Morgunblaðið - 07.07.1970, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.07.1970, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1970 Ársæll Sigurðsson — Minningarorð Hann varð bráðkvaddur að kvöldi sunnudagsin3 28. júní, þar sem hann var staddur ásamt konú sinni, í sumarhúsi þeirra við Álftavatn. Útför hans var gjörð frá Dómkirkjunni sl. laug- ardagsmorgun að viðstöddu fjöl- menni. Með Ársæli Sigurðssyni er genginn mætur maður, sem marg ir eiga þökk að gjalda og mikil eftirsjá er að. Hann var fæddur að Ljótar- stöðum í Skaftártungu hinn 31. des. árið 1901 óg var þannig á 69. aldursári, er hann lézt. Foreldrar hans voru þau Sig- urður bóndi að Ljótunarstöðum Sigurðsson og kona hans Þór- unn Hjglmarsdóttir, ljósmóðir. Ársæll var yngstur margra systkina og eru nú aðeins tvö þeirra á lífi. Föður sinn missti t Systir mín, Sæunn Sumarliðadóttir, lézt í Landakotsspítala 5. júlí sl. Jón Sumarliðason. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Eyjólfur Ólafsson, stýrimaður, andaðist sunnudaginn 5. júlí. Guðrún Ólafsdóttir börn og tengdaböm. t Systir mín, Sigríður Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu, Þórs- götu 14, 4. júlí 1970. Fyrir hönd systkina og vina. Jónas Jónsson. t Móðir mín og tengdamóðir, Sigríður Þorkelsdóttir, andaðist sunnudaginn 5. júlí. Geir Jónasson Kristín Jónasdóttir. hann ungur og ólst upp á veg- um móður sinnar þar eystra, við algeng störf þess tíma, en hug- ur hans mun snemma hafa staðið til mennta, og þótt efnin væru engin, auðnaðist honum að kom ast í skóla. Lauk hann kennara- prófi vorið 1925, — og þá um haustið hófst hann handa um kennsluna, er síðan varð ævi- starf hans. Fyrstu fjögur árin kenndi hann við farskóla fyrir austan Fjall, en fór þá til Vestmanna- eyja, þar sem hann kenndi við barnaskólann um tíu ára skeið. Með gleði minntist hann veru sinnar þar. Kennslustörf verða vissulega aldrei leikur, en þau létu honum snemma vel, — var svo jafnan síðan. Kom þar margt til og þó sjálfsagt ekki sízt góður undirbúningur tím- anna og svo þetta, að fas hans allt mótaðist af festu og glað legri hlýju, þótt alvörumaður væri. í Eyjum eignaðist hann góða vini þar kynntist hann m.a. Akoges-félagsskapnum, sem hann rækti vel og hélt tryggð við allar götur síðán. Mat hann mikils hinn góða félagsanda, er þar ríkti og þá alúð, er hann átti þar jafnan að mæta. Hingað til Reykjavíkur flutt- ist Ársæll svo árið 1938 og gerð- ist kennari við Austurbæjarskól ann, þar sem gildasti þáttur ævi- starfsins var unninn. Ég ætla, að hann hafi verið nokkuð jafnvígur á allar kennslugreinar, — áhugasvið hans var svo vítt, og hann vildi allt gera vel, er til hans kasta kom. Það fer þó ekki milli mála, að íslenzkan var kjörsvið hans og uppáhaldsgrein, enda hafði hann sérstakt eftirlit með ís- lenzkukennslu í skóla sínum um langt árabil, og að ég ælta, allt þar til er hann tók þar við skóla stjórn. Þegar hann tók við því starfi var hann nokkuð hniginn að aldri og áreynsla þess varð heilsu hans ugglaust ofraun. Hann var svo samvizkusamur t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og langamma, Þóra Arnheiður Þorbjörnsdóttir, Landagötu 22, Vestm.eyjum, lézt í Borgarspitalánum að morgni 6. júlí. Hjörleifur Sveinsson, böm, tengdaböm og barnaböm. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar og sonur, Arnar Þórir Valdimarsson, andaðist að heimili sínu Gnoðavogi 30, 4. júlí. Valgerður Einarsdóttir, böm og foreldrar. maður, að hann þoldi ávallt illa, að geta ekki leyst allan vanda, sem auðvitað verður aldrei um að ræða, — sízt í skólastjórastöðu. Áhyggjumar fylgdu honuim heim eftir erilsama daga og heilsan bilaði, svo að hann varð að hverfa frá skólan um fyrr en ætlað var. Skólastjórn hans stóð þannig stutt, en ég hygg, að það hefði orðið ungum kennurum lærdóms ríkt að starfa undir stjóm hans og leiðsögn. Þá ályktun dreg ég m.a. af því, að sú kennslufræði, sem ég hefi frá honum, hefir reynzt mér sjálfum einna hagnýt ust af því, er ég hefi numið í þeirri grein. En sjálfúr var Ársæll þá líka sínemandi alla tíð, bæði af bók- um og skólum og lífinu sjálfu. Eftir að hann varð kenn- ari við Austurbæjarskólann, sett ist hann sjálfur á skólabekk, — stundaði um tveggja ára skeið nám í íslenzkri nútímahljóðfræði við Háskólann og lauk prófi í þeirri grein. Námsferðir fór hann líka til Norðurlanda og hélt alla tíð vöku sinni varð- andi það allt, er efst var á baugi í skólamálum. Engan vissi ég ólíklegri til að trana sér fram en Ársæl Sig- urðsson, en þeir sem þekktu hann treystu honum vel. Gegndi hann margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir stétt sína fyrr og síðar. Hinn 31. maí 1941 kvæntist Ársæll eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Pálsdóttur, frá Skammadal í Mýrdal. Bjó hún honum hlýlegt heimili og vistlegt, — sá um, að hann mætti þar næðis njóta, eftir því sem við varð komið. Reyndist hún honum í öllu vel og var þá jafnan stærst, þegar mest reyndi á. Um alúð og gestrisni voru þau samhent og samhuga. Á heimili þeirra var öllum tekið vel. Stóð það jafnan opið ætt- ingjum og vinum og venzlafólki, er oftlega dvaldist þar langtím- um saman. Á ég þar persónulega, og fjölskylda mín, mikið að þakka. Ársæll var aldamóta- og ára- t Við þökkum hjartanlega sýnda samú'ð við fráfall og jarðarför, Kittyar Valtýsdóttur. Fyrir okkar hönd og barna hennar. Gróa Ólafsdóttir Sigurður Andrjesson. t Móðir okkar, Sigurlín Bjarnadóttir fyrrum húsfreyja að Hreiðurborg, lézt að heimili sínu Björgvin, Eyrarbakka 5. júlí. Elín Sigurgeirsdóttir Jóna Sigurgeirsdóttir. t Faðir okkar, Karl Georg Dyrving, lézt á Landakotsispítala laug- ardaginn 4. júlí. Börnin. t Útför, Jóns Ásgeirs Jónassonar, Arnarholti, fer fram frá Fostwogskirkju miðvikud. 8. júlí kl. 10,30. Vandamenn. mótabam. Þar af mun nafn hans sprottið, — og víst er, að hann bar það með miklum sóma. Far- sæld mótaði líf hans allt og störf. Fýrirgangur hvers konar og framapot var honum fjarri skapi, en fastur gat hann verið fyrir, ef því var að skipta og hvert það verk, er hann tók að sér, var unnið af þeim vöndug- leik, er var svo einkennandi fyr ir viðhorf hans öll og gerð. Um hann mátti með full- um sanni segja, að hann mátti í engu vamm sitt vita. Réttlætis- kennd hans var rík. Þótt hann léti það að vísu oft kyrrt liggja, að gengið væri á hans eigin hlut, þá þoldi hann illa, að á öðrum væri troðið, — og þó einkum þeim, er á einhvern hátt stóðu höllum fæti. Hann var rökfastur og skýr í hugsun og framsetningu Kennsla hans var því ugglaust ljós Og lifandi, en ég ætla, að vinsældir hans sem kennara hafi ekki sízt átt rætur til þess að rekja, auk þess sem áður var að vikið, að nemendur hans fundu þetta svo vel, að hann var eins við alla, — að á bak við um- vandanir hans jafnt og uppörv- unarorð bjó heilshugar hlýja og góðvild. Verið í bróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan, segir heilagt orð. Svo var Ársæll Sig- urðsson í háttvísri hógværð sinni og óhlutdeilni. Heilindin, er voru svo rík í fari hans, dulu ust heldur engum, er honum varð samferða einhvern spöl. Það var yfirleitt svo, að menn mátu hann því meir, sem þeir kynnt- ust honum betur. Hann var jafngamall öldinni að kalla, — óx úr grasi á því skeiði, er vorþeyr fór um þjóð- lífið og vormaður var hann alla tíð. Víst voru hugsjónir hans og hugðarefni af ýmsum toga, en flest stóðu þau þó í tengslum við vöxt og gróanda. Ævistarf hans var í þessu fólg ið að veita leiðsögn uppvax- andi æskulýð. Víst er, að hann vildi þar öllum til aukins þroska koma. Gróðri landsins vildi hann þá líka veita það lið, er hann mátti. Er þar ljósastur vott ur lundurinn fagri umhverfis Ás, sumarhús þeirra hjóna við Álfta vatn, er þau sameiginlega höfðu lagt mikla vinnu í að ryðja úr grjóti og rækta upp. Hvergi undi Ársæll sér bet- ur en þar. Var svo eigi sízt nú hin síðari ár, eftir að vanheilsa varð honum fjötur um fót. í ræktunarstarfið þar eystra sótti hann uppörvun og starfsþrek. íslenzkri náttúru unni hann. Ferðuðust þau hjónin víðs veg- ar um landið, byggðir þess og óbyggðir og báru heim með sér eitthvað af sumaryl sólbjartra daga og kyrrð öræfanna. Með gleði minnist ég heiðríkj- unnar og birtunnar í svip hana, er ég sá hann síðast fáum stund um áður en hann lézt, þar sem hann stóð við heimreiðina að Ási með grænan skóginn að baki sér. Ég veit og, að í hugum margra verður ávallt hlýtt og bjart um mynd Ársæls Sigurðssonar. Hann var þeirrar gerðar, að öll- um, er kynntust honum að ein- hverju marki hlýnar um hjarta, þegar mynd hans kemur fram í hugann og betri arfur ætla ég, að eigi verði eftir látinn kaldr analegum heimi. Rétt fyrir andlát hans rædd- um við ritstörf hans, sem hann gerði raunar ekki mikið úr frem ur en öðrum verkum sínum, en ég fann, að hann hafði fullan hug á að bæta enn um „Móður- mál“, sem kunnáttumenn hafa talið merkt brautryðjandaverk. Sýnir það hve ungan og opinn hug hann raunverulega átti enn, og víst gladdist hann innilega yfir því, hve vel þessum bókum hans var tekið yfirleitt, sem og öðrum, er hann hafði áður skrif- að um svipað efni. Það er víst, að móðurmálinu unni Ársæll heils hugar, enda kunni hann á því góð skil og sat sig ekki úr færi að heyja sér fróðleik, er það varðaði. Ritstörf hans önnur og rann- sóknir beindust þá líka að ná- lægum sviðum, þar sem var ís- lenzkt mannlíf, — mannfræði og ættfræði. Átti hann vandaðan bókakost í þessum greinum, og ég ætla að það er hann vann hér að sé ekki með öllu ónýtt eða einskis vert, — svo sem hann gjarna vildi vera láta. Það er eigi ofmælt, að með Ársæli Sigurðssyni er genginn drengur góður, er í öllum grein- um lagði miklu meiri áherzlu á að vera en sýnast. Mér finnst það einkennandi fyrir hann, að síðasta verkið, sem hann vann, var að bægja búfé frá gróður- lendum fjarstaddra eigenda. Hann var svo fjölhæfur, að segja má, að honum væri fleygt niður á hvað sem var. Hönd hans var huganum hlýðin. Sjálf- ur mun hann mjög hafa unnið að smíði húss síns og ýmsir grip ir þar heima bera handbragði hans fagurt vitni. Hugkvæmni hans og smekk vísi má og glögglega sjá, þar sem er félagsmiðstöð barnakennara hér í borg, en hann mun manna mest hafa mótað svip hennar í upphafi. Man ég vel hverja al- úð hann lagði í verk þetta og önnur störf í þágu stéttar sinn- ar, en svo var raunar um allt, er hann fékkst við. Hann átti. vissulega haga hönd, — hjartað hlýja og góða, því er hans með þakklæti minnzt og söknuði. Lund hans var við kvæm og geðið heitt, en hann gætti þess löngum vel að láta það ekki leiða sig á nein gönu- skeið. Ég veit enda enga þá yfir- leitt, er hanin kæmist ekki af við og ósjaldan átti hann afsökun- arorð handa þeim, er aðrir hnjóð uðu í. Vinum Ársæls Sigurðssonar finnst hann hafa farið of fljótt, en fyrst og fremst ber að þakka þetta, að hann fékk þó að lifa svo langan dag, er um margt varð gjöfull honum sjálfum og þeim, er urðu honum samferða. Mörgum hefir mikið gefizt fyrir meðalgöngu hans. Því eru hon- um þakkir færðar við brottför hans, — blessunar beðið og farar heilla. Þorbergur Kristjánsson. S. Helgason hf. LEGSTEINAR MARGAR GERDIR SÍMI 36177 Lokað á morgun vegna jarðarfarar, Belgjagerðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.