Morgunblaðið - 17.03.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.1970, Blaðsíða 21
MOUGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ H970 21 Við höfum áður minnzt á frægt brúðkaup austur í Nepal héma í dálkunum. Þar , voru gefin saman ríkisarfinn l í Nepal, Birenda Bir Bikram Shah Deva, 24 ára gamall og Ajshwarya heitmey hans Rajya Laxtni Levi Rana. Sam kvæmt ákvörðun hirðstjörnu spekinganna, mættust þau í hallargarðinum í Kathmandu og gengu sjö sinnum réttsælis kringum helgan eld, og sjö sinnum rangsælis, og söngl- uðu fyrir munni sér kvæði, sem gæti verið eftir einhvern indverskan Hannes Péturs- son, og var á þessa leið: Þú ert óðurinn, ég hljómfallið, göngum í heilagt hjónaband. Þrátt fyrir allt glys og glaum var þetta skynsamlega ráð- gert brúðkaup, stjórnarfars- lega séð. Brúðurin er af Rana fjölskyldunni, sem sat Brúðurin. þar við völd, þar til er kon- ungsættin vék henni frá völd um árið 1951. Tvö þúsund opinberir gestir sátu veizl- una, frá 50 löndum. Þar með taldir fjórir þjóðhöfðingjar, en þeir voru kóngurinn í Laos, forseti Indlands, Land- stjórinn á Ceylon, og kóng- urinn í Bhutan. Margir urðu valdir að sárum vonbrigðum, með að afþakka þetta góða boð. Því hafði verið fleygt, að Chou en Lai myndi koma, en sú von brást þeim, er áhug ann höfðu. Vonazt var einnig eftir því að Tricia Nixon kæmi, en ekki fékkst nema ungur þing maður frá Ohio. Vonbrigðin voru auðvitað mikil, en verri var kostnaðurinn við hátíða- höldin, og áætla menn að þau hafi kostað frá 3—16 milljónir Bandaríkjadollara, og miklum hluta upphæðar- innar sóað af föður krón- prinsins í nauðsynjar á við blóm frá Hollandi, hvíta hesta frá Englandi, 200 bif- reiðar frá Japan. Þessi út- gjöld voru nokkuð, sem Nepal hafði illa ráð á. Þar til fyrir nokkrum ár- um var Nepal vafið í gleymskuhjúp. Þjónn ber mynd konungs á blævæng. nrilS Falleg Nepalstúlka. Fyrsti hjólbarðinn, sem íbúarnir í Pokharadalnum sáu, var á DC 3 vél, sem lenti þar 1951. Þetta er þó sá staður, sem hefur næstflesta íbúa þar í landi. Tiundi hver íbúi er í dag læs eða skrif- andi, og Nepalbúar eru fá- tækustu íbúar jarðarinnar eða tekjulægstu, með milli sex og suö þúsuind króna áms- tekjur. fbúarnir eru tíu milljónir að tölu, og lifa sem fyrr af jarðyrkju, sem fer fram með toairudatfiLi, sofia í mioildar- öða leirkofum og lifa á hrísgrjón um og grænmeti. Landið er mjög vinsælt ferðamannaland nú orðið, og komu þangað 20.000 ferða- menn í hitteðfyrra, og fjöru- tíu þúsund i fyrra. Kínverjar og Indverjar ausa báðir pen- ingum í landsmenn og , þeir segjast ómögulega geta tekið einn fram yfir annan, og eiga víst fárra kosta völ. Prinsinn fer að finna brúði sína. frétt- urium I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1513178 >4 Kristniboðsvikan Samkoma Kristniboðsvikunn- ar í kvöld verður í „Kristni- boðshúsinu Betaníu”, Laufás- vegi 13, og hefst kl. 8.30. Kristniboðsþáttur og hugleið- ing, sem Bjarni Eyjólfsson annast. — Einsöngur. — AUir velkomnir. Kristniboðssambandið. I.O.O.F. Rb 4 = 1193178)4 — S.K. I.O.O.F. 8 = 1513188 ‘A = □ Hamar 59703178 — Fundur- inn fellur niður. Verkamannafélagið Framsókn Félagsvistin í Alþýðuhúsinu fimmtudagskvöldið 19. marz kl. 8.30. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Páskavika 1 Skíðaskála* K.R. Pantanir og dvalarkort verða afgreidd fimmtudaginn 19.3 kl. 8.30 i félagsheimilinu við Kaplaskjólsveg. Innifalið í verði er matur, skíðakennsla, kvöldvökur, þotusleðakeppni og margt fleira. Allir eru velkomnir I Skíðaskála K.R. um páskana. Gott skíðafæri, lyfta í gangL Margt til skemmtunar. Stjórnln. Tónabær — Tónabær Félagsstarí eldri borgara. Á miðvikudaginn. verður „Opið hús” frá kl. 1.30—5.30 e.h. Dagskrá: Spil, töfl, lest- ur, kaífiveitingar, bókaút- lán, upplýsingaþjónusta og skemmtiatriði. Kvelfélag Óðháðasafnaðarins Aðalfundur félagsins verður eftir messu n.k. sunnudag 22. þ.m. í Kirkjubæ. Kaffiveiting- ar. Fíladelfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 8.30. Allir velkomnir. Frá Barðstrending Málfundur miðvikudaginn 18. þ.m. í Domus Medica kl. 8.30 s.d. Framsöguerindi og skemmti- þættir. Minningarspjöid Dómkirkjunn- ar eru afgreidd á eftirtöld- um stöðum: Bókatoúð Æsk- unnar Kirkjuhvoli, Verzlunin Emma Skólav.stlg 5, Verzl. Reynimelur Bræðraborgarstíg 22, Þóru Magnúsdóttur Sól- vallagötu 36, Dagnýju Auð- uns Garðastræti 42, Elísatoetu Ámadóttur Aragötu 15. Ljósmæðrafélag íslands heldur kaffikvöld í Las Veg- as miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 21. Ýmislegt til skemmtunar. Mætið vel og mætið allar. Nefndin. GEÐVERNDARFÉLAG iSLANDS STYRKUR til náms í iðjuþjálfun (ergoterapi) er hér með augíýstur til umsóknar. Um er að ræða 3ja ára nám erlendis. Stúdents- menntun æskileg. Umsóknir með greinargerð umsækjanda, meðmælum og uppl. um nám og fyrri störf, sendist Geðverndarfélaginu í pósthólf 1308, Reykjavík Skókþing íslonds 1970 hefst n.k. föstudag, 20. marz, kl. 19,30 í Templarahöllinni (niðri) við Eiríksgötu. Þá hefst keppni í landsliðsflokki, meist- araflokki, I., og II. flokki. Innritun fer fram á staðnum. Keppni í unglingaflokki hefst sunnudaginn 22. marz og verður tefld í Skákheimili T.R. að Gensásvegi 46. Stjórn Skáksambands Islands. Skrifstofustúlka vön vélritun og öllum algengum skrifstofustörfum óskast sem fyrst. — Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Akureyrar. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN LINDA H.F. spakmœli í^Ævikunnar Bráðum kemur að því, að einhver verður ógurlega ó- kurteis við kvikmyndastjörn ur, sem ganga í yfirhöfnum, sem gerðar eru af skinnum af sj aldgæfum dýrum. Filippus prins. í Sovétríkjunum var efnt til samkeppni í pólitískum skrítlum. Sá sem vann, var námaverkamaður. Hann fékk tuttugu og fimm ár. HÆTTA Á NÆSTA LEITI -*- eftir John Saunders og Alden McWilliams THE'CLUB RUSH'. OFTEN USED TO HUMBLE ROOKIE PLAVERS, SMOTHER3 DAHNy RAVEN UNDER A FLOOD OF CHARGING LINEMEN J.>AUND«M9 Letkmennirnir fara eins og skriða yfir Danny, og þegar þeir loks Iilýða flautu þjálfarans . . . svona, látið hann í friði. (3. mynd) Konidu með súrefni og sjúkrabörur strax, læknir. Það lítur út fyrir að Raven sé illa meiddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.