Morgunblaðið - 30.05.1970, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1070
UM
1. Karl B. Guðmundsson
2. Kristinn B. Michelsen
3. Siffurgeir Sigurðsson
HVAÐ ER KOSIÐ1 SELTJARNARNESHREPPI?
Morgunblaðið hafði samband
við þá Snæbjöm Ásigeirsson, for
mann Sjálfstæðisfélags Seltirn-
inga og Sigurgeir Sigurðsson,
sveitarstjóra, sem skipar bar-
áttusæti D-listans, og innti þá
frétta af kosningabaráttunni.
Kosningabarátta D-listans á
Seltjarnarnesi hefur beinzt að
því, að halda þeim meirihluta,
sem við unnum 1962. Hrepps-
búar sýndu það aftur 1966, að
þeir vildu trúa okkur fyrir
áframhaldandi stjóm Seltjarn-
arneshrepps og er það á grund
velli þeirrar traustsyfirlýsingar,
að við gerum okkur vonir um
að fá að nýju umboð Seltirn-
inga næstu fjögur ár.
Koma ekki hitaveitumál til að
móta næsta kjörtímabil?
Að sjálfsögðu verður hita-
veitumálið okkar stærsta mál,
þótt aðrar framkvæmdir komi
þar einnig við sögu t.d. bygg-
ing gagnfræðaskóla, sem við
komum til með að hraða. Síð-
asti áfangi íþrótta- og félags-
miðstöðvar, þ.e sundlaug, verð-
ur á dagskrá, þegar lokið er
byggingu gagnfræðaskólans.
Hefur hlaupið hiti í Seltirn-
inga út af skipun skólanefndar-
formanns?
Það er óhætt að segja, að Sel
tirningum hafi sárnað, að vera
ekki taldir færir um að ráða
skólamálum sínum sjálfir. Ráð-
herra hefur að okkar dómi
framið hér lögleysu, þar sem
fræðslulögin frá 29. apríl 1946
nr. 34 segja í 26. gr. „Kjörtíma-
bil skólanefnda og fræðsluráða
skal vera hið sama og sveitar-
stjóma og um kjörgengi skulu
sömu reglur gilda.“ Þarna er
löggjafinn greinilega að koma í
veg fyrir að aðrir en þeir, sem
hafa til að bera þekkingu á mál
efnum sveitarfélagsins, séu látn
ir fjalla um málefni þess.
Athyglisvert er að bera sam-
an skipunarbréf skólanefndar-
formannsins, sem skipaður er út
þetta kjörtímabil nefndarinnar,
eða til 1. júní n.k., við ummæli
menntamálaráðherra, sem greini
lega hefur, ef dæma má af við-
tali við Alþýðublaðið, hugsað
sér annan og lengri tíma, en í
viðtalinu kemur fram, að að
alstarf skólanefndarformanns
hefjist í september n.k.
Stuðningsfólk D-liistans vill
ítreka að með mótmælum þess-
um er ekki verið að draga hæfi
leika konunnar, sem ráðherra
valdi í embætti þetta, í efa, en
við viljum, að farið sé að lög-
um í þessu máli, sem öðrum og
Seltirningar séu ekki snið-
gengnir.
Við höfum heyrt talað um Sel
tjarnarneshrepp, sem skilvísan
viðskiptaaðila, en í blaði vinstri
manna er látið að öðru liggja;
hvað viljið þið segja um þessa
ásökun?
Það er alltaf alvarleg ásök-
un að væna einhvern um
óreiðu, hvort það er í peninga-
málum eða öðru.
H-listamenn hafa nú kosið að
reyna að gera fjármálastjórn
Seltjarnarneshrepps tortryggi-
lega, bæði í augum almennings
og einnig hjá þeim lánastofnun-
um, sem sýnt hafa hreppnum
mikið traust undanfarin ár og
aldrei þurft að kvarta yfir van
skilum.
Seltjarnarneshreppur, sem og
önnur sveitarfélög þarf að
sjálfsögðu á lánum að halda til
framkvæmda sinna, - því meiri,
sem meira er gert. Því verður
ekki trúað (svo tekið sé dæmi)
að fyrirframgreiðslur í formi
tryggingarvíxla til Orkustofn-
unar ríkisins til að ábyrgjast
greiðslu á borholukostnaði hita
veituholu sem boruð var í
janúar á þessu ári, teljist í aug
um Seltirninga til óreiðuskulda,
en þessi upphæð — 2,5 milljón-
ir króna er innifalin í þeim
skuldum Seltjarnarneshrepps,
sem talað er um.
í hita kosningabaráttu mega
aðilar ekki ganga svo langt að
það beinlínis skaði sveitarfélag
okkar, sem við skulum ætla að
allir aðilar vilji þó vinna sem
mest gagn. Skrif þau um óreiðu
skuldir Seltjarnarneshrepps,
sem birtust í kosningablaði H-
manna, eru því miður ekki til
þess fallin að auka lánstraust
Seltjarnarneshrepps, sem hing-
að til hefur verið mjög gott.
Til fróðleiks má geta þess, að
þeir tveir menn, sem nú skipa
efstu sæti H-listans hafa und-
anfarin ár verið skoðunarmenn
hreppsreikninga, en ekki séð
ástæðu til athugasemda um fjár
mál hreppsins.
Vilt þú ekki, Snæbjörn,
ljúka þessu með nokkrum orð-
um?
Fyrir siðustu sveitarstjómar
kosningar 1966 voru H-lista-
menn svo öruggir með sigur
sinn, að þeir höfðu, þrátt fyrir
yfirlýsingar um að þeir styðdu
Sigurgeir Sigurðsson, sem sveit-
arstjóra, þegar gert ráðstafan-
ir til ráðningar framsókn-
armanns í starfið. Seltirn-
ingar sáu í gegnum blekkingu
þeirra og studdu D-listann og
sveitarstjóra sinn.
Sá áróður H-listamanna um
að D-listinn sé öruggur með sig
ur, hlýtur að teljast vafasam-
ur, ef höfð er í huga sigur-
vissa þessara aðila 1966.
Seltirningar munu því n.k.
sunnudag sýna vilja sinn í
verki og sameinast um D-list-
ann, — Lista framfara í Sel-
t j arnarneshr eppi.
Keflavík
— Keflavík
Skrifstofa flokksins
er opin í Sjálfsfœðishúsinu að
Hafnargötu 46 frá klukkan 10
SÍMAR:
Upplýsingar 2021
l -'4 f Bílar 2797
! ! } Utankjörstaðaatkvœða-
greiðsla 2798
Starfsfólk er beðið oð mœta á skritstofuna klukkan
6 á laugardag
Flóðin vaxa
í Rúmeníu
900.000 hektarar undir vatni
Vín, 27. maí, AP.
UM 900.000 hektarar lands liggja
nú undir vatni í Rúmeníu, og
Dóná, sem enn er í örum vexti,
ógnar nú víðáttumiklum svæðum
til viðbótar, að því er rúmenska
fréttastofan Agerpres skýrði frá
í dag.
í fréttatilkynninigumni var flóð-
umiuim á ræktuðu laradi í suðaust-
urhluta landsins lýst sem „skeltfi-
legu fyrirbrigði“ og var gefið í
skyn, að frekari feikniairflóð séu
í vændum og kunni þaiu að eyði-
ieggja iandbúnaðarfraTnleiðslu
lamdsins.
„Umfang eyðileggingariininar
varður æ ógnarlegra með hverj-
um degimum, sem liður“.
Ageirpres Skýrði svo frá, að
gífurlag vinna færi nú fram við
byggingu flóðgarða og í hjálpar-
starfsemi á því 1000 km langa
belti, sem Dóná reniniur um í
Rúimieníu, svo og á breiðu ós-
hólmasvæði fljótsins.
Fréttastofan sagði, að ekki virt
ist vera von á neinni rénun flóð-
anna á næstuoni.
Hvers
vegna
ég kýs
D-listann
Ég styð Geir Hallgrímsson,
borgarstjóra, og Birgi ísleif
Gunnarsson ásamt hinum borg-
arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins
vegna þess, að þeir hafa rækt
störf sín í þágu borgarinnar eins
og bezt verður á kosið. Engum
dettur í hug að ráða t.d. skip-
stjóra, sem ekki hefur sýnt hæfni
í starfi og hefur enga reynslu á
sínu sviði. Borgarstjóra hefur tek
izt ásamt sínum mönnum að
rækja starf sitt af dugnaði og sam
vizkusemi. Þess vegna kýs ég
ekki aðra borgarstjórn, sem hef-
ur enga reynslu og fimnst fráleitt
að gera slíkt þegar kostur er á
borgarstjórn undir jafn góðri for-
ystu og verið hefur.
Karl G. Þorleifsson.