Morgunblaðið - 01.05.1970, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1070
GEORGES SIMENON:
EINKENNILEGUR
ARFUR
um frænda þínum. Við Gerardine
frænka þín höfum því ákveðið
Hann stóð upp og sló öskuna
niður í aringlóðina.
— Við höfum ákveðið að sker
ast í leikinn, áður en frekari
skaði er orðinn. Það þolir eraga
bið. Og eini kosturinn við þessa
giftinigu þínia er sá, að hann opn-
ar smugu til þess. Það er siður,
að ung hjón fari í ferðalag um
tíma. Þið getið verið eins lengi
burtu og nauðsynlegt er, og þeg
ar þið loksins komið aftur, verð
ur búið af afgreiða mál þessa
kvenmanns og elskhuga hennar,
fyrir fullt og allt.
Gerardine gat alveg lesið svar
Gilles í augum hans og greip
fram í:
— Vertu ekki of fljótur á
þér að svara, Gilles. Þetta er
miklu alvarlegra mál en þér
dettur í hug. Gefðu þér góðan
umhugsunartíma.
— Ég er búinn að hugsa mig
um. Hér verð ég kyrr.
Plantel leit á meðráðamann
sinn, eins og hann vildi segja:
— Hvað sagði ég þér?
En svo hélt hann áfram, eins
og sá, sem vegur hvert orð vand
lega:
— Sjáðu nú til, ungi maður.
Hlustaðu nú vandlega á mig. Ég
er nú ekki vanur að hafa hót-
amir í fraimimii. Ég var mieira 'ein
fús til að hjálpa þér til aðhefja
lífsstarf þitt — vegna hans Mau
voisin, vinar míns. En í stað þess
að þiggja þá hjálp, hefur þú frá
fyrsta fari, snúið við henni baki.
Ég veit nú ekki, hvort það er
er ómissandi í hverju samkvæmi,
við sjónvarpið —
eða hvar sem er í glöðum hópi
SNACK fæst 1 sex ljúffengum tegundum
Whistles biigles <BQW$
ílílíi
DaisYs fizzaSpns
NATHAN & OLSEN HF.
þetta snögga og óvænta ríki-
dæmi, sem hefur stigið þér til
höfuðs, en vissulega virðist þú
ætla að fara þínu fram án þess
að hlusta á hollráð annarra.
Gilles var þegar staðinn upp
og hafði tekið frakkann sinn,
sem hafði hangið á stól:
— Ég ætla ekkert að fara að
höifða til tilfmininiga þinmia,
enda þótt þú fáir síðar að sjá,
hve ósanngjörn og móðgandi
framkoma þín hefur verið. En
það sem ég ætla að segja, er
þetta: Hér erum við nokkrir, sem
vorum vinir Octave Mauvoisin,
og við erum samtaka um að varð
veita minningu hans, jafnvelþótt
það kosti það að verða andvígir
erfingja hans. Við höfum boðið
þér hjálp okkar og bjóðum enn.
Þú afþakkar hana. Gott og vel!
Tíminn mun sýna, hvorir eru
sterkari.
— Gilles! sagði Gerardine og
gerði nú lokatilraunina. — Þú
verður að hlusta á hann hr.
Plamitel. . . Ég bið þig þess. . .
Þú ættir ekki að þrjózkast í af-
stöðu, sem getur aðeins . .
— Láttu hann eiga sig, Ger-
ardine Það er hann sem kemur
skaíðanidi til okkar. áður em lamigt
um líður.
XXXVI
Gilles var kominn í frakkann
og hafði gripið hattinn sinn.
Með venjulegum skjálfta á neðri
vörinni, spurði hann einbeitt-
lega:
— Er það þá ekki fleira, sem
þið þurfið að segja við mig?
— Nei, þetta er allt og sumt.
En þegar Gilles var kominn út
að dyrum, gat Plantel ekki stillt
OSTA
ÆVéttw/S
2 eggjarauður
Va lítri rjóml (má vera mjólk)
75 g rifinn oslur, Sveiíser eða
Maribo
8alt, pipar
2 eggjahvítur
4 hveitibrauðssneiðar, ristaðar
1 dl hvítvín (má sleppa)
Ofnhiti: 180° C
Tíml: 20—30 mínútur
Smyrjið eldfast mót. Raðið smurðum, 3
ristuðum hveitibrauðsneiðum I mótið. ?
Sláið saman eggjarauðum og rjóma, J
kryddið með salti og pipar og bætið
rifnum ostinum f.
Stifþeytið eggjahvíturnar og btandið
þeim gætilega saman við. Hellið sós-
unni yfir brauðið, stráið dálitlum rifn-
um ostl yfir og bakíð Ijósbrúnt
Ef vill má hella 1 dl af hvítvínl yfir
brauðið, áður en sósan er látin á.
Þessl réttur er góður með ó kvöld-
verðarborðið, eða sem sjálfstæð mál-
tíð, þá gjarnan með hráu grænmetis-
ASKUR
V.
BÝÐUR
YÐUR
GI jÓÐARST. GRÍSAKÓTELETT lJR
GRILIAÐA KJÚKIJNGA
ROAST BEEF
GI .ÖÐARSTEIKT LAMB
HAM BORGARA
DJÚPSTEIKTAN FISK
/>u Óurluiu Itbra ut sími 38550
r
sig um að senda honum skilnað-
arskot:
— Þú hagar þér eins og skóla
strákur, hr. Mauvoisin.
Þegar Gilles kom heirn, voru
fallaskipti og báitarnir á ytri
höfninni snerust fyrir akkerun-
um, hægt og hægt. Það var far-
ið að hvessa og þegar hann þreif
aði eftir lyklinum sínum, fékk
hann hverja regngusuna á fæt-
ur annarri, framan í sig, og
hann var orðinn gagndrepa.
Hann hleypti brúnum. Því að
þetta regn, sem lamdi kinnam-
ar á honum skildi eftir eitthvert
kjánabragð í munninum, og
vatnið, sem rann niður eftir háls
inum á honum, vakti hjá honum
endurminningu. En hvaðan var
sú endurminning? Einhvers stað
ar frá Mið-Evrópu eða Norður-
löndum? En hvaðan var hún?
Hann var enn að velta þessu
fyrir sér, er hann lokaði hurð-
inni vandlega, þurrkaði af fót-
unum á sér og lagði af stað upp
stigann. Það var all'taf hálfgerð
myglulykt í þessum stiga. Hann
var ekki alveg kominn upp á
stigagatið á fyrstu hæð, þegar
hann heyrði rödd Alice, og án
þess að láta sér detta í hug, að
hann væri að hlera, snarstanz-
aði hann.
— Já . . . já . . . Hvað? . Nei,
það er fremur gaman að því
Hvað segirðu elskan? . . . Nei,
nei, ég lofaði aldrei neinu í þá
átt . . . Þú veizt, að ég gerði
það ekki . . . Gilles? . . Já,
hann er indæll . . . Já, þú
mundir hlæja, ef þú sæir mig.
Ég er enn náttfötum og slopp
. . . Hvað? . . . Já . . Það er
rétt Heilsaðu þeim frá mér
Hvað? Fara í bíó með þér á
sunnudag? . . Nei, það kem-
ur nú ekki til mála . . .
Gilles fannst tími til kominn
að gefa eitthvert hljóð frá sér.
Hún heyrði það og lauk samtal-
inu:
— Bless í bili, elskan. Égheld,
að hann sé að koma.
Hún lagði frá sér símann og
hljóp á móti honum, og það
næsta sem hann vissi, hafði
hún 1-agt armana um háls honum.
— Það var ein af stelpunum,
sem hringdi til mín, útskýrði
hún, dálítið vandræðaleg, en
það kom honum til að gruna, að
það hefði verið hún, sem
hringdi, til þess að frétta af fé-
lögimum í skrifsttofunni.
Vonandi engar slæmar fréttir?
— Nei, engar slæmar, sem bet
ur fer. En þú ert alveg renn-
votur! Komdu og farðu úr.
Marta! Búðu til súkkulaði
strax!
Bollapörin stóðu þegar á
hjólaborðinu, og nokkrar kökur.
Hann tók eftiir því, að ýmislegt
þarna inni hafði verið fært til,
og á borðinu voru tyrkneskar
sígarettur, sem höfðu efcki ver-
ið þar þegar hann fór. Kannsfci
hafði hún sent Mörtu út til að
kaupa þær.
— Þér er sama þó ég reyki,
er það ekki?
— Vitanlega, elskan.
— Jafnvel þó að þær séu
dýrar? Þú skilur, þessar kost-
uðu tuttuigu og tvo franka pakk-
inn.
Hún var svo húsmóðurleg, að
hann fann til ofurlítililar iðrun
ar. Iðlrunar vegna þes.s, að hann
væri ekki nógu góður við hana
eða sýndi henni, hve hamingju-
samur hann væri. Og veigna þess
ara duldu grunsemda sinna.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú kynnist fólk, sem þig hefur lengi iangaó til að hitta.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. i
Þetta verður spennandi dagur.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Gleymdu um sinn þvl, sem þú hefur upplifaS, og reyndu aS hugsa
um eitthvaS, sem þér þykir skemmtilegra.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú skemmtir þér dável I dag.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
ÞaS vcrSur meira að gera í dag, en þú væntir.
Vogin, 23. september — 22. október.
Haltu upp á daginn með því að kalla á vini þína heim til þin.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú mátt ómögulega gera daginn að markaSstorgi.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þér verður allt í einu langþráð leið opin.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Nú er mál aS kynna sér starfið, og allt, sem að þvi lýtur.
Hrúturinn, 21. marz — 19. april.
Farðu varlega í umferðinni f dag.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Þú hefur mikinn áhuga fyrir fólki, sem þú hittir í dag.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz.
Allir hvetja þig til að gera betur grein fyrir fyrirætlunum þínum.