Morgunblaðið - 05.03.1970, Blaðsíða 13
MORjGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 11970
13
milli 1920—30, að meirihluti 1s-
lendinga átti orðið heima í þétt-
býli (í kaupstöðum og kauptún-
um með yfir 300 íbúa) má það
teljast undravert, hversu hratt
aukinni verkaskiptingu, iðnvæð-
ingu og tækniþróun hefur mið-
að áfram í landinu. Þegar að er
gáð, á þetta reyndar engu síður
við um ýmsa aðra þætti í þjóð-
lífinu, t.d. menningar- og félags-
mál.
Þessar framfarir hefðu að
mínu áliti verið lítt hugsanleg-
ar, ef landsmenn hefðu ekki ver-
ið svo lánsamir að eignast mynd
arlega höfuðborg, sem skilið hef
ur forystuhlutverk sitt í borg-
armenningu landsmanna. Með
skýrum markmiðum og fastmót-
aðri framfarastefnu hefur sú
samhenta forysta, sem einkennt
hefur stjórn borgarmálanna,
unnið Reykvíkingum og lands-
mönnum öllum ómetanlegt gagn.
En verkefnin, sem framundan
eru, eru ennþá fleiri og stærri.
Þótt ilt'il sé á heimsmæltkva'rða,
tekur Reykjavlkurborg stöðugt
á sig fleiri einkenni stórborga.
í senn getur hún tekizt á við
stærri verkefni, en um leið
fjölgar þeim mannlegu vanda-
málum, sem hún verður að sinna.
Vandamál æsku og aldraðra ber
þar hátt, en sama máli gegnir
um þætti eins og menntun, heil-
brigðisþjónustu og fjölda margt
fleira, að ógleymdum atvinnu-
málunum.
Tsienzka þjóðin er stödd á
vegamótum í uppbyggingu at-
vinnulífsins. Fyrst og fremst er
um það að ræða að snúa vörn í
sókn á iðnaðarsviðinu og þar
með breikka undirstöðu þjóðar-
búsins. Enda þótt hér sé um að
ræða verkefni og velferðarmál
allra landsmanna, er óhugsandi
annað, en að iðnaðarborgin
Reykjavlk taki myndarlegan
þátt I því átaki, sem framund-
an er. Reyndar má segja, að
undirbúningur að slíku sé þeg-
ar hafinn, t.d. með byggingu
Sundahafnar, með endurskipu-
lagningu höfuðborgarsvæðis-
ins m.a. með tilliti til athafna-
lifsins, með aðild að stórvirkj-
unum, með eflingu verkmennt-
unar I skólum o.s.frv.
En Reykjavík er ekki ein-
göngu miðstöð iðnaðar, heldur
er hún einnig miðstöð viðskipta,
samgangna og ferðamanna-
straums, borg útgerðar og fisk-
iðnaðar. Á öllu þessu þarf hún
að halda. Hún þarf að bæta að-
stöðu og starfsskilyrði allra þess
ara greina, en um fram allt
að styrkjá og styðja athafna-
þrá og framtak einstakling og
félaga, sem vilja vera þátttak-
endur I eflingu reykvlsks at-
vinnulífs.
Svarið verður þvl: 1. Atvinnu
málin. 2. Öll önnur velferðar-
mál borgarbúa.
Sveinn
Guðjónsson
hljóðfæraleikari
og nemandi í Kennara
skóla íslands,
Nesvegi 60. 22 irn.
Sem, verðandi kennari eru mér
efst I huga fræðslu- og æsku-
lýðsmál. Við getum ekki lokað
augunum fyrir því að fræðslu-
kerfið I landinu er orðið úrelt.
Áríðandi er að mörkuð verði
strax skýr og ákveðin stefna I
fræðslumálum, er miðar að þv!
að gera þá sem nú eru að vaxa
úr grasi trausta og hæfa þátt-
takendur I nútíma þjóðfélagi.
Það verður að samræma skól-
ana þeim kröfum sem síbreyti-
legt þjóðfélag gerir með því að
opna nýjar námsleiðir sem sam-
ræmast auknum atvinnuháttum.
Mikið rót er nú á hugum ungs
fólks um allan heim. Sumt af
þessu fólki hefur boðið samfélag-
inu byrginn. Því finnst heimur-
inn hafa brugðizt sér. Það hef-
ur bognað undan kröfum þjóð-
félagsins og finnur nú fróun I
þeirri sjálfsblekkingu sem örv-
andi lyf veita. Það er ekki hægt
að álasa þessu fólki. Það brást
vegna þess að það var ekki nægi
lega vel búið undir lífið. Við
viljum ekki horfa upp á þetta
gerast hér I okkar borg. Fram-
tíð Reykjavíkur hlýtur að byggj
ast á því hversu vel æska borg-
arinnar er búin undir að taka á
herðar sér þá ábyrgð sem því
fylgir að vera virkur þátttak-
andi I þróun vaxandi borgar. 1
þessu sambandi tel ég æskilegt
að lögð verði meiri áherzla á ai-
menn félagsstörf I skólum held-
ur en verið hefur. Ekkert er
jafn þroskandi fyrir ungmenni,
sem er I mótun, eins og þátt-
ilijrigðu og þróttmiklu
"»fur honum um
leið tækifæri til að svala at-
hafnaþrá sinni á heilbrigðum
grundvelli.
Annað mikilvægt atriði er að
skólafólki verði tryggð atvinna
yfir sumarmánuðina þvl iðju-
leysi leiðir yfirleitt til nei-
kvæðra athafna.
Um aðra þætti æskulýðsmála
hef ég rætt nokkuð á öðrum
vettvangi og læt ég það nægja.
Leggjum éherzlu á að koma
æskulýðs og fræðslumálum okk
ar I viðunandi horf þvl að um
leið er menningarleg og efna-
hagsleg framtlð þjóðarinnar
tryggð.
Úlfar
Þórðarson
læknir,
Bárugötu 13. 58 ára.
Maki: Uirnur Jónsdóttir.
Það er eðlilegt, að áhugi borg
arfulltrúa beinist mest að ein-
hverjum þeim málum, sem hann
þekkir bezt frá sínu venjulega
starfssviði, enda þótt þetta megi
ekki verða of einhæft eða þröngt,
þvl ekki má gleyma að taka til-
lit til heildarinnar, og þá fyrst
og fremst til fjármálanna, sem
eru blóðið, sem streyma verður
um æðar borgarlíkamans og fiyt-
ur honum aft og líf.
Sjálfur hef ég haft mest af-
skipti af heilbrigðismálum og I
mínum huga eru þau tvíþætt.
Annars vegar að koma I veg fyr-
ir sjúkdóma og farsóttir með
hópónæmisaðgerðum og þvl um
tíku, en himis vega r að hvetja eim
staiklínga tiil hollis llífenn'iis.
Þetta næst með því að vekja
að skapa almenningi tækifæri til
að bregða sér I leik og hreyf-
ingiu eftir vnmmudaig. Ég bendi
hér sérstaklega á sundstaði,
skíðaslóðir, leikvelli og margt
fleira af þessu tagi, sem opið er
almenningi. En auk þess, hin
stóru nýju mannvirki borgarinn
ar. Hér á heilsuverndin að hefj-
ast strax á unga aldri, og halda
síðan áfram I samvinnu við sér-
stofnanir og heilsugæzlustöðvar
borgarinnar eftir því sem ævin
líður.
Hvað snertir sjúkrahúsmálin
þá eru fæstir sem gera sér -Ijóst,
að Borgarspítalinn er nú stærsta
fyrirtæki borgarinnar. Það hef-
ur verið mér mikið ánægjuefni
og lærdómur að taka þátt I því
starfi, sem þegar liggur að baki
viÓ stofnun hans og uppbygg-
ingu. Það hefur alltaf verið von
mín, að Borgarspítalinn geti orð-
ið’ eitt af óskabörnum Reykvík-
inga, þannig að Reykjavíkurborg
geti haldið þeirri forustu I heil-
brigðis- og sjúkrahúsmálum, sem
hún óneitanlega hefur tekið sér
fyrir hendur. Og það ekkert slð-
ur, ef borgarstjórn Reykjavíkur
skyldi bera gæfu til að koma
því til leiðar að öll sjúkrahús
borgarinnar kæmust undir sam-
eiginlega yfirstjórn, en þá
myndu leysast flest þau vanda-
mál, sem nú standa skipulagn-
ingu og hagkvæmum rekstri
sjúkrahúsanna fyrir þrifum.
Þorbjörn
Jóhannesson
kaupmaður,
Flókag ötu 59. 57 ára.
Maki: SigríSur H.
Einarsdóttir.
Allir reynum við I störfum
okkar að gera sem mest gagn
fyrir þjóðfélagið sem við búum I,
fyrir fjölskyldu okkar og hina
uppvaxandi kynslóð. — En und
irstaða alls starfs er, að verk-
efni séu fyrir hendi, er hæfi
hverjum þjóðfélagsþegni.
Til þess að svo megi verða,
þurfum við blómlegt atvinnulíf,
sem er undirstaða alls annars.
Þess vegna hefur hugur. minn
jafnan verið mestur við atvinnu-
málin.
I Reykjavík er síaukinn at-
vinnurekstur, sem þarf að gera
sem starfhæfastan I öllum grein
um, hvort heldur er útgerð, iðn-
aður eða verzlun.
Við sem höfum verið þátttak-
endur I hinni miklu uppbygg-
ingu I Reykjavlk síðastliðin
fjörutíu til fimmtíu ár, getum
verið bjartsýnir á velferð þeirr-
ar kynslóðar, er við höfum kom-
ið á legg — eins og við sem
komin erum á miðjan aldur er-
um I þakkarskuld við okkar
uppalendur fyrir þeirra mikla
starf I þágu komandi kynslóða.
Tiil forustu I borga'nmáliefniuim
Reykjavlkur þurfum við að hafa
samstillta krafta, er vinni að
sem mestri og glæsilegastri
framtíð fyrir okkur öll, er vinn-
um að uppbyggingu framtíðar-
innar.
Þórður
Kristjánsson
húsasmíðameistari,
Bjarmalandi 8. 52 ára.
Maki: Unnur Runólfsdóttir.
Ég held að þeir, sem láta sig
borgarmálefni eitthvað varða al
mennt séu settir I svolitinn
vanda með spurningunni, á
hvaða þáttum borgarmálefna
hafið þér mestan áhuga. Svo ná-
tengdir sem þeir eru allir hver
öðrum og háðir lífi og starfi
borgarbúa. Það er þó ekki nema
eðlilegt, að menn hafi mismun-
andi áhuga fyrir hinum ýmsu
mélaflokkum og ræður þar þá
mestu um I hversu nánu sam-
bandi þeir eru við þá atvinnu-
lega eða félagslega. Af eðlileg-
um ástæðum hef ég mestan
áhuga fyrir atvinnu- húsnæðis-
og félagsmálum.
Um húsnæðismálin vildi ég
segja þetta: Þar hafa orðið stór-
felldar framfarir á síðustu árum,
þrátt fyrir misheppnaðar til-
raunir opinberra aðila til lækk-
unar á byggingakostnaði, miðað
við framleiðslu einkaaðila und-
anfarinna ára. Borgarmeirihluti
hefur tekið þá stefnu að skipu-
leggja stór íbúðarsvæði og hafa
á markaðinum fleiri bygginga-
hæfar lóðir en nokkru sinni
fyrr, og ber að fagna því. Ein
skemmtilegasta og gagnlegasta
nýjung sem tekin hefur verið
upp I undirbúningi nýrra íbúð-
arhverfa, er malbikun gatna áð-
ur en byggingaframkvæmdir
hefjast og má fullyrða að þetta
séu þær framfarir sem bygginga
menn kunna vel að meta.
í félagsmálum er einkum
tvennt, sem vekur áhuga minn.
Ég vil, að reynt sé að bæta
þarfir og aðstöðu ungs skóla-
fólks yfir sumarmánuðina.
Skipuleggja mætti námskeið til
verkmenntunar t.d. við landbún-
aðarstörf, iðnað ýmis konar, sjó-
mennsku og fiskirækt. Bæta
þarf aðstöðu þeirra ótalmörgu
karla og kvenna er hafa mikla
starfsorku og starfslöngun, en
sökum aldurs og vélvæðingar
hafa verið látin draga sig I hlé.
Ég þekki persónulega starfs-
gleði þessa fólks og hug þess að
verða ekki öðrum til byrði.
Efla þarf og auka þann iðnað,
er gæti orðið útflutningsvara
vegna inngöngu okkar I EFTA.
Sjálfstæðisflokknum er einum
treystandi til að gera þátt
Reykjavíkur I uppbyggingu og
eflingu nýrra iðnfyrirtækja að
veruleika, þar sem einstaklings
framtakið fengi að njóta sín.
Samhliða hlutverki íslenzku
verzlunarstéttarinnar að koma
nýrri og áður óþekktri útflutn-
ingsvöru á erlenda markaði,
mun sýna og sanna að undir öfl-
ugum meirihluta Sjólfstæðis-
manna I borgarstjórn, skal enn
um ókomin ár verða haldið áfram
veginn til bættra lifskjara.
Skólamót
í knatt-
spyrnu
ÞRIÐJU umferð í knattspyrnu-
móti skólanema er lokið og urðu
úrslit þessi:
KÍ — Tækniskólinn 4:0
Verzl.sk. — Háskólinn 1:0
M.Hamrahl. — Stýrim.sk. 3:1
M.R. — M. Laugarv. 2:0
Iðnskólinn sat yfir
4. umferð verður leikin á laug
ardag. Þá leika Iðnsk. — M.H.,
Verzlunarsk. — Kennaraskólinn,
Háskólinn — M. LaugarvatnL
MR situr yfir.
HM í
knattspyrnu:
Mexíkó tapaði
fyrir Svíþjóð 0-1
MEXIKÓ, sem hefur leikið all-
marka „upphitunarleiki“ fyrir
lokaátökin þar í landi í júní n.k.
tapaði fyrir Svíþjóð, 0-1 í lands-
leik í fyrradag. Ericson skoraði
fyrir Svía í síðari hálfleik. Leik
urinn fór fram í Puebla. Lands-
lið Mexikó hefur fjórum sinn-
um leikið gegn Sovétrlkjunum
og hafa allir leikirnir endað með
jafntefli. Síðasti leikurinn fór
fram á Aztec-vellinum í Mexi-
bóboing, og hvoriuiglu liíði'niu tóksit
að skora, Úrslitakeppnin fer fram
á fyrrnefndum velli, sem er rúm
lega 2 km yfir sjávarmál.
HMí
körfu
— Heimsmeistarakeppnin í
körfuknattleik fer fram í Júgó-
slavíu dagana 11.—24. maí n.k.
Dregið hefur verið í riðla og
leika þesi lið saman í riðlun-
um:
A riðill: USA, CSSR, Ástralía,
og Spánn.
B riðill: Brasilía, Kanada, Ítalía
og Suður Kórea.
C riðill: Rússland, Uruguay,
Panama og Afríku meistar-
arnir.
2 efstu lið í hvorum riðli leika
síðan til úrslita, en gestgjaf-
arnir Júgóslavar koma beint í
þá keppni.
Skotar og Danir léku tvo lands
leiki í körfuknattleik nýlega.
Skotar unnu báða leikina. Þann
fyrri með 73—-64, eftir allsögu-
legan leik. Þegar seinni hálf-
leikur var hálfnaður leiddi Dan-
mörk með 54—44, en þá skoruðu
Skotar 20 stig í röð án svars
frá Dönum, og sigruðu eins og
áður segir. Seinni leikinn unnu
Skotar einnig, nú með 73—61.
Einnig voru leiknir tveir kvenna
landsleikir milli þjóðanna og
sigruðu dönsku stúlkurnar í báð
um 54—72-27.
Unglingar
og
foreldrar
boðaðir á fund
STJÓRN Körfuknattleiksfélags
Reykjavíkur gengst fyrir kvik-
myndasýningu í Valsheimilinu á
föstudaginn kl. 8 síðdegis. Verða
þarna jafnframt kaffiveitingar.
Kvöld þetta er einkum ætlað
eldri félögum félagsins ásamt
þeim sem nú skipa 3. og 4 ald-
ursflokk KFR og foreldrum
‘ þeirra.