Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.04.1970, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1970 23 Þorsteinn vélstjóri — Fæddur 9. desember 1895 Dáinn 23. marz 1970 VINUR minn og fyrrum sam- starfsmaður um langt árabil, Þorsteinn Árnason, vélstjóri, lézt hér í borg 23. marz sl. Að leiðarlokum er margs að minnast í viðskfþtum við í>or- stein. Hann fæddist á ísafirði 9. des. árið 1895, sonur hjónanna: Árna Gíslasonar formannts og yfirfisk matsimanns og eiginlkonu hans Kristínar Sigurðardóttur. Þorsteinn nam vélsmíði og hlaut síðar meistararéttindi í vél virkjun. Hann kom suður til Reykjavíkur og stundaði nám við Vélskólann, þaðan sem hann laufk vélstjóraprófi árið 1917. Alla tíð síðan átti Þorsteinn heima í Reykjavík. Hann var því einn þeirra ötulu manna, sem lögðu hönd á plóginn við að breyta Reykjavik úr frumstæðu fiskimannaþorpi í þægindaríka velferðarborg. Árið 1919 kvæntist Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Jónsdóttur frá Ánanaustium. Á sl. sumri voru því 50 ár liðin frá upphafi staðfestu þeirra. Var hjónabandið til mikillar fyrir- myndar, enda Ásta sérlega vel gerð kona. Stendur vélstjórastétt in í ekki minni þakklætisskuld við hana en eiginmanms hennar. Þau hjónin eignuðust 5 börn, allt efnilegt og dugmikið fólk. Á árunum 1917—1930 stundaði Þorsteinn vélstjórn á sjó, ýmist á fiski- eða kaupdkipum. Árið 1931, voru félagsimálastörf Vélstjórafélags fslands orðin svo viðamikil, að ekki var unnt leng ur að láta eingöngu stjómendur félagsins annast þau, enda flest ir þeirra á sjó og langdvölum að heiman. Var þá samþykkt að ráða erindreka til félagsins. Upphaflega var Kjartan Örvar vélstjóri ráðinn til að hrinda þessu starfi af stað, en Þorsteinn var svo fljótlega ráðinn til að gegna því sem hálfs dags starfi til reynslu. Gegndi hann starfinu um eins árs skeið. En árið 1934 fór fram alrnenn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Vélstjórafé- lags íslands um það hver ráðinn skyldi framkvæmdastjóri félags ins. Sjö menn voru í boði, og hlaut Þorsteinn flest atkvæði og var ráðinn framkvæmdastjóri fé lagsins. Starfinu gegndi hann fram til ársins 1957, en þá sagði hann því lausu og sneri sér að öðrum við fangsefnum. Þorsteinn átti þá 22 ára starf að baki sem stjórnar- maður og 25 ára starfsferil, sem erindreki Vélstjórafélags fslands og hafði víða kcxmið við sögu í félagsimálum sjómanna á þess- um langa ferli. Þorsteinn var mikill persónu- leiki, hvatskeytislegur og hrein- skilinn. Hann lenti þvi oft i ákðf um deilum og var umdeildur mjög. Engan hef ég þó þekkt dug legri og afkastameiri í félags- störfum en hann. Kynni okkar Þorsteins urðu líka til undir slíkum kringum stæðum við hita umræðnanna og við urðum samstarfsmenn nánir um 10 ára skeið. f uppbyggingu mála, framkvæmd þeirra og samningagerð varð Þorsteinn mér. góður kennari. Þorsteinn var mjög gagnrýn- inn á alla kröfugerð, ekki vegna þess að hann væri mótfallinn framkomnum tillögum heldur hitt að hann vildi að þær stæðust í framkvæmd. Hátturinn var því oft sá, að harðar umræður urðu um hvern kröfulið, áður en settur var fram. En þegar á vígvöllinn var komið, var ekkert hik á Þorsteini og hann manna duglegastur að túlka réttmæti krafanna. Á síðari árum hefur mér orðið ljósara en áður, hversu mikils Arnason Minning virði þessar starfsaðferðir voru og hve mikill munur er á að hafa heila menn við hlið sér í lausn vandamikilla ábyrgðar- mála. í framkvæmdastj órastöðu Vél stjórafélags íslands fékkst Þor- steinn við margvísleg störf auk kjaramálanna. Hann var góður ráðgjafi félaganna í fjármálum og aðstoðaði marga við fyrir- greiðslu á íbúðarbyggingum og leiðbeiningum í þeim efnum. Starfið var því erilsamt og starfsdagur oft mjög langur. Laun Þorsteins voru þó alltaf ákammarlega lág og aldrei litið á starfið nema hálfs dags starf. Þorsteinn varð því að hafa önn ur störf með höndum til að sjá fjölslkyldu sinni farboða. Starfaði hann einkum að skipeftirliti og tjónamati. Að þessum störfum vann Þorsteinn líka að mestu eftir að hann hætti hjá Vélstjórafélagi íslands. Hann var meðal annars umboðsmaður erlendra flokkunarfélaga. Auk málefna Vélstjórafélags íslands vann Þorsteinn miikið að uppbyggingu heildarsamtaka yf irmanna á íslenzíka Skipaflotan- um, Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands. Átti hann sæti í stjórn sambandsins frá upphafi fram til ársins 1957. Vann hann þar af miklurn dugnaði að ýms- um málum á þess vegum, svo sem að stofnun og uppbyggingu Sjó mannablaðsins Víkings, smíði Sjómannaskólahússins, þar sem hann átti sæti í bygginganefnd Skólans frá upphafi til dauða- dags. Lét hann sér mjög annt um skólann. í Sjómannadagsráði vann Þorsteinn mikið og átti sæti í ráðinu frá stofnun þess til ársins 1957. Átti hann sinn þátt í byggingu Hrafnistu, dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksims í Reykjavík var Þor- steinn á árunum 1946—1950. — Hann átti sæti í Sjó- og Verzl- unardómi frá 1946 og meðdóm- andi í Siglingadómi frá 1947. Próf dómari við námdkeið Fiskifélags íslands frá árinu 1942, og árið 1953 varð hann einnig prófdóm- ari við Vélskólann. Því starfi gegiradi hanin fram á síðustu stund. Öll þing Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands sat Þor steinn að undanskildu því síð- asta í nóvember síðastliðinn, en þá hafði sjúkdómur sá, er leiddi hann til bana náð á honum tök- um. Á flestum þinganna var hann þingforseti. Sl. 15 ár var hann heiðurforseti samtakanna, en til þess starfa var hann einróma kjörinn vegna virðingar sinnar og dugnaðar í félagsmálum sjó- manna. Stýrði hann fundum með miklum skörungsskap og festu. Þorsteinn hlaut heiðurspening Sj ómannadagsins fyrir frábær störf og Vélstjórafélag Islands gerði hann að heiðursfélaga sín- um fyrir all mörgum arum. Leiðir skiljast um stund. Færi ég Þorsteini alúðarþakkir sjó- mannasamtakanna fyrir langt og óeigingjarnt starf í þágu þeirra. Sjálfur þakka ég löng, góð per sónuleg kynni við Þorstein. Eiginkonu og aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Öm Steinsson. ÞORSTEINN Árnason, vélstjóri, sem jarðsettur verður í dag, var prófdómari og prófnefndanmað- ur við Vélskólann um langt ára bil. Kynntist ég honum persónu lega í sambandi við það starf, fyrst á meðan ég var kennari við skólann og síðar enn betur þegar ég varð skólastjóri og tók sæti í bygginganefnd Sjómannaskól- ans. Þar átti Þorsteinn sæti, sem fulltrúi stéttarinnar, frá tilkomu þeirrar nefndar í upphafi, en það mun hafa verið um 1941, sem hún var skipuð. Hann þekkti starf skólans frá byrjun. Var hann í 1. bekk í fyrsta sinn er sú bekkjardeild var starfrækt í nafni skólans 1915—1916. í sambandi við prófnefndar- störfin komu skýrt í ljós ýmsir mannkostir Þorsteins. Hann var réttsýnn og skilningsgóður próf- dómari og mátti alltaf finna vel vilja hans til hinna ungu manna, sem kepptu að því að verða vél stjórar og um leið heilbrigðan metnað fyrir hönd vélstjörastétt arinnar, að í hana veldust góðir og dugandi menn. Sama máli gegndi um störf Þorsteins í byggingarnefnd Sjó- mannaskólans. Hann var þar fyrst og fremst fulltrúi vélstjór anna. Hann var fjörmikill starfs maður og gat stundum verið ákafur, en alltaf sanngjarn dreng skaparmaður. Það var sérstak- lega ánægjulegt að vinna með Þorsteini og tel ég mér það mik ið happ í lífinu að hafa átt þess kost. Kynni okkar urðu allnáin og tókst með okkur vinátta, sem aldrei bar neinn skugga á. Á ég margar góðar minningar um gleðistundir með þeim hjónum, Þorsteini og hans góðu konu, Ástu, sem nú syrgir mann sinn eftir langa og hamingjusama sambúð. En þetta er lífið, sikilnað urinn verður ekki uimflúinn fyrr eða síðar. Fjársjóðir minning- anna um góðan dreng ásamt viss unni um að hann sé farinn til betri heima, held ég sé bezta huggunin, þótt alltaf verði hún trega blandin. Þeim fækkar nú óðum þessum heillaríku og dugmiklu starfs- mönnum, sem fæddust um og fyr ir aldamótin. Þessum mönnum, sem með starfi sínu tókst að rétta íslenzku þjóðina úr kútnum. Þeir unnu mikil afrek. Þorsteinn Árnason var þar framarlega í flokki. Hans mun minnzt að verðleikum þegar at- vinnusaga þjóðarinnar á þessu tímabili verður skráð. Sárastur er þó söknuðurinn hjá ástvinum, sem eiga að baki að sjá tryggum lífsförunaut og ástríkum föður. Við hjónin senduim Ástu og börnum hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskóla fslands. ENN hefur maðurinn með ljá- inn verið á ferðinni. Þorsteinn Árnason vélstjóri lézt í Landa- kotsspítalanum hinn 23. marz sl. eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Þorsteinn Árnason var fæddur á ísafirði hinn 9. desember 1895, sonur hjónanna Árna Gíslasonar útgerðarmanns og síðar fiski- matsmanns, og konu hans Krist- ínar Sigurðardóttur. Að frum- kvæði Árna föður Þorsteins var fyrst sett vél í fiskibát hér á landi árið 1902, var bátur þessi sexæringur, sem þeir áttu saman Árni og S. J. Nielssen, var Árni bæði formaður og vélstjóri á bátnum. Var því ekkert undarlegt, þó Þorsteinn aflað sér menntunar á sviði véltækninnar á upprenn- andi vélaöld. Þorsteinn lauk prófi úr Vélstjóraskóla íslands árið 1917, gerðist hann félagi í Vél- stjórafélagi fslands hinn 19. maí sama ár. Þorsteinn gegndi mörg- um trúnaðarstörfum, fyrir félag sitt, og barðist mjög fyrir auk- inni menntun stéttar sinnar. Með aukinni vélvæðingu þurfti stétt in sífellt að vera vel á verði, gagnvart öllurn nýjungum, sem komu fram á sjónarsviðið í okk ar ónumda landi á þessu sviði. Ef vélst j órastéttin sjálf héldi ekki vöku sinni í þessu efni, mundi stéttin glata trausti þjóð- arinnar. Það var því engin tilviljun að Þorsteinn var 'kjörinn í bygg- ingarnefnd Sjómannaskólans, þegar loks var hafizt handa um að hrinda því nauðsynjamáli í framkvæmd. Prófdómari var Þorsteinn við V élst j óradkólann um langt árabil, hafði því jafn- an góða yfirsýn yfir þau náms- efni, sem leggja þurfti sérstaka rækt við hverju sinni, vegna þeirra nýjunga, sem stöðugt voru að koma fram á sjónarsviðið. Að loknu námi í Vélstjóraskól anum stundaði Þorsteinn vél- stjórn á togurum eins og algeng ast var á þeim tíma, var hann síðast yfirvélstjóri á bv. Hann- esi ráðherra. Vann hann þá um nokkurt skeið við Vélaverzlun G. J. Fossberg. Þorsteinn var fyrst kjörinn í stjórn Vélstjórafélags fslandis árið 1925, og átti sæti í stjórn þess allt til ársins 1947. Starfsmaður og erindreki félags ins var hann óslitið frá árinu 1935 til ársins 1957 að hann lét af því starfi að eigin ósk. Ekki eru þó hér með talin öll þau störf, sem Þorsteinn hefur unnið að á sviði félagsmála. Frá því fyrst var byrjað að ræða um stofnun samtaka yfirmanna á Skipum, þ.e. Farmanna- og fiski- mannasamband íslands var Þor- steinn jafnan kjörinn fulltrúi fé lags síns, á öllum þingum þess að undanteknu því síðasta, sem hann gat ekki tekið þátt í þing störfum heilsunnar vegna. Lengst af var Þorsteinn kjörinn fundar stjóri á þinginu og heiðursfor- seti þess mörg hin síðari ár. Enn er þó ótalið eitt verk- efni sem Þorsteinn lagði mikla vinnu og alúð við, en það var stofmun Sjómannadagsins, dags- ins, sem helgaður er sjómanma- stéttinni, og unnið hefur að upp- byggingu Dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn og sjómanns- ekkjur. Þorsteinn átti sæti í full trúaráði sjómannadagsins frá stofnun hans, til ársins 1959 sem aðalfulltrúi og sem varafulltrúi til dauðadags. Árið 1938 var haldin sjóminjasýning í Reykja- vík, þótti sú sýning takast svo vel, að hún var látin standa yfir miklu lengur en ætlað var í upp hafi. Átti Þorsteinn sinn stóra þátt í hversu vel tókst til, vil ég þó ekki kasta rýrð á neinn, sem þar átbu hlut að máli. Fyrir hönd núverandi stjórnar Fulltrúaráðs Sjómannadagsins leyfi ég mér að þakka Þorsteini öll þau margvís- legu störf, sem hann hefur unnið fyrir þau samtök. Einnig vil ég færa frú Ástu Jónsdóttur, ekkju Þorsteins, okkar alúðarfyllstu þakkir fyrir þann skilning, sem hún ávallt sýndi við hinar mörgu fjarverustundir frá heimilinu, sem óhjákvæmilega fylgja hin- um margháttuðu og oft vanþakk látu félagsstörfum. Að endingu vil ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og börnum og barnabörn- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur, og bið guð að blessa Innilega þafcka ég öllum, sem minntust mín á 75 ára afmæl- inu 19. marz, með gjöfum, skeytuim ag kveðjum. Lifið heil. Sigurgeir Albertsson. minningu vinar míns Þorstein3 Árnasonar. Tómas Guðjónsson. KYNSLÓÐIN, sem nú er óðum að hverfa, hefur lifað mieári bneytiin.gair an niokkur kynis/llóð öniniuir. Bneytimgamiar enu efcki aðeinls að ybra fonmii, helduir hafa þær eitnnig orðiið hið ininma með miöninium. Viðlharfiin breyt- aat, jiafnvell Mfaakoðuniin sijáflif, í miklu níkaina rnælli en dæmii enu til áður. Það ©r aft erfiltt að samija sig að inýjum hátitium og bneyta við- harfum sínium. Allbaf eimir efbiir af hinu gamla. Þeir, sem steypa hiinu gamiia og nýja saman- í eittt mlót, Skila beztuim arfi bil nýju kynisílóðairiininiar. Þoratieinn Ároa- sqin befuir sianiniarfieiga skiiliaið sín- um anfi. Við Þansteiinn uninium saiman i fúllain lailidairfjóirðiuinig á sérhæfðu -sviði, vúlð að jaiflna miðluir skipa- tjónum 'milli útgenðanmaininis og váitryggjienda. Um sillíka miðuir- jöfniuin gilda að sönmu sérstakair negluir, en oft komia fynir 'miátt, sem megllunwair nlá ekki yfiir. Þá verður jaifman að ieiitia að sann- gjarinini laiusm, éða „faiir play“, einis og Þanateinin onðaðii það. Ég þefckii fáa miamn, sem í j-afn rlk- uim mæii og hanin hafa látið þefta saninginniissijómanmilð náða afsböðu simimi. Þarisbeinin vair skoðuinarmiaður fjmir vátrygg- iimgaiféliögin og batr að gæta hags- muima þeiirra. Það gerði hainin vissuílegia, en hagsmuniir urðu jafman að víkja fyuir sanmginnii, ef á móHlLi bar. Þetta heflíd ég alS hafi verið ríkasti þátlturiinin í Þanateiinii. Þorabeimn nauit sérstaks trausta í sbarfi símu, vegna sanngiirná sinnar, kuinináttu og sarmvizku- semi. Ég tél, að ú'tigerðanmienin beni yfirleibt brauist tiill vábrygg- inigarféliaiganmia, og þá á Þor- sbeiinm mjög mikánn þátt í því. Samistarf okkar Þonstieiins vair eins ánægjulegt og frekaist vair á kosið. Það leiddi 401 vináttu, sem aldnei bar skugga á. Ég kveð þiig nú, niafni máinn, himztu kveðju. og méð þessuim fáu og fábæklagu orðum flyt ég þér álúðaTþakkir fyrár viuáttu og samstiarf. Ágætni komu þiinni, Ástu, flyt ég dýpsbu saimúðar- kvéðju, og einnág ölllu fóllki þínm öðmu. Þorsteinn Egilson. Kveðja frá Samvinnutryggingum í DAG fer fram útför Þorsteins Árnasonar, vélstjóra, seim lézt á Landakotsspítalanum fyrra mánu dag, 74 ára að aldri. Þegar Þorsteinn er kvaddur, er mér bæði ljúft og skylt að þakka honum störf hans í þágu Sam- vinnutrygginga um tveggja ára- tuga Skeið, en þau voru fójgin í skoðunum á sjótjónum og eftir- liti með viðgerðum þeirra. Öll þessi störf rækti hann af slíkri trúmennsku og alúð, að til fyrir myndar var. Skyldurækni og samvizkuseimi, ásamt hlýju viðmóti, gerðu Þor- stein Árnason að hinum eftir- sótta starfsmanni og félaga, sem fengur var að eiga í starfi jafnt sem í leik. Margar góðar minningar koma í hugann, þegar hans er minnzt, en efst er vináttan og ljúfmennsk an, þótt einbeitnina skorti ekki, þegar á þurfti að halda. Ekkju hans, frú Ásbu Jónsdótt ur, og börnum þeirra votta ég innilega samúð, og bið þann, er öllu ræður, að veita þeim styrk trúarinnar, sem brúar bilið milli heimanna. Jón Rafn Guðmundsson. Mínar inmilegusitu þakkir sendi ég öllum þeim, nær og fjær, er sýndu mér vinisemd á sjötugsafmæli míniu marz sl. þ. 22. Brynjólfur H. Þorsteinsson Laugarnesvegi 72, Rvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.