Morgunblaðið - 08.03.1970, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1070
5
Bifreið þessi valt á mótum Suð urlandsbrautar og Skeiðvallarv eg-ar í gær. Var hún að koma
fullhlaðin vatni frá steypustöði nni og í beygjunni kastaðist tan kurinn til á palli bílsins og við
það lagðist hann á hliðina. Engin slys urðu á mö nnum. Ljósm. Sv. Þorm.
Dömur
Hafið þið athugað að við seljum sniðna fermingarkjóla, sam-
kvæmisbuxur o. fl. Hnappayfirdekking samdægurs.
Sendum i póstkröfu.
BJARGARBÚÐ, Ingólfsstræti 6, sími 25760.
Tilboð óskast í að byggja leikskóla við Mariubakka og dag-
heimili við Blöndubakka, hér í borg.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000,— króna
skilatryggingu.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Frá búnaöarþingi:
Aukið fjármagn til
j arðhitarannsókna
Á BÚNAÐARÞINGI hefur kom-
ið fram ályktun um aukið fjár-
magn til jarðhitarannsókna og
opinberan stuðning við sveitar-
félög í því skyni að hagnýta sér
þær rannsóknir. Fer ályktunin
hér á etfir:
Búnaðarþing beinir þeirri á-
skorun til landbúnaðarráðherra
að hlutast til um eftirfarandi:
1. Að Orkustofnun ríkisins
verði veitt aukið fjármagn til
rannsókna og tilraunaborana í
þeim tilgangi að fá sem nákvæm
ast yfirlit um líkur fyrir jarð-
hita í einstökum landshlutum
eða héruðum.
2. Að sveitarfélög, sem óska
eftir rannsóknum á einstökum
svæðum eða stöðum, fái tilþess
opinber framlög er nemi allt að
50% kostnaðar, enda liggi fyrir
rökstudd greinargerð um nýt-
ingu jarðhitans og meðmæli sér-
fræðinga varðandi einstakar bor
anir.
3. Að einstaklingar og/eða
félagasamtök, sem leggja hita-
veitu til upphitunar íbúðarhúsa
og atvinnurekstrar fái til þess
fjárframlög a.m.k. hliðstæð þeim
framlögum, sem nú eru veitt til
vatnsveitna
4. Að gerð verði athugun á
auknum möguleikum til nýting-
ar jarðhita til ylræktar og iðn-
aðar í dreifbýli, svo og til hey-
þurrkunar á einstökum býlum.
I greinargerð segir:
Á síðustu árum hefur verið
unnið all mikið að rannsóknum
Sængurveradamask
Ullarkembusængur
Borðdúkar
Garn
Prjónar
Heklunálar
OG FLEIFI VÖRUR.
Ódýrar vörur — góðar vörur.
VERZLUNIN
Manchester
Skólavörðustíg 4.
á jarðhitasvæðum landsins. Þess
ar athuganir beinast nú mjög
að háhitasvæðunum en minna
að lághitasvæðum.
Nauðsyn þessara rannsókna
er þó ekki síður brýn á lág-
hitasvæðum, en fjármagn skort-
ir til þess, að sinna þessum verk
efnum í ríkara mæli, en nú á
sér stað. Því þarf að auka til
muna fjárveitingar til þessarar
starfsemi, svo að unnt sé að fá
heildaryfirlit yfir þær líkur, sem
eru fyrir jarðhita í einstökium
landshlutum eða héruðum. Þess
ar frumrannsóknir eru grund-
völlur undir nákvæmari rann-
sóknum og borunum á einstök-
um stöðum, og gætu jafnframt
grundvallað áætlanir um atvinnu
rekstur, sem byggðist á nýtingu
jarðhita s.s. aukna ylrækt, iðn-
að o.fl.
NAFNSKÍBTEINA - MYNDATÖKUR
DAF '67
Til sölu vel með farin DAF-bifreið, árgerð 1967.
Upplýsingar í sima 24000.
DRANGAR H.F.,
Sætúni 8, Rvík.
Eínu sínni AKRA
og svo aftur og aftur...
AKRA smjörlíki
er ódýrt og bragðgott á brauðið, laust
við þetta vanalega smjörlíkisbragð; allt-
af auðvelt að smyrja það; harðnar ekki
í ísskáp, bráðnar ekki við stofuhita.
Ekkert er betra á pönnuna, það spraut-
ast ekki. — Úrvals smjörlíki í allan
bakstur.
AKRA SMJÖRLÍKI ER VÍTAMÍNBÆTT,
MEÐ A- OG D-VÍTAMÍNUM.
AKRA smjörlíki er ísienzk framieiðsla,
frá
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
UMBOÐSMENN:
JOHN LINDSAY. Sími 26400
KARL OG BIRGIR. Sími 40620