Morgunblaðið - 12.04.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1970, Blaðsíða 16
16 MORlGU N1BL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRIL 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsirtgar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I tausasölu 10,00 kr. eintakið. SAMSTAÐA f LANDHELGISMÁLINU ¥T Thant, framkvæmdastj óri Sameinuðu þjóðanna hef- ur nýlega óskað eftir því við íslenzku ríkisstjórnina, að hún leggi fram tillögur um það, hvernig haga skuli al- þjóðlegri ráðstefnu um land- helgismálin og hvenær hún skuli haldin. Mun fram- kvæmdastjórinn hafa borið fram sams konar óskir við önnur ríki, sem þetta mál varðar. Um nokkurt skeið hefur lítil hreyfing verið á landhelgis- málunum á alþjóðavettvangi en nú liggur fyrir, að stór- veldin tvö hafa undanfarin misseri unnið að könnun á því, hvort grundvöllur sé fyr- ir alþjóðlegri samþykkt um, að landhelgi og fiskveiðilög- saga skuli bundin við 12 sjó- mílur. í umræðum á Alþingi í fyrradag skýrði Emil Jóns- son, utanríkisráðherra, frá því, að fyrir tæpum tveimur árum hefði sendiherra Sovét- ríkjanna óskað eftir stuðn- ingi íslenzku ríkisstjómarinn- aí við alþjóðlega ráðstefnu um þessi mál og síðan hefðu Bandaríkjamenn borið fram sams konar óskir. Á Genfarráðstefnunum 1958 og 1960 var leitast við að ná samkomulagi um breidd land- helginnar og fisikveiðilögsög- unnar en það tókst ekki að því sinni. 1 ræðu þeirri, sem ut- anríkisráðherra flutti á Al- þingi hinn 19. marz sl., lýsti hann því yfir, að ráðagerðir stórveldanna um lögfestingu 12 sjómílna landhelgi og fisk- veiðilögsögu gangi gegn hags- munum Islendinga og yfir- lýstri stefnu Alþingis og rík- isstjómar eins og hún kemur fram í samþykkt Alþingis frá 5. maí 1959. í ræðu sinni á Alþingi í fyrradag sagði Emil Jónsson það sína skoðun, að slíka al- þjóðlega ráðstefnu ætti að halda á breiðum grandvelli og að hún yrði ekki einskorð- uð við það, hvort fiskveiði- lögsaga skyldi vera 12 sjó- mílur, eins og stórveldin hafa óskað eftir. Jafnframt taldi utanríkisráðherra æskilegt, að slík ráðstefna yrði ekki haldin fyrr en á árinu 1972 til þess að hægt væri að vanda undirbúning henuar sem bezt, en áform munu vera uppi um að halda hana síðari hluta þessa árs eða í byrjun hins næsta. Bjami Benediktsson, for- sætisráðherra, sagði í þess- um umræðum, að ríka áherzlu bæri að leggja á sam- stöðu allra flokka um þetta mikilsverða hagsmunamál ís- lendinga og að eðlilegt væri að leita eftir því formi slíkrar samvinnu, sem gæfi beztan árangur og kæmi í veg fyrir tortryggni mil’li flokka. Lúð- vík Jósepsson lagði einnig mikla áherzlu á samstöðu flokkanna um þetta mál. Landhelgismálið snertir brýnustu lífshagsmuni íslend- inga og það er lífsnauðsyn að þjóðin síandi saman í órofa fylkingu um allar aðgerðir í því. Nú er ljóst, að töluverð hreyfing er að komast á málið á alþjóðavettvangi og þess vegna ríður á að íslend- ingar leitist við að efla skiln- ing annarra þjóða á hags- munum íslands í þessu efni. Það er ástæða til að fagna þeim yfirlýsingum, sem gefn- ar vora á Alþingi í fyrradag um samstöðu í þessu þýðing- armikla máli. Hún er ein meg inforsenda þess, að okkur tak- ist að tryggja hagsmuni okk- er á alþjóðavettvangi. Afturkippur í Nordek Á fundi Norðurlandaráðs í **• Reykjavík í febrúar sl. virtist svo sem samkomulag hefði tekizt miili fjögurra Norðurlanda um stofn-un Nor- deks, efnahagsbandalags Norðurlandanna. Ríkti mikil bjartsýni um framgang máls- ins að loknum þeim fundi og hér á íslandi kviknaði veru- legur áhugi á einhvers konar þátttöku íslands í þessu sam- starfi í framtíðinni. Nú virðist alvarlegur aft- urkippur hafa komið í málið af hálfu Finna og a.m.k. er það mat finnskra blaða, að ræða Kekkonens Finnlands- forseta, þegar hið nýkjörna þing í Finrdandi kom saman, hafi dregið mjög úr líkunum á því, að Nordek verði að veraleika. Alla vega hafi Kekkonen lagt mjög þunga áherzlu á hlutleysisstefnu Finna og að Nordek kynni að hafa alvarleg áhrif á hana. . Væntanlega eiga línumar í Nordek-málinu eftir að skýr ast á næstu mánuðum. Af því, sem nú þegar hefur gerzt, getum við Íslendingar þó dregið nokkum lærdóm. Sum ir stjómmálamenn hér töldu Nordek allsherjarlausn á markaðsmálum okkar. Greini legt er, að það hefði komið að litlu gagni að byggja á þvt einu. 3TEZ myi' c, * . I HLUTVERKI TRUÐSINS SJÓNVARPSGAGNRÝNANDI Morgun- blaðsins, Gísli Sigurðason, kemnst oft hnyttilega að orði í greinuim sínum. Hann segir til dæmis laugardaginn 4. apríl s.l. frá sjónvarpsviðtali Gunnars Gunnarssonar við Thor Vilhjálmsson á þessa leið: „Það er alltaf skemmtilegt að heyra og sjá Thor Vilhjálmsson og spurningarnar hans sumar á svo háu plani, að Gunnar gat ekki svarað. Og ef til vill fór Thor um of með aðal- hlutverk í þessum þætti.“ Ég tek undir það með Gísla, að það er skemmtilegt að heyra og sjá Thor. Því miður höfum við eklki fjölleiikahús í Reykjavík, en það er enginn skortur á trúðum í höfuð- borginni. í hópi rithöfunda leikur eng- inn betur hlutverk trúðsins en Thor Vilhjálmsson. Sjónvarpsviðtal'ið áður- nefnda kynnti oíkkur trúð í rúllukraga- peysu með augu fengin að láni úr eftir- prentun á gömlu miðaldamálverki, röddin gamialbunn, ©kki eign hans held- ur; skeggið, sem mér er sagt að sé á „manninum", rann einhvern veginn saman við hvítt andlitið, sem var að burðast við að vera ákaflega heiðar- legt. Andspænis þessu kynlega „showi“ sat tilgerðarlaus maður, svo aftur sé stuðst við orð Gísla Sigurðssonar. Nei, sjónvarpinu okkar er ekki að fara aftur! Hvað vilja menn hafa, ef ekki þetta? Þó verð ég að játa, að skemmtuin min og fleiri, þeirra, sem nokkuð hafa fylgst með gangi menning- armála á íslandi, var blandin óhugnaði. Það er líka þekkt staðreynd úr fjöl- leikahúsinu, að trúðar eiga ekki að leggja undir sig sviðið, heldur eiga þeir að koma fram milli atriða. „Og ef til vill fór Thor um of með aðalhlutverk í þessuim þætti,“ segir Gísli Sigurðsson, en vegna yfirlýsingar hans um skemmti- legan persónuleika Thors hlýtur að mega skilja þessa umisögn sem tillits- semi við hið aldna viðfelldna skáld, eins og hann fcallar Gunnar Gunnarsson. Ég var að tala um trúðleik. Trúðar eru lílka nokkurs bonar kameljón; þeir skipta sífellt um hlutverk og lit, ef þess geriist þörf. f sjónvarpsviðtölum við þekkta menn tíðkast að spyrja þá um lifsslkoðanir þeirra og jafnvel minnast á stjórnmál við þá. En hvers vegna spurði Thor Yillhjálmisson Gunnar Gunnarsson ekki um stjórnmálaafskipti hans? Thor hefur einmitt vikið að skoðunum Gunnars Gunnarssonar í tímaritsgrein, sjá 4. h. Birtings 1955. Þar er grein merkt Thor Yilhjálmssyni, sem nefnist: Gunnar Gunnarsson í hlut- verfci Fjallkonunnar. Þar tekur Thor Stúdentafélag Reyfcjavífcur í karphúsið fyrir að velja Gunnar Gunnarsson ræðumann dagsins. Hann á varla orð til að lýsa hineykslun sinni og segir: „Hing- að til hefur nú venjan verið sú að hafa til þess ungar fallegar konur að flytja ávarp Fjalllkonunnar á fjölbreytilegum byggðalagasamkomum." Og Thor held- ur áfram samkvæmt fordkrift læri- meistara sinna í Þjóðviljanum: „í þetta sinn varð Gunnar Gunnarsson fyrir val- inu og jólk þar nýstárlegum þætti við frægð sína með þeirri plúmpu gross- mutterverfeinung sem hann flutti af skriðþungri þýzkættaðri tilfinninga- semi til varnaðar helztu óþurftarmál- um íslendinga." Þá höfum við það! Thor Vilhjálmssion var að ræða við verjanda helstu óþurftarmála fslend- inga í sjónvarpinu og þess vegna mátti ekki minnast á stjórnmál í þættinum. Eins og lesendum Morgunblaðsins er kunnugt hefur Gunnar Gunnarsson oft- ar en einu sinni látið til sín heyra um íslensk þjóðmál og hann hefur verið ómyrfcur í máli um það undirsfcriftalið, sem Thor Viihjátensson tiiheyrir. Vit- anlega er það dvöl bandaríska varnar- liðsins á íslandi, sem Thor nefnir „óþurftarmál.“ En það er ekki allt búið enn. í 4. h. Birtings 1957, sér Thor Viihjálmsson enn á ný ástæðu til að vega að Gunnari Gunnarssyni, og í þetta skipti sakar hann Gunnar um óheiðarleik og bak- tjaldamakk í sambandi við stofnun ís- landsdeildar PEN-félagsins, alþjóða- samtaka rithöfunda og útgefenda. Les- endur blaðsins skulu ekki þreyttir á löngum tilvitnunum í þessa furðulegu ritsmíð, sem enginn annar en Thor Viihjálmsson hefði getað samið. En í hinni sérfcennilegu tóntegund sinni, seg- ir Thor m. a. urn forystu Gunnars Gunnarssonar í PEN-félaginu íslenska: „Það er vel skiljanlegt að þessum manni væri treyst öðrum fremur til að vera forgöngumaður í frelsis- og réttar- verndarfélagi þó ekki væri nema vegna frjálslyndis, víðsýni og geðprýði sem ljómar af orðum skáldsins á mannfund- um og í blaðaskrif.um, látum fortíðina öðrum eftir.“ Fyrr í greininni talar Thor um menn, sem „þjóna stjórnmála- mönnum" og það er þess vegna sem honum finnst skiljanlegt að leitað hafi verið til Gunnars. En hvað hann á við með orðunum „látum fortiðina öðrum eftir“, á hann sjálfsagt auðvelt með að skýra af „sinni alkunnu hlédrægni", einkunn, sem Jón Björnsson gefur hon- um í Morgunblaðsgrein þriðjudaginn 24. mars s.l. Kannski á hann við að Þjóðviljinn hafi því hlutverki að gegna, eins og hann hefur reyndar gprt dyggilega. í útlöndum er til fólk, sem sækist eft- ir því að liáta sjá sig í návist frægra persóna og helst komasit á mynd með því. íslendingar hafa fylgst með því hvernig Thor Vilhjálmsson hefur lagt Halldór Laxness í einelti og hamast við það í blaðagreinum að lýsa því yfir, að Laxness hefði snilligáfu, eins og flestir hérlendir menn með snefil af bófcmenntaviti vissu það ekfci. Nú er röðin komin að Gunnari Gunnarssyni, en við skulum þó vona að Laxness veiti Thor öðru hvoru áheyrn svona í góðgerðanslkyni eða til þess að allir gleymi ekki Thor. Lesendur Birtings, Þjóðviljans og Tímarits Máls og menn- ingar, munu líka kannast við frásagnir Thors um kynni hans af frægum rithöf- undum og listamönnum, en slíkt efni er tilvalið handa kvennablöðum, eins og það fóllk, sem áður er lýst, Skýtur jafnan upp kollinum á síðum slíkra blaða og verður stundum þekkt af. Klaus Rifbjerg er greindur maður, og hann sagði í ræðu sinni við móttöku bóikmenntaverðl auna Norðurlandaráðs, að rithöfundar ættu ekki að vera hirð- fífl eða trúðar, eða eitthvað á þá leið. Nú þekkti Rifbjerg Thor þegar þessi orð voru sögð, svo ætla má, að þeim hafi einkum verið beint til hans! En ég er ekki alveg á sama máli og Klaus Rifbjerg. Ég vil minnsta kosti fá að hafa einn rithöfund, sem vill tafca að sér hlutverk trúðsins. Leyfið okkur að hafa Thor í friði, okkur til skemmt- — Rvk.bréf Framhald af bls. 17 ar, sem birt var í Tímanum 8. apríl s.l. hljóðaði svo: „fslenzka þjóðin stendur nú frammi fyrir stórbrotnum og tor leystum viðfangsefnum, og lausn þessara verkefna er þeim mun erfiðari sem skipulagsleysi hefur leitt til stöðnunar á undanförn- um árum atvinnuleysis og land- flótta. Þess vegna höfum við dregist aftur úr nágrannaþjóðiuim okk- ar.------ En hér á landi hafa lífskjör rýrnað og atvinnuleysi ríkt ár eftir ár.“ í sama blaði Tímans birtist for ysitugrein eftir Þórarin Þórarins- son um nýlegan hádegisfund Seðlabanka íslands, og minnist Þórarinn á ræðu þriggja manna, Gylfa Þ. Gíslasonar, Jóhannesar Nordals og Jóns Axels. f lok greinar sinnar segir Þórarinn: „Eftir ræðu Jóns, urðu þeir Gylfi og Jóhannes talsvert hljóð látari, en samkvæmisgestum var ljósara, að batinn hafði náðst þrátt fyrir Gylfa og Jóhannes, sökum þess að alþýðustéttirnar höfðu sætt sig við kjaraskerð- ingu, aflabrögð verið hagstæð og verðlag hækkað á útflutnings- vörum.“ Þarna viðurkennir Þórarinn Þórarinsson berum orðum, að frumorsök batans nú sé þessi, að „alþýðustéttirnar höfðu sætt sig við kjaraskerðingu.“ Kjaraskerð ingin er þá eftir allt samman ekki tilkomin einungis vegna illvilja stjórnvaldanna, heldur hefur hún reynst nauðsynlegt skilyrði fyrir afturbatanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.