Morgunblaðið - 15.02.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1970, Blaðsíða 16
16 MORiGUNlBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FKBRÚAR H970 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 165.00 I lausasölu H.f, Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. kr. .10.00 eintakið. FRJÁLS VERÐMYNDUN TTinn fjölmemni fundur Kaupmannasam taka ís- lands sl. fimmtudag um verð- lagsmálin og hækkun sölu- skatts, leiddi glögglega í ljós vaxandi samstöðu verziunar- stéttarinnar um nauðsynlegar leiðréttingar á starfsgrund- velli verzlunarinnar. Marg- sinnis hefur verið sýnt fram á, að þau ströngu verðlags- ákvæði, sem verzlunin býr nú við, stuðla fremur að hærra vöruverði en lægra og að þau eru neytendum í óhag. Á fumdi Kaupmamniasamtak- anina gerðist það einnig, að formaður eins stærsta laun- þegafélags á landinu, Guð- mtmdur H. Garðarsson, for- maður Verzlunarmarmafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir, að laumþegar í verzlunarstétt væru hlynntir frjálsri verð- myndun. Hjá því getur ekki farið, að stuðningur svo öflugs hóps launþega verði verzluninni tU framdráttar. Þessi yfirlýsing er einnig til marks um það, að imnan verkalýðshreyfing- arinmar gætir vaxandi skiin- _ ings á því, að það er launþeg- um sjálfum í hag, að starfs- grundvöllur fyrirtækjanna sé heilbrigður. Hjörtur Jónsson, kaupmað- ur, benti á, að verzlunarstétt- in gæti að nokkru leyti kenmt sjálfri sér um veiika stöðu henmar í dag, þar sem ekki hefði verið haldið uppi nægi- ■lega mikiili fræðslustarfsemi fyrir almenning um stöðu og hlutverk verzlunar- inmar. í því sambandi sagði Hjörtur Jómsson: „í áratugi hefur verið haldið uppi mikl- um áróðri gegn verzlunar- . stéttinni. Verzlunin þarf ekki aðeins að halda uppi vörnum, heldur einnig að skýra hlut- verk sitt og stöðu í þjóðfélag- inu, svo að almemningur gangi ekki í þeirri villu um eðli og nauðsyn verzlunar- innar, sem hann nú gerir. Al- menningur í landinu þarf að fá rétt mat á atvinnuvegun- um, að öðrum kosti fá stjórn- málamenn einhvem veginn ekki rétt mat á þeim heldur“. Verzlunin gegnir þýðingar- miklu hlutverki við dreifingu á vörum í okkar landi, en lík- lega hafa fæstir gert sér grein fyrir því, að verzlunin er einnig einhver umsvifamesti innheimtumaður ríkiissjóðs. I ræðu framkvæmdastjóra Kaupmannaisamtakanna, Sig- urðar Magnússonar, kom fram, að smásöluverzlunin ein innheimtir um 20% af heildartekjum ríkissjóðs. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að tekjur ríkissjóðs af söluskatti nemi 2600 miMjónum króna og að smásöluverzlunin inn- heimti af þessari upphæð um 1700 milljónir króna. Þessi innheimta útheimtir að sjálf- sögðu töluverða vinnu, og það ber að hafa í huga, að hún er innt af höndum endur- gjaldslaust. Nú liggur fyrir Alþingi frv. um verðlagsmál. Á fundi Kaupmannasamtakanna kom fram sú skoðun, að það væri spor í rétta átt, en allt væri þó undir framkvæmdinni komið. Það er vafalaust rétt mat. Þess vegna er þess að vænta, að Alþingi samþykki þetta frv. og að framkvæmd laganna verði hagað þannig. að verzlunin búi við eðlileg og heilbrigð starfsiskilyrði. Rithöfundar í Tékkóslóvakíu egar frelsisaldan fór um Tékkóslóvakíu á árinu 1968 voru rithöfundar og blaðamenn í forustu fyrir henni. Og það var einmitt gegn þessum starfshópum, sem Sovétmenn og leppar þeirra í Tékkóslóvakíu beindu fyrst spjótum sínum eftir inn- rásina. Blaðamenmrnir áttu erfiðara um vik. Fyrst var sett á þá ströng ritskoðun, en .síðan voru þeir einfaldlega reknir úr starfi. Fjöldi þeirra blaðamanna, sem þekktastir urðu vegna skrifa í blöðum og fréttaflutnings í sjónvarpi og útvarpi, hafa nú misst stöð ur sínar. En það hefur reynzt mun erfiðara að koma rithöfund- unum á kné. Rithöfundasam- bandið í Tékkóslóvakíu hefur enn einu sinni neitað að lýsa samþykki við innrásina í ágúst 1968. Afleiðingin verð- ur líklega sú að Rithöfunda- sambandið verður leyst upp og rithöfundum að öðru leyti gert erfitt fyrir um störf. En hvaða ráðum, sem stjórnar- völd í Tékkóslóvakíu beita, munu þau komast að raun um, að þessi hópur manna verður ekki auðveldlega kné- settur. Það, sem nú er að gerast í Tékkóslóvakíu, sýnir glögg- lega, hvers vegna kommún- istaríkin öll óttast svo mjög þá rithöfunda, sem ekki láta stjómarvöldin segja sér fyrir verkum. Þeir eru reknir úr landi, þeir eru settir á geð- veikrahæli, en allt kemur fyr- ir ekki. Kommúnisminn get- ur ekki brotið á bak aftur frjálsa hugsun. GIUSEPPE UNGARETTI ÍTALSKA IjóðSkáldið Giuseppe Uiniga- retti hiaut nýlega bókmenntaverðlaun tímaritsins Books Abroad, en 10. febr- úar síðastliðinn varð Ungaretti 82. ára. Verk ;hans eru nær óþðkkt hér á landi; mér er aðeins 'kunnugt uim tvær ís- lenskar þýðiingar á ljóðum eftir hann og birtust þær báðar í Lesbók Morgun- blaðsins. ftölsk ljóðlist hefur lönguim verið auðug. Þrjú slkáld hafa einlkum sett svip á hana á þessari öld: Giuseppe Ungaretti, Eugenio Montale og Salva- tore Quasimodo. Sá síðastnefndi fékk bófemenntaverðlaun Nóbels árið 1959 og þótti suimuim sú veiting umdeilan- leg, því óneitanlega er Ungaretti meist- arinn í hópmum og brautryðjandi hermetismans, þeirrar bófkmennta- stefnu, sem mesta þýðingu hefur haft fyrir ítalska nútímalj óðlist. Quasi- modo, sem nú er látinn, sagði slkilið við henmetismann á styrjaldarárunum og tileinkaði sér opna, djarfa og klassídka Ijóðlist. Ungaretti og Montale hafa aft- ur á móti haldið tryggð við stefnuna án þess þó að vera henni um of háðir. Henmetisminn er duimálsstefna í ljóð- liist, að mestu l'okaður heimur. Skáld- in leiitast við að tjá hið ósegjanlega, „lausn“ ljóðsins er véfréttarlegs eðlis. Hermetistamir leituðu nýrrar merking- ar orðsinis. Ljóð þeirra voru eifeki æfing- ar í mælskulist eins og hjá Gabriele d’Annunzio, heldur sókn að þeim kjarna, sem geymir leyndarmál skáld- skaparins; í þeirra augum skipti ljóðið eitt máli. Stríðið vakti Salvatore Quasimodo til Skilnings á hinni saimmannlegu ábyrgð. Hann gaf út ljóðabók með titli, sem best vitnaði um fráhvarf hans frá herm- etismanum: Lífið er elkki draumur. Ungaretti, sem var prófessor í ítölskum bókmenntum í Brasiliu 1937 — 40, varð fyrir þeirri sorg að missa son sinn níu ára að aldri. Ljóðagerð hanis breyttist eins og sjá má á bókinni Kvölin, sem feom út 1947. í bókinni er langur ljóða- flokkur um soninn og fleiri látna ást- vini og skáldið er fullt af beiskju vegna hinna miskunnarlausu tíma og niður- lægingar mannsins. Seinustu ljóðabæk- ur Ungarettiis sýna glögglega þá vidd og ströngu ögun, sem gerir hann að meiriháttar Skáldi. Hann er eitt hinna fáu evrópslku stórákálda frá blóma- Skeiði nútíimaljóðlistarinnar, sem enn eru á lífi. Hann lítur sjálfur á ljóðagerð sína sem ófuMgert verk, hluta af stærri heild. Safn ljóða sinna kallar hann Vita d’un uorno. Ljóð Ungarettis minna stundum á Auist.url anda 1 jóðlist, enda þótt hann sé í eðli sinu mjög evrópskur höfundur. Frægasta Ijóð hans er aðeins tvær lín- ur: M’illumino d’immenso Ljóðið er liklega ðþýðanlegt, en nafn þess er Dögun, og hin hljómfögru itölsifeu orð merkja eitfhvað á þá leið, að ómælisbirta fylli hug dkáldisins. Giuseppe Ungaretti er akáld myrkrar og sársaukafullrar heimsmyndar. í ljóð- inu Miskiunn, yrbir hann: Landflótta er ég á meðafl manna. En þeirra vegna þjáist ég. 1 sama ljóði ávarpar hann Guð: „Og þú, Guð, ertu kannski aðeins draumur?" Annars gerir skáldið lítið af því að „lýsa“ þjáningu sinni og órðleik. Sjálf bygging Ijóðanna, orðaval þeirra og myndhvörf, hafa í sér þá kvöl, sem er nægileg útlistun tilfinninganna. Þessi vinnubrögð skýra viðhorf hermetista betur en löng ræða. Fútúristaleiðtoginn Filippo Tommaso Marinetti, landi Unga- rettis, boðaði ringulreið, algjört fretei skáldsins til að hafa endaskipti á öllum viðteknum formum samtímanis og fyrri tíma. Ungaretti horfði í eiginn barm. Hann ætlaði sér að bjarga skáldskapn- um. Marinetti fór upp á stól til að frelsa heiminn. Ungaretti hefði aldrei dottið í hug að segja að bíll væri fegurri en Nike frá Saimoþrake, eins og fútúristarnir feenndu 1909. Kvöl Ungarettis var nógu djúptæk og sönn til að finna hljómgrun.n hjá öðrum. f París hafði hann kynnst Guilaume Appolimaire, og Stéphane Mallarmé og Paul Valéry höfðu áhrif á hann. Það var því engin furða, að skáld eins og hann, sem trúði á gildi ljóðhinis og varan- leilk þeirrar menningar, sam hann var sprottinn úr, yrði leiðtogi ungra ákálda í heimalandi sínu. Vinistri sinnar hafa reyndar kallað Umgaretti fasista oftar en einu sinni, en hvaða skáld er óhult fyrir ofstæisfullluim andistæðingum, sem fyll- ast bræði og hneykslun ef þau eru ekki til taks í þágu málefnisins? Jafnvel heittelsfcaðir „samferðamenn“ verða að sætta sig við nafngiftir eins og „svik- ari“ og „hirðfífl“, ef þeir vilja ekki halda áfram að dansa með steinbarn undir belti. Ljóðið Minning, sem er með eftir- minnilegustu ljóðum Ungarettis, er langt frá því að vera torráðið; það er fjarri öllum henmetisma. f þesisu ein- falda og hlijóðláta ljóði segir skáldið mitkla sögu um örlög einstaklings í stórborg, manns sem efcki festir rætur í nýju uimlhverfi, enda þótt það sé hon- um kært. Múhameð Sceab verður tákn þeirra manna, sem eiga sér ekkert föð- urland og eru dæmdir til að bíða ósig- ur vegna þess að þeir finna enga hugg- un, engan söng, eða réttara sagt: þeim tekst elfeki að leysa úr viðjum þann söng, sem á heima í brjóstum þeirra. Fáir fylgja hinum ókunna sjálfsmorð- ingja til grafar og enginn minnist hans, nema ef vera skyldi eitt dkáld. Ljóðlist Giuseppes Ungarettis varðar alla. Mannleg skírsfcotun hennar er óumdeilanleg. Ef til vill finnst rnörg- um andrú.msloftið i ljóðum hans svalt og jafnvel fráhrindandi. En Unigaretti sannar það m.a., að vitsmunir lyfta Skáldskap þegar saman fer næm tilfinn- ing og menningarleg afstaða till lífsins. „Hrópið efcki frarnar", segir hann í ljóði um dauðann. Norræn frí- mer k j asýning PÓSTSTJÓRNIR Norðurland- anna fimm hafa þegið boð um að taka í norrænni frimerkjasýn ingu í Smithsonian safninu í Washington, að því er segir í fréttatilkynningu frá póst- og símamálastjórninni. Sýninigin stendiur frá 17. apníl tól 17. maí. Frumkvæði að henmi átti Reidar Norfby, umsjóniarmað ur í póstminjadeild Smiiltlhisoniain safntsinjs, en hann er aif niorSku bergi bnatinn. Póstmi nj asaif-mið í Svlþjóð hetf ur te&ið að sér að setja upp sýniingarefnið. Fær hvert land fcvo namimia, 90xll2i0 cm. Aiuk þesis verða svo í sénstökum ramimia Norðunlandafrimierkiin frá H9i56 og 1969, Sýniinigainsfcrá á enstou verður gerð í Danmlöifciu og aér danska póstistjórnin um það. Sa.fnið sjáliflt mun auk þesis sýna miikið atf nionrænium bnétf- spjöildiuim o. s. frv., sam það á í fóruim sínum. Enntfnemur sýna margir sénstaklega boðnir ein- staklingar, nonræn flélliög í Banda ríkjunum og þelkkitir bandaníisk- ir safnarar. Sýninigarnar í póstiminij adeild Smiitthsoniian satfnisins vekj a alilt- af miikl'a afhyigli hjá áhugaflólkii um fríimierfcL Verður sýninigiin opniuð með viðhiöfln, þar sem reifcnað er með 500—600 gesifcum, með sendilherna Norðunliand- arana fromsta í flofcki. Eldur í verzlunarhúsi (SLÖKKVILIÐIÐ var í gær t kvatt að húsinu nr. 1 A við / Ármúla. Þar hafði kviknað í J fcómum umbúðum, sem fleygt 1 hafði verið inn í lyftuop, sem ivar lyftulaust og miðsvæðis / í húsinu. Á fyrstu hæð húss- 1 ins er Vörumarkaðurinn og 1 mun eitthvað af matvælum ( hafa skemmzit af reyk. Á efri / hæðum hússins, 2. og 3. hæð ) var mikið af húsgögnum. Þar \fylltist allt af reyk og munu i skemmdir talsverðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.