Morgunblaðið - 15.02.1970, Blaðsíða 22
22
MORGUNB-LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1970
Helga Jónasdóttir frá
Hólabaki — Minning
Fædd 15. marz 1907.
Dáin 3. desember 1969.
Kveðja
Ég sá hana fyrst veturinn
1959. Við áttum þá dvöl fáeinair
vikur undir sama þaki. Það var
á Vífilsstaðahæli. Hún var búin
að vera þar um árabil og var orð
in heimavön. Lífið hafði fært
henni að höndum mikla reynslu
og hún hafði beygt sig fyrir ör-
lagadómunum. Ég aftur á móti
vax nýkomin á staðinn, þekkti
þar engan, þjáðist af heimþrá og
vildi ekki sætta mig við veg
reynslunnar.
Það var á myrku kvöldi
snemma í febrúar. Úti var storm
ur og krapahryðjur gengu yfir.
Þær lömdu gluggana og vetrar-
hljóðið dunaði í fjarska.
Ég var í döpru skapi, þar sem
ég lá og mátti mig varla úr hvílu
hefja. Mér fannst sem flest sund
væru að lokast. Ég þráði Norð-
urland og frændlið og vini þar
og minningamar að heiman
streymdu uim huga minn. Ég var
ein á stofunni, því að stofusystir
mín hafði brugðið sér í heimsókn
til næstu granna. Ég þráði að
einhver kæmi sem rétti mér hlýja
hönd og skipti aðeins við mig
orðum. Og því var líkast, sem ég
hefði hitt á óskastund. Það var
drepið á dyr og hurðin síðan
opnuð hægt og hæversklega. Inn
gekk kona, sem ég hafði ekki
áður séð þá daga sem ég var
búin að dvelja á Vifilssftöðum.
Hún bauð gott kvöld og kynnti
sig. Svo rétti hún mér hönd
sína. Hlý og traust luktist hún
um mína og færði mér yl, sem ég
kenni enn þótt áratuguir sé lið-
inn.
Konan tók sér stöðu við
fótagaflinn á rúmi mínu. Hún
horfði fast á mig og mér fannst
sem hún læsi hugsanir mínar. En
tillit hinna fögru og gáfulegu
augna færði mér fróun. Svo tók
gesturinn til máls — röddin var
sérkennilega djúp og skír:
„Ég frétti að þú lægir og vær-
ir hér ein, og ég ákvað að lita
inn. Þér líður ekki vel, góða mín.
Veikindi og heimþrá ganga nærri
— hvort fyrir sig, hvað þá er
saman koma. Ég ætti að fara
nænri um það. Er ekki eitthvað,
sem ég get gjört fyrir þig?“
Orðin vermdu eins og hand-
takið áður, sá ríki skilningur,
sem á bak við bjó. Við töluðum
eitthvað fleira, og eftir því tók
ég að mál þessarar konu var sem
meitlað og áhrifin sterk. Mér
þótti miður þegar hún sýndi á
sér fararsnið, en ég kunni ekki
við að biðja hana að dvelja leng-
ur. Hún þrýsti hönd mína í
kveðjuskyni og mælti: „Þegar
heilsan batnar, svo að þú færð
t
Ólafur Bjarnason,
breppstjóri,
Brautarholti,
lézt þann 13. febrúar í Lands-
spítalamum.
Ásta Ólafsdóttir,
böm og tengdaböm.
t
Útför ömmu minmar,
Herdísar Gróu
Lárusdóttur,
fer fram frá Fossvogskirkju
mánudiaginn 16. febrúar kl. 15.
Jarðsett verður að Setbergi,
Eyrarsveit, þrfðjudaginn 17.
febrúar eftir nón.
Fyrir hönd ættmenna,
Herdís Asgeirsdóttir.
þrek og löngun til að lesa, þá
láttu mig vita. Ég viinn við bóka
safnið hérna. Ef þú heldur að ég
geti gjört þér greiða, sendu mér
þá orð“. Svo endurtók hún niafn
sitt og stofunúmer og bauð góða
nótt.
Við heimsókn þessa varð mér
léttara fyrir brjósti. Mér hafði
verið rétt hlý hönd. Nóttin, sem
í hönd fór var sú fyrsta, eftir að
ég kom á þennan framandi stað,
sem færði mér viðttilítandi frið.
Þannig hófust kynni okkar
Helgu frá Hólabaki, kynni, sem
með ámnum urðu að djúpri vin-
áttu og ég geymi nú um hinar
fegurstu minningar.
Næst bar fundum okkar Helgu
saman sumarið 1959 — á Reykja
lundi. Við mættum þar á „gesta-
viku“ — hvor frá sínu hæli, hún
frá Vífilsstöðum, ég frá Krist-
nesi.
Þessir fögm sumardagar liðu
alltof fljótt, því að nú var allt
með bjartari blæ, en um vetur-
inn, sem áður er getið.
Við endurnýjuðum kynnin og
eftir þessa samveru hófum við
bréfaskipti, sem héldust æ síðan,
okkur til ánægju og ávinnings.
Bréfin hennar Helgu geymi ég
vel. Þeirra á meðal er dýrgripi
að finna.
Á næstu árum bar fundum
okkar Helgu nokkmrn sinnum
saman, fyrst á Vífilsstöðum ,síðar
á Reykjalundi, þar sem hún
dvaldi síðustu árin.
Ennfnemur átti ég með henni
tvo yndislega sumardaga í
Reykjavík, annan, er við skoðuð
um saman suma fegurstu staði
höfuðborgarinnar, hinn á heimili
hennar ' trúföstu vina á Laufás-
vegi 74. Sá dagur verður mér
ógleymanlegur. Fór þar allt sam
an: alúð minnar ágætu vinkonu,
frábær gestrisni húsráðenda og
það vináttusamband, sem ég varð
vitni að og var ofið að þáttum
fyllsta trausts, fómar og elsku-
semi. Heimilið í Gróðrarstöðinni
var Helgu það vé, sem hún unni
hugástum. Við arininn þar mun
hún hafði átt margar af sínum
beztu stundum. Þar var alltaf
skjól, ljós og hlýja. Þar var at-
hvarfið, sem aldrei brást hinni
húnvetnsku bóndadóttur, allt frá
því, að hún ung að árum kom
þangað, er hún settist í Kennara
skólann og fékk notið ástríkis
hinnar ágætu konu, Guðrúnar
Helgadóttur, er hún ætíð nefndi
fóstru sína — og til lokadags,
er hún hafði árum saman notið
frábærrar umhyggju og vinar-
hlýju frú Helgu Helgadóttur og
hennar fjölskyldu.
Af lotningu og hugheilli þökk
minntist Helga ætíð heimilisins í
Gróðrarstöðinni og bað því bless
unar hans, sem yfir öllu vakir.
Allir vinir Helgu standa í
þakkarskuld við þetta ágæta
heimili — fyrir allt, sem það
veitti henni. Okkur þykir vænt
um það fyrir þær dýru gjafir,
sem henni voru þar færðar.
Allt það góða, sem Helgu frá
Hólabaki var gjört, snerti hana
þannig, að það vermdi inn í
hjartarætur og var sem greypt
í minni hennar alla tíð.
Aldrei fannst henni, að hún
gæti gjört nógu vel til vina
sinna og það ástríki, sem hún
hafði á þeim nálgaðist stundum
dýrkun. Ég miða hér m.a. við
t
Innilegar þakkir fyrir vináttu
og hlýhuig við andlát og útför
móður minoar, tenigdamóður
og ömimu,
Ögmundínu
ögmundsdóttur.
Ragnhildur Evjólfsdóttir,
Ármann Friðriksson
og barnaböm.
mína eigin reynslu. Óteljandi
voru velgjörðir Helgu mér til
handa og þá ástúð, sem hún auð
sýndi mér frá upphafi kynna og
til endadægurs, fékk ég í fáu
endurgoldið og var alls ekki
verðug að njóta hennar svo sem
hún var í té látin. f öllum sam-
skiptum okkar fannst mér ég
vera skuldunautur. Helga sást
ekki fyrir í örlæti sínu. Henni
fannst hún aldrei geta gefið nóg.
Verialdarauður var Helgu frá
Hólabaki aldrei handbær, en
hún átti þann auð sem æðri var
— stórt og göfugt hjanta, sem
engum brást, er eitt sirm eignað-
ist þar ítök, og fann til með öllu,
sem var einstætt, vanmegna og
undum sl'egið. Sjálf bar hún ára
tugum saman byrði, sem var svo
þung, að ósjaldan leit út fyrir,
að hún yrði um megn.
Frá bemskudögum bar Helga
í brjósti und, sem aldrei gréri,
og sem oft tók í svo sárt, að
eigi verður með orðum lýst. Um
þetta fer ég nærri, því að Helga
gaif mér trúnað sinn.
Helga frá Hólabaki var svo
sterkur og sérstæður persónu-
leiki, að hún verður skýr í huga
hvers, er náði að kynnast henni
eitthvað að ráði og gleymist ei
á meðan minni varir. Hitt var
svo annað, að hún kom ekki
skapi við alla og sneiddi hjá
garði víða og var líka oft mis-
skilin af þeim, sem með henni
voru á vegi.
Viðkvæm sál hennar var auð-
særð og eins og hún var lang-
minnug á alla góðvild og geisla,
þá bar hún ævi alla djúp sár
eftir hið veiknaða og mótdræga
er henni mætti. Svo fer flestum,
sem eru stórbnotnir til orðs og
æðis.
Helga var gædd miklu and-
legu atgjörvi. A góðum stundum
var sem gneistaði af gáfum henn
ar og hún gat verið mjög skemmti
leg í viðræðu.
Ritleikni átti hún og í ríkum
mæli. Stíll hennar var þróttmik-
ill og málið vandað. Minningar,
sem hún reit um látna vini bara
því glöggt vitni og þá ekki síður
bók hennar — Þar sem háir
hólar“, sem er safn bernskuminn
inga henniar og svipmyndir frá
liðnum dögum. Þar er vel hald-
ið á penna og mynd höfundar
verður skýr í huga hvers athug
uls lesanda. í þessari bók lýsir
af þeirri fölskvalausu ást, sem
Helga bar til átthaga sinna. Hún
var fædd á Geirastöðum í Þingi,
en fluttist síðar að Hólabaki og
við þann bæ kenndi hún sig jafn
an. Þingið mun hafa verið Helgu
heilög jörð. Úr þeim jarðvegi
hvar hún átti svo traustar ræt-
ur, geymdi hún mold, er hún lét
fylgja sér, hvort sem hún átti
dvöl um lengri tíma. Og steina
marga og fagra úr hólunum sín
um geymdi hún á skrifborði sínu
og víðar i herberginu, sem bar
svo sterkt svipmót hinnar sér-
stæðu persónu hennar. Það her-
bergi var hlaðið myndum og
margskonar munum frá smæstu
steinvölu til norskra listaverka
— að ógleymdum bókunum. Bók
arlaus hefði Helga frá Hólabaki
ekki lífsanda dregið.
Hún elskaði bækur, var mjög
vel lesin og hafði ágætan bók-
menntasmekk. Það var því ekki
að ófyrirsynju að Helga var val
in til að annast um bókasafnið,
bæði á Vífilstöðum og Reykja-
lundi. Þar var rétt manneskja á
réttum stað.
Þær munu ekki gleymast mér,
stundimar, er ég gekk með
Helgu um þessi ríki hennar,
fylgdist með, er hún renndi aug
um að bókanna röðum og hlust
aði á skýringar hennar. Hún
handlék sérhverja bók af nær-
færinni ástúð og skrár hennar
yfir bækumar vom nákvæmt og
fallega fæTðar. í þeim var fólg-
in gífurleg vinina.
Ég á fáeinar bækur frá Helgu
með áritun hennar, valdar bæk-
ur, sem ecru órækt vitni um
hversu næm hún var á gildi bóka
og hversu mjög hún vamdaði til
vinargjafa. Bækur þessar eru
mér dýrmæt eign og verða mér
ætíð minning um fegurð hinnar
sönnu vináttu.
Helga frá Hólabaki hlaut í
vöggugjöf mikla hæfileika og
mannkosti. En á henni sannaðist
átakanlega, að það er sitthvað,
gæfa og gjörfuleiki. Þegar í
bernsku hlaut hún að þreyta við
áhyggjur og raunir. Þungar sorg
ir sóttu hana heim og mörg var
sú von, sem hneig með brotinn
væng.
f blóma lífs bar þann skugga
yfir að í starfi, sem hún undi
sér mjög vel í, og minntist ætíð
með ánægju — varð hún að nema
staðar vegna alvarlegs heilsu-
brests og eftir Það háði hún þrot
lausa baráttu við veikindi og
margþætta þjáningu. Oft virtist
svo sem öll sund væru að lokast
og þungt var hvert spor. En
aftur og aftur rofaði til og leiðir
greiddust. Vinir gáfust, sem
lögðu allt af mörkum, sem unnt
var til að ráða bót á bölinu. Fyr
ir þeinra orð og verk og áhrif
uxu blóm yfir þyrnana á braut
lífsins, svo að sporin mýktust —
á köfLum. Engum var þetta ljós-
ara en henni, sem þessa naut.
Þakklætið fyrir það bjó henni
innst í hjarta.
Þrátt fyrir skugga þungrair
reynslu var Helga frá Hólabaki
skyggn á fegurð lífsins og hún
átti þá öruggu vissu að:
„Seinna, þar sem enginn telur ár
og aldrei falla nokkur harmatár,
mun Herra lífsins, hjartans faðir
vor
úr hausti tímans gjöra eilíft vor“.
Ríki þess vers hefur nú opnast
henni við ris hins nýja dags.
Trúfasta vinkona — hugur
minn fylgir þér inn í vorið, fyllt
ur heitri þökk fyrir allt, sem
þú gafst mér. Gull minninganna.
geymist.
Guð blessi þig.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég veit, að okkur er sagt að biðja. En ég hef oft velt því
fyrir mér, hvort bænir breyti huga Guðs.
MÉR virðist, að Biblían kenni, að rétt bæn breyti okkur,
svo að afstaða Guðs til okkar breytist á sama hátt. Dærni:
Guð bauð Jónasi spámanni að fara til Níníve og segja
íbúum hennar, að borgin yrði lögð í eyði. En Biblían seg-
ir: „En er Guð sá gjörðir þeirra, að þeir létu af illri
breytni sinni, þá iðraðist Guð þeirrar ógæfu, er hann
hafði hótað að láta yfir þá koma, og lét hana ekki fram
koma“ (Jónas 3,10).
Þess eru fleiri dæmi ,að Guð breyti ákvörðun sinni,
þegar fólk breytir huga sínum gagnvart honum. Jesaja
sagði við Hiskía: „Ráðstafa húsi þínu, því að þú munt
deyja og eigi lifa“ (Jes. 38,1). En Hiskía sneri andliti
sínu til veggjar og bað af einlægu hjarta, og Drottinn
bauð Jesaja að segja við hann: „Ég hef heyrt bæn þína
og séð tár þín. Sjá, ég vil enn leggja fimmtán ár við ald-
ur þinn“ (Jes. 38,5).
Guð vill sífellt blessa okkur. En synd okkar og þrjózka
getur leitt okkur út af vegi blessunarinnar. Þegar við
snúum við, snýr Guð líka við, rétt eins og góður faðir,
sem breytir afstöðu sinni gagnvart villuráfandi syni sín-
um. Vilji hans, elska hans og miskunn eru söm við sig,
en dómur hans yfir okkur getur breytzt, ef við fjarlægj-
um forsendur dómsins.
Sölumaður
Við erum að leita að góðum sölumanni, 20—40 ára að aldri.
Vegna hugsanlegrar söluþjálfunar erlendis þyrfti að vera til
staðar þekking á sænsku, norsku eða dönsku, tal- og lesmáli.
Starfið er sjálfstætt. Sölulaun eru há. Tekjur fara því eftir
dugnaði sölumanns. Æskilegt að viðkomandi hefði bil til um-
ráða.
Væntanlegar umsóknir sendist Mbl.
mektar: „Sjálfstætt starf — 2902".
fyrir miðvikudagskvöld
Hjartans þakkir til allra
þeirra mörgu vina otg vanda-
manna, sem gjörðu mér fimmt
ugsafmæli mitt ógleymiamlegt.
Lifið heil.
Hjörtur Jónsson,
llólmgarði 45.
Þaikfea öllum þeim, siem glöddu
miig með gjöfum, skeytum og
heimisóknjum á áttræðisafmæli
míniu 29. jaúnar sl.
Með kveðju til ykkiar allra,
Gísli Gíslason,
Austurgötu 31, Hafnarfirði.