Morgunblaðið - 03.12.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1-969 * Fa /BtL.lLEIGAX áLunz MAGNUSAR 4K1PHDLTI 21,>íMAfi 21190 eftír lokun simi 40381 HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 mareia-VW svefnvagn VW 9maana-Landtovef ímanna Bezta augiýsingablaðið IV BÍLAR Úrvail af ivotuöom bíkim. Einstakt tækifæo til afi eign- ast bíí gegn veðskufdatxéfi. Rambler Amencan 1968 Rambler Ambassador 1966 Plymouth Beteedere 1966 Chevrotet Chevy II 1966 Ranrbter Ctessíc 1965 PtyrrwHiíh Fury 1966 Ford Consul 1960 Rússajeppi 1956 Peugeot 1964 Rambter Ctessíc 1963. Munið hin hagstæfiu kjör. 0 Rusl við kvöldsölustaði „Sælkeri" skrifar eftirfarandi bréf: „Mér þykir Is mjög góður og legg því oft leið mína á kvöldin á staði, sem hafa slíkan varning á boðstóLum. Fer ég með hann heim og narta í hann á meðan ég les mína kvöldsögu. Eitt er þó, sem gerir mér gramt í geði 1 sam bandi við þessar innkaupaferðir mínar, en það er ruslið, sem blas ir viða við manni við sölustað- ina. Þar ægir saman bréfarusli, tómum pokum og ísformum, sem kaupandinn hendir frá sér, þegar hann hefur lokið við inni- haldið. — Það gefur auga leið, að menn, sem kaupa ís, vilja ógjarna stinga tómu formunum í vasann, eða hafa þau meðferðis þar til hægt er að Losna við þau á viðeigandi stað. En viða er þess þörí, þar sem engin ruslafata er við flesta sölustaðina. Nú er það tillaga min, Velvakandi góður, að þú komir þvi á framfæri við íssölustaðina, að þeir setji upp vel merktar ruslafötur fyrir utan hjá sér. Það gætu verið kassar af svipaðri gerð og þeir, sem víða eru i Miðborginni. En ef eigend- urnir sjá ekki sóma sinn í því, legg ég tfl að þeim verði gert að skyldu að setja upp slika kassa. Gangstéttin eða gatan má ekki vera eini staðurinn, sem fólki er boðið upp á að losa sig við rusl. — Sælkeri." Skrílstofustjórastoða Staða skrifstofustjóra i röntgendeild Landsprtalans er laus til umsóknar frá 1. janúar 1970. Bókhaldsþekking nauðsynleg. Laun samkvæmt 16. flokki Kjaradóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnamefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 10. desember n.k. Reykjavík, 1. desember 1969. Skrifstofa ríkisspitalanna. 4ra herb. íbúð - Hagstætt verð Til sölu 4ra herb. íbúð í smíðum í Breiðholti. Útborgun kr. 185 þúsund. ÍBÚÐA- SALAN GISLI OLAFSS. ARNAR SIGURÐSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36349. f Börnin í strætisvögnunum Hér er bréf frá „Árbæjarbúa": „Ég er einn þeirra, sem ekki á bíl, eða ek um á ríkis-, borgar-, forstjóra- eða SÍS-bíl — og nota því enn okkar góðu, gömlu stræt- isvagna. Eru það í raun og veru hin ágætustu farartæki, þótt þar sé stundum þröngt á þingi á mesta annatímanum. Segja má að allir eigi að hafa sama rétt 1 strætisvögnunum, en ég er nú svo gamaldags að mér finnst það ekki. Fólk við aldur á að hafa meiri rétt á sætum en aðrir, kannski ekki lagalegan en sið- ferðislegan, Nú vfll það oft verða svo, að börn og unglingar þyrpast fyrst inn í vagnana og ryðjast þá stundum fram hjá eldra fólki og leggja undir sig sætin — og sitja sem fastast þótt fótlúið roskið fólk standi við hlið þeirra. Nú segja margir að þetta sé frekja í unglingunium og er ég sammála því, en hverjum er um að kenna? Hvað skyldi oft hafa verið brýnit fyrir börnunum heima hjá þeim, að þau ættu að stamda upp fyrir fullorðnu fólki í strætisvögnum? Bezt er að hver svari fyrir sig. Og hvað skyldu margir í stræt- isvögnunum vekja athygli barna og un.glinga á þvi að eftirláta öldruðu fólki sæti sin? Ég hef mjög sjaldan orðið þess vax og þá venjulega I þessum tón: „Þú, þarna strákur, lofaðu gömlu kon unni að sitja.“ Börnum verður ekki kennd kurteisi með slíku ávarpL og það særir sumt gamalt fólk að vera nefnt „gömul kona“ eða „gamall maður“. Meiri nær- gætni er að kalla það fullorð ið eða roskið. Jæja, Velvakandi minn, ég er nú kannski orðinn gamall, en þetta vildi ég segja þér. — Nýr ArbæjarbúL“ 0 Leiðrétting frá Óla „Kæri VelvakandL í Morgunblaðinu í dag (28. nóv.) birtist bréf, sem ég skrif- aði þér nýlega um umferðarljós- in. Ég reyndi að hafa bréfið eins stutt og mér var mögulegt, en vildi jafnframt hafa það svo skýrt og skflmerkilegt að allir gætu skilið það. Nú vfldi svo flla tfl við prent- un, að ein setningin féll niður, og getur þetta orsakað leiðan mis- skiLning ef einhver les það. Málsgreinin átti að vera svona.: „Þegar göturnar breikka og umferðin vex, hafa verið settar sérstakar akreinar fyrir vinstri beygjur. Og þá oft einnig sér- stök ljós fyrir vinstri beygjur, en það eru grænar örvar sem benda tfl vinstrL" Ég vonast tfl að þú takir þetta til athugunar, og birtir leiðréttingu ef einhver gerir at- hugasemd við bréfið. Kær kveðja Ó1L“ Shrífstofustúlha óshast til starfa við gróið fyrirtæk. Þarf auk vélritunar og almennra skrifstofustarfa að geta annast bréfaskriftir á ensku og einu Norðurlandamáli. — Góð laun í boði. Tilboð sendist blaðinu fyrir 10. þ.m. merkt: „Bréfritari — 8729". Afgreiðslustúlka á veitingastað óskast frá og með 15. desember n.k. Upplýsingar óskast sendar um aldur og fyrri störf til Mbl. merkt: „Lipurð — 8003". ILEITAÐ SMNLEIKMUM eftir RUTH MONTGOMERY Með formála eftir HAFSTEIN BJÖRNSS0N Hafsteinn Björnsson miðill segir í formála um höfundinn Ung að árum kemst hún í kynni við spíritismann. Hún fer að sækja miðilsfundi og setur sig aldrei úr færi um að kanna til hlítar, það sem þar gerist. Hún er lengi mjög vantrúuð, berst við efann og gerir allt til að koma upp þeim svikum, sem hún taldi sig verða fyrir. en allt kemur fyrir ekki. Henni er beinlínis sagt, að hún hafi sjálf dulræna hæfileika, og ef hún aðeins hlýði og geri það. sem henni sé sagt að gera, þá sanni hún til. Og hún lét undan og fór að skrifa, og árangurinn er þessi bók — að vissu leyti. En hún segir líka frá mjög merkilegum hlutum, er áttu sér stað í samstarfi hennar og ameríska miðilsins Arthurs Ford. Ennfremur segir Hafsteinn miðill: Ég fagna þvi. að þessi bók hefir komið út í íslenzkri þýðingu. \ Bókaúigáfan FÍFILL wVOKULLH.F. Chrysler- umboðið Hríngbraut 121 sími 106 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.