Morgunblaðið - 12.04.1970, Side 28

Morgunblaðið - 12.04.1970, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1970 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú græðir talsvert á bréfaskriftum í dag, og sama skeður ef þú ferðast eitthvað. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Kynntu þér málefni, sem hafa verið dálítið ógreinileg, og reyndu að leggja dálítið hart að þér. Síðan skaltu hvila þig vel. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Þú ert ógurlega bráðlátur I dag, og það dugar alls ekki. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Ef þú ert að gera fjársamninga við vini þína, lendirðu aðeins í klandri er fram I sækir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Tilhneiging þín til þess að vera staður kemur þér í bobba. Reyndu heldur að sinna daglegu starfi og einbeita þér. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Smekkvísi og forsjálni eru þér bráðnauðsynleg í dag, einkanlega gagnvart tengdafólkinu. Leggðu heilann í bleyti og útkoman verður góð. Vogin, 23. september — 22. október. Fjármái og áhætta líta girnilegar út, en raun er á þegar öil kurl koma til grafar. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ýtni þín skapar mótþróa. Því nánara sem samband þitt er við fólk, því flóknari verða atvikin. t Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Það verður eintóm vitleysa úr því að treysta um of á gæfuna. 1 Farðu vel yfir öll smáatriði í dag. Einkamálin hafa talsverð áhrif á 1 útkomuna. 1 Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þér er hollast að velja það sem erfiðast er í starfi þínu úr, og I sem kallar mest á sköpunargáfu þína, og snúa þér síðan alvarlega að / því að framkvæma verkið. 1 Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. / Það þýðir ekkert að setja heimilisáhyggjurnar fyrir sig. Sinntu 1 því, sem nauðsynlegast er án þess að mögla. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. I Ættingjarnir og þeirra mál hindra viðskiptamál. Þú þarft að hugsa vandlega um fjármálin í framtíðinni. Finguimir á Calette voru eátt- hvaið ókyrtrir og þaið vair eiins og hún væri að herða sig upp í að segja eitthvað. — Þarftu ekki að spyrja mig neins? sagði hún loksins. Hvers vegna voru þau bæði svona hrærð? Þegar Gilles heyrði til hennar, roðnaði hann og á næsta augnabliki hóstaði hann og frussaði, því að hon- um hafði svel^t á súpunni. Það var ekki fyrr en hann hafði jafnað sig, að hann gat svarað: — Hvers vegna ætti ég að þurfa að spyrja þig nokkurs? — Þú veizt vel, að ég kom ekki inn ein. — Þú héfur leyfi til að koma með hvern sem þú vilt inn í hús- ið. Það er eins mikið þitt heim- ili og mitt. — Nei, Gilles, þetta er þitt hús. Að ég kom með hann Maurice með mér í kvöld, þá var það vegna þess, að ég er þér skyldugur um útskýringu. Þó að þú haldir það kannski ekki, þá hefur Maurice aldrei komið hingað að heimsækja mig. Hún áttaði sig á því, að hann var að tala um kvöldið áður, og flýtti sér að bæta við: — Ég veit, hvað þú ert að hugsa. f gærkvöldi var það ég, sem fékk hann til að koma. Ég var að vona að geta bundið enda á þetta. Gilles fannst frú Rinquet líta ásökunaraugum á frænku hans, rétt eins og henni væri það móti skapi, að veita honum trúnað sinn. — Þegar við erum búin að borða, ætla ég að kalla á hann Maurice hingað inn, og segja þér að honum áheyrandi, allt, sem þú þarft að vita. Rómur hennar var áherzlu- laus og tónlaus. Hún hafði tek- ið saman ræðu sína fyrirfram, vegið allt og metið og komizt að niðurstöðu. Það var rétt eins og einhver sorgarhula umlyki hana alla. — Viltu ekki fá þér meira? — Ég er ekkert svöng. — Ég er hræddur um, að það sé mér að kenna. Þetta var undarlegt, allt sam- an. Hann var nítján ára. Alla ævi sína hafði hann ekki þekkt ann- að en lítil gistihús og matsölu- hús, sem voru sótt af fimleika- mönnum og trúðum. Það sem gerðist í húsum borg- arinnar, sem hann var kominn til, og hvemig fólkið í þeim lifði í raun og veru, var honum enn lokuð bók. Og nú var hann í einkahúsi sjálfur og því dularfullu í meira lagi. Og í þokkabót var það hans eigið hús. Hann stóð við arininn, rétt hjá bronsklukk- unni, sem vísaði hálf átta, og hallaði olnboganum á arinhill- una. Fyrir utan ljóskringluna, sem lampinn varpaði yfir mat- borðið, sat Sauvaget læknir úti í homi, með hendurnar kross- lagðar á hnjánum, en skæru augun horfðu fast á grann- vaxna piltinn. Svartklædd og fitlandi við lít inn vasaklút, sat Colette og var að tala. öðru hverju beit hún á vörina, og sem snöggvast sýndist Giiles blóð á vörinni. — Hlustaðu nú á, Gilles, þú verður að vita þetta. Það eru átta ár síðan við Maurice urðum ástfangin hvort af öðm. Ég ætla ekkert að fara að réttlæta það. En mergurinn málsins er sá, að við gættum okkar ekki, og frændi þinn komst að öllu sam- an. — Ég ætlaðist til, að hann skildi við mig, en það sýnir XXI bara, hve lítið ég þekkti hann. Þvert á móti heimtaði hann, að allt yrði óbreytt. Tvisvar á dag, á ákveðnum tíma, hittumst við hér við borðið og borðuðum saman. En hann sagði aldrei orð við mig. — Ég gat ekki hlaupizt á brott, og meira að segja er ég enn neydd til að búa hér í hús- inu. Þau gátu heyrt til frú Rinquet, þar sem hún var að at- ast í eldhúsinu. Læknirinn var nú farinn að stara á mynstrið í gólfábreiðunni. — Ég á gamla móður, sem á heima í Evescotgötunni. Hún á sjálf ekkert til. Hún hafði mik- ið fyrir því að ala mig upp — vann sem hreingemingarkona — og það er erfið vinna. Frændi þinn keypti hús handa henni að búa í, og lét mig áður fyrr gefa henni þúsund franka á mánuði. Nú er hún orðin mjög lasburða og fer aldrei út, en meðan ég get hjálpað henni, líður henni sæmilega. — Það var hennar vegna, að ég varð hér kyrr, og hennar vegna, að ég er hér enn. Gilles ætlaði að taka fram í fyrir henni, en hún þaggaði nið- ur í honum með handarbend- ingu. — Ég veit alveg, hvað þú ætl- ar að fara að segja. En þú mátt trúa því, að ég er ekki að segja þér þetta allt saman til þess að vekja meðaumkun hjá þér. Frændi þinn reiknaði þetta ná- kvæmlega út og skildi ekki eft- ir meina opna smugu. Samkvæmt ákvörðun í erfðaskrá hans, er ég neydd til að vera hér, og þú til að gera þér það að góðu. Þú skilur, hvers vegna? — Það var eina ráðið til þess að tryggja, að við Maurice gæt- um aldrei búið saman. — Maurice á heldur ekk- ert til. Faðir hans var bréfberi, og aðeins með því að neita sér um allt, tókst honum að ljúka námi sínu og taka til starfa sem læknir. — Og það er heldur en ekki vesældarleg atvinna. Tuttugu frankar fyrir viðtalið. Mau- voisin sá fyrir því — Mauvoisin og Samtökin. — Þess vegna reyndi ég að ná í skjölin í gærkvöld. Ég hafði heyrt þig segja, að þú hefðir lykilinn að skápnum, og frú Rinquet sagði mér, að þú hefð- ir lagt hann á kommóðuna. Hún talaði rólega, en þó með ákafa, sem kom einkennilega fyr ir sjónir, hjá þessari veik- byggðu postulínsbrúðu. — Veizt þú, hvað er í skápn- um? spurði Gilles. — Já. Það vita allir. Svipurinn á henni harðnaði og það mátti sjá tvær hrukkur á enninu. Datt þér aldrei í hug að velta því fyrir þér, hvernig frændi þinn, sem byrjaði sem bílstjóri, gat orðið svona forríkur? — Nei, ekkert sérstaklega. Það eru svo margir, sem vinna sig upp af eigin rammleik. — Nú jæja, það veltir því víst enginn fyrir sér- hér í La Roch- elle. Því að allir vita það. Og það er eins gott, að þú fáir líka að vita það. En þegar ég giftist, var ég álíka ófróð um það og þú ert nú. Ég hafði enga hugmynd um, að í öllum fyrirtækjum hér — hvort það er útgerð, kola- verzlun, vegagerð eða hvað sem maður vill nefna — þá er það alltaf sami smáhópurinn, sem hirðir ágóðann. Og þú þekkir suma þeirra. — Plantel? spurði hann. — Plantel, Babin, Rataud, Hervineau. Og margir fleiri, sem þú heyrir bráðlega nöfnin á. Frændi þinn gerði sér ijóst, að þessi litli hópur hélt alltaf saman, ekki sízt ef um það var að ræða að halda hve*rjum að- Dropi merkir lítið, ofboð lítið af einhverju, segir orðabók- in. Og dropinn er merki græna Hreinoisins, vegna þess, hve ofboð iítið, örfáa dropa þarf af þvi [ uppþvottinn og viðkvæma þvottinn. Nýja græna Hreinolið hefur auk þess fengið nýja dropa, sem gera það betra en fyrr, hlífir höndunum, léttir erfiðið, styttir tímann. En grænt Hreinol er þó enn jafn ódýrt .... dropi f haf útgjaldanna. Og Hreinol dropinn fer í hafið eins og allir aðrir dropar að lokum . . . lúnari en allir hinir. NÝTT. BETRA OG JAFNÖDÝRT GRÆNT HREINOL, ÞVOTTALÖGUR [ UPPÞVOTT OG ALLAN VIÐKVÆMAN ÞVOTT. MILDARI FYRIR HENDUR YÐAR. HF HREINN Bifvélovirhjnr ósknst eða menn vanir þungavinnuvélaviðgerðum. HEMLASTILLING, Súðarvogi 14 Símar 30135 og 33359. Verzlunarstarf Dugleg og áreiðanleg stúlka, ekki yngri en 20 ára (20—45 ára) getur fengið atvinnu, hálfan eða allan daginn, við sérverzlun og innflutningsverzlun í Miðbænum. Æskilegt, en ekki nauðsynlegt, að viðkomandi geti skrifað verzlunarbréf. Upplýsingar um menntun, fyrri störf (nöfn fyrri atvinnu- veitenda og hve lengi unnið á hverjum stað) og aldur sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „Afgreiðslustarf — vélritun — 8761". HAFNARFJÖRÐUR Skrifstofu- og innheimtustorf Ungur maður 19—25 ára óskast til starfa á skrifstofu í sumar. Nokkur þekking á skrifstofustörfum nauðsynleg. Bílpróf æskilegt. Tilboð er tilgreini menntun og aldur óskast sent i póst- hólf 67 Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.