Morgunblaðið - 15.02.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 11970 standa, elskan mín. Þú þekktir mig betur en ég sjálfur gerði. Engin hefur haft jafndjúp á- hrif á mig og þú. Og ég veit, að hún Cornelia láir mér ekki þó ég segi þetta — friður sé með sálu hennar. Það fór eins um Janet og Francis, að ekkert fréttist af henni. Hún hvarf gjörsamlega. Einhver orðrómur barst til ný- lendunnar þess efnis, að þau O'Rrien hefðu haldið áfram til Venezuela, en þetta var bara lausafregn, sem varð aldrei stað fest. Uppgerðarkætin og spennan hjá Maríu hvarf að mestu leyti. Hún hafði nú þá tvöföldu hugg- un að vita, að hún gat nú verið rnærri þeim báðum, föður sínum og Adrian, án allrar samkeppni. Lífið hafði hjá henni öðlazt alla þá fyllingu, sem hún gat gert sér nokkra von um. Af Pétri fréttist aldrei annað en allt það bezta. Honum gekk vel læknisnámið og ekki varð annað séð en hann lifði reglu- bundnu lífi. Hendrik virtist heldur ekki ætla að leiðast á neinar villi- götur, að dæmi sumra af ætt- inni, enda þótt Dirk vaeri þegar farinn að örvænta um hjúskap- armál hans. Hendrik, sem var alvarlegur á svip og rólegur, yppti alltaf öxlum ef faðir hans hafði orð á því efni. — Ég get ekki neytt sjálfan mig til að verða ástfanginn, pabbi, sagði hann. — Ég er ekki enn far- inn að sjá neina stúlku, sem ég vil eiga, geturðu reitt þig á. f marzmánuði næsta ár, 1845, skrifaði Willem og stakk upp á því, að Hendrik kæmi og yrði í nokbra mánuði í Flagstaff, til þess að kynnast búrekstrinum þar. Hendrik samþykkti þetta hiklaust og í næstu viku var hann farimn til Flagstaff, og mánuði seinna skrifaði Willem og kvaðst vera mjög ánægður með Hendrik. — Það er nú drengur að mínu skapi, sagði hann. — Fæddur bóndi — á því er enginn vafi. Ég gæti sagt upp ráðstmannin- um mínum á morgun, því að ég veit alveg, að Hendrik væri fætr um að taka við af honum. Ég er nú að fara með hann til borgarinnar í þeirri von, að hann geti hitt einhverjar ung- ar stúlkur, og hver veit nema hann hitti fyrir einhverja, sem honum líkar. f febrúarmánuði 1848 varð Hendnilk ástfanginn og tilikynnti, að nú ætlaði hann að gifta sig. Sú lukkulega var ensk systur- dóttir Alphedu, yngstu systur 139 Willems, sem hafði gifzt inn í fjöliSikyldu í Essequibo árið 1814, og svo hafði hún ásamt manni sínum flutzt til Englands. f janúar kom hún aftur til ný- lendunnar, í fyrsta sinn, síðan hún fór þaðan fyrir um þrjátíu árum, í fylgd með syni sínum og tengdadóttur og frænku henn- ar, að nafni Dóra Hammers — sem var þrjátíu og þriggja ára Skapið yður sjálfstœðan atvinnureksfur BENDIX hraðhreinsunarvélar eru hagkvœmar og öruggar í rekstri TVÆR GERDIR - LEITIÐ UPPLÝSINGA Heimilistæki sf. Sætúni 8 - Sími 24000 og ógift — og ekkert sérlega lagleg, enda þótt hún væri há og vel vaxin. Bláu augun voru og útstæð, og andlitið var langt og mjótt. En hún hafði mjög viðkunnanlega framkomu, og gat sungið og leikið á slag- hörpu og málað vatnslitamynd- iir. Og hún var ákafur skáld- sagnalesari. Hendrik leizt strax vel á Dóru Hammers, og innan mán- aðar vair hamn búinn að biðja hennar. Dóra hafði verið sama sinnis og játaðist honum sam- stundis. Dirk var dálítið efablandinn. — Hún er fimrn árum elöri en þú, drengur minn. Heldurðu, að hún geti gefið þér nokbra syni til að halda uppi nafninu? Hendrik andvarpaði ofurlítið, alvarlegur á svipinn að vanda. — Trúðu mér til, að mér er al- veg sama, hvort við eignumsit rucnkkur börn eða engin. Ég gift- ist Dóru vegna þess, að hún er fyrsta verulega greinda og menningarlega konan, sem ég hef hitt — að minnsta kosti af þeim ógiftu — hérna í nýlend- unni. Hann brosti ofurlítið. — Ég ætla að eftirláta Pétri og Adrian að halda uppi nafninu, ef þér er sama. Hendrik og Dóra voru gefin saman í Nýmörk, en þau settust að í Flagstaff, og Hendrik út- vegaði sér strax slaghörpu. Áð- ur en ár var liðið, var Flag- staff orðinn frægur staður fyrir hljómleikaina sem Dóra efndi til og stjórnaði. En í Berbice átti tónlistin verulegu hlutverki að gegna um þessar mundir, í missættinu, sem orðið var nieð þeim Mariu og Adrian. Síðustu þrjú eða fjögur árin hafði Adrian látið í ljós eindreginn áhuga á fiðlu og slaghörpu. María var ekkert söngvin og á síðasta ári var húin tekin að atyrða Adrian fyrir að van- rækja reglulega námið sitt, vegna tónlistarinnar. — Tónlist in getur verið allt í lagi, Adrian, en það fyrsta verður að koma fyrst. Þú ert slakur í reikningi, segir hann hr. Henty mér, og vanrækir skammarlega enska stílinn. Hún hefði getað bætt þarna fleiru við, en gerði samt ekki. En við föður sinn sagði hún það, undir fjögur augu. — Ég vil, að hairin verði sterk- ur og karlmannlegur, pabbi. Tónlist er kvenleg dægradvöl fyrir dreng á hans aldri. Og ég get ekki gleymt því, að hann Graham frændi hafði alltaf frá fyrsta fari áhuga á tónlist — og þú veizt sjálfur, hvernig fór á vissu aldursskeiði hjá honum. Dirk kinkaði koli, dræmt, en hann tók alltaf alvarlega það sem hún ræddi við hann. — Já, við verðum að hafa aiuiga með honum en ég held nú samt ekki, að hann fari eins og Graham. Hvað er hann gamall? Var hann ekki tíu ára í september síðast- liðnum? Hann glotti við tönn. — Hann hefur áreiðanlega á- huga á kvenfólkb get ég full- vissað þig um. Ég hef þegar gripið hann í ýmsu smávegis, sem mép finnst taka af allan vafa. Maria roðnaði. — Ég veit, hvað þú átt við. Hann er að kákla við vinnukonurnar. En það er bara engin trygging. — Er það ekki? Hendrik gerði þetta sama, þegar hann var fimmtán ára. Hann hristi höfuðið. — María mín góð, ég er nú farinn að gera mér það ljóst, að það þýðir ekkert að reyna að laga mannlegar verur, eftir dkkar smekk. Á þín- um aldri hélt ég, að ég gæti ráðið örlögum ættarinnar, með því einu að beita viljanum, ég berja inn í hausinn á ölluim, hinum og þessum hugmyndum um mikilleik og frægð. Nú — fimmtíu og tveggja ára gamall — er ég farinn að sjá, hve til- angslaus þessi árátta mín var. g vinn enn fyrir ættina — ég set enn velgengni hannar fram- ar öllu öðru — ég vona enn, að við getum skarað fram úr sem bændafólk — og ég óska enn, að nafnið okkar megi lifa um ókomna áratugi með heiðri og sóma — en þessi valda-árátta mín er löngu að engu orðin. Ég veit, að sjálfur get ég aldrei ráð ið útkomunni. Við lokauppgjör- ið, verðuir hverjum einum af ætt inni það eitt ágengt, sem með- fæddir hæfileikar hans segja, að hann sé fær um að afreka. Þeir sterku verða sterkir og þeir linu verða aldrei annað en linir. 53. Þegar leiðir þeirra skildi, var það svo lítt áberandi, að varla varð tekið eftir því, en skiln- aður var það nú samt, og staf- aði frá þessum degi. Strax sama kvöldið, þegar María var kom- in í rúmið, rifjaði hún upp fyrir sér orðræður föður síns. Hún Ilrúturinn, 21. marz — 19. april. Ef þú hefur komi/.t gegnum alla vitleysuna í gær, óbrenglaður, getur þetta orðið prýðilegur dagur. NautiS, 20. apríl — 20. maí. Byrjaðu snemma, og reyndu að gera gott úr öllu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. 1 Nú ætti allt að líta girnilega út i þínum augum. Ef svo er ekki, skaltu athuga, hvað veldur og koma öllu í lag. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Nú er röðin komin að þér að hugga mannskapinn. Trúðu samt ekki grátkonunum fyrir neinu leyndarmáli i staðinn. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Allir virðast endilega vilja vera að gera eitthvað, sem er ofar þínum skilningi. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Hérumbil allir svara þér jákvætt i dag. Fólk er athugult og hefur ranglega orð þín eftir. Vogin, 23. september — 22. október. Þú byrjar snemma, og vinnur lengi fram eftir, og það gæti skapað ævintýralegan árangur. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Það verða straumhvörf núna um helgina. Byggðu á staðreynd- um liðins tima, vertu fámáll, en skjóttu beint í mark. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. örvaðu fólk, með lofi eða öðru, ef það ekki cr nægilega þýtt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Unga fólkið er hressandi, og þvi óþarft að móðgast við það. Það birtir eitthvað tU hjá þér, sennilega lýkur einhverri smádeilu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Gerðu þér grein fyrir ábyrgð þinnl og samböndum. Njóttu þess sem þú hefur, og gerðu þér það að gððu. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Tilviljanirnar gera þér skemmtilegan dagamun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.