Morgunblaðið - 05.03.1970, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1970
Kynning frambjóðenda
Magnús
Jóhannesson
trésmíðameistari,
Bústaðavegi 61. 49. ára.
Maki: Bertha< Karlsdóttir.
Hvers vegrta eru einhver mál
öðrum áhugaverðari? Verðum
við sem íbúar ekki að hafa vak-
andi áhuga á ölium þáttum borg-
armála, svo mjög sem þau grípa
hvert inn á annars svið. Þó
verða atvinnu- og uppeldismál
ætíð sá grundvöllur, sem byggja
verður farsæla lausn borgar-
mála á og þá um leið velferð
okkar sem íbúa borgarinnar.
Borgin er í örum vexti og því
fylgja miklir örðugleikar, sem
við þarf að glfma jafnóðum og
leita sem beztrar lausnar á
hverju sinni. Það þarf að varð-
veita kosti borgar okkar og
bægja í tíma frá dyrum þeim
vágesti sem mengun umhverfis-
ins er.
Næg atvinna verður að vera
handa öllum, svo að hver vinnu
fús hönd fái notið sín og tryggja
verður launakjör fólks til sem
beztrar afkomu. Stöðug athygli
verður að beinast að breyttum
viðhorfum vegna hinnar öru
tækniþróunar og með því skapa
þær aðstæður, sem tryggja at-
vinnuvegum borgarinnar þann
grundvöll að þeim sé gert kleift
að þróast og eflast um leið og
búið er í haginn fyrir nýjar at-
vinnugreinar.
Tryggja þarf uppvaxtarmögu-
leika æskunnar, svo að atgerfi
og frumkvæði hennar fái notið
sín og veiti með þvf nýjum
straumum inn í atvinnu- og fé-
lagslíf borgarinnar.
Sigurbjörg
Lárusdóttir
starfsmaður Pósts
og síma,
Baldursgötu 9. 61 árs. •
Makt: Bragi Steingrímsson,
dýra.’æknir.
Þegar ég var að alast upp hér
í borg var atvinnuspursmál ungl-
inga ofarlega á baugi sem nú,
þó segja megi að ég muni tfm-
ana tvenna. í þá daga vorum
við í sendiferðum, við barna-
gæzlu eða við fengum vinnu við
að breiða fisk.
Þó tímar séu breyttir og at-
vinnumarkaður hafi rýmkað,
hefur fólkinu fjölgað og er at-
vinnuspursmál unglinga því enn
mikið vandamál sem þyrfti að
leysa með . sameiginlegu átaki
eldri og yngri.
Því þykir mér stefna sú
óæskileg sem borið hefur á hin
sfðari ár að unglingar skera sig
úr öðrum aldursflokkum og á
þá litið sem sérstakan kynflokk.
Ég áift að stjórnmál öll verði þvi
aðeins farsællega til lykta leidd
að aldursflokkarnir vinni sam-
an.
Við sem lifum í nútima þjóð-
félagi erum uggandi um fram-
tiðina, samfara því sem meng-
un lofts og sjávar ógnar heilum
samfélögum, leggur aukin vel-
megun það eitt til að alls kyns
úrkynjun gerir vart við sig s.s.
neyzla allra þeirra nautnalyfja
er fiæða yfiir mainkað'inm i dag.
Því er ástæða nú fremur en
okkru sinni fyrr að standa
vörð um velferð barna og
unglinga, þyngst er þar á met-
unum að veita þeim félagslegt
öryggi. Skóla og fræðslumál
þurfa að fullnægja kröfum tim-
ans.
Kanna þarf atvinnumál ör-
yrkja og hvort hægt sé að lifa
af örorkubótum.
Reykjavík sem ferðamanna-
miðstöð er það sem koma skal,
þarf því að hlúa að ferðamál-
um yfirleitt, veitinga og gisti-
húsakostur aukinn og bættur.
— Reykjavik skal vera sú borg
sem öllum öðrum borgum er fýsi-
legri að gista.
Sigurlaug
Bjarnadóttir
menntaskólakennari,
RauCalæk 20. 43 ára.
Maki: Þorsteinn Ó.
Thorarensen, rithöfundur.
Ætli hugsanlegum borgarfull-
trúa megi vera nokkuð mann-
legt óviðkomandi? Annars býst
ég við, að þessa stundína hljóti
atvinnumálin að vera í brenni-
púnkti, ekki sízt þegar líður að
lokum skólaárs og þúsundir
skólafólks, sem sannarlega veit-
ir ekki af sínu, streyma á þeg-
ar yfirfullan vinnumarkað.
Hverskyns uppbyggingarstarf
í þágu barna, unglinga og æsku-
fólks hlýtur að verða þungt á
metunum meðal hinna margvis-
legu verkefna borgarstjórnar.
Auðvitað þarf að byggja fleiri
MORGUNBLAÐIÐ hefur
snúið sér til allra frambjóð
enda í prófkjöri Sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík og
óskað eftir að þeir svari
eftirfarandi spurningu: A
hvaða þáttum borgarmál-
efna hafið þér mestan
áhuga? Fara svör nokk-
urra frambjóðendanna
hér á eftir.
leikskóla, dagheimili, leikvelli,
félagsheimili og allt það. En það
er ekki nóg. Heimili, skólar og
borgaryfirvöld þurfa í samein-
ingu að leggja stóraukna
áherzlu á hið uppbyggjandi
innra starf, til eflingar siðgæði
og persónuþroska, vakandi hugs
un og ábyrgðarkennd, sem geti
hamlað á móti upplausn, múg-
mennsku — eða klíkuhætti.
Félagsmálin hafa sett áber-
andi svip á yfirstandandi kjör-
tímabil í Borgarstjórn Reykja-
víkur og mörg verkefni eru á
döfinni. Megi þau stefna að því
að tryggja ungum sem öldnum
betri skilyrði til að lifa ham-
ingjusömu lífi, — frið til að
vera manneskja.
Ég viildii gijairna'n, að borgar-
stjómimáliim — og stijánnimál'iin
hjá oiklkiuir yfirlleitt — gætiu orð-
ið „ópóllitliisikairi", svo slkriingii'liega
sem það kamin að hilljóma. Við
sjiáuim það gre'im'iiliegaist af gamgii
‘heiimisimiáliam.na, fwte ihiinair jám-
hörðiu póil'iitísiku btokitór eru
'hásikateg fyriinbæri. Pólktísik
þnöngisýnii og flokkas'trcrta gera
engiu góðu málii gaigm. Þvii mimma
af slilku því betra. Reyk/javiilk,
sem höfuðborg flamd'S'imis og
meniniiinga'nm'iðstöð, ber að gamga
hér á undam í aulkmiu póliitisku
frjáPslynd'i — í þágu ReýkvSkimga
og ail'lna la'n'dismamina'.
Sindri
Sigurjónsson
póstmaður,
Básenda 14. 49 áian
Maki: Sigríður Helgadóttir.
Undanfarin ár hafa verið
okkur Islendingum býsna þung í
skauti vegna erfiðleika í at-
vinnumálum. Orsaka er m.a. að
leita í aflabresti og verðfalli á
þeim afurðum, er náðst hafa á
land. Nú virðist bjartara fram-
undan og vænta má vaxandi
bata í efnahagslífi okkar.
Góð lífskjör og félgslegt ör-
yggi eru höfuðþættir velferðar-
samfélags, en það er einmitt það.
er við öll viljum að borgin okk-
ar sé og verði. Undirstaða þess
er að takast megi að halda uppi
fjölbreyttu og þróttmiklu at-
vinnulífi, er veitt geti íbúum
borgarinnar næga atvinnu.
Sem svar við þeirri spurn-
ingu, er lögð var fyrir mig þá
eru bindindismál og hvers kon-
ar varnir gegn eiturlyfjaneyzlu
— þar með talið áfengi — áhuga
mál mín. Ég geng þess ekki dul-
inn, að þetta eru mjög vandmeð-
farin mál, en þau krefjast tafar-
lausrar úrlausnar eftir ráðum
sérfróðra manna og með stuðn-
ingi áhugamanna og hópa.
Dr. Sturla
Friðriksson
erfðafræðingur,
Skildingatanga 2. 48 ára.
Makl: Sigrún Laxdal.
Réttsýni og framsýni þarf að
viðhafa í úrlausn hinna marg-
breytilegu málefna, sem borg-
ina varða, og borgarfulltrúi
hlýtur að hafa fyllztan hug á
farsælli lausn viðfangsefnisins
hverju sinni.
Borgin er ekki einangraður
landshluti, þótt hér sé afmörk-
uð miðstöð . íslenzks atvinnulífs
og menningar. Því þarf hún að
hafa farsæl tengzl bæði við
dreifbýlið og umheiminn og vera
móttækileg fyrir utanaðkomandi
áhrifum og geta brugðizt
við þeim á hagstæðan hátt.
Hið innra þarf borgarkerfið
að vera í samstillingu. — Því
þarf að stuðla að eðlilegum sam-
skiptum borgarbúa. Nauðsyn-
legt er að viðhalda öryggi og
tryggingu fyrir góðri afkomu
íbúanna og jafnvægi í athafna-
lífi og allri félagslegri þróun,
þar sem jafnt er séð fyrir þörf-
um ungra sem aldraðra,
hraustra sem sjúkra. Borgarbú
ar njóti fræðslukerfis, sem
breytist með nýjum viðhorfum
og sé í stöðugri menningarlegri
þróun, þar sem völ er á hinni
beztu almennu menntun jafnt og
fjölbreyttri sérfræðimenntun.
Því þurfum við að eiga traust-
an og lifandi háskóla og önnur
menntasetur, þar sem borgarbú-
ar og þjóðin öll getur aflað sér
staðgóðrar menntunar sem er
undirstaða hagsældar þjóðarinn-
ar.
Borgin þarf að vera íbú-
um sínum geðfellt og heilnæmt
umhverfi, þar sem stuðzt er við
alla nýjustu tækni í skipulagi
og byggingu án þess að skert sé
um of svipmót íslenzkrar nátt-
úru.
Sem meðlimur í náttúruvernd
arnefnd borgarinnar finnst mér
veigamikið atriði að geta unn-
« að því, að höfuðtcorg Isitamds
megi vera skipuleg, hrein og fög
ur borg, sem ber vott um at-
orku, velmegun og vellíðan íbú-
anna.
Sveinbjörn
Hannesson
verkstjóri,
Stigahlíð 61. 48 ára.
Maaki: Halldóra
Sigurðardóttir.
Öll borgarmál snerta hvern
þann, sem kosinn er borgarfull-
trúi, hvort sem það eru at-
vinnumál, félagsmál, fræðslumál
eða önnur, sem koma fyrir borg-
arstjórn.
Mín aðal áhugamál eru at-
vinnu- og félagsmál. Atvínnu-
leysinu þarf að útrýma, ekki
með nefndum, heldur með fram-
kvæmdum og skipulagi. Atvinnu
leysið er blettur á okkar þjóð-
félagi, og alveg ástæðulaust hér
í Reykjavík.
Allir eiga rétt á að lifa mann-
sæmandi lífi, og búa í góðum
íbúðum, hvort sem þeir eru rík-
ir eða fátækir, menntaðir eða
ómenntaðir, ungir sem gamlir,
öryrkjar, sjúkir og aðrir þeir,
sem eiga í erfiðleikum í lífinu.
Ég vil vinna að öllum þeim
málum, sem gera lífið léttara og
betra fyrir alla, og svara spurn-
ingu Morgunblaðsins:
Allt fyrir Reykjavík og Reyk-
víkinga.
Sveinn
Björnsson
verkfræðingur,
Sigtóni 31. 43 ára.
Maki: Helga Gröndal
Björnsson.
Þegar haft er í huga, að það
var ekki fyrr en á áratugnum