Morgunblaðið - 03.12.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1969 19 Sjötugur Árni Guðmundsson læknir MEÐ LJÚFUSTU minningum bernslkiu minnair eru geymdar myndir a.f Ingibjörgu og Áma læikni á Akureyri. Bftir hinn míkla og algera húsbruna á Möðruvöllum í 1. v. vetrar 1937 íóru foreldrar mínir til Akur- eyrar og höfðu þar vetursetu. Tókust þá ævinlegar tryggðir með þeiim og Árna lækni og fjöl- skyldu hans. Voru þau lítið eitt kunnug Árna frá síkóladögunum í Lækjargötu, en hann las þó lengst af utanskóla og varð stúdent 1925, ári síðar en þau. En Ingibjörg (fcona hans var Sunnlendinguir sem þau og hafði verið um árabil í Reykjavík. Var því margs skylds að minn- ast og um að ræða. En öllu öðru fremur var þó girundvöllur vin- áttunnar samhygð og hjálpsemi læknishjónanna, sem stóð eigi aðeins þennan vetur, en þraut aldrei — eins og það, sem stend- ur rótum í skilningi hins góða. Hvenær, sem mest var, í sorg og gleði, voru þau læknishjónin fyrst á vettvang. Minningar Okkar systkinanna um þessa nákomnu vini bernsku heimiliisins á Möðruvöllum verða efcki raktar hér. Bæði vegna þess, að þær er vandi að tjá á prentuðu rnáli og af því, að þær eru aðeins persónulegt undirspil að því ljóði, sem hjart- að geymir, helgiletur hugans, sem kemur fram í dag í falleg- um hendingum — á sjötugs- afmæli Áma læknis. Hann er fæddur á Lóni 1 Keldúhverfi 3. des. 1899. Voru foreldrar hans hjónin Guðmund- ur B. Árnason bóndi að Lóni, en síðar bæjarpóstur á Akur- eyri, og Svava Daníelsdóttir pósts frá Ólafsgerði í Keldu- hvarfi, Jónssonar. Árni ólst upp í fögru umhverfi fjölbreyttrar náttúru og í náinni snertingu við lífsbaráttu ís- lenzkrar alþýðu. Á skólaárunum var hann m.a. sauðamaðlur á Fjöll unum. Tók hann stúdentspróf utaníikóla hálf-þrítugur og mun hafa hlotið að verja meiri tíma til annarrar vinnu en lestrar, eins og eiklki var óaigengt um námfúsa, fátæka sveitapilta. En vegna áhuga hans á náttúrufræð um var það hlutskipti honuim léttara en ella, og síður eftirsjá í ólífrænni slkólasetu. Skal þó sízt dregið úr því, að leið hans var erfið og því aðeins fær, að hann var gæddur milklutn mann kostum, stilltur og stefnufastur, en snernma þroSkaður til a@ una því, sem var og vita hvernig hann vildi að lífið yrði. Eftir stúdentsprófið varð hann enn að sætta sig við örlögsíma verðandinnar, hann hugði á nám í náttúruvísindum í Kaup- inhöfn, en á þeim árum gat að- eins einn íslenzfbur stúdent fengið styrk í þeirri veru. Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum fór til Hatfnar, en Árni lagði stund á þá háskólagrein, sem sikyldust var, læknisfræðina. Varð hann kandidat 1932 og fór þegar til framihaldsnámis í Dan- mörku, þá kvæntur fyrir þrem- ur árum Ingibjörgu Guðmunds- dóttur bónda í Hellnatúni í Neðri-Holtaþingum, Hróbjarts- sonar. Vorið 1933 fluttust þau hjónin til Akureyrar, þar sem Árni hóf almennar læikningar ásaimt að- stoðarlæknisstörtfum á spitalan- um, en yfirlæknir þar var hann frá hausti 1935 til jafnlengdar 1936. Þá var hann staðgöngu- maður héraðslæknisins í Akur- eyrarhéraði (Eyjatfj.sýsflu út að Fagraskógi) þann vetur, en sett- uir héraðslæknir allt árið 1937. Var hann síðan læknir á Akur- eyri, á spítalanum og utan, til haustsins 1954, er hann tók stöðu röntgenlæknia á Landspítalan- um og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann hefur jafnframt haldið stofu síðan. Heimili þeirra hjóna, sem lengst stóð að Bjartmastíg 9 á Akureyri, en syðra að Barða- vogi 20, er fallegt. Er þar eitt með öðru, drenglund, tfiræðin og híbýlaprýði. Árni læknir er einn hinn fjölfróðasti maður utan sinnar eigin greinar. Áhugi hans og þekking í húmaniskum fræð- um yfirleitt, víðtækur lestur og frábært minni gefa persónuleiika hans þá fyllingu, í hæð og dýpt mannlegs færis, sem tvímæla- laust er óvenjuleg. Vegna ann- ríkis kaupstaðarlæknisins hetfur hann eklki getað lagt þá stund, sem hann vildi á gömlu etftirlæt- isgreinina, náttúrufræðina. En fjölbreyttan gróður hetfur hann ræktað við hús sín, ferðazt eftir föngum og þá oft notið friðsæll- ar fegurðar við bergvatnsárnar. Þau hjónin eiga 4 börn, sem ölll eru fædd á Akureyri, nema eldri sonurinn, Guðmuindur Örn ákógfræðingur. Hin eru: HaUkur læknir, Þórunn ljósmóðir og hús firú í Reýkjavík og Svava, ung- írú í foreldrahúsum. Eru þau systkinin hreinlynd og mann- kostafóltk eins og foreldrarnir. Er einkum sérstakt gleðiefni að synirnic völdu hvor sína vís- indagreinina, sem föður þeirra eru kærastar. Það er svo margt, eem kemur í hugann á tímamótum svo góðls og merkss vinar. Þar bregður fyrir einni myndinni atf ann- arri, þær koma í hendingum allt frá bernsiku, og verða að því Ijóði, sem fegrar lítfsskilninginn, af því að þær eru frá svo góðum manni. Fyrir alllt ljúfar þakkir fjöl- skyldunnar, sem einu sinni var á Möðruvöllum. Og óákir allrar blessunar. Ágúst Sigurðsson í Vallanesi. Hann verður að heiiman í dag. Ég þaklka ljúft þá liðnu tíð í lífsinis sjúkdóms stríði, mér náðarsól Guðs birtist blíð sem barn ég engu kvíði, því Drottinn stendur stýrið við í stormi lítfs og gleði og altatf sendir englalið mér inn að sjúkrabeði. Það enginn læknir er sem þú á ævi minnar vegi, þín hógværð blíð og hreina trú í heimi bregzt mér eigi, þú hlusta 'kannt á hjartans mál með harðar sjúkdóms þrautir og leiðir bæði líf og sál svo ljúft á hreinar brautir. Til hamingju með helgan dag þó hæfcki áratugur, þú bugast ei né brestur lag svo beint þinn stetfni hugur, að kenna, vinna, læknislist svo ljúft á hverjum degi, í starfi fyrir konung Krist á kærleilksríkum vegL Beztu hamingjuóskir með af- mæflisdaginn og þaifcfclæti fyrir góða læknishjálp. Aðsetur Landgræðslu- og náttúru- verndarsamtaka Islands er fyrst um sinn að LÁGMÚLA 9, Reykjavík. Sími samtakanna er 82230. Raflögn Höfum opnað verzlun að Tryggvagötu 26, sími 16459. Höfum á boðstólum útiljósasamstæður á svalir og til skreyt- ingar, Inniseríur og litaðar perur og allt efni til raflagna. SINFÓNlUHLJÓMSVEIT ÍSLAIMDS Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 4 desember kl. 21.00. Stjórnandi: Alfred Walter. Einleikari: Marc Raubenheimer. Flutt verða verk eftir Mozart, Kalabis, Schumann og Hindemith. Aðgöngumiðar I bókabúð Lárusar Blöndal og bókaverzl. Sigf. Eymundssonar. Skólatónleikar fyrir Háskólastúdenta, Menntaskóla-, Kvenna- skóla-, Kennaraskólanemendur o. fl. í Háskólabíói föstudag- inn 5. desember kl. 14.00. Stjórnandi: Alfred Walter. Einleikari: Marc Raubenheimer. Flutt verða verk eftir Mozart og Schumann. Aðgöngumiðar í skólunum og í bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2 og við innganginn. Tilkynning fil viðskiptamanna l byrjun ársins tók sú regla gildi, að I viðskiptum skyldu kröfur og reikningar greindar í heilum tug aura. Að liðnum reynslutíma er tímabært að reglan nái skilyrðis- laust fram að ganga við peningastofnanir. Því hafa bankar og sparisjóðir nú ákveðið, að frá og með 1. janúar 1970 muni þeir. án undantekninga, afgreiða tékka og önnur greiðslufyrirmæli eftir reglunni, jafnvel þótt greiðslu- skjöl kunni að berast, þar sem fjárhæðir eru eigi greindar í heilum tug aura. Reykjavík, 28 nóvember 1969. Samvinnunefnd banka og sparisjóða. Margrét Jónsdóttir frá Búrfelli. H júkrunarkona Hjúkrunarkonu vantar nú þegar eða 1. febrúar n.k. til starfa að dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Upplýsingar gefnar á skrifstofunni í slma 16318. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Saumastofa Saumastofa I fullum rekstri. Stofan er í góðu leiguhúsnæði. Mikið af úrvals vélum, gott verð, góð kjör. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. TUNGATA 5, SlMI 19977. ------ HEIMASÍMAR-------- KRISTINN RAGNARSSON 31074 SIGURÐUR Á. JENSSON 35123 Filtteppin nýkomin i miklu litnúrvoli — Gott verð Veggfóðrarinn hf. Hveríisgötu 34 - Sími 14484

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.