Morgunblaðið - 19.03.1970, Side 4
4
MORiGUN’BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1970
RAUDARARSTIG 31
MAGIMÚSAR
4kiphoiti21 simar21190
eftirlokun »lml 40381
■25555
í"* 14444
wumm
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
YW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
f®r@kt Ooft
á
augabragÓ/
I ómissand/
fyrir Pioimi/i,
vinnustaói
cxj bíla.
0 Asninn og musterið
„SundLaugagestur” setur bréfi
sínu ofangreinda fyrirsögn og
skrifar síðan:
„Ójá, stórkostlegar eru fram-
farirnar á voru landi. Það má
meðal annars sjá á myndarleg-
um íþróttamannvirkjum svo sem
sundlaugum. En hvernig er þess
ara þjóðþrifastaða gætt, og hvern
ig umgangast menn þá? Því
miður virðist eftirlitið vera
harla slælegt, eins og kom í ljós
í síðustu viku og það heldur
harkalega. Á föstudaginn gerðist
það, að sundgestir komu að
Laugardalslauginni lokaðri. Á
dyrunum hékk skilti (á ís-
lenzku): LOKAÐ. Engin skýr-
ing. Síðari hluta laugardags var
sundgestum vísað frá Vestur-
bæjarlauginni í skyndi. Hvað
hafði komið fyrir? Jú, það varð
að loka vegna þess, að fundizt
hafði mannasaur fljótandi í laug
inni, og var sagt, að það sama
hefði komið fyrir I Laugardals-
lauginni daginn áður (og hefði
það ekki verið í fyrsta sinn, að
það gerðist). Þá var að leita
griða í Sundhöllinni. Opið. En
þegar kom inn í steypiböðin,
barst þvílík hlandlykt úr sum-
um básunum, að helzt minnti á
gömlu laugarnar, sem svo marg-
ir hafa harmað.
Við skulum vona, að þetta frétt
ist a.m.k. ekki til útlanda, því
að varla myndu svona fréttir
um þrifnað íslendinga styðja að
því að laða hingað ferðamenn.
En hvað um heimamenn? Hlýt-
ur ekki heilbrigðiseftirlitið að
gera þá kröfu, að sundstöðun-
um verði séð fyrir nægu vinnu-
afli til að halda þeim í mann-
sæmandi horfi?
Eða eru Islendingar þá meiri
sóðar en menn órar fyrir, svo
að óþarft sé að gera veður út
af þessu? Kannski er þetta bara
í samræmi við uppgang lúsar-
innar, sem hárskerar eru stund-
um að tala rnn. Eða sannast hér
enn, að asni haldi áfram að vera
asni, þó að hann sé leiddur inn
í musteri?
Sundlaugagestur."
Q Lysistrata
og leikskráin
Húsmóðir skrifar:
„Kæri Velvakandi!
„Ég sá í gærkveldi, Mennta-
skólaleikritið. Það var mjög gam
an að sjá yfir 2000 ára gamalt
leikrit, og verður ánægjulegt fyr
ir þessa unglinga að minnast
þess í ellinni að hafa gert þetta.
Leikskráin var lika merkileg,
þvi að konur skrifuðu formála
og eftirmála, og hef ég aldrei
séð slíkt fyrr, en svo var mynd
í leikskránni, sem ég hef aldrei
TIL
LEiGU
4 herbergja íbúð á góðum stað
í Hafnarfirði frá og með 15.
júní. Tilboð merkt „Hafnar-
fjörður 51504“ 2534 sendist
Morgunblaðinu fyrir 10. apríl.
Lífgið upp á háralit yðar
með WELLATON, hár-
skolinu sem inniheldur
næringarefni. íslenzkur
leiðarvísir með hverri
túpu.
Merkið tryggir gæðin.
Halldór Jónsson hf.
Hafnarstræti 18 — Sími 22170.
séð fyrr og út af henni langar
mig til að skrifa nokkur orð.
Þetta var mynd, sem átti að
lýsa hörmungunum í Suður-Viet
nam. Svona myndir er auðvitað
hægt að taka úr öllum stríðum,
og líka úr Peleponnes-striðinu,
sem leikritið fjallaði um. Á þess
ari mynd var bara mynd af
amerísku vopni, svo maður átti
að halda, að aldrei hefði verið
drepinn maður, nema með slíku
vopni.
Eg get ekki trúað slíku, og
svo vill svo vel til að í Suður-
Víetnam stríðinu, byrjuðu
Ameríkanar ekki að drepa, fyrr
en að Suður-Víetnamar báðu þá
um hjálp. En hvers vegna þurftu
þeir á slíkri hjálp að halda?
Hverjir voru þeir, sem réðust á
þá. Jú, það voru þeirra eigin
menn, nefnilega kommúnistar,
með hjálp Norður-Vietnama, sem
vildu svíkja landið undir komm-
únistisk yfirráð, en slík yfirráð
hefur engin þjóð viljað, og þess
vegna komu Ameríkanar til
hjálpar.
Ef við almenningur í Reykja-
vík, sem vill senda sín börn í
læri hjá þessari stofnun, til þess
að börn okkar fái menntun og
skilji orðið frelsi, þá er þetta
ekki rétta kennslan, og þá segi
ég: Hvað hefur verið okkar starf
síðan 1845?
Húsmóðir."
Velvakandi getur tekið undir
það, að Lysistrata er ákaflega
skemmtileg í höndum mennta-
skólanemenda, og er það kannski
ekki sízt að þakka góðri þýð-
ingu. Þó minnir Velvakanda, að
öllu djarfmannlegar hafi verið
fjallað um feimnismálin svoköll-
uðu í danskri þýðingu, sem hann
las einhvern tíma, — en kannski
hefur maður bara tekið meira
eftir slíkum hlutum í þá daga
en nú, þegar allt slíkt er orðið
næsta hversdagslegt. Þýðandinn
kynnti verkið í útvarpsþættinum
„Víðsjá" sl. þriðjudagskvöld og
tókst það vel, þótt skrítið væri
að blanda þeim leiðindagaurum
Herbert Marcuse og Papadopoul
os inn i málið. — En hver mað-
ur sinn smekk. Velvakandi hef-
ur leikskrána ekki við höndina,
en það er náttúrulega ótækt, að
einhverjir krakkar, sem sjá um
1 [ærsta og Otbreiddasta dagblaðið
B ezta auglýsingabiaðið
leikskrána, séu að smygla Inn
í hana kommúnistaáróðri. Þvi
ekki að birta myndir I henni af
nokkrum þeim þúsunda barha,
sem morð- og pyndingasveitir
kommúnista hafa kvalið til bana
í Víetnam og skilið eftir við
þröskuldi heima hjá foreldrum
þeirra? Slíkar myndir gæfu þó
sannar hugmyndir um styrjöld-
ina í Víetnam.
Q Hárlufsurnar
og útflutningsafurðir
Þjóðholl skrifar:
„Það er mikið rætt og ritað um
nauðsyn á vöruvöndun í sam-
bandi við útflutningsafurðir okk
ar, sem aðallega eru ýmiskonar
fisktegundir. Eitt hár í t.d. rækju
dós, eða kassa af frystum flök-
um, getur skaðað afkomu okk-
ar, og jafnvel valdið markaðs-
missi, þar sem krafizt er fyllsta
hreinlætis, eins og í Bandaríkjun
um.
Við virðumst ekki ennþá hafa
gert okkur þetta fyllilega ljóst,
sem sjá má af sumum sjónvarps-
myndum, þar sem sýnd er
vinnsla á fiski til útflutnings í
hinum ýmsu frystihúsum lands-
ins.
Nýlega var sýnd mynd af
rækjuvinnslu þar sem fjöldi
kvenna vann við það starf. Flest
ar voru konurnar skýlulausar, og
lufsaðist hárið niður í augu —
og axlir á sumum þeirra. Ýmsir
þjást af hárlosi, og þarf ekki
mikla höfuðhreyfingu til þess að
af losni hár. Sjá mátti 3—4 eldri
konur með höfuðklúta, en hinar
klútalausu voru flestar ungar.
Ég veit að ýmis frystihús eru
til fyrirmyndar, en auðséð ér að
til eru þau hús, þar sem sofið er
á verðinum, og virðast ekkisetja
starfsfólki sínu fastar hreinlætis-
reglur í þessu þýðingarmikla
starfi, sem afkoma þjóðar okkar
er svo mjög undir komin, að
samvizkusamlega sé af hendi
leyst.
0 Höfuðklútar
og handþvottur
Margt er áreiðanlega ónauðsyn
legra en það, að skipaður verði
eftirlitsmaður sem ferðast á milli
útgerðarstaðanna, og setji frysti-
húsunum sjálfsagðar hreinlætis-
reglur, sem þeim ber skilyrðis-
laust að fara eftir, eins og t.d.
þær, að allar konur og líka karl-
ar, sem vinna að verðmætasköp-
un £ fiskvinnslunni hefðu höfuð-
klúta sem hylja hárið. Líka í
hreinum sloppum, að ógleymdum
sjálfsögðum handþvotti eftir sal-
ernisferð. Og auðvitað er það
svo verkstjórans á hverjum stað,
að fylgja þvi eftir, að reglur séu
haldnar. Hér þýða engin vettl-
ingatök, því að mikið er í húfi.
Og sjónvarpsmyndirnar sýna það
greinilega, að hlutirnir eru ekki
sem skyldi alls staðar."
Athugið vöruverðið
HVEITI 25 kg. kr. 365 pr. kg. 14.60.
STRÁSYKUR 14 kg. 209 kr.
HRlSGRJÓN 3 kg. 114 pr. kg. 38.
DIXAN 3 kg. kr. 355.
C 11 3 kg. kr. 204.
LUX HANDSÁPA 12 stk. kr. 148 pr. stk. 12.33.
PAXO-RASP pr. pakki kr. 19.
TISSUE 4 litir 150 bl. kr. 39.
NÝJAR APPELSlNUR pr. kassi 515.
GALLON í regnfatnað í miklu úrvali.
hagstætt verð.
Opið til kl. 10 í kvold
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680