Morgunblaðið - 07.07.1970, Síða 10

Morgunblaðið - 07.07.1970, Síða 10
10 MORGUMBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1970 Finnarnir voru í sérf lokki í Hlutu 81 stig en Belgía hlaut 69, Danmörk 60, írland 53 og ísland 37 — íslenzku íþróttamennirnir stóðu fyrir sínu og margir náðu mjög góðum árangri: Guðmundur 17,79 — Jón I*. 2,06 — Bjarni 10,5 og 21,8 — Erlendur 54,27 Jón Þ. Ólafsson sýndi mikið örygg-i í hástökkinu og stökk létti- lega yfir 2,06 metra og tryggði sér annað sætið. Landakeppnin í frjálsum íþróttum eir fram fór á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn og S gærkvöldi er án alls vafa mesta frjálsíþróttakeppoii sem haldin hefur verið hérlendis. Frábær árangur náðist í mörgum grein- um og nokkur lalidsveitajrmet Voru sett. íslendingum tókst ekki að blanda sér í baráttuna, eánkum vegna þess að millivega lengda- og langhlauparar okkar höfðu enga möguleika á móti keppinautum sínum. I flestum tæknigreinunum stóðum við hins vegar hinum þjóðuinum, að Finnum undanskildum á sporði og fimm sinnum voru íslend- ingar á verðlaunapalli. Tvíveg- is önnur verðlaun og þrívegis þriðju verðlaun. En allir íslendingamir stóðu fyrir sánu og í flestum greinum bættu þeir sinn fyrri árangur. Einkum kom á óvart frábær frammistaða hins unga hlaupara Bjama Stefánssonar, sem hreppti þrttðja sætið bæði í 100 og 200 metra hlaupum og stórbætti fyrri árangur sinn einkum í 100 metra hlaupinu. Skipar Bjarni nú sér í röð fremstu spretthlaup aira Tslands fyrr og sáðar. Þá náðu þeir Jón Þ. Ólafsson, Guðmundur Hermannsson, Er- lendur Valdimarsson og Val- bjöm Þorláksson mjög góðum árangri og veittu útlendingunum harða keppni. Stökk Jón Þ. vel yfir 2,06 metra og mun það vera bezti árangur sem hann hefur náð á Laugardalsvellinum og hans bezti frá því á ÓL í Mexí- kó 1968. Guðmundur kastaði 17,95 metra og átti ógilt kast yf- ir 18 metra og sýnir þetta að hann er aldeilis ekki dauður úr öllum æðum og góðir möguleikar eru fyrir hann að bæta íslandsmet sitt í sumar. Auk þess var Guðmundur svo fyrirliði íslenzku sveitarinnar og þreyttist aldrei á að hvetja sína menn og uppörva. Erlendur náði reyndar ekki sínu bezta í sumar í kringlu- kastinu en stóð sig eigi að síður með mikilli sæmd. 54,27 metrar, er vissulega gott afrek. Þá kom Valbjörn skemmtilega á óvænt í stangarstökkinu og stökk 4,40 ntetra örugglega, sem er hans bezta í greininni í nokk- um tíma. Valbjörn hefur verið í nokkrum öldudal það sem af er sumrinu, en þetta ágæta afrek bendir til þess að hann sé nú aftur að komast í sitt gamla, góða form. Aðrir íslenzkir keppendur stóðu sig einnig af stakri prýði. Þannig urðu t. d. Borgþór Magn- ússon, Trausti Sveinbjörnsson og Jón H. Magnússon fjórðu í sín- um greinum og Friðrik Þór náði ágætu afreki í þristökkinu. Var það einkum í millivegalenga- hlaupum og langhlaupum sem við vorum aftarlega, þrátt fyrir að piltamir næðu flestir sínum bezta tíma í ár og jafnvcl settu persónuleg met. Greinilegt er að frjálsar íþrótt- ir á íslandi eru nú á uppleið. Margir landsliðsmanna em ungir og eiga framtíðina fyrir sér. Með góðu starfi ætti að vera hægt að koma hér upp landsliði á næstu ámm, sem gæti látið að sér kveða. Finnar vom hinir öruggu sig- urvegarar í þessari keppni og hafa þeir frábæmm iþrótta- mönnum á að skipa. Og svo mik- il breidd er hjá þeim að í nokkmm greinum sátu þeirra beztu menn heima, en varamenn- irnir sigruðu með yfirburðum. Belgíumenn eiga einnig mjög góðu liði á að skipa, einkum í hlaupunum, þar sem þeirra menn voru jafnan í fremstu röð og náðu prýðilegum afrekum. Danska landsliðið er mjög jafnt og vom þeirra menn ekki síðastir nema í spretthlaupunxun. íramir komu svo nokkuð á óvart með getu sinni, en liðs- andinn hjá þeim virtist vera mjög góður. Þeir uppörvuðu an í hástöfcki, en hann hefur stolklkið bezt 2,12 imietra í ár og á finnska metið í greininni 2,17. Jafnfraant var búizt vi'ð harðri baráttu um annað sætið ag von uðust íslendingar að Jóni Þ. tæk ist að hreppa það. Og Jón brást eklki þeim vonum. Það var reynd ar efclki fyrr en í 2. urnferð sem hann stökk 1,95 metra, en fór síð an léttilega yfir 2,00 metra í fynstu tilraun. Þá hæð felldu hins vegar allir nema Finninn og var Jón því alla vega búinn að tryggja sér annað sætið. (Hækkað var í 2,03 metra og fór Jón þá hæð í þriðju tilraun og því allir orðnir harðánægðir með frammistöðu hans. En Jón lét sér það ekki nægja heldur fór vel yf ir næstu hæð 2,06 metra og veitti þar með Finnanum harða keppni. Hæfckað var í 2,09 metra og tókst Váhala að stöklkva þá hæð í öðru stöfcki, en Jón felldi þríveg is. Næst reyndi Finninn svo við 2,12 metra og var e'kki langt frá því að fara yfir. írinn Fitzpatric setti persónulegt met, stökk 1,95 og var ekki langt frá því að fara 2,00 metra, sem hefði orðið ír3kt met. Úrslit: metr. 1. Reijo Váhálá Finnlandi 2,09 2. Jón Þ. Ólafsson íslandi 2,06 3. Freedy Herbrand Belgiu 1,95 4. Nielis H. Linnet Danmörfcu 1,95 5. Seamus Fitzpatric írlandi 1,95 Stigin eftir 2 greinar: Finnland 10, Belgía 7, ísl-and 6. Danmörk 5, írland 2. 10 km hlaupið nýlega hafið. F remstur fer írinn Coyle, í öðru sæti er Finninn Tiihonen, þriðji er Litmont frá Belgíu sem sigraði í hlaupinu með yfirburðum. Daninn Kempel er í fjórða sæti oglestina rekur Sigfús Jónsson. — IGeta ber þess sem j vel er gert Góð framkvæmd frjálsíþrótta landskeppninnar AÐ GEFNU tilefnd hefur oft verið skamimazt yfir fram- kvæmd frjálsíþróttamóta á ís landi, en eins og flestum mun kunnugt vill verða misbrestur á að þau gangi snurðulaust fyrir sig, og séu þannig fram- kvæmd að áhorfendur hafi ánægju af að fyLgjast með keppninni. Margir hafa vafa laust verið kvíðnir þvi að eitt hvað færi ÚTskeiðis í þeirri miklu landskeppni er hér var háð á sunnudaginn og í gær kvöldi, en mikilvægara en nofckru sinni fyrr var að mót þetta gæti gengið s,nirðula/ust fyrir sig, þar sem mikill fjöldi erlendra þátttakenda var í því og einnig komu hing að forystumenn frjálsra íþrótta í viðkcwnandi löndum. En eins og oft hefur verið ástæða til gagnrýni, er einn ig ástæða til þess að bera mik ið lof á þá er að þessu móti stóðiu. Framfcvæmdin var til sannrar fyrirmyndar og gefck þannig fyrir sig að að aldrei varð nein snurða á. Nægilegt starfsfólk var jafnan fyrir hendi og öllu var stjórnað af röggsemi og festu. Úrslit í einstökum greinum og um- ferðum í tæfcnigreinum voru birt jafnóðum og blaðamenn fengu þá þjónustu sem er eins dæmi hérlendis að fá vélrituð úrslit úr greinunum jafnóð- um og keppni í þeim lauk. Jafnvel erlendu þlaðamenn- irnir höfðu það á orði að þetta væri til fyrirmyndar. Ástæða væri til að nefna nöfn þeirra sem að fram- kvæmdinni stóðu, en það yrði sennilega of langur listi og verður því að nægja að færa þeim þakkir fyrir framúr- skarandi vel unnin störf. — Með móti þessu var sannað að unnt er að fraimkvæma hér mót með glæsibrag og verði því haldið áfram er óhætt að spá því að áhorfendum á frjálsíþróttamótum fari stór um fjölgandi. — stjl. hver annan og höfðu skemmti- lega framkomu á vellinum. Hér á eftir fer stutt ljsing á hverri grein fyrir sig, svo og úrslitin. 110 metra grindahlaup Fyrsta keppnisgreinin var 110 metra grindahlaup og náðu allir fceppendur nokfcuð jöfnu við- bragði. Fljótlega sfcáru tveir hlaupararnir sig nokkuð úr, þeir Salin, Finnlandi og Greeromis frá Belgíu og var eklki séð fyrr en á síðustu grind hvor þeirra myndi sigra. Setti Salin finnskt met 14,1 sek. og er það jafnframt vallanmet á Laugardalsvelli. — Borgþór hljóp ágætlega og náði sínum langbezta tíma 15,2 sek. Úrslit: sek. 1. Ari Salin, Finnland 14,1 2. Wilfried Greeroms Belgía 14,3 3. Steen Petersen, Danmörk 14,8 4. Borgþór Magnússon, ísl. 15,2 5. Seamus Power, írland 15,8 Hástökk Fyrirfram var talið að Vahalá miundi eiga auðveldan sigur vís- Kúluvarp Finnsfca heljanmennið Yrjölá var í sérflofcfci í kúluvarpi og kastaði lengst 19,02 mietra. Guð- mundur var frá fynstu umferð öruggur með annað sætið, en þá kastaði hann 17,22 metra. í ann arri umferð náði Guðmundur svo kasti sem var vel yfir 18 metra, en missti jafnvægið ag gerði þar með ógilt. Síðar náði hann svo 17,95 metra kasti, sem er hans bezta í ár o^g bendir til þess að hann hafi góða möguleika til að bæta enn íslandsmet sitt í grein inni, sem er 18,45 metrar. Glæs legt hjá Guðmundi! Danski kepp andinn, sem kastað hefur 17,61 metra í ár náði sér aldrei á strik í keppninmi og varð að sætta sig við fjórðia sætið. Úrslit: metr. 1. Matti Yrjölá Finnlandi 19,02 2. Guðm. Hermannsson ísl. 17,95 3. Phillip Conway írlandi 16,50 4. Ole Lindskjöld Danm. 16,44 5. G. Sahroeder Belgíu 15,31 Stig eftir 3 greinar: Finnland 15, fsland 10, Belgía 8, Danmörk 7, írland 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.