Morgunblaðið - 30.05.1970, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.05.1970, Qupperneq 10
10 MORGUNíBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ H970 Lagið var auðvitað tekið á kvöldvökunni og þar var sungið af hjartans list með gítarundirspili. „Við erum öll samtaka um að gera aðstöðuna góða.64 Það var glatt á hjalla hjá unga fólkinu að Kolviðarhóli, þegar við komum þar einn laugardaginn fyrir skömmu, en þar voru um 70 nemendur úr Vogaskóla með kennurum sín- um að ditta að einu og öðru á jörðinni, en Vogaskóli hyggst koma þarna upp nokkurs konar s|kó3ia»eli þar sem nemendur geta farið til starfs og leiks. Síðasta mánuðinn hafa um 400 nemendur úr Vogaskóla gist Kolviðarhól, unnið þar og skemmt sér. Við röbbuðum stuttlega við Helga Þorláksson skólastjóra Vogaskóla um hugmyndina að skólaseli og sagðist hann hafa verið s.l. ár að svipast um eftir slíkri aðstöðu. í fyrra kom Kolviðarhóll fyrst til greina og ræddi hann við Kolviðarhólsnefnd um mál- ið og tók hún vel í það að Vogaskóli gengi inn í samning við Reykjavíkurborg um um- ráðarétt yfir Kolviðarhóli, en Reykjavíkurborg á landið og staðinn. Markmiðið sagði Helgi vera það að nemendur gaetu ver- ið við hvers konar kynningu og nám í starfi og leik á stað fjarri kaupstaðarþysmum og kynnast þannig friðsæld og feg- urð íslenzkrar náttúru. Töluvert þarf að gera fyrir Kolviðarhól til þess að vel sé en húsnæðið er vel nothæft eins og er fyrir útilegubúið fólk. Sæluhús, sem nú er hrun ið var byggt þarna árið 1844, en Vogaskólanemar ætla m.a. að byggja UPP gamla Sæluhúsið úr grjótinu, sem nú er í hrúgu í rústum þess. Gistihúsið Kolviðarhóll var byggt 1877, en það hús sem nú er þar var byggt um 1930 og var mikið til þess vandað. Siðan 21. april hafa um 400 nemendur farið þarna upp eft- ir og gist þar, unnið að hreins- un og lagfæringu, farið í fjall göngur, náttúruskoðunarferðir og haldið kvöldvökur með kennurum sínum. Áhugi nem- endanna fyrir þessu starfi er geysilega mikill og allir vi'lja leggja hönd á plóginn til þess að gera húsið og aðstöðuna sem bezta. f>að þarf að bæta húsið sjálft, hlaða upp Sæluhúsið, grjótgarða, vörður, rækta landið, gera íþróttasvæði og margt fleira og sagðist Helgi hafa lagt áherzlu á að þarna ynnu nemendur og kennarar saman að eins mörgu og unnt væri. í fyrra var hafiat handa af nemendum Vogaskóla við að hreinsa til á svæðinu og stöð- ugt miðar því í áttina til þess að gera staðinn vistlegan og nýta þá miklu möguleika sem þarna eru til fjölþætts félags- starfs. Helgi sagði að margir aðilar hefðu lofað gjöfum í selið, en helzt væru vandræði með að- stoð handverksmanna til þess að ditta að ýmsu. Helgi sagði að borgin hefði tekið vel í að aðstoða í þessu efni, en hann sagðist álíta að fyrst og fremst ætti þetta að byggjast á vinnu nemendanna sjálfra og áhuga- semi þeirra og ef til vill yrði hægt að reka þarna vinnu- skóla í einhverri mynd. Benti hann á að jafnframt því að stunda þama vinnu myndu þau læra að búa sig til fjalla, jafnvel vera gestgjafar þeim sem kæmu í heimsókn og til tals hefði komið að hafa þarna helgarmót af ýmsu taigi. Helgi sagði það áformað á komandi vetri að fara með nem endahópa að Kolviðarhóli og dvelja þar, en stunda jafnframt venjulegt nám, slíkt hefði ver ið reynt s.l. vetur og hefði gef izt mjög vel, því bnaikkaTnir kepptust við að ljúka við verk efni sín til þess að geta síðan notið þess sem umhverfið hef- ur upp á að bjóða. Helgi gat þess að lokum að Skólafólkið situr þarna í rústum gamla sæluhússins, en þau höfðu unnið við hreinsun á rústunum um daginn og síðar er ráðgert að hlaða sæluhúsið upp í uppr unalegri mynd þess úr sama grjótinu og áður mótaði veggi þess. (Ujósm. MM. Árni Jolhnsen)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.