Morgunblaðið - 01.04.1970, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1970
Þóra Jónsdótti
HINN 24. marz sl. andaðist á
Landakotsspítala í Reykjavík,
>óra Jónsdóttir, Öldugötu 22A,
Hafnarfirði.
f dag verða jarðneskar leifar
hennar fluttar upp Öldugötuna,
þar sem hún átti svo mörg spor-
in. Þar sem sú gata endar, er
hinzti hvílustaður Hafnfirðinga.
Þóra var innfæddur Hafnfirð-
ingur, fædd 25. nóvember 1894.
Faðir hennar var Jón Vigfússon
úr Árnessýslu, hagleiksmaður á
tré og járn og eftirsóttur til
starfa á sjó og landi. Móðir henn-
ar var Kristín Þorsteinsdóttir frá
Hamarskoti í Hafnarfirði, og
stendur sá ættbogi djúpum rót-
um meðal Fjarðarbúa.
Þegar Þóra var 14 ára, hlaut
faðir hennar hina votu gröf. Þótt
ekki væri beinlínis um ómegð
að ræða, þar sem Þóra átti eng-
in systkini, þá unntu þær mæðg
ur sér enn færri hvíldarstunda
frá vinnunni, eftir þetta áfall.
Gullið úr greipum Ægis beið
vaskra vinnuhanda hafnfirzkra
kvenna. Einn „gullleitarmann-
anna“ var bóndasonur frá Þor-
bergsstöðum í Dalasýslu, Krist-
ján Benediktsson. Þau Þóra
felldu hugi saman og stofnuðu
heimili í Hafnarfirði um 1930.
Sú ráðstöfun varð haldgóð og
heilladrjúg, því hugur húsmóð-
urinnar snerist fyrst og fremst
um velferð heimilisins. Hún fór
sjaldan „af bæ“, nema þegar
hún stöku sinnum lagði til við
mann sinn að nú skyldu þau
fara á fund í Kvæðamannafélagi
Hafnarfjarðar, en þeim félags-
skap unni hún.
Þau hjón eignuðust tvö börn,
sem nú eru bæði gift og búsett
í Hafnarfirði og opnum örmum
tók Þóra stjúpdóttur sinni og
ömmubörnunum.
En nú eru dökkbrúnu augun
hennar ömmu lokuð.
Munið þið hvað þvotturinn
hennar var drifhvítur og falleg-
ur? Þannig vildi hún líka hafa
lífsferil og hugarheim sinn og
ástvina sinna. Hún er farin frá
okkur. Hún er komin til guðs.
ÁSTVINAKVEÐJA
Þú ljóðelsk varst, því langar
okkur til
við lífs og samverunnar
þáttaskil,
í Ijóði færa þér af hjarta þökk
er þín við skilnað minnumst
hugaklökk.
Ég kveð þig, ástkær eiginkona
mín,
og eins þig, móðir, kveðja
börnin þín
og ömmu kveðja ömmubörnin
hljóð,
ömmuna sem var þeim mild
og góð.
Allt hið mikla er okkur þakka
ber
alheimsföður biðjum launa þér.
Að sjálfsögðu við lífs vors
lokablund
á landi handan þráum endurfund.
M. og J.
Brúðarkjjólar,
hvítir og Ijósbláir, stuttir og síðir.
Brúðarslör,
hvít og Ijósblá.
KJÓLASTOFAN, Vesturgötu 52.
GJALDÞROT
Með því að mikil brögð eru að því, að aðilar, sem eru undir gjald-
þrotaskiptum, halda áfram að eiga alls konar viðskipti við almenn-
ing, sem eigi er kunnugt um, að um þrotamenn er að ræða, þá mun
skrifstofa mín hér eftir birta í Morgunblaðinu allar auglýsingar Lög-
birtingablaðsins um gjaldþrotaúrskurði, sem kveðnir eru upp að kröfu
skrifstofu minnar.
Málflutningsskrifstofa
Bjarna Beinteinssonar hdl.,
Tjarnargötu 22, Reykjavík.
T 0 Y 0 T A-eigendur athugið Nýkomnir effirtaldir varahlutir:
Kúplingsdiskar í CROWN CORONA COROLLA LANDCRUSER
Kúplingsdælur — — — Kúplingslegur — — — —
Handbremsubarkar — — — —
Þurrkublöð — — — Miðstýrisarmar Cut-out — — — Kúplingspressur — — Kveikjupartar — — — —
TOYOT A-varahlutaumboðið ht.
Sími 3-0-6-9-0
Sanitashúsinu, Köllunarklettsveg.
PiE RPONT Ú IR
1 7 '""Jtk MODEL 1970 * Margar nýjar gerðir at dömu- og herraúrum
HELGI SIGURÐSSON
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3
>ss;S3íÉl
f gódar
fermingargjafi
frá Kodak
Þrjór nýjar Instamatic myndavéiar,
sem allar nota flashkubba
og hin auðveldu Kodak-filmuhylki.
Kodak
INSTAMATIC 33
Kr. 969-
Kodak
INSTAMATIC 133
Kr. 1.554-
Kodak
INSTAMATIC 233
Kr. 2.418-
Allar vélarnar
eru fóanlegar
í gjafakössum.
HANS PETERSEN?
SÍMI 20313 — BANKASTRÆTI 4