Morgunblaðið - 01.04.1970, Side 28
23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1970
— Nei, við mamma getum ekkert teppi látið. Ef þér er kalt
skaltu bara opna frá heita vatninu.
— f fyrsta lagi þekkti hún nú
aldrei föður þinn, Það eru
ekki meira en fimm eða sex ár
síðan hún fluttist til La Rochelle.
Hvað frænda þinn snertir, þá
skal ég sýna þér ljósmynd, og
þá geturðu séð, hversu líkur hon
um þú ert, eða hitt þó heldur!
En ég held ég skilji þetta allt.
Ég segi þér það einhvern tíma
seinna. En ég verð strax að
benda þér á að vara þig á
Babin — og reyndar yfirleitt
á öllu fólki, sem ætiar að ná
taki á þér.
Þegar Gilles leit við, sá hann,
að Babin hafðd vandlega auga
með þeim, og svipurinn á honum
bar þess vott, að hann vissi alveg
upp á hár um hvað þeir væru
að tala.
Gilles langaði mest til að vera
kominn aftur til Jaja, í lélega
herbergið þar, en vitanlega kom
það ekki til mála.
—Farangurinn þinn er hérna.
Ég sendi eftir honum.
Það voru myndir á veggjunum
af risavöxnu fólki í einhverjum
sögulegum búningum, og ein
þeirra, sem var af einhvers konar
skyttu, hafði ekki augun af Gill
es, hvert sem hann fór. Honum
leið illa.
— Bragðaðu á þessu koníaki.
Þú hefur gott af því. Á morgun.
Hann var svo hræddur við að
sofa í þessu húsi og svo altek-
inn tilfinningunni af allri þessari
fjandsemi, að hann hvolfdi því
í sig í einum teyg.
En þá fór allt að hringsnúast
kringum hann og nú fann hann,
að hann var að þrotum kominn.
Hann fékk ekki einu sinni svig-
rúm til að þjóta út úr stofunni,
heldur losaði hann sig við koni-
akið og allt saman á persneska
teppið, og síðan fór hann að há-
gráta.
— Þú áttir ekki að láta hann
drekka svona, Plantel, sagði Ger
ardine. — Veslings drengurinn!
Tárin gerðu allt, sem kring-
um hann var, þokukennt. Ein-
hver hélt í axlirnar á honum.
— Fljótur, Jean. Glas af
vatni!
— Nei, gefðu honum heldur
salt.
— Ég . . mér þykir þetta svo
leitt . . . hræðilega leitt.
— Hringdu bjöllunni, Babin.
— Patrice!
Þetta var nafnið á kubbslega
brytanum þykkieita.
— Patrioe! Fylgdu hr. Mauv-
oisin upp í herbergið hans.
— Má ég koma inn?
Gilles var kominn á fætur og
klæddur. Höfuðið á honum var
XI
eins og galtómt, og Jean Plantel,
sem var kominn til þess að fylgja
honum, varð steinhissa á því að
finna hann svona rólegan, rétt
eins og ekkert hefði í skorizt.
— Svaflstu vel? Hvers vegna
hringdirðu ekki eftir morg-
unmatnum?
Ég er ekkert svangur.
— Faðir minn bað þig hafa sig
afsakaðan. Hann varð að fara í
skrifstofuna, Ég hef verið að
spyrjast fyrir og þrátt fyrir Allra
heilagriamessuna, eru ein eða tvær
búðir opnar. Svo að við skulum
fara og kaupa það, sem þér ligg-
ur mest á. Seinna förum við til
Bordeaux eða Parísar og skinn-
um þig almennilega upp.
Frænka þín býst við þér í há-
degisverð, og þá geturðu kynnzt
dætrum hennar, frænkum þínum.
— En hvað um hina frænk-
una?
— Hvaða frænku?
— Þá, sem ég á að búa hjá.
— Nú? Hana Colette? Þú þarft
ekkert að hugsa um hana. Þú
kemur ekki til með að sjú mikið
til hennar hvort eð er, enda eins
gott. Hún er ekkjan hans Octave
frænda þíns. Ég skal segja þér
betur af henni seinna. Árum sam
an voru þau sama sem skilin —
bjuggu undir sama þaki, án þess
að tala saman. Skrítnir lifnaðar
hættir það! En . . . samt er það
nú svona, að hún verður að búa
þarna áfram, annars verður 'líf-
eyririnn hennar tekinn af henni.
— Hvað . . . var hún honum
ótrú?
— Já, smávegis, sagði Jean og
glotti. Ertu tilbúinn að fara út?
Við þurfum ekki bílsins með.
Viðburðir dagsins orkuðu
minna á Gilles en atburðir gær-
dagsins, en þó varð að minnsta
kosti eitt atvik minnisstæitt.
Hann var með Jean Plantel í
skuggalegri lítilli búð við eitt
torgið. Þarna var úrsmiðsbúð
öðru megin og apótek hinu meg-
in, en það var lokað.
Þetta var fatabúð, þar sem selt
var takmarkað úrval af enskum
tilbúnum fötum. Jean Plantel
hafði orð fyrir þeim, sallaróleg-
ur þó að þeir gætu engan svart-
an yfirfrakka fengið þarna.
— Það er engin þörf á að
ganga alsorgarklæddur. Það veit
hvort sem er enginn hér, að . . .
Þessi grái frakki væri ágætur,
og hér er hattur, sem á vel við
hann.
Giiles fann sjálfur, að hann
var eins og bjáni. Hann var mjög
fölur í morgunmálið. Augnlokin
voru rauð og eins nefið á hon-
um þar sem hann var enn ekki
laus við kvefið.
Hann sá sjálfan sig í óhreina
speglinum þar sem hann stóð
þarna, tággrannur og næst-
um hvarf í stóra frakkann, sem
virtist alveg ætla að kæfa hann.
Það var í sömu andrá, að hann
leit upp. í glugga á fyrstu hæð
í húsinu á móti, voru tvær hlæj-
andi stúlkur. Þær vbru í skrif-
stofu þar sem nafnið Publex
stóð á rúðunum.
Gilles gapti, því að hann kann
aðist við, að önnur þeirra var
stúlkan, sem hann hafði séð við
höfnina.
— Hann þarf að fá gráar flún
elsbuxur. Þær geta dugað hon-
um þangað til hann fær saumað
á sig. Og svo tylft að skyrtum,
náttfötum, bindum og hönzkum.
— Ég skal sýna yður, hvað við
höfum, hr. Plantel.
Og í herberginu bak við búð-
ina umbreyttisc Gilles gjörsam-
lega frá hvirfli til ilja. Hann and
æfði þessu ekki einu orði. Með
skuggalegu kæruleysi lét hann
Jean fara með sig eins og hann
vildi.
Hann skyldi bara ekki gleyma
því. Engu skyldi hann gleyma!
Steinhissa á þessari þægð hjá
honum, sagði Jean Plantel við
sjálfan sig:
Viljalaus bölvaður bjáni!
Gerardine frænku hafði fund
izt það viðeigandi að tilreiða við
hafnarmáltíð. Hann gekk gegn-
um búðina, þar sem hann kunni
svo vel við þefinn, einkum þó
af tjörunni. í skrúfustiganum,
þar sem hékk ýmisiegt til útgerð
ar, heyrði hann stúlkurödd
segja:
Fljót nú, Louise! Hann er að
koma!
Frænka hans brosti út að eyr-
um og sýndi allar tennurnar.
Hún kallaði hann „elsku dreng-
inn sinn“ í hverju orði.
— Nú færðu að hitta frænk-
Ur þínar. Það er verst, að
Bob skuli vera í París! En
ég er viss um, að hnífurinn geng
ur ekki milli ykkar, þegar þið
kynnizt.
Það var ekki líkt því eins fínt
hér og i húsinu, sm hann var í
í gærkvöldi — dimmara og með
meiri smáborgarasvip.
Frænkurnar tvær voru skreytt
ar sínu bezta skrúði — sú til-
eygða bláklædd en hin í ljósrauð
um kjól. Það var flygill í setu-
stofunni.
— Nei, þakka þér fyrir,
frænka, ég vil ekki neitt að
drekka.
— Æ, þú mátt ekki vera að fár
ast um þetta í gærkvöldi. Það er
ekki nema eðlilegt, eftir allt, sem
þú hefur orðið fyrir.
Hann afþakkaði humarinn.
Hann svaraði öllum spurningum
þeirra, en talaði ekki stakt orð
um nauðsyn fram.
12Z-2Í
»30260-32262
LITAVER
7 tegundir af nylon-
gólfteppum.
Óbreytt verð, verð frá
kr. 298. pr. ferm.
FYRIR AÐEINS KR. 620,00 OG
TVÆR MÍNÚTUR Á DAG _,a
ER ÁRANGURINN VÍS ''' '
LÍKAMSRÆKTARHJÓLIÐ
GRENNIR OG STÆLIR MITTIÐ
STYRKIR MAGA OG BRJÓSTVÖÐVA
LÆKNAR og LÍKAMSÞJÁI.FARAR vita að flest fólk eyðír of miklum
tíma í setu og hefur of lítinn tíma aflögu til líkamlegra hreyfinga.
Vöðvavefimir, sem ættu að styðja og halda saman kviðarholinu, taka
smám saman að rýma. Hin innri líffæri þrengja sér út undan eigin
þunga og hvelfa hina slöppu bindivefi með sér. Afleiðingin, iyrir utan
líkamslýtin, er spenna eða tak á hryggnum, sem veldur stöðugri bak-
þreytu.
Ungir og gamlir, karlmenn sem konur — burt með bil- og setu
keppina . . . Fram úr rúminu, — niður á hnén -— rúlla hægt fram —
rúl!a aftur, — aðeins í tvær mi'nútur. Engin þreýta, enginn bakverkur.
Byrjið í dag — NJÓTIÐ ÞESS — finnið muninn á morgun. BODY-ROLL
líkamsræktarhjólið — Nýjasti og ódýrasti munaður Evrópu.
SELST MEÐ TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ!
GJÖRIÐ SVO VEL AÐ PÓSTSENDA MÉR BODY-ROLL
LÍKAMSRÆKTARHJÓLIÐ STRAÍC
HJÁLAGÐAR ERU KR. 620,00 SEM GREIÐSLA □
SENDIÐ MÉR GEGN EFTIRKRÖFU í PÓSTI □
(Merkið X í þann reit sem við á)
NAFN; ................................
HEIMILISFANG:..................................
(Sendist til)
BODY-ROLL UMBOÐIÐ, LAUFÁSVEGI 61, REYKJAVÍK
*
*
*
*
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú ert bjartsýnn, en það er ekki tímabært. Þess vegna hættir þér
til að eyða um efni fram.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Alis kyns sleggjudómar eru bara eitt af því, sem maður þarf að
búa við. Þú hefur ekkert að óttast.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Einhver atvik hindra þig i starfi. Reyndu að starfa eins eðlilega
og þér er unnt, þrátt fyrir aðstæðurnar.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Þarfir fjölskyldunnar og starf þitt togast á um þig.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú skalt ekki nndirskrifa neitt, aðeins til að losna við máiæði
annarra. Það vcltur allt á þolinmæði þinni.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Forðaztu allt, sem gæti komið þér í kast við réttvísina. Reyndu
að vera dálítið skilningsríkur.
Vogin, 23. september — 22. október.
Ef þú finnur óvæntan mótþróa, skaltu reyna að komast að ástæð-
unni.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú verður bara að feta þig áfram í dag, þótt allt sé flókið. Það
er ekki eins slæmt og þú heldur.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Gættu þín á öllum aðskilnaði i dag. Segðu t.d. ekki upp starfi.
Fólk gæti tekið þig hátíðiega, og þá er ekki aftur snúið.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú verður að finna eitthvert jafnvægi milli einkamála og við-
skipta, þannig að hvorugur flokkurinn gjaldi afhroð.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Skrifaðu varlega undir I dag. Komdu þér að efninu og forðastu
tímasóun. Þú þarft meira þrek til að glíma við einkamálin.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Félagsleg málefni eru eitthvað óviss í dag. Fólk veit ekki hvar það
stendur.