Morgunblaðið - 08.03.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1970 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 WUBBIR BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferöabifreið-VW 5 rranna-VWsvefnvagn VW9manna-Landro»er 7manna GÚSTAF A. SVEINSSON hæsta rétta rlögmaður Laufásvegi 8. — Skni 11171. Til sölu Voh/o Amazon árg. '66. Voh/o Amazon áng. '65. Voh/o Amazon áfg. '63. Volvo Amazon station árg. '64. 544 árg. '62. 544 áng. '61. 544 árg. '60. Singer Vogoe árg. '67. Opel Record, 4na dyra, árg. '65. Cortma 2ja dyna, áng. '64. Toyota Cnown árg. '67. Toyota Corona station, árg. '66. Fiat 124 árg. '67. Vauxhalil Victor station, árg. '69. ekioo 2000 kim. Benz 220 SB, áng. '65. Scout áng. '67. Jeepster áng. '67. Bronco áng. '66. Rambter Classic, árg. '63. Tökum notaöa bíla í umtooðs SöKi. VELTIR HF. SUÐURLANDSBRAUT 16 9B 35200 I Einangrun Góð plasteirvangrun heur hita- leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hialeiöni, en fiest önn- ur einangrunarefni hafa þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng an raka eða vatn í sig. Vatns- draegni margra annarra einangr- unarefna gerir það, ef svo ber undir, að mjög lélegri oinangrun. Vér höfum fyrstir allra, hér á landi, framieiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST H.F. Ármúla 26 — Simi 20978. 0 Leiklistarlíf á Akur- eyri enn S. P. skrifar: „Það vekur furðu mína, kæri Velvakandi, að þér skulið birta hvert bréfið á fætur öðru frá þeim, sem vilja afsaka leiksýn- ingar núverandi valdhafa í Leik- félagi Akureyrar. Þeirri stað- reynd verður ekki breytt, hvað sem liður bréfasendingum til yð- ar, að þessir menn hafa orðið sjálfum sér og okkur Akureyr- ingum til skammar, með því að úthrópa klögumál sín, vegna eðli lega lélegrar aðsóknar, út um landsbyggðina alla, og með dyggi legri aðstoð Velvakanda Morgun- blaðsins, sem maður bjóst nú ekki beinr við, satt að segja. 0 Þjást Akureyringar af menningarskorti? Það hefur áreiðanlega komið fyrir alls staðar á íslandi, að sjón leikasýningar séu illa sóttar. En það heíur hvergi komið fyrir, fyrr en núna, að aðstandendur sýningar kæri væntanlegt „públ- ikum“. sem ekki kom, fyrir allri þjóðinni og ásaki það um mennt- unarskort, menningarleysi og of lítinn áhuga á hinni göfugu leik- list. Geta ekki aðrar orsakir leg- ið að baki lélegri aðsókn? Við- brögð rauðu varðliðanna tveggja, þegar fólk borgar ekki I kassann þeirra, eru þau að fá öll blöð, hljóðvarp og sjónvarp i lið með sér til þess að skýra fámennið á sýningunum með menntunar- skorti Akureyringa! Léleg skýr- ing það, en upplýsandi fyrir sál- arástand leikbræðranna. • „Hagræðing" Að auki má minna á, að þótt leyfilegt geti verið að hagræða leiksýningum lítillega, með tilliti til sýningargetu, þá er ekki leyfi legt að fella svo mikið úr eða breyta, að merking leikritsins breytist. Annars eftirlæt ég það erfingjum Davíðs heitins Stefáns sonar að skera úr úr þvl, hvort nauðsyn er að höfða mál vegna afskræmingarinnar á Gullna hliðinu, en samkvæmt blaðaskrif um eru þeir nú að hugleiða það. — Gullna hliðið er annars fyrsta „stykki“ rauðálfanna, sem vel gengur. — En það er ekki þeim að þakka, heldur höfumdi. 0 Sumir geta ekki barizt, nema hafa merki Ég býsc við því, að „Norðling- ur“ sé maður til þesis að svara fyrir sig, en einhver aðdáandi leikbræðra fann að því, að hann hefði gagnrýnt skreytingu á hliði Himnaríkis í Gullna hliðinu. Þessi skreyting var hringmerki, sem var upphaflega andstöðu- merki þeirra, sem eru á móti beitingu kjarnorkuvopna, — og tel ég mig í þeirra hópi eins og ég vona að allar sæmilegar mann eskjur séu, en hins vegar er langt siðan kommúnistar einokuðu merkið og hreyfimguna, með þeim afleiðingum, að hreyfing sú, sem merkið notaði fyrst, hefur fyrir löngu lognazt út af, því að eng- inn andlega frjáls og heiðarleg- ur maður getur átt samstöðu með kommúnistum í baráttumálum sfnum. Hitler prédikaði frið, hélt frægar íriðarræður og stofnaði alþjóðlega friðarhreyfingu undir merki sínu (hakakrossinum lítið eitt breyttum). Sem betur fer, eyðilagði hanin þó ekki málstað friðarins með gervistuðningi sín- um, og eins mun okkur hinum fara: við erum áfram á móti beit ingu kjarnorkuvopna, þótt komm únistar hafi reynt að skemma málstað okkar með þvf að þykj- ast vera með og vin.na sér þann- ig lýðhylIL Læt ég svo útrætt um þetta mál, en vona, að Velvakandi birti ekki endalaust bréf frá þröngum og ofstækisfullum að- dáendahópi leikbræðranna, sem hér eru staddir um stundarsak- ir. S. P.“ ^ Velvakandi gerir hreint fyrir sínum dyrum — stendur í stórhreingerningiun — Velvakandi veit ekki betur en hann hafi birt bréf í þessum dálkum nokkurn veginn jafnt frá báðum aðiljum. Hafi annar aðil- inn fengið birt eitt eða tvö bréf fram yfir hinn, stafar það ein- ungis af tilviljun. — Við athug- un í bréfabunka Velvakanda kem ur einnig í ljós, að fjögur bréf um þetta mál eru ekki birtingar- hæf vegna stóryrða, og skiptast þau jafnt milli deiluaðila: tvö gegn tveimur. Sá er þó munur á, að bréfin, sem gagnrýna leik- endurna, eru bæði frá Akureyri, en hin, sem hæla þeim, eru frá Reykjavík. — Svo eru hér nokk- ur birtingarhæf bréf frá báðum stöðum. 0 Einn Tékkinn enn Enn berst Velvakanda bréf frá Tékkóslóvakíu, og veit hann ekki gerla, hvað veldur vinsældum hans austur og suður þar. I>essi vill komast í samband við íslend inga, og segist hafa áhuga á frí- merkjasöfnun og bréfaskiptum almennt. Hann kvaðst geta skrif að á ensku, frönsku, þýzku og rússnesku, auk móðurmáls síns. Nafn hans og heimilisfang er: Milos Plachý, s. Michelská 1181, Praha 4, Czechoslovakia (Tékkóslóvakía). § Samanburður á kristnihaldi vestan Atlantshafs og hér í miðju þess „Útlend í Ameríku" skrifar eft irfarandi bréf, og hefur hún sett því fyrirsögnina „Trú af íslenzkri ætt“. „Þið eruð ekki kristánnar trú- ar“, sagði útlendi maðurinn minn eftir að hafa búið á íslandi í niokkur ár. „Þið lifið I hjátrú, heitið á lifandi sem dauða og al- ið börnin upp við sögur af Grýlu, tröllum, draugum, fylgjum og jólaketti, svo að ég ekki minnist á andalæknana ykkar“. Hann hafði orðið mikið hissa, þegar gömul vinkona mln kom til okk- ar, þegar ég hafði legið í rúm- inu um tíma, og fullvissaði mig um, að ég yrði fljótt heil, hún hafði farið til andalæknis fyrir mig. „Guð er kærleikur“. „Jesús frelsar“. Þetta stóð með stóru svörtu letri á oftast rauðum tré- spjöidum meðfram þjóðvegunum hér í Amerlku þegar ég kom hingað fyrst fyrir yfir tuttugu árum slðan. Ég hló, Ameríkanar voru skrítnir. Árin liðu hjá okkur 1 notalegu trúarsleni. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að fara mánaðarlega á lút- herska kvennafundi. Við lesum heima, það sem okkur er sett fyrir í biblítmni. Umræðum stjórnar svo greind og merkileg kona, vel kristin. Nýt ég þess- ara funda. En ég fann þar mína vantrú betur en áður og ef ég lagði tii umræðna, ráku hinar stundum upp stór augu. T.d. þeg ar ég spurði, hvort ekki mætti kenna börnum um hefnd Guðs og helvíti. „Nei, Guð er kærleikur", var svarið. Þeirra grundvallarkenn- ing er að elska Guð og náung- ann, svo að Jesús hafi dáið og risið fyrir okkur öll og þar fyr- ir öðlumst við fyrirgefningu synd anna og eilíft líf. Guðsótti þekktist ekki. Ég man, þegar ég var innan við fermingu Iangaði mig að stela kerti I gam alli Austurstrætisbúð, ég átti ekki tíu aura. En ég þorði það ekki, þvi að Guð mundi sjá mig. Þegar ég spurði núna ameríska telpu á sama aldri, hvort nokk- urn tima hvarflaði að henni að stela, svaraði hún: „Nei, það er rangt að stela. Ég mundi særa (,,hurt“) Guð og þann, sem ég stæli frá, og sjálfa mig“. Samt hafði mér aldrei dottið I hug, að ég hugsaði verulega öðru vísi en aðrar funidarkonur, fyrr en ég las nóvember hefti ensku- mælandi timaritsins „65°“. Þar skrrfar m.a. ritstjórinn og útlendingurinn Amalía Líndal: „ As everyone knows Christian- ity rrever really took in Iceland --------“ (Eins og allir vita festi kristin trú aldrei verulega ræt- ur á tslandi — — ), og prestur- inn cg útlendingurinn Robert Jack: „ You will find much religion among Icelanders, but less belief that Christ died for sinners —“. (Það fyrirfinnst mik il trú meðal tslendinga, en trúin á að Kristur hafi dáið fyrir synd- ara er veikari). Ég er þessum útlendingum þakk Iát. Þeir hafa opnað augu mín og sýnt mér fram á, hvers vegna kristnar konur I Ameríku reka upp stór augu. þegar þær skynja mína trú, ættaða frá tslandi. Útlend 1 Ameriku“. Bólstrarar LEÐURLíKIÐ VINSÆLA. og nýkomíð í miklu litaúrvali. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333 Háseta vantar á mb. Hauk, sem fer á þorskanetaveiðar. Upplýsingar um borð í bátnum. sem liggur við Grandagarð, eða í síma 40548. eftir klukkan 8 á kvöldin. Hafnarfjörður Til sölu eru 2ja, 3ja, 4ra og 6 herb. íbúðir í fjölbýlishúsi, sem verið er að hefja byggingu á við Hjallabraut. Ibúðirnar verða seldar tilbúnar undir tréverk og málningu og sameign fullfrágengin. Byggjendur Stefán Rafn og Jónas Hallgrímsson. Glæsilegar teikningar. Munið umsóknarfrest til Húsnæðismálastjómar fyrir 15. marz. Hrafnkell Asgeirsson hdL, Strandgötu 1, HafnarfirtJi. Sími 50318. Verzlunin Rósa er flutt í Þingholtsstrœti 3 Rýmingarsala byrjar á mánudag. Blússur, peysur og margt fleira. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Sími 19940. Takið eftir Get tekið að mér að leggja terasso (marmarasteypu) í sumar, ef þið hafið samband við mig fljótlega. VILHELM JÓNSSON, heimilisfang: 6150 úrsla, Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.