Morgunblaðið - 08.03.1970, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 11970
lítið um æskilega kvenkosti fyr
ir betri menn. Ekki meira en
svo sem tólf — ef þá svo marg-
ir. Katrín kann að vera ambátt,
sagði Hendrik, en hún er hvít
að þremur fjórðu, og eins ljós
yfirlitum og nokkur hvít kona.
Hver ætli svo sem fari að
snuðra í ættartölum þegar fram
í sækir? sagði Hendrik. Þegar
pabbi var farinn, þakkaði ég
Hendrik fyrir þennan stuðning
hans, og sagði honum, að ég
virti hann, bæði sem mann og
sem stjórnanda nýlendunnar. Eg
sagði honum, að hann hefði
reynzt mér sannur vinur, og
hann sagði í gamni, að hann ætl
aði líka að heimta endurgjald
fyrir það, sem sé, að ég léti
fyrsta barnið mitt heita í höf-
uðið á honum Hendrik ef það
yrði strákur en Hendrikje, ef
það yrði stelpa . .
Dirk stóð upp aftur en nú
gekk hann hægt yfir gólfið og
staðnæmdist við rúmið. í næst-
um tvær mínútur horfði hann
þegjandi á Rósu. Svo fór hann
að kinka kolli og skríkja. —
Lastu þetta, Rósa? Stóðstu við
hliðina á mér í anda og last
það? — Það var nú kaldhæðn-
in, sem segir sex! Hendrikje
amma var þá reyndar mestizi!
Alveg eins og Sir Reginald
Greenfield! Hún hafði svart
blóð í sér, Rósa! Þessi grimma,
drambsama, fallega, stórkost-
lega grimmdarnorn — drottning
ættarinnar! Mesta hetja okkar,
næst á eftir Kaywana. Áttung-
ur, Rósa! Alveg eins og barna-
börnin þín — tilvonandi næsti
baróninn og systkini hans...
Og þá er ég heldur ekki hrein-
ræktaður. Hvað er ég annars?
Svartur að eitthundrað þrítug-
asta og öðrum hluta. Ég veit, að
það er hlægilegt — en það er
nú samt umhugsunarefni. Hefð-
irðu vitað af því, hefðirðu get
að slett því framan í mig, dag-
inn sem ég vísaði þér á bug
og skipaði þér að fara í fötin
aftur... Já, þettá er nokkuð,
sem við verðum að hlæja að,
Rósa. Segðu Graham og Corne-
liu og mömmu og pabba, að
mamma hennar Hendrikje ömmu
hafi verið mestiza-ambátt! . ..
65.
Hann eyðilagði bréfið, en í
desember, þegar hann var í
Harrowkastala — því að hann
var yfir jólin hjá Hyacinth og
manni hennar — þá sagði hann
Hyacinth frá því. Hann gat allt-
af treyst Hyacinth. Hún líktist
honum að því leyti, að hún
fylgdist ekki alltaf vel með
tízkunni, og gerði gys að hisp-
ursframkomu jafningja sinna.
Gamla ættarblóðið rann sterkt í
æðum hennar. Það var engin
önnur skýring á rosalegri fram
komu hennar. Hún var ailtaf að
hneyksla eitthvert kvöldverðar
Samkvæmi eða kvennasamsæti
með ótrúlega dónalegum athuga-
semdum. Hjá betra fólkinu í ný
lendunni var hún beinlínis tal-
in ósiðleg kona, en svo virtist
sem bæði henni sjálfri og
Flynn, manninum hennar, væri
hjartanlega sama um það. Þau
virtust eiga vel saman og voru
alltaf í góðu skapi. Son sinn
höfðu þau skírt Dirk Patrick.
Hyacinth var á svölunum að
húsabaki með litla Dirk við
brjóstið, þegar Dirk sagði henni
frá þessu.
— En þú skalt ekki hafa hátt
um það, telpa mín. Ég hef eng-
um öðrum trúað fyrir því. Ekki
svo að skilja, að það skipti
neinu máli. Mestizi frá sautj-
ándu öld telst varla með, en ég
156
má nú samt ekki segja eða gera
neitt, sem getur varpað skugga
á ættina. Þess vegna er það, að
ég hef aldrei sagt Milli-
cent Frick eða krökkunum henn
ar sannleikann um Jakob.
— Já, ég man eftir, að 'þú
varst eitthvað að minnast á
þetta fyrir nokkrum árum.
Storm langafi var raunverulega
faðir Jakobs, sagðirðu.
— Rétt segir þú, telpa mín.
En ekki eitt orð um það!
Kannski þegar ég er dauður, þá
gerir það minna til. En haltu
því leyndu meðan ég er tórandi.
Þú gerir það fyrir gamla mann-
inn. Hann barði fingrunum á
stólbríkina og skríkti. — Skrítn
ar þessar mannverur, ha? Hafa
svo gaman af að blekkja sjálf-
ar sig. Þess vegna þykir mér
svona mikið í þig varið, telpa
mín. Þú ert enginn hræsnari.
Þegar ég lít í kringum mig og
sé þessa motnu fábjána með all-
an merkilegheitasvipinn og þess
ar ímynduðu dyggðir sínar!
Ekkert nema uppgerðin! Og svo
er enginn kraftur í þessum
mannskap nú til dags. Laurens
og Katrín — mestizastelpa, og
ambátt í þokkabót. Skilurðu
það, Hyacinth? Kynhvötin. Hún
er hreyfiaflið, barnið gott, bak
við allar okkar athafnir og ör-
lög. Hún gefur lífinu lit, allt
frá vöggu til grafar. Hún get-
ur eflt og veikt ættina. María.
Adrian. Þau væru lifandi í dag,
ef ekki hefði verið þessi æðis-
gengna girnd, sem rak þau út
í það, sem þau gerðu. Francis.
Pelham. Edward frændi og Lu-
ise frænka. Hubertus frændi.
Það var kynhvötin, sem réð ör-
lögum þeirra.
— Meginaflið, sagði Hyacinth
og brosti. Flynn kallar hana
það. Hann segir, að kynhvötin
sé meginaflið í líkamlegri til-
veru okkar.
— Gott, gott! Og þessi litli
snáði við brjóstið á þér —
reyndu að ala hann skynsam-
lega upp. Enga andskot-
ans hræsni! Engin sykurhúðuð
hálfyrði! Segðu honum frá stað
reyndunum. Lemdu inn í hann
spakmælið hennar Hendrikje
ömmu. „Horfast í augu við sann
leikann, hversu ljótur sem hann
er”. Hertu sálina í honum.
Kenndu honum að berjast.
Kenndu honum, að engir nema
bardagamennirnir lifa lífið af.
Þessi vesælu skriðdýr verða
troðin undir fótum. Þessir draf-
andi ræflar, sem bjóða alltaf
hina kinnina, fara alltaf í skolp
ræsið að lokum.
66.
Nú, er hann var orðinn átt-
ræður tók hann eftir því, að
í stað þessarar rósemi, sem kom
in hafði verið yfir hann, fann
hann nýja hvöt hjá sér til að
vera athafnasamur og vakandi.
Hann var í hverju samkvæmi,
sem nokkuð kvað að, í George-
town og Nýju Amsterdam, fór
á hljómleika og leiksýningar í
Samkomusalnum, hélt stórar
veizlur heima hjá sér — með
Gwendolyn sem húsmóður —
eða stundum Hyacinth, þegar
svo stóð á, að hún og maður
hennar voru hjá honum svo
sem viku tíma.
Hann skrifaði blöðunum og
setti út á stjórnina út af einu
eða öðru.
Bæði Pétur og Hendrik voru
andvígir þessum skrifum hans.
— Það er óvirðulegt, sagði
Hendrik. — Alveg óviðeigandi
fyrir mann á þínum aldri.
í dag, og þá verður helgin
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú vcrSur að sitja á þér, þar til ringulreið morgunsins er gengin
yfir. Alvara þín ætti að vera öðrum gott fordæmi.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Forðastu þrefgjarnar manneskjur í dag.
Xvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Sinntu öllum daglegum skyldustörfum
þér óvenjulega drjúg
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Ef þú ferð aðeins í gegnum öll þín skjöl, geturðu komizt að ein-
hverri gróðaleið. I»að skaöar ekki að ráöfæra sig við sérfróða menn.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Sýndu starfsfélögum þínum trúnað og traust. Þú kcmst langt með
hiýlegri framkomu.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Þú færð mjög æskilegar fréttir hvaðanæva að.
Vogin, 23. september — 22. október.
í dag er þér nauðsynlegt að eiga ekkert ógert heima, og að hafa
allar upplýsingar fullkomnar eftir mætti, fram í tímann. Ekki sízt
skjöl. Hafðu allt eins einfalt og þú mátt.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú heyrir ckki nema hálfan sannleikann fyrir hádegið, þótt þú
gcrir þér ekki fulla grein fyrir þvi. Fjármálin mega kyrr liggja fyrst
um sinn.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Vinir og frændur geta verið óendanlega hjálplegir. Raðaðu jafnt nið
ur á daginn hjá þér. Haltu þig við vinnuna, á vinnutima, en svo skaltu
líka skemmta þér á eftir.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Láttu eðlisávísunina ráða, þótt margt virðist benda í öfuga átt við
hana Þegar öll kurl koma til grafar, kemur það í ljós, að þú hafðir
rétt fyrir þér. Láttu ekki fólk, sem er afskiptasamt ráða neinu.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Ef þú slærð loforðum á frest í dag, geturðu með smá fyrirhöfn
komizt vel áfram.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Gerðu þér allar staðreyndir ljósar, áður en þú tekur einhverjar
ákvarðanir. Ljúktu daglegum störfum, og öllu því sem þú ert byrjaður
á. Það er ekki til neins að vera að berjast í starfinu og hagsmunamál-
um þínum í dag.