti Háskóla íslands óskar eftir að ráða umboðsstjóra nú þegar til þess að veita forstöðu aðalumboði þess hér í Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Happdrætti Háskóla íslands, Tjarnargötu 4 fyrir 1. nóvember 1969. Nánari upplýsingar gefur forstjóri Happ- drættisins, Páll H. Pálsson, sími 14365. Stjórn Happdrættis Háskóla íslands. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 45., 46 og 47. tbl. Lögbi|lingablaðsins 1969 á faluta í Skaftahlíð 9, þingl. eign Jónasar T. Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, mánudaginn 27. október n.k. kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Njörvasundi 11, þingl. eign Svavars Þórhallssonar, fer fram á eigninrii sjálfri, mánudaginn 27. októ- ber n.k. kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. N auðungaruppboð sem auyiýst var í 45., 46. og 47. tbl. Lögbirtingablaðsins 1969 á Steinagerði 9, þingl. eign Guðmundar G. Péturssonar. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar, á eigninni sjálfri, mánudag- inn 27. október n.k. kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.