Morgunblaðið - 08.03.1970, Page 7
MORGUINIBGLAÐIÐ, SUNNUDiAG'UR 8. IMARZ 1070
7
Hér er Guðmundur Halldórsson skipstjóri að kenna ungum manni
handtökin.
Þeir eru áhugasamir á námsk oiðinu, hinir verðandi sjómenn í Bolungarvik. (Myndirnar tók
Haliur Sigurbjörnsson, fréttarit ari Mbl. i Bolungarvík).
Sjóvinnunámskeið í Bolungavík
Á síðastliðnu hausti var hald-
ið sjóvinnunámskeið í Bolungar
vik. Voru þar ungum drengjum
kennd handbrögðin við alls kon
a»r sjóvinnu. í sjónvarpinu var
þáttur um þetta sjóvinnunám-
skeið. í Velvakanda Morgun-
blaðsins var grein eftir Jón
Pálsson, tómstundaráðunaut
Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Fátt
hefur það verið í kennslumál-
um i Bolungarvík, sem jafn
mikla athygli hcfur vakið, á-
nægju og athygli heimamanna.
Þeim finnst þar vestra, að skóla
nefndinnj beri þakkir fyrir
þetta frumkvæði.
Framkvæmd þessa námskeiðs
tókst með eindæmum vel, enda
beitt nýjustu kennslutækni, svo
sem kvikmyndum og skugga-
myndum, en þess utan var
kennslan fólgin í leikjum, sem
vöktu ánægju drengjanma.
Uppi eru háværar raddir nú,
að slík kennsla verði gerð að
fösium lið í öllum barna- og
unglingaskólum. Okkur veitir
sízt af að ala upp fær sjó-
mannsefni og vekja áhuga ungl
inganna á þessari undirstöðuat-
vinnugrein okkar.
Oft er auglýst eftir mönnum
á bátaf'iotann, og þá finnast
þeir ekki. Sjóvinnunámskeiðin
eru liðir í því, að við eigum
alltaf frælwa og lærða sjómenn
til taks til að afla í ökkar þjóð
arbú. Við höfum blátt áfram
ekki efni á að vanrækja sjó-
mamnastéttina. Kennari á þessu
mámskeiði í Bolungarvík var
Guðmundur Halldórsson skip-
stjóri. Þótti kennsla hans með
afrigðum góð. Vonandi verða
slík námskeið haldin víðsvegar
um landið. Þeirra er vissulega
þörf. Þau eru eiginlega llfsnauð
synjamál íslenzku þjóðarinnar.
— Fr.S.
Fýkur yfir hæðir í Ásgrímssafni
„Fýkur yfir hæðir“, Hið ástsæla kv æði Jónasar Hallgrimssonar er við fangsefni Ásgrims í þessart mynd.
Hún er máluð um aldamótin, og er nýkomin úr viðgerð.
Nú stendur yfir hin árlega skóla
sýning i Ásgrímssafni. Aðaluppi-
staða sýningarinnar eru myndir frá
Þingvöllum, málaðar á ýmsum tim
um, bæði olíu- og vatnslitamyndir.
Jafnframt eru til sýnis þjóðsagna
teikningar, en safnið hefur ætíð
leitazt við að kynna skólafólki
þjóðsögurnar í myndtúlkun Ás-
grims Jónssonar.
Skólar geta pantað sértíma hjá
forstöðukonu safnsins í sima 14090
og 13644.
Ásgrímssafn, Bergstaðastrætl 74,
er opið sunnudagas þrlðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Að-
gangur ókeypis.
Afgreiðslumaður
óskast í varahlutaverzlun strax eða sem fyrst.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf.
Tilboð sendist blaðinu merkt: „Afgreiðsla — 2610".
Hef opnað
tannlœkningastofu
að Háaleitisbraut 68
Austurveri, II. hæð. Sími 84520.
Sigurður Þórðarson,
tannlæknir.
SAAB V4 '96 — drgerð 1970 — er traustur, stílhreinn og sérlega
vandaður, byggður fyrir erfiðustu aðstæður. Hver bifreið er
„testuð" ( stormgöngum SAAB-herþotnanna og yfirfarin af
sérfræðingum. SAAB V4 '96 er sparneytinn, og ódýr i rekstri.
NÝJUNGAR f ÚTLITI OG ÖRYGGI:
Ný ferhyrnd framljós, sem gefa 50% betri dreifingu af nærljósi.
Endurbættar bremsur, 40% léttara bremsudstig.
Ný tegund af samdrdttar-stýrisstöng tif varnar slysum.
öryggis„boddy" með sérstyrktum gluggapóstum.
Tvöfalt „lammel" gler ( framrúðu.
Tvöfalt bremsukerfi með diskahemlum að framan.
Ný tegund of öryggisfelgum.
öryggisbelti fyrir framstóla og festingar fyrir oftursæti.
Innfeld dyrahandföng.
Betri bólstrun d sætum og nýir litir d dklæðum.
JTÁMARKS FARANGURSRÝKM
&.«h^b3ÖRNSSONACo
SKEIFAN 11
SÍMI 81530
Fyrir ferminguna
Hvít brjóstahöld trá nr. 28a,
undirkjólar, slœður, hanzkar
og vasaklútar
Tii fermingargjafa
Undirfatnaður, náttkjólar,
sloppasett, greiðslusloppar,
síðar peysur og vesti
Laugavegi 19.