Morgunblaðið - 23.11.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓV. 1069 Aldarminning: Prófessor Sigurður Magnússon Prófessor Sigurður Magnússon fyrrum yfirlæknir á Vífilsstöðum var sonur merkis hjónanna Magnúsar prests Jónssonar í Laufási og konu hans Vilborgar Sigurðardóttur. Jón Magnússon fyrrum forsætisráðherra var bróðir hans. Systur hans voru: Ingibjörg kona Björns prests í Laufási og Sigrfður, sem í ára- tugi var hjúkrunarkona í Vífils staðahæli. Þar kynntist ég henni og dáði hana mjög vegna fá- dæma ósérplægni og stakrar um hyggju hennar fyrir sjúklingum sínum. Próf. Sigurður lauk embættis- prófi við Hafnarháskóla. Að því loknu var hann 1 áir kennari við læknaskólann, en fór þá aftur utan og vann síðan 4ár í sjúkra húsum í Danmörku Danir voru þá, eins og raunar siðan, í röð fremstu þjóða í menningar og heilbrigðismálum. Það sýndi sig meðal annars í því, að berkla- dauði var hvergi lægri en þar. Próf. Sigurður var því óvenju vel menmtaður og æfður læknir að lokinni döl sinni í Danmörku Áíslandi voru heilbrigðismál og öll afkoma miklu lakari en í nágrannalöndunum. Berklaveik- in hafði allt frá landnámstíð bor izt hingað öðru hverju, en strjál býlið og litlar samgöngur dregið úr útbreiðslu hennar. Alls konar óáran hafði um aldir þjakað þjóð ina. A síðari hluta 19. aldar er einokun að fullu aflétt og stjóm arskrármálið eins og kunnugt er til lykta leitt. Viðskipti og fiskveiðar aukast. Smábændur, hjú og framgjamir unglingar una ekki lengur glað- ir við sitt. Fjöldi fólks flytur bú- ferlum til Ameríku og fólk streymir úr sveitum f kaupstaði og sjávarþorp. Hin mikla mann- fjölgun á þessum stöðum hafði eðlilega í föir með sér stopula atvinnu, ófullkomið húsnæði, hörgul á mjólkuirmat og fleiri nauðsynjum. Þetta skaðaði ákjós anlegustu skilyrði fyrir berkla- veikina, enda breiddist hún svo ört út fyrir og eftir síðustu alda- mót, að til stórvandræða horfði. Sjúkrahús vom fá og fullsetin. Víða urðu því fárveikir smitandi sjúklingar að hýrast í heimahús- um. Auðvitað reyndu læknar eftir föngum að hjálpa þessu fólki og kenna því sóttvamir. Guðmundur Bjömsson land- læknir, próf. Sigurður Magnús- son, og fleiri læknar skrifuðu fjölda blaðagreina og ritlinga um sóttvarnir, einkenni og meðferð berkla. Danskir Oddfellowar höfðu reist og gefið landinu Laug amesspítala. Guðmundur Björns son flutti erindi á fundi Odd- fellowa í Reykjavík og lýsti því hvemsu brýn nauðsyn væri að reisa berklahæli hér á landi. í þessum félagsskap voru margir helztu framámenn þjóðarinnar. Undirtektir voru góðar og sam- þykktu Oddfellowar að beita sér fyrir stofnun heilsuhælisfélags. Áirið 1906 var félagið stofnað með þátttöku áhugamanna um allt land og vaar því líkt í snið- um og SÍBS er nú. f maí 1909 er hornsteinn lagður að Vífils- staðahæli og í september næsta ár tekur það til starfa.Sökum hæfileika sinna, áhuga á berkla vömum og langrar vinnu í dönsk um sjúkrahúsum og berkladeild- um, var próf. Sigurður Magnús- son sjálfkjörinn yfirlæknir hæl- isins. Við mikla erfiðleika var að etja Heilsuhælisfélagið artn- aðist rekstur hælisins fyrstu ár- in. Félagið var févana og því ó- hægt um allar framkvæmdir og umbætur. Hælið rúmaði 70—80 sjúklinga, það reyndist allt of lítið, jafnvel þó að sumir sjúkl- ingar reyndu með ýmsu móti að hliðra sér hjá að fara í hæli og aðrir vildu fara þaðan of snemma. Stafaði þetta meðfram af því, að sjúklingar áttu að greiða dvalarkostnaðinn sjálfir, en viðkomandi sveit ef þeir gátu það ekki. Hvorugur þótti kostur inn góður. Yfirlæknirinn mun í fyrstu hafa verið að mestu eini læknir hælisins. Sigurður Magnnssou prófessor. Með tilliti til sjúklingafjöld- ans og heilsufars þeirra, er auð- sætt, að yfirlæknisstarfið hefur verið sérlega erfitt og tímafrekt Próf. Sigurður reyndist þó öll- um þessum vanda vaxinn. Ríkið tók eftir fá ár við rekstri hælisins, þó að útlát þess væru naum, var það til bóta. Sjúklingum í hælinu var smám saman fjölgað með því, að flytja starfsfólk úr hælinu. Árið 1921 voru samin ný berklavarnarlög, sem voru að mörgu leyti mjög til fyrirmyndar. Þar var meðal ann ars ákvæði að berklasjúklingar skyldu njóta ókeypis sjúkrahúss og hælisvistar svo lengi sem þurfa þætti. Lög þessi voru sam in að fengnum tillögum milli- þinganefndar. f henni áttu sæti próf. Sigurður Magnússon, próf. Guðmundur Magnússon, og Magnús Pétursson, bæjarlæknir Heilsuihælin eru uipprunnin í Þýzkalandi. Meðferð sjúklinga í Vífilsstaðabæli var sniðin eftir þeim reglum, sem bezt höfðu reynzt í Danmörku og Þýzka- landi. Allmargir sjúklingar komu fyrstu áratugina í Vífilsstaði úr þröngum og loftlitlum íbúðum. Sumir þeirra höfðu haft óhent- ugt fæði og voru örmagna af þreytu og áhyggjum. Ef veiki þeirra var ekki á slæmu stigi, var oft furðulegt hvað heilsa þeirra batnaði fljótt og vel við vel skipulagða hvíld, kjamgóða fæðu, góða loftræstingu og aðra heilsurækt. Á öðru ári hælisins hóf próf. Sigurður tilraunir með loftbrjóstmeðferð. Aðgerð þessi var þá að byrja að ryðja sér til rúms Hún er fólgin í því að dæla lofti utan um lunga, til þess að þrýsta saman skemmdum í því og hvíla það. Uoftbrjóstmeðferðin vair síðan notuð við alla smitandi sjúklinga þar sem tiltök þótti að koma henni við. Arið 1938 siðasta árið, sem próf. Sigurður starfaði á Víf ilsstöðum, útskrifuðust þaðan 125 sjúklingar, þar af höfðu 51 fengið loftbrjóstmeðferð. Allir voru þessir sjúklingar smitandi fyriir aðgerð og enginn sjúkling Ur var sendur smitandi af hæl- inu, nema til aðgerðar á öðmm sjúkrahúsum. Búast má þó við, að einhverjum þessara sjúklinga hafi hiekkzt á síðar, en fullvíst eir, að langflestir þeirra fengu fullan bata, enda margir þeirra enn á lífi og vinnandi. Árið 1916 voru röntgentæki sett upp í hæl inu. Þau voru ómissandi, til þess að gera sér fulla grein fyrir út- breiðslu veikinnar og til að fylgj ast með loftbrjósti, svo að loftið yrði hvorki of né van. Árið 1916 voru ljósböð Níelsar Finsen tek- in í notkun í hælinu. Þ?.u voru óheppileg við lungnaberklum, en urðu uppistaðan í meðferð berkla £ kirtlum, liðum og beinum, þó að oft þyrfti að gera skurðað- gerðir jafnhliða. Ríkt var geng- ið eftir, að sjúklingar lærðu ýmsar varúðarreglur í umgengni sinni við heilbrigða. Enginn vafi er á því, að margir þeima fluttu heim með sér heilsusamlegar negl ur, setn þeir höfðu lært í hæl- inu. Próf. Sigurður hafði glöggt auga fyrir umhverfi hælisins. Framhald á bls. ZS tr 3 o 0c & o 3 C3 WJk Madurinn frá KUBA? Nei, þessi maður hér að ofan er fra Kúbu, eins og á Havana vindlinum og öðru má sjá. Þér haldið kannske, að maðurinn frá KUBA sé eitthvað svipaður þessum náunga, en því fer þó víðs fjarri. KUBA verksmiðjurnar (KUBA-Imperial GmbH.) eru nefnilega í Vestur-Þýzkalandi og hafa verið þar síðastliðna hálfa öld, þannig, að Castro kemst trúlegá ekki með krumlurnar í þau mál á næstunni. KUBA verksmiðjumar eru m. ö. o. meðal elztu og reyndustu verksmiðja í Evrópu, hvað varðar framleiðslu sjónvarps- og útvarpstækja, og með því, að KUBA-Imperial GmbH. er nú í eigu General Electric samsteypunnar í Bandaríkjunum, má segja, að í KUBA fari saman það bezta frá Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum á þessu sviði. KUBA vörumerkið er því trygging yðar fyrir afburða góðri, vandaðri og fullkominni vöru. Kaupið KUBA, það borgar sig. 3JA ARA ABYRGÐ EINKAUMBOÐ FYRIR KUBA SJÓNVARPS- OG ÚTVARPSTÆKI Laugaveg 1Q - Slml 10102 - Reyklavfk Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.