Morgunblaðið - 04.04.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1070 S j ómannasíðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar í>ótt uppi sé skoðanamunur um það, hvort gera eigi upp áratug þegar árið endar á 9 eða 0, er engu að síður freistandi að láta slíkt tímabil ná yfir þau tíu ár, sem sami tölustafurinn ákvarðar. f þessum skilningí stöndum við á mótum áratuga. Sá, sem ný'lið inn er, flutti okkur margt gott, raunar meira góðæri en þjóðin hefur áður búið við. Hann flutti okkur Iíka mikla efnahagslega erfiðleika, e. t. v. eins mikla eða meiri, en þjóðin áður hefur átt við að stríða. Hins vegar er sam- anburður milli tímabila ekki allt af allskostar raunhæfur. Segja má, að árið 1969 hafi sýnt, að þjóðfélagsbyggingin var nægilega styrk til að stand- ast þessa raun og til þess að leggja á ný nægilega traustan grundvöll undir atvinnulífið. Á árinu 1960 nam heildarafl- inn 593 þús. lestum, þar af 136 þús. lestum af síld. Á sl. ári gefa bráðabirgðaútreikningar Fiskifé lagsins til kynna, að aflinn hafi numið um 670 þús. lestum, þar af um 53 þús. lestum af síld og 171 þús. lestum af loðmu. Svonefndur þorskafli er þannig nokkru meiri í upphafi tímabilsins. Stafar það að töluverðu leyti af mun meiri heildarafla togaranna, sem varð þá um 132 þús. lestir borið sam- an við um 80 þús. lestir 1969. Á milli tveggja ofangreindra ára, sem marka upphaf og endi þessa tíu ára tímabils, urðu mikl ar sveiflur í aflabrögðum. Á ár- inu 1965 varð heildaraflinn um 1200 þús. lestir og um 1240 þús. lestir á árinu 1966. f báðum þess um tölum munar mest um síldina. Náði síldaraflinn hámarki á ár- inu 1966 eða alls um 771 þús. lest um. Á því ári veiddust 125 þús. lestir af loðnu. Þorskafli báta- flotans hélzt fremur stöðugur á tímabilinu; var um 330 þús. lest ir á árinu 1960 en 360 þús. lest- ir á s.l. ári. Að vísu urðu nokkr- ar sveiflur á tímabilinu. Aflinn komst hæst í 350 þús. 1. á árinu 1964. Minnstur varð hann á ár- inu 1967 um 260 þús. lestir. Sveifl ur þessar stöfuðu sumpart af breytingum á samsetningu báta- flotans og sókn og sumpart af breytingum á göngum fisks, vinnudeilum og veðráttu. Á þessu tíu ára tímabili virð- ast mér þrjú atriði skera sig úr í fiskveiðunum: Aukning síldar- aflans og síldveiðitækninnar, hag nýting loðnunnar og samdráttur í útgerð og afla togaranna. Samsetning fiskiskipastólsins breyttist allmikið á tímabilinu. Togurum fækkaði verulega eða úr 43 í ársbyrjun 1960 í 23 við lo!k sl. árs. Öðrum fiskiskipum yfir 100 br. rúml. fjölgaði aftur á móti úr 61 í 202 á þessu tíma- bili og rúmlestatala þeirra úr 10.316 í 41.984 lestir í árslok 1969. Þiljuðum bátum undir 100 br. Már Elísson: Þróunin í aflabrögðum hafði af skiljanlegum ástæðum mikil á- hrif á uppbyggingu fiskvinnslu- fyrirtækja í landi. Síldarbræðslur og söltunar- stöðvar spruttu upp, einkum aust anlands, og afkastageta frysti- húsa til aukinnar frystingar á síld, jókst verulega, einkum sunn an. og vestanlands í þeirri von, að síldarstofnarnir þar gæfu á- framhaldandi góða veiði. Sú von brást, eins og allir vita. í lok þess tímabils, sem hér er rætt um, eigum við stóran vel út búinn flota skipa, sem einkum Sjávarútvegurinn við áramót rúml. fækkaði úr 619 í 499. Á sama tíma lækkaðí br. rúml. tal- an úr 21.776. í 16.630. Tvenns ber að geta í þessu sambandi. f fyrsta lagi var sama skrásetning araðferð ekki notuð á árinu 1960 og viðhöfð var á árinu 1969. f fyrra tilvikimu voru öll slkáp tal- in, hvort sem þau voru gerð út eða ekki — raunar hvort sem þau voru sjófær eða ekki. f síð- ara tilvikinu eru einungis talin sjófær skip. í öðru lagi hafa orð- ið breytingar á mælingareglum, sem valda munu nokkrum rugl- ingi fyrst í stað. Af ofangreindu sést, að all- miklar breytingar hafa átt sér stað. Annars vegar miikil fækkun togara og töluverð fækkun minni fiskiskipa, þótt hennar gæti lítið í rúmlestafjölda fiskiskipastóls- ins. Hins vegar mikil fjölgun fiskiskipa, annarra en togara, yfir 100 br. rúml. Þannig er fiski skipastóllinn allmiklu meiri í lok umrædds tímabils en við upphaf þess. Aldursdreifing flotans er og önnur. Meðalaldur togara og fiskiskipa undir 100 br. rúml. hef ur hækkað verulega á tímabil- inu, en lækkað í stærðarflokkun um þar á millí. Verða orsakir þessa ekki rædd ar hér. Síldargóðærið mun þó mestu valda, en það raskaði mjög grundvelli þorskveiðanna. voru smíðuð með síldveiðar fyrir augum. Utgerðarmenn þessara skipa hafa verið fljótir að laga sig að breyttum kringumstæðum. Hafa þeir ýmist sent skipin á síld- veiðar í Norðursjó eða jafnvel við strendur Ameríku, útbúið þau til þorskveiða með botn- vörpu eða línu. Sumir hafa veitt grálúðu með góðum árangri. Hefur aukning úthalds á þorsk veiðum komið sér sérlega vel fyrir frystihúsin. Um síldarbræðslumar gegnir öðru máli. Þær hafa verið verk- efnalitlar síðan 1967 — þær norð lenzku að sjálfsögðu enn lengur. Nokkuð hefur loðnan bætt úr hráefnaskortinum, einkum sunn- an- og vestanlands. Borið saman við afkastagetima hefur það þó hrokkið skammt. Um stöðu eða framtíðarhorfur í sjávarútvegi er erfitt að spá. í suimum tilvikum virðist myndin þó nokkuð skýr á næstu 3—5 ár um. Varla virðist von til þess, að síldveiðamar verði sá aflgjafi, sem þær voru fyrir 1967. Síldar- stofnar Norður-Atlantshafsins, þar með taldir þeir íslenzku, eru í lágmarki, segja fiskifræðingar, sem um þau mál fjalla, og engir verulegir árgangar í sigti. Ár- gangur norsku vorgotssíldarinn- ar frá 1964, sem virtist mundu geta orðið nokkur lyftistöng stofninum, var að mestu þurrk- aður út af Norðmönnum og Rúss um, áður en hann náði kyn- þroskaaldri og því vaxtarskeiði, sem okkar flota hefði komið að gagni. Um þorskstofninn gegnir nokk uð öðru máli. Vænlegir árgang- ar eru í uppvexti. Virðist því allt benda til þess, að við getum vænzt áframhalds sæmilegrar eða góðrar þorskveiði um nokk- urra ára skeið, miðað við svipaða heildarsókn í stofninn og verið hefur undangengin ár. Má geta þess í þessu sambandi, að sókn Þjóðverja og Breta á íslandsmið hefur minnkað undanfarið. Hins vegar eru í þessu efni nokkrar blikur á lofti. Vegna minnkandi fiskstofna (þorsks og ýsu) í Barentshafi og við Grænland og Nýfundnaland, eru þær þjóðir, sem mestra hags- muna hafa að gæta þar, alvar- lega að ræða um takmörkun sókn ar á þessi hafsvæði. Ef af þess- um takmörkunum verður, getur það leitt til aukinnar sóknar á mið, þar sem engar slíkar tak- markanir eru, þar með talin ís- landsmið. Hljótum við að reyna með öll- um tiltækum ráðum að koma í vpc/ fvrir slikn huvsanlera sókn araukningu. Um ný verkefni fyrir fiski- skipastól okkar er ekki auðvelt að spá, að svo stöddu. Til þess skortir þekkingu. Vitað er um ýmsa stofna fisks, skelfisks og krabbadýra. hér við land, sem hingað til hafa verið lítið sém ekkert nýttir. Þarf hið bráðasta að hefja skipulegar rannsóknir á stærð og hegðun þessara stofna, þannig að nægileg vit- neskja fáist, sem byggja má á veiðar og vinnslu þessara sjáv- ardýra. Jafnframt þarf að fara fram ítarleg vöru- og markaðs- könnun, a.m.k. í þeim tilvilkium, sem um nýjar vörutegundir eða afurðaflokka er að ræða. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki, að nánari rannsókna sé ekfld þörf á „eldri“ eða betur þekktum fisk stofnum til að fylgjast með stærð þeirra og hegðun, eða markaðs- athugunum á þeim afurðum, sem þeir nú gefa af sér og hugsan- lega geta gefið af sér. Hér á eftir og í næstu tölu- blöðum Ægis munu ýmsir forystu menn í sjávarútvegi segja skoð- un sína á afkomu og horfum hver í sinni grein. Er það von okkar að yfirlitsgreinar sem þessar verði lesendum blaðsins til fróð- leiks og upplýsinga. (Grein þessi birtist í síðasta hefti ,,Ægis“). — Krúsjeff Framhald af bls. 11 styttri en vinnuvikan e<r í Bret- landi, Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi. í Bandaríkjunum er vinnuvikan 40.45 stundir. Venju legur verkamaður í Sovétríkjun um vinnur sér inn á mánuði að fráteknum sköttum 117 dollara samkvæmt hinni opinberu gengis skráningu, sem er óraunhæf, en verkamaður í Bretlandi 199 doll ara í Vestur-Þýzkalandi 209, Frakklandi 189, og í Bandaríkj unum 460 dollara. Tekjur á mann í Sovétríkjunum væru minni ef bændur væru teknir með. Um kaupmáttinm er þetta að segja: Venjuleg innkaup nauð- synlegustu fæðutegunda mundu kosta bandarískan verkamann 32 dollara, rússneskan 56 doll- ara, brezkan 29, franskan 32 og vestur þýzkan 38 dollara. Fyrir þessum kaupum þarf bandarísk ur verkamaður að vinna í 12 stundir, brezkur 27, franskur 26 og vesturþýzkur 34. Rússneskur verkamaður verður að vinna 82 tíma fyrir mat sínum. Venjuleg- ur sovézkur verkamaður yrði að eyða tveggja vikna tekjum til þess að sjá meðalfjölskyldu fyr- ir nægilegum mat. Þess vegna verða tveir og venjulega fleiri meðlimir hverrar sovézkrar fjöl- skyldu að stunda vinnu. Reiknað í dollurum eyðir rússn eskur verkamaður af 117 dollara mánaðarkaupi sínu 1.75 dollurum fyrir tólf eggjum 1.60 fyrir einu kílói af káli, rúmlega 5 fyrir einu kílói af tómötum, 2.10 fyrir kvensokkapörum, 7.70 fyrir ódýr us-tu karlmannsskyrtu. Ódýrasta tegund ísskápa kostar 472 doll- ara. Venjulegur sovézkur verka maður hefur ekki ráð á að kaupa sér ódýrustu tegund bifreiða. Það mundi kosta hann 2% árs laun. Bandarískur verkamaður vinn ur 13 mínútur en rússneskur 27 mínútur fyrir sama magn af franskbrauði; fyrir sama magn af svinakjöti vinnur bandarísk- ur verkamaður 6 mínútur en rússneskur 354; fyrir smjöri vinnur Bandaríkjamaður 45 og Rússi 354; sykri: Bandaríkjamað- ur 6, Rússi 295; mjólk: Banda- ríkjamaður 7 og Rússi 32 mínút- ur; eggjum: Bandaríkjamaður 17 og Rússi 162 mínútur; kartöfl- um: Bandaríkjamaður 5 og Rússi 19 mínútur; kaffi: Bandarikja- maður 39 mínútur og Rússi 443 mínútur; tei: Bandarikja- ’ maður 9 og Rússi 94 mínútur; káli, sem er rússneskur undir- stöðumatur: Bandaríkjamaður 8 og Rússi 148 mínútur ; sjónvarps tæki: Bandaríkjamaður 57 klukkutíma og Rússi 695 klukku tíma. Krúsjeff sagði á sínum tíma: Eftir tíu ár verða lífskjör í heim inum hvergi betri en í Sovét- ríkjunum. Hann sagði, aðhvergi yrði meiri framleiðsla á mann af mjólk, eggjum og smjöri og í framleiðslu á neyzluvörum, öllu því sem hugurinn girntist, mundu Rússar í náinni framtíð ná sama framleiðslumagni og sama neyzlustigi og Bandaríkja menn. Þetta sagði hann árið 1960. Hvemig hafa þessir spá- dómar hans um lífskjörin orðið í reyndinni? Niðurstaðan. í nóvember hafði Pravda eftir Nikolai Podgorny forseta, að „velferðarstigið hækkaði kannski minna en við vildum.“ Leonid Breznev flokks leiðtogi sagði: „Matvælafram- leiðslan fullnægir ekkí fyllilega þörfum þjóðarinnar." Sovézkir borgarar greiða lága húsaleigu. Þeir fá ókeypis lækn ishjálp og menntun og oft og tíðum fá þeir einnig orlof ókeyp is. Ríkið sér um greiðslu eftir- launa. En ekkert af þessu nægir til þess að Rússar komi nálægt því að brúa bilið milli lífskjar- anna í Sovétríkjunum og Banda rfkjunum. Sem dæmi má nefna, að í Bandaríkjunum eru at- vinnuleysisbætur næStum því tvöfalt hærri en meðalmánaðar- kaup í Sovétríkjunum. Yfirvinna þekkist ekki í Rúsa landi. Aukavinna er ekki greidd, og nefna má sem dæmi að 11. april er sovézkum verkamönnum gert að vinna kauplaust til heið urs Lenín í sambandi við 100 ára afmæii hans. Þar að auki verða sovézkir verkamenn að fá leyfi til þess að skipta um atvinnu og meira að segja til þess að fierðast milli borga. Krúsjeff sagði: „Árið 1965 fer hámarks framleiðsila nokkurra mikilvægustu vörutegunda í Sovétríkjunum fram úr núver- andi iðnframleiðslu Bandaríkj- anna, og framleiðsla á öðrum vörutegundum mun nálgast það að verða eins mikil og samsvar- andi framleiðsla í Bandaríkjun- um. Þá mun framleiðsla á mikil- vægustu landbúnaðarafurðum verða meiri en núverandi fram- leiðsla Bandaríkjanna ef á heild ina er litið." Niðurstaðan er þessi: Rússar eiga eins og venjutega við mestu erfiðleikana að stríða í landbún- aðinum. Veturinn 1969—70 hefur verið harður og aukið á erfið- leikana. Þannig hefur fram- leiðsla á korni mir.nkað um 9 milljónir lesta og heildarland- búnaðarframleiðslan hefur minnk að um 3,2%. Sovézk blöð hafa ját að, að landbúnaður Sovétríkj- anna standist ekki samjöfnuð við bandarískan landbúnað. Bandaríkjamenn framleiða með rétt rúmlega 2% vinnukraftsine Iangt umfram það sem þeir þarfn ast. Rússar geta ekki séð fyrir eigin þörfum, þótt 30% vinnuafls þeirra sé bundinn í landbúnað- inum. Samkvæmt sovézkum tölum er áætlað að framleiða þurfi á ári 11.4 milljónir lesta af kjöti til þess að sjá fyrir þörfum 240 milljóna manna. Framleiðsla Bandaríkjanna nemur 15 milljón um lesta handa 200 milljón manna þjóð. Eggjaframleiðsla Bandaríkjanna er um það bil 70 mil'ljarðar á ári. Framleiðsla Sov étríkjanna er um 34.6 milljarðar handa 40 milljónum fleira fólki. í framleiðslu á kjöti og eggjum standa Rússar Japönum og Vest ur-Þjóðverjum að baki. Pravda hélt því nýlega fram i harðorðri ritstjórnargrein, aðef til vill yrði ekki nóg kjöt, egg og mjólk til þess að sjá fyrir matvælaþörf þjóðarinnar. Auk þess hefur minnkandi kvikfjár- eign áhrif á framleiðslu á skó- fatnaði, ullarfatnaði, leðurvörum og öðrum neyzluvörum. Samanburðurinn er ekki síður eftirtektarverður á öðrum svið- um. Árið 1969 var rafmagnsfram leiðsla Bandaríkjanna talsvert meira en tvöfalt fleiri kílóvatt- stundir en rafmagnsframleiðsl- an í Sovétríkjunum. Bandarikja menn eru langt á undan Rúss- um í framleiðslu á olíu, atáli og mörgum öðrum hráefnuim. (A.P.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.