Morgunblaðið - 09.07.1970, Page 5

Morgunblaðið - 09.07.1970, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚUÍ 1070 „Þurfi ég að flytja þjóðinni boðskap - sendi ég slmskeyti u — segir í>ráinn Bertelsson, höfundur „Sunnudags“ nýútkominnar skáldsögu I tilefni Listahátíðar i Reykjavík hleypti bókaútgáf- an Helgafell fjórum nýjum höfundum út á bókamarkað- inn. Þrír þessara lögðu til ljóðabækur, en sá fjórði, Þrá inn Bertelsson, lét frá sér fara „nútimasögu úr Reykja- vík“ skáldsögu með heitinu „Sunnudagur“. — Ég hef aldrei gengið með skáld í maganum, segir Þrá- inn. Hefði ég gert það ein- hvern tíma, hefði ég reynt að verða prestur. — Af hverju prestur? — Þá gæti ég lesið upp úr verkum mínum á hverjum sunnudegi. — En hvers vegna skrifað ir þú þá „Sunnudag“? Ég veit ekki. Kannski skrifar fólk af því að það hef ur ekkert annað að gera. Ég lærði einu sinni orðtak, enskt að uppruna held ég, sem segir að snilligáfan geri það sem hiún sé knúiin titL að gera en hæfileikar það sem þeir geti. En ég hef enga skýringu á reiðum höndum. Kannski kom þetta af því, hve rotið þjóð- félagið er. — Rotið? — Nei, annars. Ég var bara að spauga. Auðvitað er ekk- ert þjóðfélag rotnara en þegnarnir. Og ég vil alls ekki verða til að særa íslendinga með neinum gamansögum. — En hvaða sögu ertu þá að reyna að segja í „Sunmu- degi“? — Sú saga verður ekki sögð á minna en þessum 144 síðum, sem bókin spannar. Reyndar hafði ég fyrst efni í heilan sagnabálk, en hér er þetta öðru visi en í Ameríku. Þar setjast menn ekki niður fyrir minma en tvö þúsund síður. Ég get ekki gefið þér neinn útdrátt úr „Sunnudegi", því bókin er stytzti útdráttur sem mér varð mögulegur úr efn- inu, sem ég hafði. Og dettur mér þá í hug nokkuð, sem Rómverji einn forn sagði, þeg ar hann var að burðast við að vera stuttorður. Hann lét svo um mælt, að þegar hann reyndi slíkt, hætti honum gjarnan til að verða myrkur í máli og stundum óskiljan- legur. — En einhvern boðskap má bókin hafa að flytja? — Ég held að það sé tómt brjálæði að semja sögur til að koma einhverjum boðskap á framfæri. Bókmenntir eru enginn vettvangur til að skila baráttumálum um þjóðfélagið eða neytendaumbúðir. Stytzta leiðin milli tveggja punkta er jú bein lína og ef ég þarf ein- hvern tíma að flytja þjóðinni boðskap, þá sendi ég henni símskeyti. Hins vegar skrifa ég um fólk og fyrir fólk. Það mætti heita tillitssemi við þetta fólk, ef skrif mín kæmu því aldrei fyrir sjónir. En slíkt fyndist mér heimskulegt, því auðvit- að er fólki velkomið að vita, hvað ég hugsa. Svoleiðis vil ég hafa það. Þess vegna er ágætt að skrif mín séu gefiin út. — En er ekki skáldsagan dauð? — Dauð? Það er ekki hægt að ganga að manni úti á götu og segja: Þú ert dauður. — í „Sunnudegi" ber nokk uð á því, sem eitt sinn var talið feimnismál og ekki til prentunar. Er klám orðið nauðsynlegt tjáningarform? — Klám? Ég hef aldrei skrifað klám; að minnsta kosti ekki síðan ég var lítill dreng- ur og skrifaði með krít á veggi. Og hitti ég einhvern tima svo hj artahreinan mann, að hann hafi aldrei hugsað verra en það, sem stendur skrifað í „Sunnudegi“, er ég reiðu- búinn til að biðja hann afsök unar opinberlega. — Ertu með nýja bók í smíðum?. — Já. Ég á nær fullunnið handrit í fórum mínum. Það verður merkileg bók. — Kannski framhald? — Sussu nei. Aðeins næsta þrep fyrir ofan. — Hvemig er svo að vera nýskáld á íslandi? — Sko. Það er sjálfsagt af leitt að vera á ferð með fyrstu bók sína, því í mínum augum er ekkert til, sem heit ir ungur og efnilegur rithöf- undur. Annað hvort er mað- Þráinn Bertelsson: — „f mín um augum er ekkert til sem heitir ungur og efnilegur rit höfundur." ur rithöfundur eða ekki. Og ég vil að menn fái lista- mannalaun fyrir bækur, sem þeir eiga eftir að skrifa en ekki fyrir bækur, sem þeir hafa löngu lokið við. Ástandið í þessum efnum er mjög alvarlegt; t.d. væri ég nú norður í Ballarhafi að draga ýsur, ef enginn Ragnar í Smára væri tiL Og það væri ekki þjóð- inni hollt, eða hvað? — Áreiðanlega ekki, segir Þráinn Bertelsson og kveður innvirðulega. poly. nv Límbönd og lím- bands- vélar Poly nyl límbönd. eru sérstaklega hentug fyrir frystihús og aðra, er þurfa trausta og rykþétta lokun á kössum og pökkum. Poly nyl límbönd þola raka og djúpfryst- ingu. Poly nyl handþrýstitækið tryggir fljótvirka og auðvelda pökkun. BITSTAL. FREYJUGÖTU 49. Simi 21500 — pósthólf 1333 Reykjavík. BITSIffil Land hins eilifa sumars. Paradis þeim, sem leita hvíldar og skemmtunar. Mikil náttúrufegurð, ótakmörkuð sóí og hvitar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Italíu og Frakklands. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma, með islenzku starfsfólki. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 7. SlMAR: 16400 12070 mm »* ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.