Morgunblaðið - 02.11.1969, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NOVEMBER 1969
Djilas um Nýju vinstristefnuna:
Flíkin er gömul, hugsjónin óframkvæmanleg
Eftirfarandi grein eftir júgó-
slavneska rithöfundinn Milov-
an Djilas birtist nýlega í Inter-
national Herald Tribune, og
birtist hér eilítið stytt. Djilas
hefur sem kunnugt er margsinn
is setið í fangelsum í heima-
Iandi sínu fyrir skrif sín um
kommúnisma allt frá 1956.
Hann býr nú í Belgrad, og þar
er þessi grein rituð.
Enginn varð sérlega undr
andi á því að uppreisn yngri
kynslóðarinnar á árinu 1968,
aem fór eins og elduir um siiniu
um háskóla Evrópu og Am
eríku, hefði í för með sér and-
spyrnu og áhyggjur meðal
þeirira, sem gæta eiga þess að
röð og regla sé á þjóðfélaginu,
svo og meðal þeinra manna, sem
boða þá kenningu að breyting-
ar eigi að verða með umbótum
en ekki byltingu.
Ekki kom það heldur á óvart
að meirihluti hinna opinberu
kommúnistaflokka var andsnú-
inn þessari uppreisn. Það litla,
sem er atf Maorxismia meðal
hinna ungu uppreisnarmanna
er laust við hin Moskvu-
kenndu, skrifstofubáknslegu og
jafruvel Leninistísku „frávilk“,
En þetta er aðeins aukaástæða
til andstöðu kommúnista við
skoðanir og aðferðir hinna ó-
ánægðu í hópi unga fólksins.
Meginástæðuna er að finna í
þeirri staðreynd, að kommún-
istaflokkar Austur-Evrópu eru
bólverk þjóðfélagsskipulags
skriffinnskunnar og einhyggj-
unnar og flokkarnir á Vestur-
löndum, — einkum í Frakk
landi og á ftalíu (hinir bveir
einiu, sem nokkra þýðimgu
hafa), sem ekki geta lengur af-
neitað trúflokkseðh síniu, telja
að breytingum verði því aðeins
á komið að þeim takist að teragj-
ast hinni tæknilegu framfara-
þróun í löndum sínum.
AÐRIR FAGNA
Uppreisniinni vair hins vegar
fagnað af Trotskýsinnum, Maó
sinnum og Castro-sinn-
um, stjórnleysiskommúnistum,
vonsviknum Stalínistum og alls
kornair mencnita — og setuistotfu-
byltingarmönnum. Þeir vermdu
sig snemma við byltingareldana
enda þótt þeir hefðu ekki næg-
an vind til þess að halda þeim
lifandi. Þeir létu blekkjast af
þeirri kredduitirú að „kapítal-
isminin" væri orðinin þrumgiinin
byltingarstraumum og neituðu
með öllu að gera sér grein fyr-
ir því, að beiting valds og
einkaréttinda í „sósíalisman-
um“ haifði gert þeirra eigin
byltingu að engu.
Og á meðan stjórnmálamenn
og hugsuðir voru önnum kafn-
ir við að ráða fram úr vanda-
málum, sem sköpuðust af ó
kyrrð í háskólum og á götum-
um, flýttu þeir, sem lifað höfðu
af fyrri byltingar. sér að
smjaðra fyrir hiniuim umgu upp-
reisnarmönnum og reyna að
verða eins konar samnefnari
þeirra. Á annan hátt hefðu mál
in ekki getað æxlazt. Á sama
hátt og hljóð í skóginum vek-
u-r athygli veiðimammsinis, veld-
ur tilhugsunin ein um byltingu
ánægjutilfinningu með gamia
byltingarmanninum, en einnig
kvíða um að hann kunni að
missa af byltingarjámbraut-
inni, sem flytja á hann til
valda, á vit mannúðar, friðar
og jafnréttis.
TRÚIN Á MANNÚÐINA
Hin nýja bylting hinna ungu
er hin fyrsta, sem ekk'. átti upp
haf sitt í heilabúi einhvers
snillings, ellegar einhverri mið-
stjórn, heldur í andstöðunni
við skriffinnsku og neytenda-
efnishyggju, andstöðu við hugs
anlega kjarnorkustyrjöld og
þá staðreynd, að ekki hefur
tekizt að finna lausnir á hug-
myndafræðlegum, þjóðlegum
og siðferðislegum vandamálum
né heldur kynþáttavandamál
um.
Upphaf hreyfingarinnar verð
ur ekki rakið til stjómmála
heldur fremur til meginneglu
utainigarðstrúarininair og trúar á
mannúðina meðal hinna ungu.
Utangarðsstefna í klæðaburði,
siðgæði og hefðan varð tákn
mótmælaforms gegin ríkjandi
opinbeirum skoðunuim. En þessi
tegund mótmæla átti ekki
langa lífdaga, því að hugmynda
fræðin hélt innreið sína í hreyf
inguna.
Þrábt fyrtr þá Staðreynid, að
utangarðsandi sá, og trú á
mannúðina sé hvað mest skap-
andi afl hinna óskipulögðu mót
mæla hinna ungu í dag, reyn-
ist barátta ungra menntamanna
fyrir því að gera þau að veru-
leika vera götótt og skamm-
vinn. Þegar þessar óskipulögðu
hreyfingair verða að huigmyndia-
fræði'legum- og stjómmálaleg-
um hreyfinigum, hafla þær tiiL—
hneigingu til þess að glata upp-
runalegum eiginleikum sínium
og stefnumiðum.
Sé hreyfing gerð að hálfgild-
ings stofnun verður tilhneiging
til varúðar, hrossakaupa, og
kreddukenninga. Þetta er ein-
mitt það, sem gerðist varðandi
unga fólkið er leiðtogarnir
tóku að fella hugsjcnastefnu-
miðin í fast mót. Það, sem meira
máli skiptir, er að hinni nýju
kynslóð byltingarmanna tókst
ekki að koma sér upp neinum
nýjum áætlunum, sem gætu á
áhrifamikinn hátt tekizt á við
vandamál nútímaheimsins, held-
ur tóku þeir upp byltingar-
stefnumið og hugsjónir liðins
tíma þess í stað.
Það er mjög miður að hinum
ungu uppreisnarmönnum á Vest
urlöndum hefur verið valið heit
ið „Nýja vinsbristefnan", því
það nafn inniber að þeir hafi
komið í stað „Gömlu vinstri-
stefnunnar" og hinnar mis-
heppnuðu hugmyndafræði henn
ar, með ný og áþreifanleg stefnu
mið. En þetta er einmitt það,
sem þeim mistókst að gena. Nýja
Milovan Djilas
vinstristefnan hefur ekki kom-
ið fraim með neitt nýtt; hún hef-
ur aðeins lofað að vera trúrri
en sú fyrri við hima gömlu hug
sjón. Og sú hugsjón, fullkomið
(kommúniskt, stjórnleysingja)
þjóðfélag, er óbneytt.
Enda þótt því verði ekki neit
að, að hin Nýja vinstristefna
vakti margar blundandi samvizk
ur og olli gerjun varðandi ým-
is þjóðfélagsmál innan hinnar
gömlu þjóðfélagsbyggingar (Vi-
etnam-styrjöldin, sambúð kyn-
þátta, endurskipulagningu há-
skóla), er andi Nýju vinstri-
stefnunnar gamall. Hann snýst
við nýjum vandamálum með ó-
starfhæfri hugmyndafræði, sem
er arfleifð liðins tima.
Þessd mikilvæga spurning um
hugmyndafræði verður á engan
veg auðveldlega leyst. Þeir,
sem halda því fram, að veik-
leiki Nýju vinstristefnunnar
stafi af skorti á ,heilbrigðri“
hugmyndafræði, hafa á röngu
að standa. Engum hefur nokkru
sinni tekizt að „byggja upp“
hugsjón. Hugsjón eða hugmynda
fræði er endanleg niðurstaða
margra þátta sem að lokum
renna saman í einn í hugar-
heimi einhvers snillings. Hún
er sérstaklega óframkvæmanleg
í heimi, sem daglega breytist
á svo fjölbreyttan og stórbrot-
inn hátt að orð fá ekki lýst.
Það er ekki lengur hægt að
skýra nútíma þjóðfélag — frem
ur en manninn og efnið — með
skilgreiningurrí 18. og 19. aldar,
né heldur með einföldum eftir-
öpunum þeirra. Hið sama á við
um uppreisn hinna ungu, sem
s'.aifar aif kj arnorkuöldiinini og
vandamálum líðandi stundar og
ekki er hægt að fella að hug-
myndum og hugmyndafræði 19.
aldarinnar. Ef mögulegt væri að
vekja þá Marx og Bakunin upp
frá daiuðiuim nú, er ljóst að hvor-
ugur þeirra ynði Marxisti eða
stjórnieysinigi. Þjóðffélaigsbreyt-
inig er skapandi rás, ekki etftir-
líkinig.
Það hefur verið sagt um
Bandaríkin að „nútímakynslóð
ungs fólks í háskólum okkar er
hin bezt upplýsta, gáfaðasta
og hugsjónafyllsta sem þetta
land hefur nokkru sinni átt.“
Hið sama á við um unga, evr-
ópska menntamenn, bæði í
„kapítalískum“ og „sósíalískum"
löndum. En þegar rætt er um
hina ungu uppreisnarmenn, er
ekki hægt að komast hjá því
að koma auga á hinar ófrjóu
kreddukenningar, sem þeir
íþyngja sér með, og hindra
þannig fæðingu líklegra, nýrra
hugmynda og áætlana.
MISMUNANDI UPPTÖK
Erfiðleikar þeir, sem hinir
ungu uppreisnarmenn eiga í
varðandi að uppfylla stefnumið
sín, eru enn flæktir af þeirri
staðreynd að hin gamla hug-
myndafræði er jafnan túlkuð á
ýmsan hátt, og fer þar eftir
hvert landið er og hversu stjórn
in þar er. f hinum svonefndu
neyzluþjóðfélögum Vestur-
landa er ekki beinlínis hægt að
segja að hinir ungu uppeisnar
menn verði upprifnir yfir hin-
um „hugsjónalegri“ kreddu-
kenningum og Útópíudraumum,
þar sem fólkið er ekki lengur
kúgað af hungri, atvinnuleysi
eða ein ok um e i rusf lokkskerfis. í
Júgóslavíu voru einnig kreddu
hópar „húmanískra“ Marxista
og jafnréttisprédikara, samhliða
þeim, sem kröfðust betri fram-
leiðsluþátta og aukins stjóm-
legs frelsis.
En í Austur-Evrópu almennt
birtust mótmæli ungra manna,
ef þau leyfðust á annað borð
(í Tékikósilóvakíu, Póllamdi, með
al sovézkra menntamanna, og í
Júgóslavíu) fyrst og fremst í
kröfum um aukið freisi og lýð-
ræði. Ungt fólk í þessum lönd-
um var að leita þess. sem jafn-
ingjar þess á Vesturlöndum
tóku sem sjálfsögðum hlut.
Það er því engin tilviljun
að Rudi Dutschke, hinn slótt-
ugi endurreisnarmaður „hins ó-
spillta" Marxisma, var litinn
h<xnniaiugia af stúden tuim í Prag;
að Daniel Cohn-Bendit minnist
ekki einu orði á atburðina í
Tékkóslóvakíu í bók sinni
„Hinn úrelti kommúnismi", og
að leiðtogi tékkóslóvakískra
stúdenta, Kavan, sagði: „Fyrir
okkur eru það hin sígildu, al-
mennu borgararéttindi, sem
hafa úrslitaþýðingu. í sósíölsku
þjóðfélagi er málfrelsi, prent-
frelsi, fundafrelsi og samtaka-
frelsi nauðsynlegt af fólkið á
yfirleitt nokkur völd að hafa.
„Ég hefi oft sagt vinum á
Vesturlöndum að við séum að-
eins að berjast fyrir smáborg-
aralegum og lýðræðislegum rétt
induim. En einihvern vegtnm er
það svo, að ég á erfitt með að
greiina á milli kapítalísks frels-
is og sósíalsks frelsis'.
En enda þótit stefimuimiðiin
séu ólík í Austri og Vestri, stafa
mótmæli hinna ungu í heimin-
um frá einum samnefnara: Nýrri
og víðtækari þekkingu og fram-
förum í menntamálum sem á sín
um tíma hljóta að verða til þess
að hiniir ungu komast í tæri
við tæknii og efnahagsmál. Það
er kaldhæðnislegt að hinum
ungu skuli ekki hafa tekizt að
beita þekkingu sinni á þann
hátt, sem þjóðfélagið krefst.
Tæknibyltingin hefur orðið svo
Skyndileg, fjöldi mienmtaimiaininia
hefur aukizt svo gífurlega að
hvorki menntamennirnir né þjóð
félag það, sem þeir eiga að
leggja til, hafa getað vanizt
breytingunni né skilið hvort
annað.
NÝ TEGUND VERKAMANNA
Þessir grundvallarþættir þjóð
félagsins — verkamern, stéttir,
eignir — hafa einnig þróazt og
breytzt svo mjög, að þeir verða
ekki lengur skilgreindir á hinn
hefðbundna hátt. Enda þótt eng
ir möguleikar séu á því, að
hversdagsstritið hverfi, er aug
ljóst að störfum þeim í iðnaði,
sem unnin eru með höndunum,
fer stöðugt fækkandi. Verka-
mannastéttin hefur að miklu
Framhaid á bls. 11