Morgunblaðið - 04.04.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1®70 margir til þess að minna þig á það seinna, hvort sem er. Ofurlítill bjarmi af hálfbyrgð um ljósum sást á efri hæðinni. Gerardine hringdi bjöllunni og hátt bjölluhljóð, líkast og í klaustri, heyrðist inni í húsinu. En ekkert gerðist. Loksins kom lítil gömul kona og opnaði dyrn ar, og stóð svo kyrr, án þess að heilsa gestunum einu orði. Gerardine gekk inn og kveikti sjálf ljósið í forsalnum. Gamla konan lokaði dyrunum og skokk aði síðan burt. — Þegar Bob kemur aftur frá París, getur hann hjálp að þér að koma húsinu í stand. Hann er svo smekklegur í sér. Frændi þinn skeytti ekki mikið um þess háttar. Hún opnaði hverjar dyrnar eftir aðrar og þau komu inn í stóra sali, þar sem var rakalykt, þar eð ekki hafði verið hitað þama upp, árum saman. Octave Mauvoisin hafði keypt húsið með húsgögnum og öllu saman, og hafði látið það afskiptalaust eins og það var, jafnvel myndirnar á veggjunum og skrautmunina á arinhillunum. Setustofan hefði vel getað ver ið notuð fyrir danssal, með gyllt um stólum fram með veggjunum og heljarmikla kristalsljósa krónu, sem glamraði í, þegar gengið var eftir gólfinu. — Við skulum fara upp, sagði Gerardine. Á efri hæðinni var svipað um að litast. Mikið af vanhirtum húsgögnum og skrautgripum, sem Octave Mauvoisin leit varla nokkurn tíma á, þar eð hann hafð ist mestmegnis við á hæðinni fyr ir ofan. — Eruð þið þarna, telpur? Eloisysturnar tvær höfðu ver- ið að hjálpa stúlkunum til að taka til í herbergjunum. Þegar móðir þeirra kallaði á þær kom Louise fram á stigagatið með klút bundinn um höfuðið. Það liði nú ekki á löngu áður en Gilles væri orðinn þarna einn. Og þá stund þráði hann. Fingumir skulfu af óþolinmæði. Hann hlustaði ekki einu sinni á það, sem sagt var við hann. Var það ekki skrítið, að Mau- voisin, þessi ríki maður með alla bílana, skyldi hafa sniðgengið greifahúsgögnin og notað held- 125 g smjör 3 msk. kavíar 1 msk. rifinn laukur Hrærið saman smjöri, lauk og kavíar. Skreytið með kiipptum graslauk og notið á smurt brauð, með köldum eggjarétt- um og steiktum fiski. Hrært smjör með mismunandi 5 bragðefnum gerir matinn fjöl- JL breyttari, fyllri og bragðbetri. i KSKUR V. BÝÐUlt YÐUR G IjÓÐARST. GRÍSAKÓTELE'TI' 11R GRIUAÐA KJÚKUNGA ROAST BEEF GIXÍÐARSTI'JKT LAMB IIAM BORGARA DJIJPSTEIKTAN FISK .luðurlandsbrauí H simi 38550 r Ný námskeið hefjast í næstu viku Sex vikna námskeið fyrir ungar stúlkur. ■Jc Fjögurra vikna dagnáms- skeið fyrir frúr. ★ Fjögurra vikna námskeið fyrir táninga 13—15 ára stúlkur. ★ Nýtt — Nýtt Sex vikna námskeið fyrir verðandi sýningafólk og fyrirsætur, dömur og herra. Innritun daglega í síma 33222 og 82122 frá kl. 10—12 f.h. og 5—7 e.h. ur húsgögn alþýðufólks? S|mir sögðu, að það væri dót for- eldra hans, sem hann hafði flutt með sér hingað. f borðstofunni var kringlótt borð, útskorið hlað borð úr eik, og skinnfóðraðir stólar og naglar í með leðurhaus um. Frú Eloi, sem var vön að líta vel eftir öllu, aðgætti nú allt tii þess að sjá, hvort vel hefði verið tekið til og hvort blómunum, sem hún hafði sent, hefði verið vel fyrir komið. — Eruð þið búnar að þessu? spurði hún. — Við skulum at- huga svefnherbergið. Þar var sveitarúmstæði, sem hafði verið í eigu afa og ömmu Octaves í Nieul. Lélegur hæg- índastóll. Á veggnum tvær mynd ir í sporöskjuumgerðum — gamall maður og gömul kona með hatt á höfði. Gilles varð hissa að sjá, að afi hans hafði verið stuttur og þrekinn, með hörkulegan munnsvip skógar- bóndans. — Veslings Gilles minn . . . við verðum að . . . . XIV Gerardine frænka þagnaði og strauk sér um augun, rétt eins og hún væri að stofna frænda sínum í einhverja voðalega hættu. — Komið þið, stelpur. Ég ætla að líta inn á morgun, Gilles, og sjá, hvernig gengur hjá þér. Og hún kyssti hann snöggt á báðar kinnar og fór. Loksins var hann orðinn einn í þessu húsi, sem héðan í frá átti að vera heimili hans. Nú var hann orðinn einn og dálítið órólegur. Það eina, sem róaði hann var glamrið í disk- um og borðbúnaði, sem kom frá næstu stofu, þar sem verið var að leggja á borð. Gilles dró dökku flostjöldin frá glugganum, og sá nú skugga lega hafnarbakkann og ofurlitla Ijósþoku kringum götuljósker- in, sem lýstu upp miðbæinn. Og svo yzt í hinni álmunni á húsinu glugga, sem ofurlítil birta skein út úr. Þarna var sjálfsagt her- bergið hennar frænku hans — þessarar frænku, sem hann var enn ekki farinn að hitta. Hann vissi ekkert, hvað tíman um leið og hafði ekki hugsun á því að líta á úrið sitt. Honum þótti mikið til koma þessa her- bergis — svefnherbergis frænda hans. Var það ekki ein- kennilegt, að enn skyldi enginn hafa sýnt honum mynd af frænda hans? Gilles velti því fyrir sér, hvemig hann hefði litið út. Hafði Octave Mauvois- in verið hávaxinn og ofurlítið lotinn, eins og bróðir hans? Eða hafði hann líkzt föður sínum, kubbslega manninum á mynd- inni yfir rúminu. Klukkan undir sjö, þegar hörkulega ráðskonan barði að dyrum, fékk hún ekki strax svar. En svo kom rödd út úr herberginu, sem var út frá svefn herberginu: — Kom inn! Hún var eittvað efablandin á svipinn, er hún nálgaðist, eins og varlega, og augnaráðið var strangt. — Komið þér inn, frú Rinquet. Eða það var mér sagt, að þér hétuð. Sannast að segja var frúar- titilinn aðeins fyrir kurteisissak- ir, af virðingu fyrir aldri henn- ar og virðuleik, því að hún hafði aldrei gifzt. — Þér sjáið, hélt hann áfram, — að ég er fluttur hingað inn. Og í þetta herbergi. Það er minna og mér finnst það vist- legra. Það var ekki hægt að sjá, hvort henni líkaði þetta betur eða verr því að hún snuggaði aðeins ofurlítið. — Þér eruð húsbóndinn hérna. Ég kom til að spyrja, hvenær þér vilduð fá kvöldmatinn. — Hvenær er hann venju- lega? — Hálfátta. — Það er allt í lagi, hvað mig snertir. Hann hefði mest langað til að spyrja hana dálítið um frænda sinn og frænku, en það mundi áreiðanlega taka talsverðan tíma að toga það upp úr henni. - ég ætla þá að segja frú Mauvoisin til. Hann var þegar kominn inn í borðstofuna tuttugu mínútum yf ir sjö, hissa á spenningnum, sem hann fann til. Stofan var hlý og eitthvað einkennilega viðkunn- anleg. Góður matarilmur barst frá eldhúsinu, þar sem frú Rinq uet var á stjái í flókaskóm. Nú brakaði í gólffjöl við end Hrúturinn, 21. marz —.19. apríl. We langar æ mcira að skemmta þér. Reyndu því að koma sem mestu frá, og eiga svo frí. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu kostnaðarliðina, og kannaðu síðan þróun málanna, siðan þú skoðaðir þig um síðast. Xvíburamir, 21. maí — 20. júní. Samkvæmislifið er núna í hámarki, en samheldnin gildir mestu. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að bæta þér fyrri óþægindi upp á sem cinfaidastan hátt. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Gerðu ekki ráð fyrir að koma mjög miklu i verk. Reyndu heldur að fá þér dálítið frí. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Rómantíkin er i hápunkti í dag. Láttu berast með straunmum. Vogin, 23. september — 22. október. Það virðist allt snúast um orðna hluti Kannske geturðu hætt fyrir gamalt brot. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Fjármálin eru á uppleið, gerðu upp, allt sem útistandandi er. Bogmaðurinn, 22. nóvemhsr — 21. desember. Vertu kröfuharður við sjálfan þig varðandi ólokin störf. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú ert i betra sambandi við umheiminn, og þér semur betur við fóik en fyrr, en mikið veltur á þvi, hve sveigjanlcgur þú hefur verið undanfarið. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Nýir vinir og aðrar kringumslæður eiga athygli þína óskerta. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú, sem innir af hcndi fiest störfin í dag getur gert þér vonir um góðan árangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.