Morgunblaðið - 15.02.1970, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR lt5. FEBRÚAR 1970
Samanburður á verðlagi
— í nokkrum höfuðborgum
Norðurlönd og norræn mál-
efni hafa mjög verið á dagskrá
undanfarna daga vegna fundar
Norðurlandaráðs, sem nýlega er
lokið. Hinar Norðurlandaþjóð-
imar eru einmitt þser þjóðir, sem
við berum okkur helzt saman við
á flestum sviðum, svo sem um
verðlag á vörum, laun og lífs-
kjör yfirleitt. Þó er jafnan mjög
erfitt að koma slíkum saman-
burði við, enda aðstæður oft
ólíkar, þótt um frændþjóðir sé
að ræða.
Fyrir nokkru gerðu blaða-
menn brezka blaðsins „Financial
Times“ samanburð á verðlagiog
kaupgjaldi í ýmsum höfuðborg-
um víða um heim. Blað þetta nýt
ur mikils trausts, bæði í Bret-
landi og annars staðar og þyk-
ir það brezkra dagblaða, sem
einna bezt má treysta. í yfir-
liti blaðsins er ekki getið um
verðlag hér á íslandi, og því
miður er erfitt um samanburð á
því miðað við þann grundvöll,
sem hið brezka blað byggir á.
Hins vegar verða birtar hér
nokkrar tölur um verðlag og
kaupgjald í höfuðborgum hinna
Norðurlandanna, svo og í Lond-
on og Washington, ef einhverj-
um kynni að þykja það fróðlegt
aflestrar. Nú skal tekið fram, að
í yfirliti „Financial Times“ kem-
ur ekkert fram um skattgreiðsl-
ur í þessum höfuðborgum, sem
sjálfsagt eru nokkuð mismun-
andi, þannig að þessar tölur
gefa kannski ekki fyllilega rétta
mynd af lífskjörum í þeim höf-
uðborgum, sem nefndar eru.
í þeim tölum, sem hér fara á
eftir eru vikulaun iðnaðar-
manns í byggingariðnaði lögð til
grundvallar, en getið um verðlag
á ákveðnu magni matvæla, karl-
mannafatnaði, kvenfatnaði, sígar
ettum, áfengi og húsaleigu.
Verðlag á matvælum á Norð-
urlöndum virðist einna hagstæð
ast í Danmörku, a.m.k. fyrir iðn
aðarmanninn okkar. Hann hefur
131 Bandaríkjadal í vikulaun,
en matarkarfa „Financial
Times“, sem hefur að geyma
ákveðið magn af sambærilegum
matvælum, kostar í Kaupmanna-
höfn tæplega 25 dali, þannig að
hinn danski iðnaðarmaður getur
keypt rúmlega 5 matárkörfur af
þessu tagi fyrir sín vikulaun,
Starfsbróðir hans í Osló kemur
næstur á eftir. Hann hefur í
vikulaun 105 dali, og getur
keypt fyrir það rúmlega 4 mat-
arkörfur, en þar kostar hver
matarkarfa rúmlega 25 dali. Iðn
aðarmennirnir í Stokkhólmi og
Helsingfors standa nokkurn veg
inn jafnt að vígi. Sá sænski
hefur 125 Bandaríkjadali í viku
laun, og fyrir þessa upphæð get-
ur hann keypt í Stokkhólmi nær
4 matarkörfur, en þar kostar
slík matarkarfa um 32 dali. Iðn-
aðarmaðurinn í Helsingfors get-
ur keypt nokkurn veginn sama
magn af matvælum fyrir sín
vikulaun, kannski ívið meira.
Hann hefur rúmlega 95 dali í
vikulaun, en hver matarkarfa
kostar þar rúmlega 23 dali.
Ef við lítum svo til Lundúna
til samanburðar, þá getur iðnað-'
armaður í byggingariðnaði þar
keypt um 414 matarkörfu fyrir
sín vikulaun, hann fær 65 dali
í laun á viku og matarkarfan
kostar þar rúmlega 14 dali.
Starfsbróðir hans í Washington
býr við allt önnur kjör. Hann
hefur 177 dali í vikulaun og get-
ur fengið fyrir það nær 9 matar-
körfur en þar kostar hver matar-
karfa tæplega 20 dali.
Húsaleigan er miðuð við
þriggja herbergja, nýtízku-
lega íbúð, sem búin er öllum
húsgögnum og tækjum. í þess-
um efnum stendur iðnaðarmað-
urinn í Osló bezt að vígi af
starfsbræðrum sínum á Norður-
löndunum. í Osló er mánaðar-
leigan fyrir slíka íbúð 160 dalir
og hann mundi vinna fyrir þeirri
leigu á einni og hálfri viku.
Næstur í röðinni er Daninn. í
Kaupmannahöfn er mánaðarleig-
an fyrir íbúð af þessu tagi 266
dalir, og iðnaðarmaðurinn þar
mundi vinna fyrir þeirri leigu á
rúmum tveimur vikum. Þriðji i
röðinni er fulltrúi hins sænska
velferðarríkis. Hið brezka blað
segir að íbúð af þessari tegund
kosti 325 dali í leigu í Stokk-
hólmi og er því sænski iðnaðar-
maðurinn rúmlega tvær og hálfa
viku að vinna fyrir þeirri leigu.
f Helsingfors kostar þessi sama
íbúð 288 dali á mánuði og iðnað-
armaðurinn mundi vera um
þrjár vikur að vinna fyrir
þeirri leigu.
Bretinn er öllu ver staddur. f
Lundúnum er mánaðarleigan
fyrir íbúðina 336 dalir, og það
mundi því kosta hinn brezka
iðnaðarmann rúmlega fimm
vikna laun að leigja slíka íbúð.
f Washington kostar hún hins
vegar 300 dali eða einn og tvo
þriðju vikulauna Bandaríkja-
mannsins.
Verðlag á fatnaði virðist hag-
stæðara í Svíþjóð en á hinum
Norðurlöndunum. Karlmanna-
fatnaðurinn, sem hið brezka
blað gerir ráð fyrir í sínum út-
reikningi eru ein föt, góðir skór
og góð skyrta. í Stokkhólmi
kosta þessi föt rúmlega 118 dali,
og Svíinn á því tæpa 7 dali eft-
ir af sínum vikulaunum, þegar
hann er búinn að kaupa þau.
Vikukaup Norðmannsins nægir
nokkum veginn. í Osló kosta
þessi föt 106 dali, en vikulaun
hans eru 105 dalir. Danir eru
þriðju í röðinni. í Kaupmanna-
höfn kostar þessi fatnaður nær
136 dali, svo að Danann vantar
fimm dali til þess að vikulaun-
in nægi fyrir þeim. En verðið á
þessum fatnaði er óhagstæðast
fyrir iðnaðarmanninn í Finn-
landi. Hann vantar 25 dali í við
bót við sín vikulaun, til þess
að geta keypt þessi föt. í Hels-
ingfors kosta þau 120 dali.
Lundúnabúann vantar um 40
dali til þess að vikulaun hans
nægi fyrir fötunum, þau kosta
þar rúmlega 104 dali. Banda-
ríski iðnaðarmaðurinn er bezt
settur í þessum efnum. Þegar
hann er búinn að kaupa þennan
fatnað fyrir 152 dali á hann eft-
ir af sínum vikulaunum 25 dali.
„Financial Times“ hefur ber-
sýnilega ekki gert ráð fyrir jafn-
miklum fjárútlátum í kaup á
kvenfatnaði eins og karlmanna-
fatnaði. Þar er gert ráð fyrir
sumarkjól á miðlungsverði,
nylonsokkum og skóm. Verðið er
miðað við fjöldaframleiðslu
þekktra framleiðenda. Eins og í
fyrra tilvikinu er verðið hag-
stæðast í Svíþjóð fyrir iðnaðar-
manninn. Þessi kvenfatnaður
kostar í Stokkhólmi um fjórð-
ung af vikukaupi sænska iðnað-
armannsins, eða rúmlega 33 dali.
Finnar og Danir standa nokkurn
veginn jafnfætis á þessu sviði.
f Helsingfors kostar þessi sami
fatnaður tæpan þriðjung af
vikulaunum finnska iðnaðar-
mannsins eða rúmlega 28 dali og
í Kaupmannahöfn er verðið
hlutfallslega hið sama, rúmlega
39 dalir eða tæpur þriðjungur
af vikulaunum Danans. En í
Osló eru þau nokkuð dýrari, eða
rúmlega 43 dalir, sem eru um
40 prs. af vikulaunum Norð-
mannsins.
Brezki iðnaðarmaðurinn
mundi verja tæpum þriðjungi
vikulauna sinna til þess að
kaupa þennan kvenfatnað.
Hann kostar í London um 20
dali, en í Washington mundi
hann kosta tæpan fjórðung af
kaupi Bandaríkjamannsins. Þar
kostar þessi kvenfatnaður rúm-
lega 41 Bandaríkjadal.
Þá er komið að sígarettunum
og á Norðurlöndunum er verð-
lag þeirra hlutfallslega hagstæð
ast í Osló. Norski iðnaðarmaður-
inn getur fengið 150 pakka af
sígarettum eða 714 karton fyrir
sitt vikukaup. Svíinn fær 125
pakka, eða rúmlega 6 karton.
Danir 90 pakka, eða 414 karton
og Finninn 55 pakka eða tæp-
lega 3 karton. Bretinn fær 100
pakka eða 5 karton. En af þess-
um sex löndum er verð á sígarett
um lang hagstæðast í Bandaríkj-
unum. Fyrir vikukaup sitt get-
Ur iðnaðármaðurinn í Washing-
ton keypt 600 pakka af sígar-
ettum eða 30 karton.
Á Norðurlöndunum virðist
verðlag á áfengi hagstæðast fyr-
ir iðnaðarmanninn í Danmörku.
Kaupmannahafnarbúinn getur
fengið 16 flöskur af skozku
whiskýi fyrir vikulaun hins
danska iðnaðarmanns. Norð-
maður fær 1114 flösku, Finninn
tæplega 11 flöskur og Svíinn
914 flösku. Bretinn fær aðeins
7 flöskur af þessum þjóðar-
drykk sínum fyrir vikulaun iðn-
aðarmanns en í Washing-
ton getur Bandaríkjamaðurinn
keypt hvorki meira né minna en
2314 f lösku af whiskýi fyrir
vikulaun iðnaðarmannsins.
Eins og áður hefur verið bent
á, er varlegast að draga sem
fæstar ályktanir af þessum töl-
um. Með yfirliti hins brezka
blaðs fylgja ekki nægilegar upp-
lýsingar til þess að hægt sé að
gera sér grein fyrir hversu sam-
bærilegar þær eru. Þó má telja
víst að þær gefi töluverða vís-
bendingu um verðlag, kaupgjald
og lífskjör í þessum löndum. Og
þá vekur það kannski einna
helzt athygli okkar hér á fs-
landi, að Svíar virðast ekki
skara fram úr hinum Norður-
landaþjóðunum í lífskjörum,
ems og oft er haldið fram. Brýn
ustu lífsnauðsynjar almennings,
matvæli og húsnæði fást fyrir
hlutfallslega hagstæðara verð,
bæði í Danmörku og Noregi, mat
væli eru á beztu verði í Dan-
mörku, og síðan í Noregi. Húsa-
leiga er lægst í Noregi og síðan
í Danmörku. Það er fyrst og
íremst á sviði fatnaðar, sem
Svíar standa sig betur, en hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar. En ef
litið er á munaðarvörur eins og
áfengi og tóbak, kemur í ljós, að
verðlag á áfengi er hlutfallslega
hærra í Svíþjóð en á hinum
Norðurlöndunum og Svíar eru
aðeins í öðru sæti í sígarettu-
kaupum. Þessar tölur benda því
tvímælalaust til þess, að ekki sé
allt gull sem glóir í hinu sænska
velferðarríki!
Að lokum skal þess getið til
gamans, að í tveimur höfuðborg-
um í yfirliti hins brezka blaðs,
eru matvælin dýrust. í Tokýó
kostar matvælakarfan 34,28
Bandaríkjadali, en dýrust eru
matvælin í háborg sósíalismana,
Moskvu. Þar kostar þessi sama
matvælakarfa 34,63 dali. Höfuð-
borg Japans tekur þó öllu fram í
húsaleigu, en þar kostar þriggja
herbergja íbúð 1900 Bandaríkja
dali á mánuði, eða 88 þúsund
ísl. krónur.
Styrmir Gunnarsson.
Siglingaklúbburinn Siglunes
Reykjavikur- og Kópavogsdeildir
Fræðslu- og skemmtifundur í Tónabæ mánudaginn 16. febrú-
ar klukkan 8 eftir hádegi.
Skemmtiatriði: kvikmyndasýning og umræður um starf
klúbbsins.
Siglingaklúbburinn Siglunes.
Bragi Hannesson
bankastjóri
SPILAKVÖLD
SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður þriðjudaginn
17. febrúar kl. 20.30 að Hótel Sögu.
ÁVARP: Bragi Hannesson, bankastjóri.
SPILAVERÐLAUN, GLÆSILEG UR HAPPDRÆTTISVINNINGUR.
SKEMMTIATRIÐI. Kristinn Hallson, óperusöngvari.
DANSAÐ TIL KL. 1.
Húsið opnað kl. 20.00. Sætamiðar afhentir á skrifstofu Varðar Suðurgötu 39
á venjulegum skrifstofutíma. Sími 15411.
Skemmtinefndin.
Kristinn Hallsson,
óperusöngvarí.
HEIMDALLUR - ÚDINN